Morgunblaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. maí 1963
MORCUNCLAÐIÐ
17
Eiríkur Ásbjörnsson
útgerðamaður 70 ára
í LOK fyrra stríðs og árin þar
á eftir, fluttist hingað til Eyja,
fjöldi fólks úr nærsveitum hér
sunnanlands. Þetta var dugmikið
fólk, vant vinnu og taldi ekki
eftir sér að taka til hendi. Var
Vestmannaeyjum, er þá voru í
vexti og uppbyggingu mikil feng
ur að slíku ágætisfólki, og búa
Eyjarnar í ríkum mæli að því
enn þann dag í dag.
Einn í hópi þessa ágætisfólks,
var Eiríkur Ásbjörnsson, útgerð-
armaður, sem í dag er sjötugur
að aldri, fæddur 2tl. maí 1893 á
Stokkseyri. Þeim er þessar línur
ritar er ekki kunnugt um ættir
þær er að Eiríki standa né hans
uppvaxtarár, en viðbrögð hans
og starf hér í Eyjum, gefa fylli-
lega til kynna að honum hafi
snemma verið innrætt virðing
fyrir vinnu, orðheldni og að-
gæzlu í meðferð verðmæta.
Hingað til Eyja fluttist Eiríkur
1918, og strax árið eftir tekst
hann á hendur skipsstjóm. Eign-
ast áriðl920 bátspart við 4. mann,
og hefur æ síðan fengist við út-
gerð. Skipstjóri á vélbát var
Eiríkur um 20 ára skeið, lengst af
á Emmu, er hann eignaðist árið
1929, með Birni heitnum Bjarna
syni frá Bólstaðarhlíð, miklum
sæmdarmanni. Skipsstjórn fórst
Eiríki úr hendi með miklum ágæt
um, var afla og mannsæll, hafði
um tugi ára sömu menn í skip-
rúmi og við úgterð sína. Á þess-
um árum var svo sem að líkum
Tvær sam-
liggjandi stofur
ásamt litlu eldunarplássi er
til leigu í Austurbænum. að-
gangur að síma fylgir. Gerið
svo vel og sendið nöfn og
heimilisfang á skrifstofu Mbl.
fyrir föstudagskvöld, merkt:
„Norðurmýri — 5990“.
Iætur, margt öðruvísi og erfiðara
um útgerð og skipstjórn en nú er.
Höfnin ófullkomin, bátarnir litlir
og vanbúnir af vélum og tækjum.
Varð þá til að koma harka, dugn-
aður og fyrirhyggja ef vel átti
að fara. Menn urðu að leggja
hart að sér til þess að koma fleyi
sínu í heila höfn — og þar lét
Eiríkur sinn hlut ekki eftir
liggja.
Hagsýni og forsjálni um með-
ferð fjármuna er Eiríki í blóð
borin. Hefur hann frá fyrstu tíð
og gerir enn, verkáð aflann af bát
sínum. Hefur honum farist þetta
verk úr hendi á þann hátt að til
fyrirmyndar má teljast. Natni,
aðgæzla og vandvirkni hefur ver-
ið einkennandi við fiskverkunar-
störf hans. Hygg ég þetta hafi
borið nokkurn ávöxt í afrakstri
útgerðarinnar og komið honum
og útgerð hans yfir margan örð-
ugan hjallann.
Skipsstjórn samfara útgerðar
rekstri um margra ára skeið, út-
heimtir oft á tíðum langan vinnu
dag og ætla má að lítt gefist tóm
til að sinna öðrum störfum. Eigi
að síður hefur Eiríkur mjög kom
ið við sögu í félagsmálum, eink-
um þó félagsmálum útvegsins og
hefur oft á tíðum verið þar í
fararbroddi. Á erfiðarleika árum
útgerðar upp úr 1930 bundust út-
gerðarmenn hér í Eyjum samtök-
um um að koma á fót ýmsum
fyrirtækjum útgerðinni til hags-
bóta. Voru og eru þessi fyrirtæki
útgerðinni til mikilla þrifa og
fjárhagslegs ávinnings, ekki út-
gerðarmönnum einum heldur
byggðarlaginu í heild. Kom
Eiríkur þarna mjög við sögu, var
stundum í forystu, en alltaf góð-
ur og ötull liðsmaður. Var um
margra ára^»keið formaður Neta-
gerðarinnar, í stjórn ísfélagsins,
í varastjóm Bátaábyrgðarfélags
ins og núverandi stjórnarformað-
ur olíusamlags Vestmannaeyja.
