Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 4
20 M O R r. T’ T* T 4 n 1 B Fimmtudagur 23. maí 1963 Hfínnzt 100 án afmælis Hálfdáns Guðjónssonar, vígslubiskups ÞESSI dagur gefur tilefni til þess að minnast þessa manns að nokkru, þótt nú sé hann genginn fyrir rúmlega fjórðungi aldar. Hann er fæddur í Flatey á Breiðafirði 23. maí 1863. Foreldr- ar hans voru: Séra Guðjón Hálf- dánarson (bróðir Helga lektors). Faðir þeirra var hinn merki pró- fastur Hálfdán Einarsson á Eyri, og móðir þeirra var kona hans Sigríður Stefánsdóttir Stephen- sen, síðast prests að Reynivöll- um. í latínuskólann kom Hálf- dán 16 ára, 1879. Tók þaðan stúdentspróf eftir 5 ár, því að hann þurfti, sakir dauða föður síns, að flýta námi, og tók því tvo síðustu bekkina á einum vetri, og varð stúdent um vorið 1884. Guðfræðikandidat eftir 2 ár, vorið 1886. Tók prestsvígslu með aldursleyfi sama ár, haustið 1886. Vígðist til Goðdala í Skaga- firði. Fluttist þangað einn þá þegar og hóf prestskap. Má þetta kallast glæsilegur og rösklega genginn námsferill. Næsta vor mun hafa flutzt til hans að Goð- dölum móðir hans, amma hans og a.m.k. tvær systur. — Rak hann svo brátt búskap allmikinn í Goðdölum samhliða preststarf- inu. Svo fór fram allt til 1894. Var honum þá veittur Breiðabóls staður í Vesturhópi. Því kalli þjónaði hann svo í 20 ár, eða til árs 1914, er hann fékk veitingu fyrir Reynistaðaklausturspresta- kalli í Skagafirði að afstöðnum allhörðum prestskosningum þar, þó eigi harðsnúnum frá hans hendi, því að hann kom aðeins, talaði við fólkið, prédikaði og reið síðarv vestur og heim, áður en kosning fór fram. Þessu presta kalli (Sauðárkróks- og Reyni- staðarsókn) þjónaði hann svo frá 1914 og æ síðan, meðan kraftar entust. Bjó hann í húsi því er áð- ur var sr. Árna Björnssonar, er þá var fyrir ári fluttur að Görð- um á Álftanesi. Sr. Björn Stef- ánsson var settur prestur það ár á milli var. Sr. Hálfdán hafði kvænzt árið 1897. Kona hans var Herdís Pét- ursdóttir Pálmasonar frá Vala- dal, síðar á Álfgeirsvöllum. Er Valadalsætt ein af merkustu manndómsættum í Skagafirði síðustu aldar að líkamlegu og andlegu atgervi og skáldmælt vel. Enda var maddama Herdís frábær ágætiskona, einnig að gáfum og gjörvileik. Hafði hún staðið trúlega með manni sínum í lífsstarfi hans meðan heilsa og kraftar leyfðu. En á það skorti allmjög nokkur síðustu ár henn- ar. Hún lézt á Sauðárkróki 25. jan. 1928. — Um konu sína segir sr. Hálfdán sjálfur í æviágripi sínu við biskupsvígslu, síðar sama ár: „Framúrskarandi trúar- þrek konu minnar og stilling studdu hana svo í þrautum og raunum lífsins, að hún átti jafn- an örugga og vonglaða Guðs- barnalund til dauðans. Með því létti hún einnig mér byrðar lífs- ins og skilnað okkar við dauða hennar, og skildi mér eftir ljúf- ustu samfundavonir fyrir ævi- kvöld mitt“. Eftir lát maddömu Herdísar hélt sr. Hálfdán áfram húshaldi með aldurhniginni