Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 10
20
M O R fí fí N R L 4 f) I Ð
Fimmtudagur 23. maí 1963
Sendisveinn
Viljum ráða pilt til sendisveinastarfa. Æskilegt að
viðkomandi hafi reiðhjól með hjálparvél til umráða
og gæti ráðið sig til starfa í minnst 1 ár.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni.
SLÁTURFÉLAB
SUÐURLANOS
Kjötiðnaður
Nokkrar duglegar konur og einnig nokkrir röskir
karlmenn óskast til vinnu strax við ýmiss konar
kjötiðnaðarstörf í verksmiðju okkar að Skúla-
götu 20.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
Aðalfundur
Bóksalafélags íslands verður haldinn í Þjóðleik-
húskjallaranum föstudaginn 31. maí kl. 8 síðdegis.
Rætt um 75 ára afmæli félagsins.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Glersalan
Gler og ísetningar
(Álfabrekkku við Suðurlandsbraut).
4, 5 og 6 mm. gler, undirburður fyrir tvöfalt gler
og fleira. — Góð aðkeyrsla. — Sími 37074.
Frá barnaskólum Reykjavíkur
Börn, sem fædd eru á árinu 1956 og verða því skóla-
skyld frá 1. september n.k., skulu koma í skólana
til innritunar föstudaginn 24. maí, kl. 1—4 e.h.
Ath.: 1.. Börn fædd 1956, sem búsett eru á svæði
því, er takmarkast af Kringlumýrarbraut,
Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklu-
braut, eiga að koma í Sjómannaskólann
til innritunar.
2. Börn fædd 1956, sem búsett eru á svæðinu
milli Sundlaugavegar og Laugalækjar, eiga
að koma í Laugarnesskólann til innritunar.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Hjólbarðaverkstœði
Útvegum þessi fljótvirku
tæki til hjólbarðaviðgerða
bæði fyrir fólks og vöru-
bílahjólbarða. Suðutími að
eins fjórðungur á við gufu
suðutæki.
Allar nánari upplýsingar
fúslega veittar.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
BÍLANAUST
Höfðatúni 2 — Sími 20185.
— Minning
Framih. af bls. 20
oft eigi síður en hitt, sem merk-
ara er talið. Líf vort samanstend-
ur af „smámunum". Maðurinn
þekkist eigi eingöngu af því,
hvemig hann beitir lífsfleyi sínu
gagnvart holskeflunum, sem rísa,
heldur einnig því, hvernig hann
í ótal tilfellum snýst við hinu
svokallaða „smáa“.
Persónuleiki þessa vinar míns
mun t.d. mjög vel þola það og
einmitt skýrast betur, er ég segi,
að hann var með afbrigðum mað
ur hinna eldsnöggu skapbreyt-
inga! Þó dáðist ég þó oft að því,
hversu hann gat, þrátt fyrir sitt
ærlega „stolt" talað hreinskilnis-
lega og einlæglega, þegar logn
var á komið og um var rætt. Og
er ég tala um gustinn, þá minn-
ist ég eigi síður hans óvenjulega
miklu hjartahlýju, er svo margir
nutu, góðfýsi hans og hjálpsemi,
er með þurfti. Um það gætu
margir borið: Ég eigi öðrum síð-
ur. Snemma á tíma í kennslu-
starfi mínu og skólastjórn
tveggja skóla, sem ég vildi
vinna að óhindraður, var hrund-
ið á herðar mér miklu og illa
séðu sveitarstjórnarstarfi, og það
í slíku atvinnuleysishreiðri er
kauptún vort var þá. Sr. Hálfdán
kom og bauð mér sem eldri mað-
ur og reyndur að hjálpa mér til
að taka lykkjuna og koma á
prjónana. Ég tel, hreint sagt, að
honum hafi tekizt þar og reynd-
ar furðu fljótt, að gera liðtæk-
an foringja úr óvönum, óbreytt-
um dáta. A.m.k. var ég látinn ó-
hreyfður í starfi því meira en 20
ár. — Hvað eftir annað og einu
sinni svo vikum skipti, tók hann
að sér kennslu og stjórn í skól-
um mínum, er ég forfallaðist. Og
þegar kona mín lagðist alvarlega
veik, (er síðar leiddi til dauða),
sá sr. Hálfdón að hvorki myndi
það sjúklingnum hent né smá-
börnum mörgum að vera í sama
húsi. Óumbeðið tók hann í sitt
hús 4 smábörn mín og það 5.,
stálpaða systur þeirra til hjálpar
þeim. Hélt hann og íáðskona
hans þau með mikilli umhyggju-
semi svo vikum skipti. Allt þetta
reyndist svo gjöf, sem ekki sá til
að gjalda. — En að ári liðnu kom
svo hans eigið veikindaáfall (í
nóv. 1933). Sr. Guðbrandur
Björnsson hafði nú tekið pró-
fastsstörfin. Eftir hans ósk og sr.
