Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 14
30 MORC UISBL 4 Ð10 Fimmtudagur 23. maí 1963 . íslands- mótið hefst í dag « ÍSLANDSMÓTIÐ í knatt- ’ spyrnu hefst í dag og fara fram 2 leikir en hinum þriðja sem fyrirhugaður var, er frest að um óákveðinn tíma. Mótið hefst samtímis á Laugardalsvelli og á Akranesi. f Laugardal mætast Fram og Akureyri. Leikur þessi var ákveðinn fyrir norðan, en ekki er hægt að hefja keppni þar fyrst um sinn vegna slæmra valla og varð því að skipta um leiki þessara félaga þannig, að sá fyrri yrði hér syðra. Á Akranesi mætast Akurnes ingar og KR. Báðir leikirnir hefjast kl. 4 síðdegis. Leik Keflvíkinga og Vals sem vera átti í Keflavík hef- ur orðið að fresta um óákveð- inn tíma vegna þess hve völl- urinn er slæmur. Engu skal spáð um úrslit leikjanna á morgun, en vor- leikirnir hér syðra hafa sýnt að allt getur skeð og ekkert félag er öðru líklegra til sig- urs. Þar ofan á bætist að Akur eyringar hafa lítt sézt á velli og eru sem óskrifað blað, en ekki er ólíklegt að þeir blandi sér í stríðið um meistaratitil- inn ef dæma má eftir leik þeirra í fyrra. - Enska knattspyrnan - KR-ingar vilja mæta úrvals liði landsins í frjálsíhróttum — og keppntn yrð/ með fyrirkomulagi landskeppni landskeppni við FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR hefur ákveðið að halda hið ár- lega E. O. P. mót 12. og 13. júní n.k. og vegna þess að 30. maí eru 70 ár liðin frá fæðingardegi Er- lendar heitins Péturssonar hyggst deildin vanda vel til mótsins og hefur fengið leyfi FRÍ til að breyta fyrirkomulaginu þannig, að keppnin verði milli tveggja aðila KR-inga annarsvegar og alls landsins hins vegar, þannig að hvor aðili sendi tvo menn í hverja grein og stig verði veitt eins og í landskeppni. KR-ingar telja að slík keppni geti orðið lærdómsríkur undirbúningur fyr- ★ Valið KR-ingar hafa farið þess á leit við íþróttafréttamenn að þeir Waern í keppnis- banni SÆNSKI hlaupagarpurinn Dan Waern var sem kunnugt er dæmdur frá keppni vegna þess að hann hafði hagnazt fjárhags- lega á hlaupakeppni. >að var al- þjóðaíþróttasambandið sem fjall aði u-m málið og átti sektin að gilda í 2 ár. Sænska íþróttasamlbandið tók það u-pp fyrir skömm-u að leyfa Waern keppni á mótum í Sví- þjóð óg var hann kallaður „þjóð- legur áhugamaður". Waern hafði haft þetta leyfi í nokkra daga er alþjóðasamtoandið skarst aft- ur í leikinn og nú hefur aftur verið sett keppnisbann á Waern. í DAG fer fram á Wembley-leik- vanginum í London úrslitaleikur- inn í ensku bikarkeppninni. Mæt- ast þá Leicester og Manchester United. Úrslitaleikur þessi er sá 82. í röðinni í þessari vinsælu keppni, sem hófst árið 1872, ekki var keppt stríðsárin í heimsstyrj- öldunum. Úrslitaleikirnir hafa farið fram á Wembley-leikvang- inum frá því árið 1923, en fram að þeim tíma á ýmsum völlum víðsvegar um England. Félögin, sem mætast í dag eru bæði gömul og rógróin í enskri knattspyrnu. Leicester var stofn- að 1884 en Manchester United 1885 og voru þau bæði með fyrstu liðunum, sem tóku þátt í ensku deildakeppninni. Manchester-lið ið er þó þekktara lið enda hefur það unnið fleiri sigra t. d. tvisvar sigrað í ensku bikarkeppninni og fimm sinnum í ensku deilda- keppninni. Að