konu úr Fram-Skagafirði (Sveinbjörgu Sveinsd.), er verið hafði hjá þeim og þau þekktu að ráðdeild og dugnaði. Enda reyndist hún nú vel er á reyndi. „Byrðar lífsins", er sr. Hálfdán aðeins drepur á í tilfærðum orðum hans, hafa vissulega oft hvílt á þessum merkishjónum sambúðartíma þeirra rúm 30 ár, þótt sólrík tímabil yrðu á milli. Hann hafði átt við alvarlega vanheilsu að stríða síðustu prestsskaparárin í Goðdölum. Og maddama Herdís hafði allmörg ár síðari hluta æv- innar þurft að reyna þungbæra vanheilsu. Sorg hafði einnig sótt að þeim hvað eftir annað. Þrjú börn sín misstu þau í æsku. Og af þeim tveim, er til fullorðins- ára komust, misstu þau annað á tvítugsaldri, Sigriði, gáfaða stúlku, efnilega og elskulega. Að- eins yngsta barnið af fimm lifir, ÖtgerHarmenn - Skipstjórar Af gegnu tilefni vekjum vér athygli útgerðarmanna og skipstjóra á því að vér höfum fimm þjónustu umboðs- menn á íslandi, til að annast niðursetningar, viðgerðir og viðhald á KRAFTBLOKKUM og aflkerfi þeirra. Allir þjónustu umboðsmenn vorir hafa birgðir af varahlutum, sem vér viðurkennum hæfa að gæðum til notkunar fyrir KRAFTBLOKKIR? Tökum vér fram, að eins árs ábyxgð vor fyrir verksmiðjugöllum fellur úr gildi ef aðrir en viðurkenndir umboðsmenn vorir framkvæma viðgerðir á kraftblokkunum eða aflkerfi þeirra. Eftirfarandi fyrirtæki hafa þjónustu umboð á Islandi; Vélsmiðjan Þrymur h.f., Borgartúni 25, Reykjavík Sími 2 0140. Vésmiðjan Magni h.f., Vestmannaeyjum. Dráttarbrautin h.f., Neskaupstað. Vélsmiðja Áma VaJmundarsonar, AkureyTÍ. Vélsmiðjan Þór h.f., ísafirði. Aðalumboðið á íslandi: I. Pálmason h.f. Austurstræti 12 Reykjavík Sími 2 4210. Rapp Fabriker A.S. flslo J/•/^ * VÆ vanda nn. \ rh 9eVr WdT s.olar Op >r HJÓLBARÐINN Laugavegi 178 — Sími 35260. sonurinn Helgi. Hann var 16 ára er móðir hans lézt. — Hann er lyfsali á Húsavík, landþekktur maður fyrir bókmenntir, stíl- og skáldgáfu og margháttað list- fengi. Þau hjón ólu upp fóstur- dóttur, Sigríði Sigtryggsdóttur (einnig fósturson, Stefán Sveins- son). Hún dvaldi í fóstri þeirra frá 8 ára aldri, er hún missti móður sína og til fullorðins ára. Hún var systurdóttir sr. Hálf- dáns. Hún giftist svo bróðursyni maddömu Herdísar, Pétri Hann- essyni, landþekkt valmenni, — eitt ennþá í Valadalsætt, •— skáldmæltur vel. Þeirra börn eru þrjú: Hannes skáld, Sigrún Sigríður og Hanna. Öll bera þau atgerviseinkenni ætta sinna á ýmsan hátt. Það eru áreiðanlega margir, skyldir og óskyldir, sem bera minningu þessara prestshjóna í þakklátum hjörtum. Elfur tímans streymir. Sama árið, sem sr. Hálfdán missir konu sína, tekur hann vígslu í Hóla- dómkirkju af frænda sínum, dr. Jóni biskupi Helgasyni, sem vígslubiskup Hólastiftis 8. júlí 1928. Hélt hann þeirri vegsemd til æviloka. Frá því tækifæri mun mynd sú, er hér fylgir. En eftir 54 ár ríður aldan yfir. Hinn 3. nóv .1933 veikist sr. Hálfdán snögglega. Gætti strax mjög