Morgunblaðið - 23.05.1963, Side 15

Morgunblaðið - 23.05.1963, Side 15
Fimmtudagur 23. maí 1963 MORGXJ'NBLAÐIÐ 15 tlr bá'tasmíðastöð Einars Sigurðs sonar á Búðum. Þrír bátar eru í smíðum eins og sjá má á myndinni. endur á aldrinum 7—14 ára hefðu stundað nám við barna- og unglingaskóla staðarins í vetur, og í sumar væri ráði að starfrækja dagheimili í skólahúsinu. Á Búðum er síldarverk- smiðja, sem brann fyrir tveim ur árum, en hefur nú verið endurbyggð og um leið stækk uð. Frá þeim framkvæmdum hefur verið skýrt í blaðinu. Bátasmíðastöð Einars Sig- urðssonar var stækkuð s.l. haust, og batnaði þá aðstaða til innivinnu. Er við litum inn í bátamiðstöðina voru þar þrír bátar í smíðum 15, 10 og 6—7 tonna. Þeir stærri eru seldir og á annar að fara til Þórshafnar, en hinn til Seyðisfjarðar. S. J. — Fáskrúðsfjörður Framh. af bls. 2 inu. Fimm stórir bátar væru nú gerðir út frá Búðum og allmargir opnir vélbátar, en afli hefði verið tregur að und anförnu. Tveir stærstu bát- arnir hefðu verið fyrir sunn- an í allan vetur á netavertið. 6 hús væru nú í smíðum á Búðum, atvinna næg og hætt við að skortur yrði á vinnu afli í sumar. Jóhann Antoníusson skýrði okkur frá því, að síldarsöltun- arstöð sú, sem þeir félagar eru að reisa, yrði önnur af tveimur slíkum á Búðum. Hin söltunarstöðin væri rekin af Hraðfrystihúsi staðarins og stæði yfir stækkun á henni. Hann sagði okkur, að 114 nem Iðnskóla Akureyrar slitið Akureyri, 20. maí- IÐNSKÓLA Akureyrar var slitið fyrir skönunu. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirsson, fiutti skóla- slitaræðu og afhenti brautskráð- um iðnnemum prófskírteini. í 4. bekk var 31 nemandi, en í 3. bekk 32 auk 10 nemenda í teikni- greinum. 30 luku brottfararprófi, 28 úr 4. bekk og 2 úr 3- bekk. Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut Franz Viðar Árnason, vélvirki, 8,59. — 1 1. og 2. bekk voru 64 nemendur, en námi í þeim bekkjum Ijúka þeir á einum vetri. Flestir nemar voru í húsasmíði (26), bifvélavirkjun (19) oig skipasmíði (13), en alls voru í skólanum nemar í 23 iðngrein- um. Námskeið í rafsuðu og log suðu var haldið á vegum skólans nú í vor með stuðningi nokkurra vélaverkstæða í bænum. Sóttu það 40 nemar í málmiðngreinum Kennari var Steinar Guðmunds- son frá Reykjavík, og lét hann hið bezta af árangrinum. Þátt- takendum voru afhent skírteini að námskeiðinu loknu. Ennfremur gekkst skólinn fyr- ir námskeiði í ensku. Þátttak- endur voru 26, en kennari Aðal- steinn Jónsson, efnafræðingur. Kostað verður kapps um, að framihald verði á verklegum nám skeiðum og í tungumólum. Húsnæðisskortur stendur starfi skólans mjög fyrir þrifum, en kennsla fer nú fram á fjórum stöðum í bænium. Við skólann starfaði í vetur 1 fastakennari auk skólastjóra og 10 stundakennarar. — Sv- P. Aðalfundur Bunaðarsam- bands Kjalarnesþings — samþykkti þakkir til landbúnaðarráðherra BÚNAÐARSAMBAND Kjalar- nesþings hélt aðalfund sinn í Hlé garði hinn 3. maí sl. Skýrsla for- manns samtakanna bar með sér batnandi hag og meiri fjöl- breytni í vélakosti sambandsins. Aðalfundurinn samþykkti þakk- ir tii landbúnaðarráðherra, Ing- ólfs Jónssonar, fyrir þátt hans í uppbyggingu lánasjóða landbún- nðarins. Formaður sambandsins, Jó- hann Jónasson, setti fundinn og minntist látinna félaga og starfs- tnanns, Magnúsar Einarssonar, ráðunauts, er fórst í janúar við skyldustörf. Fundarstjórar voru þeir Krist- inn Guðmundsson á Mosfelli og Jón M. Guðmundsson á Reykj- um, en ritarar þeir Magnús