venju er mikið rætt um hvort liðið muni sigra og eru þeir í meirihluta sem gizka á að Leicester sigri. Byggja þer ágizk- un sína á frammistöðu liðanna í deildakeppninni sem lauk um síðustu helgi, en þar gekk Leicest er vel en Manchester United frek ar illa. Margir benda þó á að í Manchester-liðinu séu betri leik- menn eins og t. d. Law, Charlton og Crerrand og megi reikna með að það nægi þegar um úrslitaleik er að ræða þar sem taugaspenna er mikil. Hvað um það, leikurinn verður án efa spennandi og er alls ekki fráleitt að gizka á jafn- tefli venjulegan leiktíma, því það hefur ekki komið fyrir síðan 1947. Fari svo, þá verður leikur- inn framlengdur um 30 mínútur, en fáist enn ekki úrslit fer annar leikur fram. Að lokum skal þess getið að áhorfendur að • leiknum í dag geta flestir orðið 100 þúsund og þýðir það að aðgangseyrir er um 70 þúsund pund. Aðgangseyrinn skiptist þannig að 25% renna til Enska knattspyrnusambandsins 25% í sérstakan sjóð, sem er skipt milli allra þeirra liða, sem taka þátt í bikarkeppninni og 50% skiptast milli þeirra félaga sem leika úrslitaleikinn. IMetamenn vanir uppsetningu á botnvörpunetum geta fengið atvinnu. Talið við Jón Sigurðsson verkstjóra á netaverk- stæði voru sími 24490. HAMPIÐJAN. ir væntanlega Dani í júlí. veldu „úrvalisliðið" en íþrótta- fréttamenn ekki gefið ákveðið svar þar sem í ljós hefur komið að ekki er útséð um að öll önnur félög séu reiðubúin til slíkrar keppni í því formi sem hún er hugsuð. Á fundi með fréttamönn um í gær gáfu forráðamenn KR eftirfarandi upplýsingar um keppnina eins og þéir hafa hugs- að sér hana. Á Jöfn keppni Eins og öllum er kunnugt hafa frjálsar íþróttir verið í nokkrum öldudal síðustu árin, mótin hvert öðru lík og venjulega vitað fyrir fram hver muni sigra í flestum greinum. Það hefur sem sé vantað spenn- ing og þá eftirvæntingu, sem landskeppni hefur jafnan upp á að bjóða. Þess vegna datt deildinni í hug að gera mótið nú að stigakeppni þar sem 2 aðilar sendu 2 beztu menn sína í hverja grein, á sama hátt og í landskeppni. Að vísu hefur þetta verið reynt áður með keppni Reykjavíkur gegn „Landinu", en þar sem slík keppni hefði reynzt harla ójöfn nú sem fyrr, kom helzt til greina að KR reyndi nú að keppa við allt landið, þ.e.a.s. 2 beztu KR- ingar í hverri grein gegn 2 beztu íþróttamönnum frá öllum öðrum félögum í landinu. í fljótu bragði kann sumum að finnast sem hér sé teflt í nokkra tvísýnu, en við nánari athugun og lauslegan útreikning kemur í ljós, að möguleikar beggja liða eru svipaðir sé miðað við afrekin frá s.l. ári. Sjö nýir knatt- spyrnuþjálfarar Sjö nýir knattsp.þjálfarar .... 3 EFTIRFARANDI þjálfarar hafa nýlega lokið prófum 2. stigs knattspyrn-uþjálfara, sem fram hefur farið á vegum tækninefnd- ar K.S.Í.: Bengsteinn Pálsson, Eggert Jóbannesson, Einar Hjart arson, Elías Hergeirsson, Guðm. Guðmundsson, Sölvi Óskarsson, Þorvarður Björnsson. Kennari var Karl Guðmunds- son, en prófdómari Reynir Karlsson. Og hvorum megin sem sigurinn lendir, ætti að vera óhætt að full yrða, að þessi nýstárlega keppni geti orðið jöfn og spennandi og það er vitanlega fyrir mestu. Verður nú grein nánar frá fyrir komulagi mótsins: 1) Keppt verður í öllum lands keppnisgreinum, nema einni (10 km. hlaupi) eða samtals í 19 greinum, þar af 9 fyrri daginn og 10 síðari daginn. 