Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 3
r Sunnudagur 26. maí 1963
MORC.l’Wnr. 4 ÐIÐ
3
ÞAÐ ÓHAPP vildi til í fyrra
dag, að stór krani valt á hlið
ina ofan í grunn í Austur-
stræti 17. Kraninn var að
lyfta þungium steini upp á
vörubílspall, þegar grunnbarm
urinn sprakk undan honum
og kraninn féll niður í grunn
inn. Kranastjórinn, Guðmund
ur Karlsson, skynjaði hættuna
í tæka tíð og stökk út úr
krananum, svo að engin slys
urðu á mönnum.
Mikill fjöldi forvitinna safn
aðist saman á grunnbarmin-
um og fylgdist með því, er
unnið var að björgun kranans.
Maður nokkur var staddur á
þeim bakkanum, sem óhent-
ugri var til útsýnis. Vildi
Sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli
HUGGUIM
Guðspjall þessa drottins dags
segir frá huggaranum mikla,
anda Guðs. Það er hægt að
byggja sorginni út úr lífi sínu,
og til eru þeir, sem hefir tekizt
það furðanlega Ævintýri sem
margir unglingar hafa lesið
heitir Steinhjartað. Söguhetjan
sækist eftir auðæfum og völdum,
sem hann munar í umfram aðra
hluti. Og viti menn; sá birtist
honum, sem getur veitt honum
hvort tveggja ríkulega, en hann
verður að láta hjarta sitt og fær
í skiptum steinhjarta, sem lagt er
honum í brjóst. Og andvirði
hjartans gefst honum ómælt eins
og heitið hefir verið, en þá bregð
ur svo við, að hann verður rúinn
allri hamingju: Engin gleði, eng-
in eftirvænting, engin lotning,
enginn kærleikur, ekki heldur
sorg né áhyggja. — Meðan
mannshjörtun rúma kærleik
ann verður sorgin fylgjunautur
þeirra.
í hverri andrá eru teknar nýj-
Hér er við ramman reip að dr»ga, þar sem aurleðjan er.
Saga um skdhlíf
hann bæta úr þessu og hugð-
ist ganga yfir grunninn og
klífa hinn bakkann Ekki hefði
hann ferðazt langa leið eftir
grunninum, er önn-ur skóhlíf
hans varð eftir í leðjunni.
Glímdi maðurinn nú lengi við
að ná aftur eign sinni og
mátti um hríð ekki sjá fyrir
örlög skóhlífarinnar. Gaman-
samir áhorfendur lögðu til að
skóhlífareigandinn biði unz
kraninn hefði verið reistur
við og léti hann annast verkið
Svo fór þó um síðir að leðjan
gaf sig og lét af hendi feng
sinn, en þá var skóhlífin orðin
svo illa útleikin, að eigandinn
sá sér ekki fært að ífærast
henni. Tók hann því skótauið í
hönd sér og gekk einskóaður
það sem eftir var leiðarinnar
við mikil fagnaðarlæti áhorf
enda.
Nú er sigurinn unninn og með skóhlíf í hönd er bakkinn klifinn
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Framfarasóknin byggist
á jöfnum og örum vexti
þjóðarframleiðslunnar
Framsóknarmálgagnið virS-
ist nú leggja allan sinn metn-
að í það, að birta a.m.k. eina
stórfölsun á hverjum degi.
í gær er blaðið þó óvenju
smátækt, því að þá tekst því
að skýra rétt frá einni stað-
reynd. Þess betur slær þó útí
fyrri því, þegar það fer að
draga sína lærdóma af þess-
ari staðreynd.
Tíminn greinir réttilega frá
því, að í þjóðhagsáætlun ríkis
stjórnarinnar sé stefnt að 4%
árlegum vexti þjóðarfram-
leiðslu íslendinga á árunum
1963—66. Sú ályktun, sem af
þessu er dregin,' er hins veg-
ar sú, að með þessum vexti
muni íslendingar „dragast
aftur úr öðrum þjóðum og
framfarir verða hér miklu
minni“.
Sannleikurinn er sá, að
4% árlegur vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar er það mark-
mið, sem aðildarríki Efnahags
og framfarastofnunarinnar
(OECD) hafa sett sér, og
flest ríki hafa talið eðfileg-
an meðalvöxt.
Það er rétt, að vöxtur þjóð-
arframleiðslunnar hefur verið
nokkru meiri hér á landi ein-
stök ár — þ.e. þau ár, þegar
afli hefur verið mestur — en
hins vegar hefur hann verið
mun minni önnur ár, eins og
t.d. fyrsta heila ár vinstri
stjórnarinnar, 1957, þegar
þjóðarframleiðslan minnkaði
um 0,7% frá árinu áður.