Blön- dal og Gunnlaugur Ólafsson. — Mættir voru fulltrúar af saun- bandssvæðinu frá Kjós og til og með Hafnarfirði, 29 að tölu. Sunnan Hafnarfjarðar mætti enginn, enda þótt Gullbringu- eýsla sé á sambandssvæðinu. Skýrsla formanns var ítarleg og bar vott um batnandi hag og meiri fjölbreyttni í vélakosti. Pétur Halldórsson hefur verið ráðinn sem búfjárræktunarráðu- nautur í stað Magnúsar heitins Einarssonar. Þá var framkvæmd mikil áburðardreifing á sam- bandssvæðinu og áframhaldi verður á því. Kristófer Grims- son, jarðræktarráðunautur, las og skýrði reikningana en Pétur Hjálmsson gaf skýrslu um kyn- bótastöðina og skylda starfsemi þar. Nautahald er nú lagt niður en sæði keypt frá Laugardælum. Jóhannes Eiriksson, ráðunautur frá Búnaðarfélagi íslands, flutti erindi. Þakkir til landbúnaðarráðherra Fjöldi mála kom fram og fjöll- uðu þingnefndir um þau, t.d. um innheimtu búnaðarmálasjóðs- gjalds, breytt fyrirkomulag sýn- inga, um forðagæzlu, gjald vegna áburðardreifingar, sem nemur 2,00 kr. á vetrarfóðraða kind. Þá var fellt að taka þátt í málsókn vegna 1% gjaldsins til stofnlánadeildar landbúnaðarins, en tilmæli bárust um það frá Austfirðingum. f því tilefni var samþykkt svo- felld tillaga: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings, haldinn í Hlégarði 3. maí 1963, þakkar landbúnaðarráðherra þátt hans í uppbyggingu lánasjóða landbún- aðarins. Jafnframt harmar fund- urinn afstöðu meiri hluta Bún- aðarþings til þessa máls“. Þá var að lokum samþykkt til- laga um að fundurinn hvetti félögin á sambandssvæðinu til að halda lög Búnaðarfélags ís- lands varðandi félagssvæðin. Stjórnarkjör Tveir menn áttu að ganga úr stjórn og voru þeir endurkjörnir og þá sömuleiðis í önnur emb- ætti. Stjórnin er skipuð þessum mönnum: Jóhann Jónasson, for- maður; meðstjórnendur eru: Ein ar Halldórsson, Ólafur Andrés- son, Einar Ólafsson og Björn Konráðsson. Varastjórn Sig- steinn Pálsson, Tryggvi Stefáns- son og Ól. Ág. Ólafsson. Endur- skoðendur: Gunnlaugur Ólafsson og Gunnar Árnason. Að lokum sagði formaður nokk uð nánar frá húsakaupum sam- bandsins og samþykkt var til- laga sem þakkaðar voru rausn- arlegar veitingar frá Álafossi hí á fimmtíu ára afmæli sambands ins á sl. hausti. Lesin var fund- argerð og fundi slitið um kl. 23, — J. MIIDCR KRISTiSSOH GULLSMIÐUR. SlMl 16979. Intemational Construction Equip ment Exhibition CRYSTAL PALACE, London, 25. 6. — 57. 1963. / ■ 0 r L0 WEN ELUR ER K . ; i * Tilboð óskast án skuldbindinga. Bréfaskipti á dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýzku. V. L0WENER VESTERBROGADE 9B - K0BENHAVN V. - DANMARK TELEGRAMADR.: STAALL0WEN ER - TELEX: 5585 Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda haldinn í Sjálf- stæðishúsinu miðvikudaginn 12. júní, 1963 kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1962. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1962. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. 7. Kosning stjórnar og endurskoðenda. IMý sending Svissneskar kvenblússur GLUGGINN Laugavegi 30. Sendisveinn með skellinöðru óskast í tvær vikur. Hátt kaup. Umsóknir leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „5822“. SkrifstofumaSur Eitt af stærstu fyrirtækjum í Reykjavík óskar eftir ungum, reglusömum skrifstofumanni. Verzlunar- skóla eða hliðstæð menntun æskileg. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Skrif- stofustörf — 5819“ fyrir n.k. sunnud.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.