Morgunblaðið - 28.05.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 28.05.1963, Síða 2
2 MORClNBLAÐlb Þriðjudagur 28. maí 1963 V SR: GÍSLI BRYNJÓLFSSÖN: 6tt ER LANDSTÚLPI Lánsfé og vextir „EKKI trúi ég öðru en þeir lækki vextina", sagði Fram- sóknarbóndinn, þegar rætt var um -kosningaloforð stjórnar andstæðinga. Það er nú svo. Nú eru þjóðfylkingar- menn, framsókn og kommún- istar, hættir að tala um „at- vinnuleysi", „samdrátt fram- leiðslunnar“, „Móðuharðindi af mannavöldum". Þetta voru þó þeirra aðal-slagorð fyrst eftir stjórnarskiptin. Þetta sögðu þeir þá, að mundu verða óhjákvæmilegar afleiðingar viðreisnarráðstafananna. „Nú er hafinn annar óður“. Það væri synd að segja, að það væri söngur vorsins eða vonanna, sein kveðinn er i runni þeirra þjóðfylkingar- manna. Nú er sungið: Frysting sparifjár Vaxtaokur Lánsfj árhömlur Stórkapitalismi. Þetta eru allt efni í greinar út af fyrir sig. En það er þetta með vext- ina. Lítum dálítið nánar á það mál. Það er fjöldi bænda, sem nú stendur í dýrum, nauðsyn- legum framkvæmdum eftir að lánasjóðir landbúnaðarins hafa verið reistir úr rúst- um. Þeir sjá fram á það, að vaxtabyrðin er mikil hjá þeim sem mikið framkvæma. Þeir verða að sýna bæði dugnað og hagsýni, kapp og forsjá, til að komast yfir örðugan hjalla. — Það ætti þeim líka að takast, ef tekið er sanngjarnt tillit til vaxtagreiðslunnar við verð- lagningu landbúnaðarafurð • anna. Eins og áður hefur komið fram í þessum þáttum, hefur vaxtaliðurinn í verðgrundvell inum stórhækkað hin síðari ár. Til skýringar skulu nefnd- ar tvær tölur: Vextir árið 1957 kr. 8188,00 — — 1962 — 24.792,00 Þannig hefur sá liður, sem bóndanum er ætlaður til að mæta vaxtaútgjöldum hækkað um 16604,00 kr. eða rúmlega þrefaldast síðan í tíð vinstri stjómarinnar. Nú er ekki með þessu sagt, að vaxtaliðurinn sé áætlaður nógu hár til þess að bóndinn geti bæði staðið straum af skuldum sínum og fái greidda eðlilega vexti af eigin fé, sem hann hefur í búreksturinn lagt.--------En segjum svo, að vextir af lánum landbúnað- arins væm lækkaðir. Mundu þá ekki strax koma fram kröf- ur af hálfu neytendafulltrúa um lækkun á verðlagi, sem því svaraði? Ef ekki væri hægt að standa á móti þeim kröfum, mundu bændur hafa lítinn hag af vaxtalækkun. Fulltrúar bænda munu fram vegis, eins og hingað til, vinna að því að fá vaxtaliðinn í verð lagsgrundvellinum viður- kenndan eðlilega háan. Og á sama hátt þarf að tryggja nú í kosningunum 9. júní, að láns fjármálum landbúnaðarins verði stjórnað af framsýni og raunsæi, eins og gert hefur verið á þessum kjörtímabili. G. Br. Sólfaxi lenti á 83. gráðu í N-Grænlandi Norðar en nokkur önnur farþegaflugvél Frá Brönlundsfirði flaug Sól-< faxi til Station Nord og þaðan til Reykjavíkur. Áhöfn í þessari óvenjulegu ferð var auk flug- stjórans, Þorsteins E. Jónssonar, Haukur Hlíðberg, flugmaður; Frosti Bjarnason, flugleiðsögu- maður; Haraldur Stefánsson og Steindór Jónsson, vélamenn. Sauðburður Sólfaxi, flugvél