Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 6
6 M o r r. r vb r 4 niÐ Fimmtudagur 23. maí 1963 Hafnargerð á Akranesi ÉG hefi nú starfað hér við höfnina í 2 ár auk þess sem ég hefi stundað hér sjó um 28 ára skeið og er því kunnug- ur þeim mestu vandamálum, sem skapazt af þrengslum og þó öllu heldur af hreyfingu, sem verður í höfninni, þegar vont er veður. Ég get ekki séð að komist verði hjá því að hefja nú þegar áframhaldandi upp- byggingu hafnarinnar. Langar mig til að setja fram hugmynd um næsta áfanga í hafnargerð- inni, það er að segja ef tækni- legar aðstæður eru fyrir hendi að framkvæma þær. Á árunum 1943-46, var mikið unnið að hafnarmálum hér á Akranesi undir forustu þáver- andi bæjarstjóra, Arnljótar Guð- mundssonar með tilkomu ker- anna sem keypt voru frá Eng- landi til hafnargerðarinnar að forgöngu hans og fleiri góðra manna, var bjartsýni mikil um stóra og örugga höfn hér. En er til kom var ekki sam- staða um að byggja aðalgarðinn á þeim stað, sem skapað hefði meira pláss inni í höfninni hvern ig sem á því stendur. Er eitt víst að hefði hafnargarðurinn verið byggður út af Skarfatanga — en það er sá staður, sem þaulkunn- ugir og tillögugóðir menn vildu — hefði ukki verið eins vanda- samt að snúa sér að aðkallandi úrbótum vegna þrengslanna í höfninni, og eins hefðu þau ekki skapazt svo fljótt. Nú er það svo að eitt af þeim kerum, sem keypt voru til hafnargerðarinnar, er ekki komið á þann stað, sem því var ætlað, og er það mitt álit að þegar því hefur verið komið á þann stað, sem upphaflega hug- myndin var, myndi að mestu draga úr all i hreyfingu inni í höfninni,' en það er aðalvanda- málið. Auðvitað verður svo að setja þil með allri innri höfn- inni svo skipin hafi meira pláss að liggja við. • Ég tel að hreyfingin í höfninni myndi mikið til hverfa, ef aðal- garðurinn væri lengdur um 40— 60 metra. Myndi þá aldan lenda meira utan við garðinn frá Sementsverksmiðjunni. Það mun flestum vera ljóst að ekkert verð- ur gert í hafnargerð við erfið skilyrði öðru vísi en það kosti mikla fjárupphæð. Akranes er einn af stærstu útgerðarbæjum hér við Faxaflóa. Hér fjölgar f~.kinu mest hlutfallslega, eins og c. lnberar skýrslur sína. Það virðist því vera tímabært að hugsa til þess að halda áfram við hafnargerðina og tryggja fólkinu sem hér býr og hingað flytzt nægjanleg atvinnuskilyrði. Því enn mun útgerð og sjósókn verða okkar aðalatvinnuvegur.Akranes höfn, eins og hún nú, er eng- an vegin örugg fyrir þann skipa- stól, sem er nú, og ég tel að illa gæti farið, ef 1 mjög stórum straumum hittist á vonzkuveður með þeim mesta sjógangi, sem hér þekkist. En það hefur verið lánið okkar enn, að svo hefur ekki hitzt á og verður vonandi áfram. Það þarf ekki að vera vont veður til þess að sumir þeir bátar, sem gerðir eru út nú, verða að flýja höfnina fyrir öryggis- leysi og ekki finnst mönnum glæsilegt að gera út stór og góð skip við slík skilyrði, þar sem með þesskonar ferðalögum skap- ast allskonar tafir og kostnaður. Nú skilst mér að farið sé að at- huga með áframhaldandi fram- kvæmdir hér við höfnina og er það sannarlega tímabært. Veltur mikið á því að það, sem gert verð ur komi sem bezt að notum. Það er mjög aðkallandi að nú í sumar verði