Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. maí 1963
— Búðardalur
Framhald af bls. 10.
Væntanlega í sumar eða
haust. Þegar hefur verið ráðinn
mjólkurbússtjóri — er það ungur
og efnilegur iðnfræðingur, Laur-
itz Jörgensen, sem að undan-
föru hefur starfað á Húsavík.
— Hvað eru íbúar Dalasýslu
margir?
— 1. desember sl. voru hér bú-
settir 1160 manns í 9 hreppum
og hafa aldrei verið fleiri frá því
ég tók við þessu starfi, árið 1955.
Enn má vænta töluverðrar fjölg-
unar á næstu árum, m. a. vegna
tilkomu mjólkurstöðvarinnar.
— Mér er sagt, að byggingar-
framkvæmdir hafi verið allmikl-
ar í héraðinu sl. ár. Hvað hefur
helzt verið byggt? .
— Ég hef hér við hendina
heildartölur yfir byggingafram-
kvæmdir á árinu 1962. Það ár
voru 17 íbúðir í smíðum, samtals
6390 rúmmetrar. Þar af voru 8
íbúðir fullgerðar á árinu, flestar
hinna fokheldar eða langt komn-
ar. Þá voru byggðir votheysturn"
ar á tólf býlum, þurrheyshlöður
og ýmsar stækkanir á átta býl-
um. Fjós voru byggð yfir þrjátíu
nautgripi og fjáirhús yfir 1010
kindur. Auk þess voru gerðar
safnþrær, haughús, áburðar-
geymslur og fleira þess háttar.
Auk þessara framkvæmda var
unnið að smíði félagsheimila á
þrem stöðum. Byggt var við fé-
lagsheimilin að Staðarfelli á Fells
strönd og Kirkjuhvoli í Saurbæ
og unnið að byggingu nýs félags-
heimilis í Búðardal. Standa vonir
til þess að fyrsta áfanga þess
verði lokið í sumar. Hér í Búðar-
dal hefur ennfremur verið unnið
að byggingu slökkvistöðvar, verk
stæðis og vörugeymslu Kaupfé-
lagsins og dýralæknisbústaðar.
— Eru hvergi stundaðar fisk-
veiðar í sýslunni.
— Nei, útgerð er engin, því að
fjörðurinn er grunnur og þar
lítið um fisk. Hinsvegar eru
hér á næstu grösum þrjár
prýðilegar laxár, Fáskrúð, Hauka
dalsá og Laxá í' Laxárdal. Og
selveiði hefur verið stunduð hér
út með firðinum.
— Er þá atvinna næg?
— Já, hér er nóg vinna og
meira en það — okkur vantar
fólk.
— Hvernig er samgöngum hátt
að og vegagerð?
— Bættar samgöngur eru
ásamt aukinni rafvæðingu helztu
áhugamál okkar hér í Dalasýslu.
Síðustu árin hefur verið gert tölu
vert til vegabóta í sýslunni, en
meira þarf til, ekki sízt með til-
liti til mjólkurstöðvarinnar. Þeg-
ar hún tekur til starfa verða dag-
legir mjólkurflutningar allan
ársins hring og þá er þörf góðra
vega. Þótt margt sé eftir að gera
í þessum efnum, þá er það mikill
munur, að verkefnin eru yfir-
leitt mjög viðráðanleg. — í sumar
stendur til að brúa tvær ár, Laxá
í Laxárdal og Tunguá í Miðdöl-
um. En takmark okkar er að fá
veg yfir Heydal og norður yfir
Laxárdalsheiði. Fengist það, vær-
um við komin í gott vegasam-
band við Norður-, Vestur- og
Suðurland og þess má jafnframt
vænta að þessir vegir yrðu opnir
sumar sem vetur.
Varðandi rafvæðingu sýslunn-
ar heldur sýslumaður áfram, þá
er markmiðið, að rafmagn dreif*
ist um héraðið allt. Viðhorfið er
nú þannig orðið, að ekki er leng-
ur viðunandi nema rafmagn kom
izt á hvert heimili. Aðstöðumun-
urinn er svo gífurlegur, að fólk
sættir sig ekki við annað. Þetta
er nú smátt og smátt að koma
hér, m. a. er fyrirhugað að vinna
í Miðdölum í sumar. Og þegar eru
komnar línur yfir í Saurbæ og
Hörðudal sem tengdar verða dísil
rafstöðinni hér í Búðardal. Þetta
tekur að sjálfsögðu sinn tíma, en
verður að gerast — og það held-
ur fyrr en seinna. ,
M. Bj.
Faðir okkar
ANTON V. PROPPÉ
Skipasundi 55,
andaðist í Landakotsspítala 24. þessa mánaðar.