Auk þessa hefur hann nakkuð
komið við sögu í bæjarmálúm
Vestmannaeyja. —
Fyrir liðlega 10 árum, þá ný-
byrjaður í útgerð, tók ég að mér
formennsku í útgerðarfélagi Vest
mannaeyja. Má þá segja að kynni
okkar Eiríks hæfust af alvöru.
Eiríkur var með mér í stjórn. Á
ég margar ánægjulegar og gagn
legar minningar frá þeim árum.
Komu þá í ljós kostir Eiriks á
sviði félagsmála, ósérhlífni og
dugnaður. Dáðist ég oft að hon-
um, komnum á efri ár, hve hann
var duglegur að sækja fundi,
hafði nær alltaf eitthvað gott til
mála að leggja og innilegan vilja
til að gera hag útgerðarmanna
sem beztan. Hitnaði honum þá
stundum í hamsi og ekki vorum
við alltaf sammála um hlutina.
Aldrei kom þetta þó að sök og
samstarfið var með ágætum.
í öllu dagfari er Eiríkur prúð-
ur, lætur lítt yfir, smákíminn,
hefur auga fyrir ýmsu skoplegu
og hlær hressilega er eitthvað
skemmtilegt ber á góma, ræðinn
í þröngan hóp, og gleðst með
glöðum.
Giftur er Eiríkur Ragnheiði
Ólafsdóttur frá Norðurgarði í
Dyrhólahreppi, mikilli ágætis?
konu, eiga þau 2 börn, uppkom-
ið myndarfólk.
Eg vil svo að lokum senda
Eiríki, mínar beztu árnaðaróskir
á þessum tímamótum í ævi hans,
um leið og ég þakka honum góða
viðkynningu og óska honum og
hans alls velfarnaðar í framtíð-
inni.
Bj. Guðm.
X
Utankjörstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er nú hafin. Þeir sem ekkl
verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala islenzku.
Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listi
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er i Melaskólatt-
um. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12,
2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6
Kosningaskrifstofa
SJálfstæðisflokksins
er í Valhöll við Suðurgötu, veitir hún allar upplýsingar og að»
stoð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. — Upplýsingar
um kjörskrárkærur eru veittar á sama stað.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að gefa skrifstof-
unni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, inn-
anlands og utanlands.
Símar skrifstofunnar eru 23118 og 22136.
Mótmæla úthlut-
un listamanna-
launa
Á FUNDI í Rithöfundafélagi ís-
lands þ. 14 þm. var samþykkt
einróma eftirfarandi ályktun.
„Almennur fundur í Rithöf-
undafélagi íslands lýsir ein-
dregnum mótmælum sínum gegn
nýlokinni úthlutun höfundalauna
og einkum því, hversu berlega
hinir yngri og starfandi rithöf-
undar eru þar sniðgengnir.
Fundurinn telur úthlutunar-
nefnd hafa brugðizt trúnaði sín-
um með því að líta fremur á
stjórnmálalega afstöðu manna
en ritstörf, og álítur það ekki
síður óviðurkvæmilegt hve néfnd
in virðist hafa hyglað venzla-
mönnum sínum, svo sem úthlut-
unarskráin sýnir.“
(Frá rithöfundafélagi
íslands).
Skyndihappdrœtti SjáIfstæðisflokksins
BILAR
IHOGIiLEIKAR
« ASTÆÐUR
til þess að kaupa miða
:•:•:•:• ‘.•:,:,:’:::::v:*:.>. • Dráttur fer fram eftir fáeina
.•.■.•.•.■.■ •••••:■.• .v.v.‘. uaga.
• •••••
•_•_• • • •
.*•••••%••• f
• Allir vilja efgnast nýjan bíl.
Til etlingar Sjálfstæðisflokknum.
^ bess að gera sigur hans í kosningunum sem
giæsiiegastan.
* • Efling Sjálfstæðisflokksins er efling þjóðarhags.
ekki tœkifœrinu — kaupið miða strax í dag