reynt að bæta úr því nauðsynlegasta og teldi ég þá fyrst að láta grafa upp úr innri höfninni, en komið hefur fyrir að bátar taka þar illa niðri vegna þess hvað þar er grunnt. Hefur orðið að taka þá beint í dráttarbraut til viðgerðar. Eng- um skipstjóra eða skipshöfn finnst það uppörvandi að taka skip sitt eftir óveðursdaga, eftir að hafa horft á það berjast við grjót eða annað drasl í botninum um hverja fjöru. Héðan hafa verið gerðir út 25 bátar í vetur, frá 40 upp í 230 tonn. Einn bátanna, 170 lesta, hef- ur ekki getað verið hér í höfn- inni, ef veður hefúr verið vont og hinir stærri við illan leik. Nú eru í smíðum 3 stórir bátar, sem ég veit um og þó svo að einhverj- ir af þeim minni færu héðan, þá sjá allir að hér horfir til vand- ræða og ekki, bætir það úr skák að þetta snertir okkar aðalat- vinnuveg, sem þessi bær fellur og stendur með. Ég myndi telja þetta liggja næst fyrir við áframhaldandi hafnargerð: 1. Að grafið verði upp úr bátahöfninni og sprengja, ef með þarf, svo bátarnir fái nægjan- legt dýpi. 2. Að lengja aðalgarðinn um 40—60 metra. Tæknilærðir menn • Hver tók telpuhjólið við Melaskólann í gærmorgun? Átta ára telpa fór í gærmorg un út í Melaskóla, til þess að sækja einkunnirnar sínar. Hún fór á reiðhjóli sínu, litlu kven- hjóli, og skildi það eftir við skólann milli kl. 10 og 11, en þegar hún kom aftur út, var hjólið horfið. Telpan er óhuggandi út af hjólhvarfinu, enda hafði hún fengið það í jólagjöf. Það er svo að segja nýtt, þýzkt að uppruna, blátt og hvítt á lit- inn. Sætið er grátt og hvítt, og við það hékk grá taska með skiptilyklum. Bögglaberi var á hjólinu og net um afturhjólið. Líklegt er, að eitthvert barn hafi tekið hjólið með sér í óvitaskap, og eru þá foreldrar þess vinsamlega beðnir að láta vita um það í síma 3-51-74. Sé því ekki til að dreifa, eru þeir, sem veitt geta einhverjar upp- lýsingar um málið, beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. verða að segja til um hvort ker- ið, sem er inni í höfninni og upp- haflega var ætlað til þess, verði tekið í það eða það látið vera og steypt anað nýtt. En það má ekki fara af sínum stað nema eitthvað komi í staðinn. 3. Hólfuð verði bátadokkin svo bátamir geti verið dreifðari o; þuyrfi ekki að vera 7 eða 8 hver utan á öðrum. 4. í. íærri bátunum, trillum, verði ákveðið sérstakt pláss þar sem þeir geta verið út af f;> -ir sig. Af eðlilegum ástæðum ‘geta þeir ekki verið inr.an um stærri bátr-.a. Vantar algerlega pláss fyrir þá í dokkinni, enda oft búið að minnast á það að hefj ast handa um úrbætur í því efni. Og ekki skulum við gera lítið úr því, sem þeir draga að landi þótt misjafn- lega ári fyrir þeim, eins og öðr- um fleytum. Oft hefur þetta orð- ið vísir að stærri útgerð og ber okkur að búa svo að þeim að þeir meigi vel við una. 5. Byrjað verði á brimbrjót, sem dregur úr öldunum áður en þær skella á aðalgarðinum. Það hafa heyrzt nokkrar hug- myndir með brimbrjót, en ég ætla aðeins að minnast á tvær. Það hefur verið talað um að keyra grjóti út með aðalgarðin- um og það þá svo miklu, að það yrði upp úr sjó. Halda sumir því jafnvel fram að það myndi draga úr hreyfingunni í höfninni. Ekki trúi ég því. En það mun að sjálf- sögðu verja garðinn fyrir