Morgunblaðið - 23.05.1963, Side 3
^ Fimmtudagur 23. maí 1963
m o n r. r v n r. 4 rt i ð
3
Hefur kennt móöur-
málið í fimmtíu ár
lauk ég við Kennaraskólann
og fór aftur að Stórólfshvoli
í eitt ár og síðan að Sólheim-
um í Mýrdal og var þar í
tvö ár. Þá vildi svo til, að
skólasystir mín, Hjaltlína Guð
jónsdóttir, sem var þá ráð-
in kennari við Landakotsskól-
ann, giftist séra Sigtryggi Guð
laugssyni á Núpi, og tók ég
við stöðu hennar. það var ár-
ið 1918 og síðan hef ég kennt
við þennan skóla og unað vel
hag mínum.
Þetta er æviferill minn í
stórum dráttum, hann er ekki
ýkja flókinn eins og sjá má.“
„Var ekki óaigengt í yðar
ungdæmi, að stúlkur legðu
fyrir sig kennslustörf?“
„Jú, ekki var það algengt.
Ég er alin upp í Skál á Síðu
og þar lærði ég að lesa og
skrifa, en þurfti að fara í
næstu sveit til að læra reikn-
ing. Mér sóttist námið vel og
þegar ég var um fermingu var
ég beðin að taka að mér
kennslu á næsta bæ, sem ég
og gerði í nokkrar vikur. Ég
fór svo í unglingaskóla hjá
Skúla Skúlasyni, prófasti í
Odda. Nokkru seinna fór ég
í Kennaraskólann, eins og
fyrr segir, settist í 2. bekk og
lauk burtfararprófi þar árið
1915. — Ég var svo heppin,
að íslenzkukennari okkar í
Kennaraskólanum var Sigurð-
ur Guðmundsson, síðar skóla-
meistari á Akureyri, og lærði
ég margt og mikið hjá hon-
um. Hann er einhver bezti
kennári, sem ég get hugsað
paér og var honum sérlega um-
hugað um að vekja áhuga
okkar nemendanna á rituðu
máli“.
„Það hefur líklega margt
breytzt á þessum 50 árum,
sem þér hafið kennt?“
„Já, mjög margt. Þegar ég
byrjaði að kenna við Landa-
kotsskólann fór mest öll
kennsla fram á dönsku. Starfs
hættir allir hafa breytzt eftir
því sem árin hafa liðið, mest
var breytingin þegar nýju
fræðslulögin tóku gildi og öll
próf voru samræmd. Einnig
hefur einu sinni verið breytt
um stafsetningu í minni kenn-
aratíð".
„Þér hafið alla tíð fengizt
við islenzkukennslu?"
„Já, og íslands sögu.“
„Eruð þér þeirrar skoðunar
að börnin í dag séu verr að
sér í móðurmálinu en t.d. fyr-
•ir fimmtíu árum?“
„Ég vil engan dóm á það
leggja, en málsmekkur þeirra
er annar nú en í þá daga.
Ég hugsa að það stafi af því,
að áður fyrr lásu börn ís-
lendingasögurnar og lærðu
þær utanbókar — ég kunni
t.d. flestar þeirra utan að,
þegar ég hóf skólagöngu —
en nú lesa börnin meira af
þýddum bókum, sem þ.ví mið-
ur eru misjafnleg vel þýddar.
Lestrarefnið hlýtur óhjá-
kvæmilega að hafa áhrif á
málsmekk þeirra.
En ég er þeirrar skoðunar,
í fyrradag var síðasti prófdag
urinn í Landakotsskóla. Börn-
in luku við verkefnin, kvöddu
kennslukonurnar og héldu út
í góða veðrið. Framundan var
langt og bjart sumar.
En það voru fleiri en börn-
in, sem kvöddu Landakots-
skólann þennan dag, þetta var
líka síðasti starfsdagur Guð-
rúnar Jónsdóttur, íslenzku-
kennara, sem nú lætur af
störfum eftir að hafa kennt
í 50 ár.
