Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. júní 1963 MORCUNBLAÐIB 3 r: Hagur þjdðarinnar hefur sfórbatnað Ný tollskrá og tollalækkanir Haldið var áfram á þessari sömu braut, sem mörkuð var í nóvember 1961, í hinni nýju tollskrá, sem samþykkt var á síðasta þingi. Eitt megin- atriði hinnar nýju tollskrár var að gera hana einfalda og óbrotna og í stað þess ara- grúa af gjöldum, sem í gildi hafa verið og oft eru reiknuð af mismunandi grunni, kemur nú einn verðtollur reiknaður af einum og sama grunni. Þó er reiknaður vörumagnstollur af fáeinum vörutegundum. Óþolandi ósamræmi var orðið á aðflutningsgjöldum af sams konar eða svipuðum vörum, sem skapazt hafði og aukizt smám saman, stundum vitandi vits til að mismuna atvinnuvegum eða jafnvel formum atvinnugreina og at- vinnurekstrar og stundum af vangá, þar sem of skammur tími hafði unnizt þeim til und irbúnings. Þannig voru tU dæmis gjöld af sams konar varahlutum ýmist 21%, 34% eða 77%, eftir því hvort setja átti þá í bát, dráttarvél eða bíl. Það var því annað meg- inatriði við endurskoðun toll- skrárinnar að samræma toll- ana og þótt stórmikið hafi áunnizt í því efni, verður þó í sumum tilvikum að taka skrefið í fleiri áföngum en einum, þar sem ella yrðu stökkin of tilfinnanleg. Er um flokkun og niðurröðun í hinni nýju tollskrá fylgt hinni al- þjóðlegu tollskrárfyrirmynd, Briissel-skránni svonefndu. í þriðja lagi voru tollar lækkaðir eftir föngum. Of- tollun vara var hætt og er hæsti tollurinn ákveðinn 125%, en 35% tollur er algeng astur. Alls nema tollalækk- anirnar samkvæmt tollskránni um 100 millj. kr. Mestu vegaframkvæmdir í sögu landsins Framkvæmdir í vegamálum hafa verið meiri í tíð Við- reisnarstjórnarinnar en nokk- urrar annarrar ríkisstjórnar hér á landi. Á árunum 1960— 62 hafa nýframkvæmdir í vegamálum numið samtals 228 millj. kr. miðað við verð- lag í árslok 1962, en langmest- ar verða framkvæmdirnar þó é þessu ári, en þá mun fjár- festing í vegum og brúm nema um 140 millj. kr., þannig að alls munu vegafram- kvæmdir nema 368 millj. kr. á viðreisnartímabilinu. Hve stórkostlegt átak um er að ræða í þessum efnum verður bezt ljóst, þegar þess er gætt, að allt vinstri stjórnar tíma- bilið námu vegaframkvæmd- ir alls 212 millj. kr. miðað við sama verðlag. Framlög til vegaviðhalds hafa aukizt að sama skapi á viðreisnartímabilinu, og mun á þessu ári einu varið 63 millj. kr. til viðhalds vega. Of langt mál yrði að gera tæmandi grein fyrir hinum gífurlegu vegaframkvæmd- um, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og fyrir hugaðar eru á þessu ári. — Stærstu verkefnin, sem ráð- gerð eru á þessu ári í vega- framkvæmdum, eru lagning Reykjanesbrautar, Ennisvegar á Snæfellsnesi og Strákavegar við Siglufjörð. Er kostnaður við þessar framkvæmdir á- ætlaður um 80 millj. kr. á ár- inu. — Stórbætt staða landsins út á Þegar Viðreisnin hófst hafði gjaldeýrisstaðan versn- að um 285 millj. kr. í frjáls- um gjaldeyri eða um 300 millj. samtals. Hafði hin þunga greiðslubyrði vegna vaxta og afborgana af erlend- um lánum ásamt hinni slæmu gjaldeyrisstöðu skapað mjög við alvarlegt ástand í efnahags- málum þjóðarinnar, svo að við borð lá, að landið gæti ekki staðið við umsamdar skuld- bindingar sínar erlendis. Eða m.