skemmdum og eins myndi ekki sjórinn ganga yfir hann í vondu veðri. En yrði þetta ekki gífurlega kostnaðarsamt? Hér er svo langt í grjót og ekki neitt smáræði sem ★ Stytta Jóns forseta J.H. sendir Velvakanda þetta bréf: „Mikið hefur verið skrifað um breytingarnar á Austur- velli og líka um styttu Jóns Sigurðssonar. Lízt mér vel á þá hugmynd, sem fram kom í bréfi til Velvakanda, að láta húða styttuna, því að hún er orðin mjög Ijót. Svo er annað, sen; þarf að gera, og það er að merkja styttuna. Mér finnst það til skammar að hafa styttuna ó- merkta. Þeir, sem sjá um stytt- una, hugsa ef til vill að allir viti af hverjum styttan er. Því er þó ekki alltaf að heilsa, og er leiðinlegt að heyra börn, sem eru orðin læs, verða að spyrja: Af hverjum er þessi stytta? Þannig spyrja þau vegna þess að þau sjá ekkert nafn á henni. Einnig þurfa allir útlending- ar, sem koma á Austurvöll, — og þeir eru ekki svo fáir, að þarf. Og myndi þetta falla inn í væntanlega áframhaidandi hafn- argerð hér? Það ber að hafa í huga um leið og teknar eru á- kvarðanir, sem kosta mun tug- milljónir króna. Hin hugmyndin er að brim- brjóturinn komi utar og þá sennilega fram úr Skarfatanga. Mælir mest með því að það verði athugað mjög vel. Gæti það fall- ið vel inn í áframhaldandi fram- kvæmdir hér við hafnargerðina í framtíðinni. Hefur Sturlaugur H. Böðvars- son, útgerðarmaður, sem mikinn áhuga hefur á því að haldið verði áfram meL hafnargerðina hér, lagt það til að keypt yrðu stór skip, sem sökkt yrði og not- um í væntanlegan brim- brjót. Hafa honum boð- izt margvísleg tilboð og finnst mér sjálfsagt að þetta verði at- hugað mjög vel. Eitt tilboðana er t.d. olíuflutningaskip, sem er 160 metrar á lengd og 13 m á hæð, en það er um það bil helmingi hærra en mesta dýpi er við aðal- g-rðinn hér í höfninni. Og mér dettur i hug, ef 2 slík skip yrðu keypt og sökkt fram af Skarfa- tanga myndi það verja hafnar- garðinn mikið. Auðvitað yrði að gera þessi skip þannig úr garði að það verði ending í þeim, ef til vill steypa inn í þau og sitthvað fleira. En þau mætti þá fylla af grjóti þar sem hagkvæmt væri að ná í það áður en þeim væri sökkt og síðan láta Sandey dæla í þau möl, ef með þyrfti. Þá væri nú- verandi hafnargarður mikið til- tækilegri að útbúa hann þannig að leggja mætti við hann á tvo vegu og dýpið það mikið við brimbrjótinn að taka mætti þar upp að hvaða stærð af skipum sem væri, en það er takmarkað eins og er. Ef dýpið er ekki of mikið eða annað það er gerir þetta óframkvæmanlegt finnst mér að athuga þurfi þetta vel. 6. Ef kerið, sem áður er minnzt á, verður ekki fært úr spyrja af hverjum styttan sé. Ég hef oft verið spurð þessarar spurningar. Jón forseti gerði svo mikið fyrir land og þjóð, að hann hefði átt skilið, að stytta hans væri sómasamlega merkt. Á hana þyrfti að koma skjöldur með nafni hans, og nokkur skýringarorð þyrftu að fylgja með á ensku, því að hún er alþjóðamál, og þyrfti þá eng- inn að spyrja lengur, læs börn, aðkomufólk eða útlendingar. Segja má, að tíminn sé lítill til 17. júní úr þessu, en á næsta ári er 20 ára afmæli lýð- veldisins. Ætti þetta að geta komizt í verk fyrir þann tíma. — Svona skömm má ekki líð- ast lengur, og skora ég á þá, sem þessu máli ráða, að koma þessu í verk fyrir 17. júní 1964. Væri fróðlegt að fá að vita, hvers vegna styttan hefur al- drei verið merkt. Væri æski- legt, að þeir, sem hér eiga um að fjalla, sendu Velvakanda bréf og skýrðu mál sitt. — J. H.