Börnin.
STÓRCLÆSILEGUR
BAZAR OC KÁFFISALA
í K.R.-HEIMILINU við Kaplaskjólsveg í dag og hefst kl. 2 e.h.
Mikið úrval eigulegra muna: Barnapeysur, Kvenpeysur, Herrapeysur, Sokkar, Treflar, Húfur, Slæður,
Bindi, Bækur, Búsáhöld, Húsgögn o. magt. fl. — Á kaffisölunni eru t. d. allskonar rjómatertur, súkku-
laðitertur, smurt brauð og ótal margar aðara kræsingar.
VERIÐ VELKOMIN. HANDKNATTLEIKSDEILDIN.
x
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANN\
*
í rjóður, þar sem varð-
eldur brann. Umhverfis
eldinn lágu margir menn
sofandi undir teppum
sínum. Þar voru lika
nokkrir kofar. Hávaxinn
maður tók á móti okkur
og bauð okkur velkomna.
Ég þekkti að það var
faðir Harrys, Haraldur
Dublon.
Ég vaknaði seint morg.
uninn eftir, við það, að
Dick. sem búinn var að
klæða sig, laut ofan að
mér.
„Komdu þér á fætur,
svefnpurrka! Það er heil
eilífð síðan ég klæddi
mig.“
í fyrstunni mundi ég
ekki hvar ég var. Ég
deplaði augunum móti
sólinni, sem skein inn
um dyrnar á kofanum.
Allt í einu stóðu at-
burðir gærdagsins ljós-
lifandi fyrir mér. Við
höfðum flúið frá svart-
kuflungum og vorum nú
í hópi uppreisnarmanna
á Hampsted-heiðinni.
Dick settist hjá mér.
„Hér er gott að vera,
Pétur! Bara að ástandið
í Ondin væri betra. Hérna
gæti ég orðið hamingju-
samur.“
„Nokkuð fleira í frétt-
um?“ spurði ég.
„Hraðboði var að koma
rétt í þessu. Allt við
sama. Verra, ef nokkuð
er. Ég er hræddur um,
að öll von sé úti. Upp-
reisnin hefur verið bæld
niður. Svartkuflungar
voru betur skipulagðir
en nokkur gat búizt við.
Þeir hafa völdin í sínum
höndum á nýjan leik.“
„Hvernig fer nú, Dick?“
Hann yppti öxlum.
„Vonandi lumar Valtýr
á einhverju. Ég vona að
hernaðaráætlun hans sé
nógu snjöll. Ef við get-
um ekki tekið upp skæru
hernað úti í sveitinni,
verðum við brátt hraktir
úr þessum herbúðum.
Það er talað um að hörfa
til norðurs — en það er
vitanlega neyðarúrræðL
Þá hefðum við beðið al-
geran ósigur og yrðum
útlagar það sem eftir ér
ævinnar.
„Það lítur ekki út fyrir
að við komumst nokkurn
tíma heim aftur.“
„Við skulum ekki
hugsa um það núna,
Pétur. Útlitið er ekki
gott, en til hvers er að
vera með áhyggjur út af
því? Við getum gert gagn
hér. Þú veizt að bæklaði
drengurinn er hérna —
og systir hans líka, Wanda
það er nú stúlka, sem
vert er um að tala“.
Ég gaf Dick hornauga.
Þetta var meira en lítið
hrós frá honum.
„Hvað hefur þú verið
að gera?*‘
„Steikja kaninur*.
„Kanínur?"
Hann brosti. „Hún
skaut þær með boga og
örvum. Þú þarft ekki að
hlæja að því. Þetta voru
engin leikföng í höndum
hennar. Hún hitti þær
nákvæmlega af þrjátíu
skrefa færi. Hún minnti
mig á Hróa Hött.“ And-
lit Dicks ljómaði af að-
dáun.