Flugfélags ís- lands, flaug fyrir nokkrum dög- um til Brönlundsfjarðar á Norð- ur-Grænlandi með rannsóknar- leiðangur, og lenti á sjávarís á 83. gráðu norðlægrar breiddar. Er ekki vitað til að nokkur far- þegaflugvél hafi áður lent norð- ar. í fréttatilkynningu frá Flug- félaginu um þessa óvenjulegd flugferð segir: Enginn flugvöllur er í Brön- lundsfirði, sem er í Pearylandi, nyrzta hluta Grænlands. Kunnug ir töldu að hægt mundi að lenda við Kap Moltke, á botni upp- þornaðs stöðuvatns, en sá staður er um 12 km frá aðalstöð rann- sóknarleiðangurs, sem í sumar mun starfa norður þar undir for- ystu Eigil Knuth, greifa. Til að undirbúa komu flugvél- arinnar fóru þrír menn á hunda- sleðum frá Station Nord, og upp úr miðjum maí voru þeir komnir á staðinn og búnir að koma fyrir fjarskiptitækjum við aðalstöð leiðangursins, Brönlundshús, sem stendur við fjörðinn. Leiðangurs- menn áttu að merkja flugbraut við Kap Moltke og þar átti einn þeirra að vera með blys og hunda sleða er flugvélin lentL Ennfremur athuguðu þeir möguleika á því að Sólfaxi gæti lent á ísnum fyrir framan aðal- stöð leiðangursins. Sólfaxi flaug svo frá Reykjavík til Station Nord, þar sem bætt var við vör- um sem áttu að flytjast til Brön- lundsfjarðar. Flogið var inn Independent- fjörð og síðan inn í Brönlunds- fjörð og yfir hinn fyrirhugaða lendingarstað við Kap Moltke. Því næst yfir aðalstöðina, og að- stæður til lendingar á ísnum at- hugaðar. Var ákveðið að lenda á ísnum, sem þarna var spegil- sléttur á stóru svæðL Sagðist flugstjórinn, Þorsteinn E. Jóns- son, ekki fyrr hafa lent á svo sléttum „flugvelli“. Sparaði leiðangrinum viku flutninga Flugvélin ók síðan eftir hjarn- inu upp að Brönlundshúsi, þar sem hún var afhlaðin, en auk Eigil Knuth, greifa, og fjögurra manna hans, flutti Sólfaxi næst- um fimm lestir af vistum og út- búnaði. Ef lent hefði verið við Kap Moltke, hefðu leiðangursmenn orðið að flytja varninginn norð- ur í Brönlundshús á hundasleð- um, en þeir flutningar hefðu tek- ið viku, að sögn Eigil Knudh, greifa. Grenivík, 18. maí. LEIÐINDATIÐ hefur verið hér að undanförnu og hríð öðru hvoru. Grátt er á niður að sjó. Kuldarnir hafa valdið bænd- um miklum erfiðleikum, þar sem þeir hafa orðið að hafa fé inni. Sauðburður er hafin og fer fram innanhúss. Af þessum ástæðum er farið mjög að minka um hey hjá bændum. Gæftir hafa verið litlar og veiðarnar farið eftir því* Heytíu BysíeíiWj heldutiu at<jotti£ verii líka íkammtai þtyar f>ú ett oriínn ráíhena / (fú^- c Skyndihappdrætti S jálfstæðisflokksins BÍLAR MOGIJLEIKAR ASTÆÐIJR til þess að kaupa miða • Dráttur fer fram eftir iáeina daga. Allir vilja eignast nýjan bíl. > Til etlingar Sjálfstæðisflokknum. '• • • • •• • ••••• •••*•• • I' Til þess að gera sigur hans í kosningunum sem •••••*#• • glæsilegastan. <*•*•*•*•*•* :•*•* • Efling Sjálfstæðisflokksins er efling þjóðarhags. S/epp/ð ekki tœkifœrinu — kaupið miða strax í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.