Morgunblaðið - 23.05.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1963, Síða 1
E 32 síður Framsóknarmenn reyndu að fá Breta til að gera kröfur á hendur okkur - Hvaða nafní viEfa menn nefna slíka iðju? Tíminn leyndi viðtalinu J í við IMiels P. Sigurðsson j I LANDHELGISMÁLINU hafa Framsóknarmenn og kommúnistar að undanförnu lagt megináherzlu á þau vís- vitandi ósannindi, að brezka stjórnin hyggðist fara fram á framlengingu undanþáganna til veiða á afmörkuðum svæð- um innan 12 mílnanna, þegar þær renna út eftir nokkra mánuði, og bætt því við, að leiðtogar stjórnarflokkanna væru óðfúsir að iallast á slíka framlengingu. í Tímanum s.l. sunnudag var þar að auki enn á ný látið að því liggja, að Bretar hefðu ekki viðurkennt 12 mílna fisk- veiðilandhelgi íslands. Orðrétt sagði: „Það liefur verið umdeilt atriði hvort í landhelgissamn- ingnum fíá 1961 telist fullkomin viðurkenning brezku stjórn arinnar á 12 mílna fiskveiðilandhelgi íslands." Með þessari fullyrðingu annars vegar og hins vegar ósannindunum um það, að leiðtogar stjórnarflokkanna vildu fallast á framlengingu undanþáganna til veiða innan 12 mílnanna, voru Framsóknarmenn vísvitandi að vinna gegn íslenzkum málstað. Þeirra skýringar og fullyrðingar voru í fullri andstöðu við hagsmuni okkar. Auðvitað reyna Bretar að halda eins vel á utanríkismál- um sínum og þeim er unnt, en þeim kemur ekki til hug- ar að beita hlekkingum og svikum til þess að níðast á ís- lendingum á þann veg, sem Tíminn hefur þrástagazt á, að Bretum væri unnt að gera. Morgunlaðið ætlar ekki að velja þessari iðju Framsókn- armann nafn. Kjósendur munu dæma um hana 9. júní. í tilefni af ummælum Tímans hefur brezki sendiherrann f. h. ríkisstjórnar sinnar tekið fram eftirfarandi: „Ég vil leyfa mér að endur- taka enn einu sinni þær yfir- lýsingar, sem ríkisstjórn mín hefur áður gefið íslenzku ríkis- stjórninni um að rikisstjórn mín hefur ekki í hyggju að fara fram á framlengingu þriggja ára tíma- bilsins, sem lýkur 11. marz 1964. Fullyrðingar um hið gagnstæða verða að teljast alvarleg rang- túlkun á ótvíræðri og afdráttar- lausri afstöðu ríkisstjórnar minn ar í þessu efni.“ Rækilegar verður ekki undir- strikað, að landráðabrigsl Fram- sóknarmanna og kommúnista eru uppspuni frá rótum. En Tíminn ætlaði sér að herða „sóknina“ sL sunnudag, þegar blaðið birti skeyti frá NTB- fréttastofunni, sem hefur inni að halda óstaðfestar sögusagnir um það, að í orðsendingu Breta til íslenzku ríkisstjórnarinnar út af Milwoodmálinu segi, að Bretar viðurkenni ekki 12 mílna fisk- veiðilandhelgi. Orðrétt segir í 6keytinu skv. þýðingu Tímans: „Heimildir í ráðuneytinu (í skeytinu: Diplomatiske kilder) segja, að orðsending Breta frá í gær segi, að stjórnin geti ekki þvingað Smith' til að fara til ís- lands, þótt ríkisstjórnin telji að það væri í hag beggja aðila. Orð- sendingin rakti atburðina ná- kvæmlega og þess var þar getið, að Stóra-Bretland viðurkenndi ekki 12 mílna markalínu íslands, segja heimildirnar.