“ stað, þarf að steypa upp kantinn á því sem alira fyrst svo að stærri skipum, sem um höfnina fara, stafi ekki hætta af því. Ég vil svo að endingu aðeins minnast á Lambhússund, sém sumir hugsa að geti orðið vænt- anleg fiskiskipahöfn. Eitt af því fyrsta, sem ber að hafa í huga, þegar hafnarstæði er valið í útgerðarbæ, er að tryggt sé að skipin komizt inn í höfnina í vondu veðri. Það er lítið gagn í góðri höfn, t ekki er hægt að komast inn í hana nema i góðu veðri. Þá er betri sú lélega, sem skipin kom- ast alltaf í og geta þá haft nokk- urt skjól. En það tel ég vandasamasta spursmálið í sambandi við hugs- anlega höfn á -—ubhússundi. Og ekki hef ég trú á því að það verði fjárhagslegur ávinningur að byrja á annarri höfn þar á meðan ekki er búið að full^.ra þá sem fyrir er. Það er mjög skiljanlegt að með ört vaxandi skipastóli verði þær hafnir, sem fyrir eru, of litl- ar og þá sérstaklega í útgerðar- stöðvum, sem liggja við auðug fiskimið og þess vegna þarf að bæta þar við, sem þörfin er mest, en ég tel að mikið vanti á að það sé gert. Öllu því fé sem varið er til hafnargerða á landinu þarf að ráðstafa skynsamlega. Það er vandasamt og um marga staði að hugsa. En myndi ekki öll sann- girni mæla með því að eitthvað meira væri lagt fram til þeirra útgerðarstuða, sem bátarnir og fólkið er fyrir og menn verða að flýja með sin atvinnufyrirtæki fyrir þrengsli og öryggisleysi á sama tíma, sem tugmilljónum er veitt á þá staði, sem ekkert fólk er fyrir eða fátt og jafnvel engir bátar (þó svo að það gæti seinna meir byggzt þar upp). Ég held að við höfum ekki enn efni á því að byggja hafnir hér og þar ein- Upplestrarfríið nýtist illa Ung stúlka í III. bekk Mennta skólans í Reykjavík kom að máli við Velvakanda og kvart- aði undan skipulagi upplestrar- fría. Sagðist hún mæla fyrir munn margra bekkjarsystkina sinna. Prófið upp úr III. bekk mun talið erfiðasta innanskóla prófið (millibekkjapróf), en fyrirkomulag upplestrarfría mun reyndar vera hið sama í öllum bekkjum. Stúlkan sagði, að frá 7. til 18. maí væri þeim ætlað að lesa geysimikið pensúm (les- efni) í átta námsgreinum. Miklu þægilegra væri hins vegar að dreifa prófunum og upplestrar fríinu þannig, að í stað þess að hafa eitt „langt“ upplestrar- frí fyrir öll próf kæmu nokkr- ir dagar á milli prófa. Of seint væri að hnika nokkru til núna, en gott væri, ef skólayfirvöld hefðu þetta í huga á næsta vorL — Velvakandi getur tekið undir þetta, því að þegar hann var í menntaskólanum fyrir allmörgum árum, voru al'lir nemendur sammála um, að þetta væri ákjósanlegasta fyrir komulagið. Skólayfirvöidin munu hafa vitað um óskir nem- enda í þessu efni, en síðan eru mörg ár liðin, og ekkert hefur breytzt. . . . Framih. á bls. 8. AEG Raftæki Útsölustaðir: Verzl. Stapafell, Keflavík. Verzl. Staðarfell, Akranesi. Kjartan R. Guðmundsson, Isafirði. Elís Guðnason, Eskifirði. Verzlunarfélag Austurlands, Egilsstöðum. Leifur Haraldsson, Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.