Guðrún var heldur treg til
að hafa samtal við blaðamenn
Morgunblaðsins og taldi það
varla ómaksins vert. „Það hef-
ur ekki margt á daga mína
drifið", sagði hún, ;,ég hef
kennt alla mína ævi elskuleg-
um og góðum börnum. Elztu
nemendur mínir eru nú komn
ir á sjötugsaldur".
„Hvar og hvenær hófuð þér
kennslu?“
„Það var á Stórólfshvoli í
Rangárvallasýlu, árið 1911 þar
kenndi ég í þrjú ár. Eftir það
að það sé sérgáfa að geta
samið reglulega vel og ekki á
allra faeri. Það er hægt að
læra að tala móðurmálið vel,
en ritleiknin fer ekki eftir
því og er afár einstaklings-
bundin.“
„Er nauðsynlegt að vera
kaþólskur til að kenna við
kaþólska skóla?“
„Nei, ég var ekki kaþólsk,
þegar ég kom að skólanum
— hafði að vísu eitthvað ver-
ið að glugga í kaþólskum trú-
arbrögðum á skólaárum mín-
*um — en nú hef ég tekið
kaþólska trú.“
„Haldið þér að þér saknið
ekki skólans eftir öll þessi
ár?“
„Jú örugglega, og ef til vill
get ég tekið að mér smávegis
tímakennslu næsta vetur. í
sumar ætla ég upp á fjöll með
Guðmundi Jónassyni eða ein-
hverju ferðafélagi, það hef ég
gert í mörg ár.“
„Og hafið þér farið víða um
landið.“
„Já, ég hef komið í hverja
sýslu og farið víða um öræf-
in. Það er afskaplega yndis-
legt og yngjandi að ferðast
upp á reginfjöll. Ef til vill
má geta þess, að ég hef einnig
farið margar gönguferðir um
landið. Sumarið 1926 fór ég
fótgangandi frá Hornafirði
austur og norður um land alla
leið til Borgarness. Ferða-
félagi minni í þeirri ferð var
einn nemandi minn, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, kona Þor-
valds Guðmundssonar hótel-
stjóra. Hún var þá í 5 bekk
Menntaskóla Reykjavíkur. Ég
ferðaðist mikið um á hestum,
þegar ég var ung, en nú fer
ég í rútubílum; Það er þægi-
legra fyrir manneskju sem
kominn er á áttræðisaldur-
inn.“
Hg
Systir Clementia bað okk-
ur geta þess í lok samtalsins,
að á sunnudaginn yrði haldið
smá samsæti til heiðurs Guð-
rúu Jónsdóttur í Landakots-
skóla. Þeir neméndur hennar,
sem hefðu hug á að heilsa
upp á frk. Guðrúnu þá, eru
beðnir að hafa samband við
skólann í síma 1-76-31 milli
kl. 1—3 og 5—7.
(3
SR GÍSLI BRYNJÓLFSSON:
Btí ER LANDSTÖLPI
i ■ ■
Samgöngurnai og drelibýliö
EKKERT er eins brýn nauðsyn
fyrir fólkið í dreifðum byggðum
þessa strjálbýla lands eins og
góðar samgöngur, — tíðar sam-
göngur, öruggar árið um kring
eins og hægt er í okkar mis-
viðrasama landi. Á þessu sviði
hefur ágætur árangur náðst.
Þann árangur munu allir stjórn-
málaflokkar vilja þakka sér og
er þeim það ekki láandi. Hins
vegar ber það ekki vott um
traustan málstað þegar reynt
er að fara með blekkingar eins
og flokkar stjórnarandstöðunn-
ar hafa gert í þessu máli.
í blöðum stjórnarandstöðunn-
ar hefur því hvað eftir annað
verið slegið fram, að það hafi
orðið samdráttur í vegagerðum
og brúargerðum hin síðari ár,
síðan viðreisnin hófst.
Hann kemur berlega fram ef
gerður er samanburður á fjár-
veitingum til þessara mála und-
anfarin ár annars vegar, en hins
vegar tekið tillit til kostnaðar-
ins. Sá samanburður lítur þann-
ig út:
Fjárveiting
Nýir vegir .................
Viðhald ....................
Nýjar brýr..................