ö.o. kæmist í greiðsluþrot. Það var því eðlilegt, að Við- reisnarstjórnin skyldi leggja höfuðáherzlu á að styrkja stöðu landsins út á við. Hefur henni orðið vel ágengt, svo að á árunum 1960—1962 batn- aði gjaldeyrisstaða bankanna um tæpar 1300 millj. kr. Gjald eyrisforðinn var í árslok 1962 1150 millj. kr. eða um þriðj- ungur árlegs vöruinnflutn- ings. Með þessu hefur náðst mikilvægur áfangi á þeirri braut að tryggja fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar og skapa skilyrði til frjálsra gjaldeyr- isviðskipta, sem er grundvöll- ur heilbrigðrar efnahagsstarf- semi. Þennan árangur Viðreisnar- innar sannar betur en aUt ann að hið breytta viðhorf erlend is gagnvart íslenzkum fjár- Eitt af höfuðskilyrðum þess, að unnt sé að halda jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, er að sjálfsögðu, að ríkissjóður sé rekinn án greiðsluhalla. Enda var greiðsluafgangur hjá ríkissjórninni mikilvægur hlekkur í Viðreisninni, hlekk Með gerð hinnar stórhuga þjóðhags- og framkvæmdaá- ætlunar Viðreisnarstjórnar- innar fyrir árin 1963—66 hef- ur verið lagður grundvöllur að auknum og skipulegri framkvæmdum og efnahags- legri uppbyggingu hér á landi. Enn er framkvæmdaáætlun in þó ekki sundurliðuð nema fyrir árið 1963, en af henni er ljóst, að á þessu ári munu framkvæmdir verða meiri hér á landi en nokkru sinni fyrr. Er gert ráð fyrir, að fjárfest- ing verði á árinu samtals 3220 millj. kr., og er hér um að ræða mikla hækkun frá sl. ári, en þá er talið, að fjárfest- ingin hafi numið 2711 millj. kr. Hækkun verður á öllum aðalgreinum fjárfestingar, í atvinnuvegum, íbúðarhúsum og mannvirkjum og bygging- um hins opinbera. helmingur stafar þó eingöngu af aukn- málum. Alþj óðabankinn, sem hafði verið okkur lokaður um 8 ár, hefur nú opnað dyr sín- ar að nýju og þegar lánað til langs tíma 86 millj. kr. til hitaveituframkvæmda. Þá fékkst 240 millj. kr. fram- kvæmdalán til 26 ára á hinum frjálsa peningamarkaði í London og verður það á þessu og næsta ári aflgjafi mikil- vægra framkvæmda víðs veg ar um landið. Slík lán er okkur íslendingum nauðsyn- legt að fá til margháttaðra framkvæmda, en til þess að þau fáist, verður að varðveita lánstraustið, efnahags- og fjármálagrundvöllinn. ur, sem ekki mátti bresta. Á árunum 1950—1958 varð halli hjá ríkissjóði annað hvert ár. M.a. var greiðsluhalli eina heila árið, sem vinstri stjórn- in sat. Síðan hefur orðið greiðsluafgangur öll árin, 1959, 1960, 1961 og 1962. ingu á innflutningi fiskiskipa. Gert er ráð fyrir, að fjár- festing í atvinnuvegunum verði 1565 millj. kr. á árinu. Hafa fjárfestingar höfuðat- vinnuveganna, sjávarútvegs, landbúnáðar og iðnaðar, verið stórefldir, og munu lánveit- ingar þeirra nema hærri upp- hæðum á þessu ári en áður hefur þekkzt. Fjárfesting í íbúðarhúsum er áætluð 675 millj. kr. á ár- inu, en það svarar til bygg- ingar 1270 íbúða. Gert er ráð fyrir, að fjárfesting í íbúðar- húsum vaxi síðan á árunum 1964—66 upp í 800 millj. kr. á ári, en það svarar til bygg- ingar 1500 íbúða á ári. Til þess að stuðla að þessum miklu húsabyggingum hafa lánveitingar til íbúðabygg- inga verið stórauknar. Gert er ráð fyrir, að fjár- festing í mannvirkjum og byggingum hins opinbera verði 980 millj. kr. á þessu ári, sem er tæplega 200 millj. *kr. meira en á sl. ári. Verður aukningin á flestum sviðum þessa flokks, en mest í raf- virkjunum og rafveitum, veg- um, höfnum og skólum. Fjár- festing