Ég klæddi mig í flýti
og hraðaði mér út. Það
var fagur sumarmorgunn
í kyrrlátri sveit. Kjöt af
veiðidýrum var steikt á
teinum yfir opnum eldL
því verið var að undir-
búa morgunverð upp-
reisnarmannanna. Harry
kallaði til okkar frá kofa
hinum megin í rjóðrinu.
Hann sat þar við hlið-
ina á litlum karli í leður-
úlpu, sem var niðursokk-
inn í að brýna langt
spjót.
„Þetta er Sammi, bezti
veiðimaður föður míns.
Viljið þið koma á veiðar?
TELDU, hvað oft þú get-
hreyft handleggina upp
og niður á einni mánútu.
Ef þú kemst upp í 50
ertu áreiðanlega orðinn
töluvert þreyttur, og
samt nefur þú ekki einu
sinni komizt til jafns við
pelikanan, sem hefur
fæst vængjaslög allra
þeirra fugla, sem geta
flogið. Hann kemst að-
eins upp í 78 á mínútu.
Mávurinn, sem sýnist
fara sér hægt kemst samt
upp í 150 vængjaslög.
Rannsóknir hafa leitt í
ljós, að kólibrifuglinn
hreyfir vængina 3000 sinn
um á mínútu eða um
50 slög á sekúndu. Milli
hans og pelikanans er
meðal annarra fasaninn
með 540 vængjaslög, star-
inn 450 og Sólskrikjan
með 340 slög á mínútu.
Við þurfum á nýju kjöti
að halda“.
Ég leit á Dick. Augu
hans ljómuðu.
„Fáið ykkur eitthvað að
borða“, sagði Harry. „En
gætið þess að brenna
ykkur ekki á fingrunum.
Á eftir fer ég með ykkur
til birgðastöðvarinnar og
útvega ykkur einhver
vopn.“
Skömmu seinna bætt-
ist Wanda í hópinn. Hún
var klædd eins og strák-
ur, bar boga, sem var á
hæð við hana sjálfa og
örvamæli, fuilan af örv-
um.
„Skilurðu mig nú?“
sagði Dick og snerti boga
strenginn. „Hún leyfði
mér að reyna, en ég kann
ekki að skjóta af boga.
Mig skortir æfingu.“
„Hvað ætlið þið að
veiða?“ spurði ég.
„Hirti og vilLisvín“.
„En hvað nú, ef við
mætum tígrisdýri?"
„Wanda mun skjóta
það fyrir okkur, er það
ekki, Wanda?“
Stúlkan virtist ekki
skilja okkur. „Hann á við
hlébarða," sagði *Harry.
Sammi hætti að brýna og
leit af einum á annan.
„Hér eru engir hlábarð-
ar lengur, þeir eru allir
dauðir,“ sagði Wanda.
„Ef til vill eru þeir enn-
þá til á óbyggðum svæð-
um norður frá.“
„Valtýr hefur sagt mér
að á hans öld hafi verið
til stórir dýragarðar,**
sagði Harry. „Þá fengu
villt dýr ekki að fara
frjáls ferða sinna, hvert
sem þau vildu, eins og
nú.“
„Það er rétt,“ sagði
Dick. „En dýrin voru þá
yfirleitt hálftamin og
ekki hættuleg."
„Þau hafa sloppið út
meðan á stríðinu stóð og
síðan hefur þeim fjölgað.
Veiztu það, Harry, að
heimili mitt hefur verið
innan mílu vegar frá
þeim stað, sem við erum
á. Ég var vanur að leika
mér hérna, þegar ég var
lítill."
Framihald næst.
LESBÓK barnanna þakk-
ar öllum, sem tóku þátt
í verðlaunakeppninni,
sem hóíst í blaðinu á s.L
hausti.
Ekki hefur verið hægt
að birta nærri allt efni,
sem Lesbókinni hefur
borizt og verður því
margt að bíða næsta
hausts, þegar útkoma
blaðsins hefst að nýju.
Þar er m.a. efni,
sem sent hafa Sigríður
Hj.; Auður Ilugrún og
Sigríður; Unnsteinn B.;
Elínborg J.; Kristín E.;
Framhald á næstu síðu.