2) Stig reiknast á sama hátt og í landskeppni, þannig að fyrsti maður fær 5 stig, 2. maður 3 stig, 3. maður 2 stig og 4. mað- ur 1 stig, en í boðhlaupum verður stigagjöfin 5 — 2. 3) Þar sem búast má við því að allmargir íþróttamenn utan af landi verði valdir í „úrvalsliðið“, hefur Frjálsíþróttadeild KR ákveðið, að kosta ferðir þeirra til og frá Reykjavík. 4) Röð keppnisgreina hvorn dag verður sem hér segir: 12. júní: 1. 400 m. grindahlaup, 2. Kúlu- varp, 3. Hástökk, 4. 200 m. hlaup, 5 800 m. hlaup, 6. Spjótkast, 7. Langstökk, 8. 5000 m. hlaup. 9. 4x100 m. boðhlaup. 13. júní: 1. 110 m. grindahlaup, 2. Stangarstökk, 3. Kringlukast, 4. 100 m. hlaup, 5. 1500 m. hlaup, 6. Þristökk, 7. 400 m. hlaup, 8. Sleggjukast, 9. 3 km. hindraunar hlaup, 10. 4x400 m. boðhlaup. Fyrri daginn verður auk þess keppt í 100 m. hlaupi kvenna utan stigakeppninnar, þannig að keppnisgreinar verði jafn marg- ar hvorn dag. Valbjörn Þorláksson veður sterkasta tromp KR í fyrir- hugaðri keppni. Hefur skipulagi mótisins nú verið lýst í höfuðdráttum — og væntir deildin þess að lokum, að keppnin geti orðið jöfn og drengi leg — og þannig samboðin minn- ingu okkar látna formanns, Er- lendar Ó. Péturssonar. Bandaríkjamenn tapa í körfubolfa HEIMSMEISTARAKEPPNI í körfuknattleik stendur nú yfir í Curi Tiba í Brasilíu. Hafa málin tekið nokkra aðra vendingu en búizt var við. Júgóslavar hafa komið mjög á óvart, unnu m. a. Bandaríkjamenn. Bandaríkja- menn sem fyrir fram voru álitn- ir sigurstranglegastir sakir fyrri frægðar hafa staðið sig heldur illa og hafa nú misst næstum alla von um sigur. Brasilíumenn eru sem stendur efstir með 4 sigra. í fyrrakvöld unnu þeir Frakka með 77 gegn 63. Rússar koma næstir með 3 sigra, unnu í fyrrakvöld Puerto Rico með 65 gegn 55. Það sama kvöld vann Perú Japan með 85—85 og Argentína vann Uruguay með 97—83. Bandaríkjamenn hafa til þessa 1 sigur unnið en tapað 2 leikjum og eru vonlausir sem heimsmeist arar sem fyrr segir. Willy Brandt vill Olym- píuleikana 1968 í Berlín TVÆR borgir hafa nú sótt um að halda Sumar-Olympíu leikana 1968 auk þeirra fjögurra, sem áður höfðu æskt þess. Borgirnar sem nú bættust við eru Vestur-Berlín og Vínarborg. Áður höfðu Lyon, Mexico City, Detroit og Buenos Aires æskt þess að fá að standa fyrir leikunum. Umsóknin frá Berlín vekur mikla athygli, ekki sízt vegna þess að það er Willy Brandt sem æskir þess af hálfu Ber- línarborgar að fá leikana, svo fremi að borgaryfirvöldin í Austur-Berlín samþykki slíkt. Enn hefur ekkert heyrzt frá Austur-Þjóðverjum um þessa tillögu. Otto Mayer, ráðamaður mikill í Alþjóða Olympíu- nefndinni, hefur lýst fögnuði yfir umsókn Berlínar og seg- ir að ef af leikunum geti orð- ið, og þar með samvinnu A- og Vestur-Berlínar, væri það mikill sigur fyrir Olympíuhug sjónina, sem þá aftur myndi sýna mátt sinn til að sætta Austur og Vestur. Formaður Alþjóða Olympíu nefndarinnar, Bandaríkjamað urinn Brundage, var og hrif- inn af tillögunni. Ef hægt er að halda leikana þar, þrátt fyrir múrinn, þá er það mikill sigur fyrir íþróttirnar, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.