Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 28. maí 1963 JUwpmitliiHfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthífis Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. ' Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiO. Frakklandsforseti heimsœkir Crikkland AÐSTOÐIN VIÐ KOMMÚNISTA rjöldi Framsóknarmanna^ stendur agndofa gagn-' vart skrifum Tímans, eink- um um utanríkis- og land- helgismál. Þetta fólk, sem stutt hefur Framsóknarflokk- inn sem íslenzkan lýðræðis- flokk, þarf dag hvern að horfa upp á skrif, sem eru jafnvel ofsafengnari en málafylgja kommúnista. Sem betur fer eru margir Framsóknarmenn einlæglega andvígir stefnu og málatil- búnaði þeirra manna, sem nú ráða Framsóknarflokknum. Þessir menn kjósa ekki flokk- inn vegna þess að á málum hefur verið haldið eins og raun ber vitni að undanförnu. Spumingin er hins vegar um það, hvort þeir kjósi enn flokkinn þrátt fyrir þetta. Framsóknarleiðtogamir ætl uðu sér að nota samstöðu með kommúnistum til þess að koll varpa Viðreisnarstjórninni. Þegar þeir sáu, að það mundi ekki takast, réttlættu þeir áróður sinn með því, að þannig mundu þeir vinna fylgi frá kommúnistum. Þeir hófu kapphlaup við kommún- ista um óábyrgan málflutn- ing og héldu að þeir mundu verða sigurvegarar. Þetta var kommúnistum mjög kærkomið, enda hafa þeir farið mörgum fögrum orðum um núverandi stefnu Framsóknarflokksins. Komm- únistaflokkurinn er í sárum, bæði vegna þess, að fleiri og fleiri sjá, að þar er um að ræða erindreka erlends valds, sem ekki mundi hér fremur en annars staðar víla fyrir sér að svíkja þjóð sína í böðla hendur og eins af því, að þar ríkir heiftarlegasta hatur, sem um getur í einu stjómmála- flokki. Þar situr hver á svik- ráðum við annan og rógsiðj- an um flokksbræður er aðal- starf fjölda flokksmanna. Kommúnistar voru sjálfir famir að gera ráð fyrir al- gjöra hruni, en hefur nú tek- izt að hengsla saman leifum flokksins fram yfir kosningar og komið sér saman um að fresta uppgjöri, þar til að þeim afstöðnum. Þegar þeir hafa verið að stappa stálinu í liðsmennina hafa þeir sagt, að það væri ekki óþjóðhollara að vera kommúnisti en Fram- sóknarmaður. Það gætu menn séð með því að lesa blöð beggja aðila, því að Tím- inn gengi sízt skemmra en „Þjóðviljinn" í undirróðurs- iðju. RUFU EINANGR- UN KOMMÚN- ISiTA 'll'álflutningur Framsókn- •*■" arflokksins og sam- staða hans með kommúnist- úm hefur rofið einangrun kommúnistaflokksins hér á landi og þannig framlengt líf flokksins. Þetta gera lýðræð- issinnaðir Framsóknarmenn sér ljóst og þess vegna eru þeir að vomnn óánægðir með stefnuna. En hvaða leið er til þess að Framsóknarflokkurinn breyti um stefnu og taki á ný upp ábyrga pólitík. Til þess er að- eins sú leið, að flokkurinn tapi í kosningunum, sem fram undan era. Sú klíka, sem nú ræður ríkjum, mundi að sjálfsögðu styrkjast, ef flokkurinn ynni á. Þá mundu þessir menn segja: „Sjáið, við höfðum rétt fyrir okkur, við verðum að fylgja hinni óábyrgu stefnu“. Ef flokkurinn hins vegar tap- ar fylgi, mundu einlæg og á- byrg lýðræðisöfl verða ofan á að nýju. Þá mundi stefna flokksins breytast. Hann kynni þá að verða ábyrgur flokkur. Það er þetta, sem þeir Framsóknarmenn, sem ekki vilja til langframa vera í flokki, sem keppir við kommúnista um ábyrgðar- leysi, þurfa að hugleiða. ORVÆNTINGAR- FULLIR MENN A nnars eiga kommúnistar **■ og Framsóknarmenn það sammerkt, að þeir era farnir að örvænta um úrslit kosninganna. Það er líka að vonum, því að segja má, að ekki standi steinn yfir steini í áróðri þeirra. Áróðurinn hófu þeir eins og kunnugt er með hran- og móðuharðindasöng, töluðu um samdrátt, kreppu og hvað það nú allt saman hét. í þessu efni hafa þeir snúið svo ræki- lega við blaðinu, að þeir tóku í staðinn að tala um vinnu- þrælkun, vegna þess að at- vinna er svo mikil, að menn geta unnið jafnlengi og þeir æskja. Sannleikurinn er sá, að bæði kommúnistar og Fram- sóknarmenn eru feimnir, þeg- ar viðreisnin er nefnd, og er f SÍÐUSTU viku dvaldist de Gaulle Frakklandsforscti nokkra daga í Grikklandi í boðið de Gaulle persónulega, Stjórnin hafði að vísu ekki boðið de Gaulle persónulega, en hann ákvað að þekkjast nú boð, sem einum fyrirrennara hans, René Coty, barst