“ Skeyti þetta er sent áður en orðsendingin var birt, og þar er þess vegna um að ræða óstað- festa sögusögn. Þetta gerði Tím- inn sér ljóst, og þess vagna sneri blaðið sér til íslenzka utanríkis- ráðuneytisins, þar sem það ræddi við Niels P. Sigurðsson, deildarstjóra, sem upplýsti blað- ið um það, að ekki væri einu orði að þessu vikið í orðsendingu Breta. Engu að síður birti Tíminn þessa ,,fregn“, og bætti við hana sinum hugleiðingum. Þarna var um vísvitandi fölsun að ræða, því að blaðið vissi betur sam- kvæmt öruggustu heimildum. Tilraun Tímans til að skjóta sér á bak við hið óstaðfesta skeyti NTB-fréttastofunnar — — og nota fréttastofu útvarpsins í þeim tilgangi — er því áfram- hald falsananna og fullkomin ósvífni. Þá er það og algjört iðleysi, sem yfirleitt þekkist ekki hjá nokkru lýðræðisblaði í veröld- inni, að skrökva því upp á er- lenda sendifulltrúa, að þeir fari rangt með, en Tíminn gerir sig sekan um það í gær að brigzla brezka sendiherranum um að rangfæra orð blaðsins, þótt eng- inn fótur sé fyrir þeirri fullyrð- ingu. I viðtali því, sem Morgun- blaðið birti við Ólaf Thors, forsætisráðherra, vék hann að því, að Framsóknarmenn mundu slíðra þau eiturvopn, sem þeir hafa haft á lofti, landráðabrigzl, falsanir og ósannindi um utan- ríkismál landsins, Tímamenn höfðu ekki vit á þessu. Þess vegna standa eiturvopnin nú í holdi Framsóknarflokksins sjálfs. Um þetta er einnig rætt í ritstj.gr. í dag. Bifreiðabruninn í Stóra-VatnsskarðL Ljósm.: Stefán B. Pedersen. Hver borgar tjónið ef bifreið brennur? MORGUNBLAÐIÐ birti í gær frétt um bíl, sem gjöreyðilagðist í bruna í Stóra-Vatnsskarði sl. sunnudagskvöld. Með fréttinni voru birtar myndir, teknar af Stefáni B. Pedersen, sem undir- strikuðu hina miklu eyðilegg- ingu. Þetta varð til þess, að ýmsir hringdu til Morgunblaðsins og vildu fá að vita, hvort bifreiða- tryggingar bættu slíkt brunatjón. Morgunblaðið sneri sér til Run ólfs Þorgeirssonar, deildarstjóra bifreiðadeildar Sjóvá, sem góð- fúslega veitti eftirfarandi upp- lýsingar um brunatryggingar bif reiða: Sé bifreiðin aðeins tryggð svo- nefndri „skyldutryggingu" fæst tjón vegna bruna ekki bætt. Hins vegar er hægt að kaupa sérstaka brunatryggingu fyrir bifreiðina og er slík trygging al- gerlega frjáls og bifreiðareigand- inn verður sjálfur að taka ákvörð un um hvernig henni skuli hátt- að. Bifreið, sem er kaskótryggð, er jafnframt brunatryggð og gildir sú trygging hvar og hvenær sem er á tryggingartímabilinu (þ.e. hvort sem kviknar í bílnum sjálf um, kviknar í honum við bruna í bílskúr o. s. frv.). Taki bifreiðareigandi sjálfsá- hættu, t.d. fyrstu 1000 krónurn- ar, gildir hún við bruna svo sem aðrar skemmdir á bifreiðinni. 114 refir og 223 minkar drepnir SAUÐÁRKRÓKI, 19. maí. — Fram kom í skýrslu sem lögð var fyrir nýafstaðinn sýslufund Skagafjarðarsýslu, að á árinu 1962 voru alls unnir í sýslunni 114 refir, þar af flestir í Lýtings- staðahreppi, eða 44, auk þess voru unnir 223 minkar, þar af 66 í Skefilsstaðahreppi. Heildar- kostnaður við eyðingu vargsins nam tæpum 223 þúsundum kr. — jón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.