Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 7
Fimmtudagur 23. maí 1963 MORnvnnr. 4»ið 23 Sýning Bat Yosef BAT Yosef sýnir þessa dagana í Listamannaskálanum. Hún hef- ur haldið hér tvaer sýningar áð- ur, en ekki eins umfangsmikl- ar og þessa sýningu hennar nú. Þetta er nokkurs konar yfirlits- sýning á átta ára vinnu frúar- innar, samt sem áður er meiri hluti verkanna á sýningunni frá seinústu árum. Það er nokkuð erfitt að átta sig á verkum Bat Yosef á þess- ari sýningu, fyrst og fremst vegna þess, hve miklu er hrúg- að á veggina í skálanum og hve lítið svigrúm hvert einstakt verk hefur til að njóta sín. Heildar- sviþur sýningarinnar biður við þetta mikið tjón: Hefði lista- konan valið betur og vandað til sýningarinnar í heild, hefði hún sjálf unnið við það. Hér er um hvimleitt fyrirbrigði að ræða, sem ætti ekki að eiga sér stað á alvarlegum listsýningum. Ég verð að játa það, að þessi sýning hefur ekki hrifið mig á neinn hátt. Litameðferð Bat Yos ef er yfirleitt ekki sterk rg ork- ar ekki sannfærandi á mig. Það eru að vísu finnanlegir nokkuð skapheitir sprettir í sumum þessara verka, en heildin virðist ekki nógu samofin til að skapa eftirminnileg geðhrif. Um meiri háttar umbrot eða breytingar í list Bat Yosef er ekki að ræða I á þessum átta árum, er sýuing- in nær yfir, nema ef vera skyldi að hún vinnur heldur liprara og á frjálslegri hátt en áður í sum- um yngstu verkunu.n. Litir og form eru ekki sérlega frábrugð- in því, er hún sýndi hér fyrst 1957, þó eru þarna nokkur verk, sem 'háfa miklu ljósari og létt- ari tóna en þá var. Þegar ég hugsa til sýningar Bat Yosef í Bogasalnum 1960, finnst mér sú sýning hljóti að hafa verið betri í heild en sú, er hún heldur nú í Listamannaskálanum. Enn sem fyrr á Expressionismi og Surreal ismi nokkur ítök í Bat Yosef, en hún heldur samt báðum þessum ismum í hæfilegri fjarlægð, ef svo mætti að orði kveða. Mál- verkin No. 31 og 21, 29 og 51, finnst mér vera þau verk, sem bezt standa sig á þessari sýn- ingu. Þar sér maður, að Bat Yosef getur ýmislegt, sem kem- ur manni í gott skap, og hefði sannarlega verið gaman að sjá sýningu frá hennar hendi, sem væri meira í þeim dúr. f sumum vatnslitamyndum Bat Yosef sér maður meiri viðkvæmni en þegar hún vinnur í olíulitum, en klippmyndirnar finnst mér ekki ná sömu áhrif- um og þær. Eins og ég hef þeg- ar sagt, þá get ég ekki með góðri samvizku sagt, að þessi sýning sé merkileg eða hafi hrif- ið mig. Satt að segja varð ég fyr- ir miklum vonbrigðum að þessu sinni. Bat Yosef getur ekki kvartað yfir heimsókn sinni og viðtök- um. Mikið hefur selzt á sýningu hennar og Ríkisútvarpið brá vana sínum og hafði við hana viðtal, atburður, sem ég man ekki eftir, að hafi skeð með innlendan listamann í tilefni einkasýningar. En við erum gest risið fólk fslendingar, og enn ekki spilltir af alls konar lista- stefnum eins og Frakkarniry samkvæmt yfirlýsingu listakon- unar sjálfrar. Valtýr Pétursson. VILHJALMUR ARNASON hrl. TÓMAS ARNASON hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA lönaðsrbaidtahásim. Símar Z463S og 16307 Bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast. Bílaverkstæðið STIMPILL Grensásvegi 18. Poplínkápur Útprjónaðir japanskir peysujakkar — Sólbuxur (,,shorts“). VCttMl VMIM LAUGAVEG 13 Auglýsing Borgarverkfræðingur óskar eftir að kaupa 4—5000 rúmmetra af ofaníburði í götur. Efnið skal vera hæfilega blandað grjóti, sandi og leir, og skilast í op mulningsvélar í Ártúnshöfða. Afhending skal fara fram á vinnutíma og lýkur á 15—20 vinnu- dögum, í byrjun júnímánaðar n.k. Til mála getur komið minna magn, til reynslu, frá mismunandi stöðum. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 11 þann 31. þ.m. á skrifstofu vora Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Dodge Weapon ‘52 Ti sölu er Dogde Weapon ’52. Bíllinn er í ágætis standi með góðu 10 manna húsi sem þarfnast klæðn- ingar. Á bifreiðinni er spil. Tilboð sendist blaðinu fyrir mánaðamót merkt: „Weapon — 5810“. Matrá&skonu vantar að póst og símstöðinni Brú Hrútarfirði, sem allra fyrst. — Nánari uppl. að Brú. Skrifsfofustúlka Opinbert fyrirtæki vantar skrfistofustúlku nú þegar eða sem allra fyrst. Hvorttveggja kemur til greina: heilsdags- og hálfdags vinna. Gott kaup. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 28. þ. m. merktar: „Skrifstofuvinna — 5818“. VDNDUÐ II n FALLEG H ODYR U M óicfUrpórJónsson & co Jiáfiia&tiirti 4 ALLT Á SAMA STAÐ WILLYS TIL ALLRA STARFA LÉTTIJR - STERKLR LIPUR - SPARNEYTIIMIM VAL ÞEIRRA VAIMDLÁTIJ VELJIÐ UM 6 manna eða 9 manna WILLYS-JEPPA. VELJIÐ ÞANN LIT SEM YÐUR FELLUR BEZT VIÐ. HURRICANE TOPPVENTLAVÉLIN ER 75 HESTÖFL. Sérstaklega sterk og endingargóð — og sparneytin. VIÐGERÓARKOSTNAÐUR ER LÁGUR því auðvelt er að komast að öllum viðgerðum. Varahlutir ódýrir. VEGNA LÉTTLEIKA OG LIPURÐAR WILLYS jeppans kemst hann þær torfærur og ófærð sem önnur samslags faratæki komast ekki. FRAMDRIFSLOKUR SPARA benzín 15—25%. Auk minna slits á um 100 slitflötum. MISMUNADRIFSLÁSINN eykur aksturhæfni Willys jeppans um ófærur. VELJIÐ UM TRAUST OG STERKT EGILS STÁLHÚS sem er klætt að innan og ryðvarið. EÐA VELJIÐ WILLYS JEPPA MEÐ AMERÍSKU HÚSI léttu og traustu. BEZTIJ KALPIN ERIJ í WILLYS PANTIÐ YÐAR WILLYS TÍMANLEGA WILLYS hvar sem er. WILLYS hvert sem er. WILLYS hvenær sem er. VARAHLUTIR ÁVALLT FYRIRLIGGJAIMDI HAGKVÆMT VERÐ YFIR 20 ÁRA REYNZLA HF. EGILL VILHJÁLMSSOIM LAUGAVEG 118 SÍMI 22240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.