Samtals
Ef gert er ráð fyrir að hækk-
un á kostnaði við framkvæmdir
nemi um 45% þá sést að hækk-
un á fjárveitingum er mun
meiri og þar af leiðandi hefur
meira verið gert. Þess ber líka
að geta, að vegaféð nýtist nú
betur en áður, þar sem unnið
er á færri stöðum en fyrir meira
fé ár hvert. Þannig var unnið
á 218 stöðum árið 1958 en hins-
vegar er gert ráð fyrir, að unn-
ið verði á 123 stöðum á þessu
ári. Með þessu notast lands-
mönnum betur að vegafénu og
fást þannig lengri vegir fyrir
sömu upphæð og samgöngubót-
unum miðar betur áfram.
í samgöngumálum hafa verið
miklar framfarir, stöðugt vax-
andi framfarir undanfarandi ár.
Allt tal um samdrátt og aftur-
för á þessu sviði er því stað-
lausir stafir, framkomið vegna
gremju þeirra manna, sem mis-
notuðu völdin og brugðust þeim
trúnaði, sem þeir fengu hjá þjóð
sinni á sínum tíma. Nú munu
samgöngur okkar komnar í það
horf, að um % hlutar landsfólks-
ins fá póst sinn daglega. Og hann
berst þeim það fljótt, að blöðin
koma daginn eftir útkomudag-
inn. Það er ekkert langt síðan,
að talað var um það sem æski-
legt takmark, að hvert heimili
1958 1963 Hækkun
24,9 millj. 42,3 millj. 70%
33 — 63 — 91%
16,3 — 26,2 — 61%
74,2 millj. 131,5 millj. 77%
fengi póst vikulega. Svona hafa
framfarirnar orðið örar. Nú er
takmarkiá það, að póstur berist
um allar byggðir landsins á degi
hverjum. Og það mun takast ef
vel er að unnið. — Nú eru í
undirbúningi ný vegalög, sem
munu marka stefnuna á þessu
sviði. Stjórnarflokkarnir munu
fylgja þeim fram eins og fleiri,
umbótamálum, ef þeir halda
þingstyrk sínum eftir kosning-
arnar. Skynsamleg og framsýn
löggjöf og heilbrigð fjármála-
stefna verður undirstaðan und-
ir framförum í samgöngumálum
eins og á fleiri sviðum. Við alla
þá, sem vinna að sönnum fram-
förum og heilbrigðri uppbygg-
ingu í samgöngumálum má segja
það sama og Davíð kveður í
kunnu ljóði,
víða eru í byggðunum björg og
keldur enn,
sem bíða ykkar, starfsglöðu
vegabótamenn.
G. Br.
Dæmdir fyrir Gyðingaof-
sóknir á dögum Hitlers
Koblenz, 21. maí — NTB
LOKIÐ er í Koblenz stríðs-
réttarhöldum, sem eru ein
þau lengstu, sem um getur í
V-Þýzkalandi.
Hinn ákærði, Georg Heu-
ser, fyrrverandi SS-foringi,
var sekur fundinn um níu
morð og eitt manndráp. Á-
kæruvaldið hélt því hins veg-
ar fram, að Heuser hefði sjálf-
ur skotið a.m.k. 210 Gyðinga,
á stríðsárunum.
Auk Heusers voru tíu aðrir
fyrrverandi nazistar fyrir
réttinum í Kobienz. Ákæran
gegn þeim fjallaði um morð
180.000 rússneskra og v-evr-
ópskra Gyðinga á valdatíma
Hitlers. Hafa réttarhöldin
staðið frá því í október s.l.
Aðstoðarmaður Heusers,
Franz Stark, var einnig sek-
ur fundinn um morð og
hryðjuverk, og var hann
dæmdur í hegningarvinnu til
æviloka. Stark er 62 ára.
Aðrir, sem nú voru fyrir rétt
inum, 9 talsins, voru dæmd-
ir í allt frá fjögurra til tiu
ára hegningarvinnu.
Því var lýst yfir, að gögn,
sem sovézk yfirvöld hefðu
lagt til, vegna réttarhaldanna,
hefðu reynzt mjög þýðingar-
mikil.
Heuser starfaði hjá lögreglu
yfirvöldunum í Rheinland, er
hulunni var svipt af blóðferli
hans 1959.