Með viðreisnarráðstöfunun-
um voru sköpuð skilyrði fyrir
jafnari vexti þjóðarframleiðsl
unnar, og jafnframt örari
vexti, þegar fram í sækir —
enda hefur það verið ein-
kenni áranna frá 160—61,
að þau ár hefur vöxtur þjóð-
arframleiðslunnar verið jafn-
ari en öll árin þar á undan.
í þjóðhagsáætlun Viðreisnar-
stjórnarinnar er megináherzla
lögð á nauðsyn þess að tryggja
jafnan og öran vöxt þjóðar-
framleiðslunnar, svo að lífs-
kjör þjóðarinnar geti batnað
jafnt og þétt á næstu árum.
ar grafir, og að Laki hverri
þeirra ríkir tregi og sorg. Óbæri-
legustu sorginni veldur þó oft sá
sem lifir; ef til vill af gáleysi
eða skeytingarleysi einu saman.
Sú var trú manna fyrrum, að
til væru þau undravopn, þar
sem lyfsteinn byggi í hjöltum
og græddi hverja und. Við erum
iðulega áhorfendur að þvþ að
skafl; lyfsteinn huggunarinnar
sorgin ríður yfir eins og brim-
skafl; lyfsteinn huggunarinnar
vinnur með öðrum hætti, hægt
og hægt, og öll sár gróa að ein-
hverju leyti um síðir.
Átakanlegt er að koma þar að,
sem sorgin grúfir yfir og sárt
finnum við til þess,hve orð mega
sín lítils. Ef til vill verður okkur
þá hugsað svipað manninum,
sem sagði þar, sem mikill harm-
leikur hafði gjörzt: oss er næsta
óskiljanlegt, hvernig Guð getur
leyft slíkar hörmungar. En vér
berum það traust til hans sakír
drottins, að allt muni snúast til
góðs. Heima á ég gamalt bóka-
merki, sem móðir mín gaf mér.
Það er saumað út með silki, og
ef ég horfi á ranghverfuna, sé
ég ekkert annað en þráðabendu
sem engin botnar í. Menn skyldi
halda, að allt væri þetta gjört
út í bláinn. En þegar ég sný því
við og horfi á rétthverfuna, blasa
við mér þessi orð fagurlega í-
saumuð: Guð er kærleikur. í
dag sjáum vér úthverfuna á því,
sem hér hefir gjörzt. Einhvern
tíma sjáum vér rétthverfu þess,
og þá munum vér skilja það.
í upphafi síðara korintubréfs
hefir Páll postuli þessi orð: Lof-
aður sé guð og faðir drottins vors
Jesú Krists, faðir miskunnsemd-
anna og guð allrar huggunar,
sem huggar oss í sérhverri þreng
ingu vorri, svo að vér getum
huggað aðra í hvaða þrenging-
um sem er, með þeirrj hugggun,
sem vér höfum sjálfir af guði
hlotið. Því að eins og þjáningar
Krists koma í ríkum mæli yfir
oss, þannig kemur og huggun
vor í ríkum mæli vegna Krists.
Og huggun hluttekningarinnar
er kristin skylda. Berið hver
annars byrðar og uppfyllið þann-
ig lögmál Krists. Vel hefir þetta
verið orðað þannig: Ef vinur
minn héldi veizlu án þesss að
bjóða mér, léti ég mig það litlu
varða. En ef vinur minn væri
harmþrunginn og neitaði mér
um að taka þátt í harmi sínum,
mundi ég taka mér það fjarska
nærri. Ég mundi æ ofan í æ
knýja á dyr hans og beiðast hlut-
deildar í því, sem mér bæri að
eiga hlutdeild í. Ef hann teldi
mig óverðugan þess að gráta
með sér, fyndist mér það sár
auðmýking og sú hræðilegasta
smán, sem unnt væri að auð-
sýna mér. Sá, sem nýtur unað-
ar heimsins og á þátt í sorgum
hans og finnur eitthvað til und-
ursamleika hvors tveggja, hann
snertir hið guðlega og ræður eins
mikið í leyndardóma guðs og
nokkrum manni er fært.
Mannleg huggun og hlutdeild
er okkur að vísu nauðsyn og
blessuð séu þau hjörtu, sem
vegna annarra slá. En huggun
guðs kærleika er ein þess megn-
ug að græða mörg sár og göfga
sorgir mannanna, svo að þeim
verði snúið til farsældar og á-
vinnings þeim, sem tregar. Trú-
in á hann hefir um aldir veitt
syrgjendum styrk til að horfa
vonglaðir fram á veginn: Jafn-
vel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og staf-
ur hugga mig. (23. sálmur
Davíðs) Þannig hefir trúmaður-
inn fundið vísustu huggun sína
í guðstraustinu frá örófi alda.