Hálfdáns sjálfs, tók ég að mér
frá nýári til vors fermingarund-
irbúning barna í kirkjunni, er
prófastur svo fermdi um vorið.
Sóknarpresturinn vildi tafar-
laust greiða mér starfslaun. Geta
má nærri, að ég vildi ei. Um
vorið síðar var ég staddur
um hríð í Reykjavík. Áður
en mig varði, hafði ég tek-
ið á móti símaávísun með all-
hárri peningaupphæð, sem reynd
ist svo vera frá sr. Hálfdáni. —
Höfðingjabragð — en bragð þó!
Þó vildi ég að lokum minnast
þess með miklu þakklæti, hví-
líkur ágætur liðsmaður séra
Hálfdán reyndist í einu mínu
sérstaka áhugamáli — bindindis-
málinu. Hann var ekki yfirlýstur
né skráður meðlimur Reglunnar.
Við komum okkur saman um
það. En hvar sem málið kom
fram í návist hans á opinberum
vettvangi, var hann undireins
hinn vígreifi bardagamaður.
Betri talmaður gat málið ekki
haft innanfélags.
Og allra síðast vil ég minnast
þess með bros á vör og hressum
huga hvílík leiftrandi spaugs-
yrði, snögg tilsvör og snjallyrði
sr. Hálfdán gat sett fram. Gæti
það verið langur listi út af fyrir
sig. En hér skal staðar nema.
Með niðurlagsorðum sr. Hálf-
dáns sjálfs við biskupsvígsluna
skal hér enda:
„Þegar ég lít yfir liðna ævi
mína, finn ég mér ljúft og skylt
að flytja söfnuðum mínum öllum
fyr og síðar og mörgum góðum
vinum utan ástvina og fjölskyldu
lífsins, innilegar þakkir fyrir
samfylgd og samstarf. Og að
lofa Guð fyrir margfalda blessun
mér til handa“.
Jón Þ. Björnsson
frá Veðramóti,
f.v. skólastj. Sauðárkróki.
Veðskuldabréf
með góðri tryggingu óskast til kaups.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.
Piltur eða stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í kjötverzlun. Uppl. að
Grensásvegi 26 eftir hádegi í dag.
Skreið óskast
ítölsk stórfyrirtæki óska eftir góðri skreið. Tilboð
er greini væntanlegt verð, magn og gæði óskast send
Morgunblaðinu nú þegar merkt: „Skreið — 5809“.
Rörlagningarmaður
Duglegur rörlagningarmaður óskast í 2—3
mánuði út á land í hita og vatnslagnir.
Mikil eftirvinna. Tilboð sendist Mbl.
f. h. á mánud. 27. þ. m merkt: „Uppgrip —
5821“
Húsnæði óskast
Vegna brunans á Laugavegi 11, vantar oss nú þegar
150—200 fermetra verkstæðispláss, helzt sem næst
miðbænum. — Vinsamlegast hringið í síma 20560.
SKRIFSTOFUVELAR ^
Ottó A. Michelsen
Klapparstíg 25—27
Tilkynning til viðskiptavina
Vér viljum vekja athygli yðar á því, að þótt verk-
stæði vort, að Laugavegi 11, hafi brunnið, verða litl-
ar tafir á rekstri þess, og munum vér gera allt, sem
vér getum til að valda yður sem minnstum óþæg-
indum. Biðjum vér yður að sýna þolinmæði, á meðan
vér erum að koma oss fyrir í nýjum húsakynnum,
sem verður einhvern næstu daga. Verður auglýst
síðar. — Sími vor er óbreyttur — 20 560.
SKRIFSTOFUVELAR £
Ottó A. Michelsen
Klapparstíg 25—27