fyrir sjö árum frá grísku stjórninni. Franska stjórnin gerði það að tillögu sinni við grísku stjórnina, að franski flotinn yrði fyrir Grikklandsströnd- um þegar de Gaulle kæmi til landsins og ennfremur, að de Gaulle ávarpaði grísku þjóð- ina á sama hátt og hann ávarp aði Vestur-Þjóðverja í Þýzka- landi sl. ár. Gríska stjórnin tók þessum tillögum fremur fálega og sú franska féll frá þeim. Þrátt fyrir þetta var Frakklandsforseta mjög vel fagnað í Grikklandi. Ráða- menn voru, engu að síður, mjög órólegir vegna þess að þeir óttuðust, að meðal þeirra, sem fögnuðu forsetanum á göt um úti kynnu að leynast OAS menn, sem vildu hann feigan. Mikið var því um varúðar- ráðstafanir. Á undan de Gaulle komu til Aþenu full- trúar frönsku leynilögregl- unnar. Rannsökuðu þeir m.a. hvort nokkrir hættulegir OAS menn væru búsettir í Grikk- landi eða væntanlegir þangað í tilefni heimsóknar de Gaulle. — Verkfræðingar gríska hers- ins leituðu að tímasprengjum á öllum hugsanlegum stöðum og þegar forsetinn kom var strangur lögregluvörður við göturnar, sem hann ók um í opinni bifreið ásamt Páli Grikkjakonungi. Á einum stað á leiðinni bað Frakklands forseti bílstjórann að nema staðar, steig út og heilsaði nærstöddum með handabandi. Lögregluverðirnir urðu skelf- ingu lostnir vegna fífldirsku forsetans, en ótti þeirra var ástæðulaus. Meðan de Gaulle dvaldist í Grikklandi ræddi hann við Pál konung og ríkisstjórn landsins, m.a. um Efnahags- bandalag Evrópu, Atlantshafs bandalagið og 400 milljón kr. (ísl.) lán, sem Frakkar hyggj- ast veita Grikkjum. De Gaulle hefur á prjónun- um áætlun um að ferðast víðá á næstunni. Innan skamms mun hann heimsækja Vestur- Þýzkaland, í október n. k. er ráðgert að hann fari til íran og síðar hyggst hann heim- sækja Japan, Suður-Ameríku og Norður- og Mið-Afríku. ! De Gaulle og Páll konungur aka um götur Aþenu. það að vonum. Þeir reyndu þess vegna að grípa til þess ráðs að hverfa að utanríkis- málum og stóðu þar saman eins og áður. En svo fór að þeir standa uppi eins og þvör ur, þar sem það hggur nú margsannað fyrir, að þeir vora ekki að vinna fyrir ís- lenzkan málstað, heldur bein- línis að reyna að stofna hon- um í voða. Vegna þessa, og margs fleira, gera nú bæði Framsóknar- menn og kommúnistar sér grein fyrir því, að vígstaða þeirra er orðin slæm, fólkið vill áframhaldandi viðreisn, og það vill ekki breytta utan- ríkisstefnu, sem gæti stofnað frelsi landsins í hættu. Það eru þess vegna örvænt- ingarfullir menn, sem heyja baráttuna í báðum stjórnar- andstöðuflokkunum. Þess vegna eru þeir teknir að ræða saman um möguleika á því að gera úrslitatilraun til að rétta við hag flokka sinna. Hefur helzt komið til tals að reyna að gera nýja svikasamninga. Kommúnistar mundu þá standa fyrir því að gera miklar kaupkröfur, t.d. norðan lands, og SÍS á að fallast á þær kröfur nokkr um dögum fyrir kosningar og síðan á að reyna að hleypa öllu í bál og brand. Fram að þessu hefur þeim „þjóðfylkingarmönnum“ þótt þetta of hættulegur leikur, Krúsjeff til Kúbu Moskvu, 24. maí. TASS-fréttastofan sovézka skýrði frá því í kvöid, að Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hafi þegið boð Fidels Castro, for- sætisráðherra Kúbu, um að koma þangað í opinbera heim / sókn. Ekki er tiigreint hve- J nær af hcimsókninni verður, I en það mun í fyrsta sinn, sem t Krúsjeff kemur til Kúbu. / en svo mikil getur örvænt- ingin orðið, að til hans verði gripið. Að minnsta kosti eru sendimenn úr báðum flokk- um komnir á stúfana. En við bíðum og sjáum hvað setur. Síðan er það þjóð- in, sem dæmir hinn 9. júní. 750 FLÓTTAMENN FRÁ KÚBU Havana, Kúbu, 24. maí — NTB/Reuter — Um það bil 750 kúbanskir flóttamenn voru um borð í bandaríska Rauða-Kross-skip inu „Morning Light“, er það lét úr höfn í Havana í gær. 300 FULLTRÚAR Malmö, 24. maí — NTB Dagana 1.—3. júní n.k. verður haldin í Malmö ráð- stefna æskulýðsfélaga sósíal- demokratískra stjórnmála- flokka á Norðurlöndum. Verða þátttakendur um það bil 300 talsins — frá íslandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Meðal ræðumanna á ráðstetfnunni verða Táge Erlander, forstætisráðherra Svíþjóðar, og Per Hækkerup, utanrikisráðharra Danmerkur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.