í raforkumálum er á- ætluð 185 milj. kr., í vegum og brúm 140 millj. kr., í höfn- um 110 millj. kr., í skólum og íþróttamannvirkjum 145 millj. kr. og ýmsum öðrum fram- kvæmdum 20 millj. kr. Til þess að tryggja fram- gang framkvæmdaáætlunar- innar hefur Viðreisnarstjórnin beitt sér fyrir töku 472 millj. kr. framkvæmdaláns. Innifal- ið í þeirri upphæð er enska skuldabréfalánið, sem tekið var í vetur, að upphæð 230 millj. kr., og PL 480 lán, sem nemur 55 millj. kr. Það, sem á vantar verður tekið að láni hér innanlands, bæði frá at- vinnuleysistryggingasjóði, líf- eyrissjóðum, bankakerfinu og tryggingafélögum. Góð afkoma ríkissjóðs framkvæmdaáætlun Bætur almannatrygginga hærri en nokkru sinni Svo sem áður hefur verið vikið að var stórkostleg hækk un almannatrygginganna einn liðurinn í viðreisnarráðstöfun um 1960 og með því dregið úr þeim áhrifuan, seim gengis- breytingin elia. hefði haft á Mfskjörin. Hafa almanna- tryggmgarnar síðan enn verið endurbættiar og auknar. Breytingin á almannatrygg- ingunum 1960 var aðallega fólgin í eftirfarandi: 1. Fjölskyldubætur skyldu greiðast með 1. og 2. barni í fjölskyldu og vera jafn háar fyrir hvert barn eða kr. 2600 á ári. 2. Elli- og örorkuiífeyrir til hjó.na á 1. verðlagssvæði hækkaði um 62,8% eða úr kr. 15.927.26 á ári í kr. 25.920. EinistafclingsMifeyrir hækkaði um 44% á 1. verðlagssvæði eða úr kr. 9.954.54 á ári í kr. 14.400. Samisvanandi hæikkun varð á 2. verðlagssvæði. 3. Mæðralaun skyidu greið ast einsitæðum mæðrum, þótt þær hefðu aðeins eitt barn á framfæri, en áður voru full mæðralaun ekki. greidd fyrr en börnin voru fjögur eða fleiri.. 4. Barnalífeyrir var hækk- aður um ca. 43%. 5. Fæðingasityrkur hækk- aði um ca. 25%. 6. Ekkjubætur við dauðs- falll maka og slysa.bætur hækkuðu verulega. Síðan lög þessi tóku gildi, haifa veigamifclar breytingar verið gerðar á almannaitrygg- ingalöggjöfinni. 1960 var að fullu afnumið ákvæði trygg- ingarLaga um skerðingu elli- iífeyris vegna annarra tekna líífeyri/sþega og auk þess hlið- stæð ákvæði vegna örorkulíf- eyris. 1. júlí 1961 hækkuðu allar bæbur trygginganna til sam- ræniis við almennar launa- hækkanir um 13,8% og um 4% frá 1. júní 1962. Þá hækk- aði elili- oz örorkuliieyrir auk þess um 7%. Frá síðustu áramótum var skipting landisins i verðlags- svæði felld niður, enda orðin óraunhæí, ag allar bætur al- mannatryggi'nganna hinar sömu hvarvetna á landinu. Loks var ný heiidarlöggjöf um áLmannatryggingar sam- þykfct á síðasta Alþingi. Fel- ur hún í sér stórfiækkaðar fj ölsfc-y Ldubætur, fæðingar- styrki, mæðralaun, ekkjulif- eyri, dagpeninga eftir slys, nánarbætur efltir þá, sem far- ast af slysförum, sjúkradag- bætur o. ffl. Mtin sú löggjöf taka gildi um næstu áramót. Það yrði of langit mál að rekja í einstökum atriðum, hvemig bætur almannatrygg- inganna hafa hækkað. En tiiL þess að getfa mönnum nokkra hugmynd um það, skal rakið hver útgjöld trygginganna til Mfeyristrygginga hefur verið á árunum 1959—1962: 1959 178,4 milllj. kr. 1960 324,9 miMj. kr. 1961 431,8 millj. kr. 1962 500,6 miilj. kr. Á fjárlögum yfirstandandi áris eru útgjöLdin áætiluð 561,4 millj. kr. Loks er svo áætlað, að tryggingarnar hækki enn um 54,1 millj. kr. vegna þeirra breytinga, sem gildi taka um næstu áramót og áður er vik- ið að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.