mik- illar fötlunar, einkum á heila- og taugakerfi. Læknir taldi hér um heilablóðfall að ræða. Lá hann næstu mánuði allmarga, rúm- fastur. Komst þá á fætur og varð reyndar allhress. En þótt hann með kostgæfni og miklum vilja- krafti sínum reyndi að eignast orð og mæli smám saman, og tók jafnvel að lesa og ofurlítið að skrifa. Þó má segja að hann bæri eki barr sitt framar, miðað við það sem var. Prófasturinn nýi, Guðbrandur Björnsson og sókn- arnefndir önnuðust um að ná- grannaprestar inntu af hendi nauðsynleg prestsstörf. En hann komst nú til nokkurrar heilsu um hríð, og fylgdist andlega með. Hann lézt í sjúkrahúsi Sauðár- króks 7. marz 1937. Séra Hálfdán var vel hæfur starfsmaður til margvíslegra starfa auk preststarfsins. Hann var maður fjölfróður og víðles- inn, stílfær og mælskur veL Kenndi t.d. mörgum piltum und- ir skóla. Voru honum því falin ýmis störf í héraði, í sveitar- stjórn og skólamálum, og hefur notið trausts og viðurkenninga á ýmsan hátt, er lítt verður hér talið. Þó verður að geta þess að hann sat á Alþingi 1909—1911, var prófastur í Húnaþingi í 8 ár, og í Skagafirði í 9 ár. Og 1. des. 1928 veittist honum heiðursmerki Fálkaorðunnar, sama árið og hann var vígður til biskups. Sá, sem þetta ritar, sem verið hefur samstarfsmaður sr. Hálf- dáns í kirkjumálum, skólamál- um og ýmsum fleiri, allt í frá því hann kom prestur til Sauðár- króks og þar til yfir lauk, eða full 23 ár, vill að lokum leyfa sér persónulega að tæpa á nokkrum minningum frá því tímabili með þakklæti og virð- ingu. Eru nú að vísu liðin 25 ár síðan ég stóð við kistu hans og kvaddi hann hinztu kveðju. Við nafn hans sem starfsmanns eru bundnar margar helgar minning- ar mínar og annara innan kirkju vorrar og bæjar og reyndar inn- an héraðsins alls, norður þar. Verður það ekki rakið hér. Og enn líða tímar. Enn koma menn og hverfa. Enn er alltaf eitthvað að ske, því að „Lífið yrkir stöð- ugt og botnar aldrei braginn, og breytir fyrr en varir um hátt og ljóðaskil“, segir skáldið. Og þótt vel sé geymd minning hins gáf- aða alvörumanns, þá úir og grúir fram, þegar hreyft er við, svo margt skemmtilegt og mannlegt, sem einnig kynnir manninn og freistandi væri að minnast á. Þótt sumt kynni að þykja smá- vægilegt, þá er einmitt margt slíkt fallið til að lýsa manninum Framhald á bls. 26 Verzlunarstjóri Duglegur verzlunarstjóri óskast í matvöru verzlun. Hátt kaup. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt: ,1. júní — 5817“. SMEKKLEGIR OG VAND- AÐIR STÁL-SKJALA- SKÁPAR frá CONSTRUC- TORS LTD. BIRMINGHAM fyrirliggjandi. Verð á 4 skúffu skáp (foolscap) kr. 3.990.00. Gísli Jnnsson & Co. hf. Skúlagötu 26 — sími 11740. ■■■ SÍí’iÆí . : WW w ■■, • f ■.;... jr 'Wm ' „ • * ! ■ Útgerðarmenn Slipstjórar! Gúmmífóðra og gerl við kraftblakkarhjól. Gúmmísteypa florst. Kristjánssonar Efstasundi 22. Sími 34677..,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.