Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 7
TUORGUNBLAÐIÐ Þjóðin hefur verið leyst úr álögum vinstri stefnunnar Mtkilvægar umbætur Hækkuð lán til íbúðabygginga Með lögum nr. 56/1962 um liúsnæðLsmálastjóm o. fl. var ihámark lána haekkað úr 100 þús. kr. 1 150 þús. kr. á hverja íbúð og til samræmis við það var Landsbankanum heimilað að gefa út bankavaxtabréf allt að 150 millj. kr. á ári í stað 100 m-illj. Loks var á- kvæði laga um framlag ríkis- sjóðs til heilsuspillandi ífoúða breytt á þann veg, að ríkis- ejóður skyldi leggja fram jafnháa upphæð og sveitarfé- lögin í þessu skyni, en áður var framilag hans bundið víð 4 millj. kr. á ári. Jafnframt var samþykkt ný heildarlög- gjöf um verkamannabúsitaði, þar sem tekjur byggingar- sjóðs verkamanna voru aukn- ar, tekjuíhámark þeirra, sem lána geta notið úr sjóðnum hækkað úr 50 þús. kr. í 65 þús. kr. og eignahámarkið úr 75 þús. í 150 þús. Lánsupphæð til hverrar íbúðar var ákveð- in 300 þús. kr., en hafði áður verið í framikvæmd 140—160 þús. kr. Á síðasta þingi var svo loks sett löggjöf um Byggingar- sjóð aldraðs fólks, sem hefur að markmiði að stuðla með lánveitingum að því, að byggðar verði íbúðir fyrir aldrað fólk. Þýðingarmikil breyting fremleiðsluráðslaganna í árslok 1959 var samþykkt ný heildarlöggjöf um fram- leiðsluráð landbúnaðarins. — Fól hún m.a. í sér þau þýð- ingarmiklu ákvæði, að nú er heimilað að breyta afurða- verði til framleiðenda og þar með söluverði landbúnaðar- vara ársfjórðungslega. Jafn- framt var tryggð greiðsla á þeim halla, sem bændur kunna að verða fyrir af út- flutningi landbúnaðarvara. Þessu ákvæði laganna er það að þakka, sem bændur kunna að verða fyrir af útflutningi landbúnaðarvara. Þessu á- kvæði laganna er það að þakka, að bændur hafa nú um tveggja ára skeið fengið afurðaverðið greitt að fullu að heita má. (Ath. Hygg það eé rétt. Veit það ekki gjörla). Með lögum nr. 49/1960 var þeim bændum, sem hafa örð- ugan fjárhag, gefinn kostur á sama styrk til íbúðarhúsa- bygginga og nýbýlastofnend- um. 1961 var byggingastyrkur til íbúðahúsa í sveitum hækk- aður úr 25 þús. kr. í 40 þús. kr. og á þessu ári í 50 þús. kr. Jafnframt var jarðræktar- 6tyrkur hækkaður til þeirra býla, sem minna tún hafa en 15 ha, með sama hætti og áð- ur gilti um 10 ha túnstærð. Við umræður um málið á Al- þingi lýsti landbúnaðarráð- herra því yfir, að áður en langt um liði væri sjálfsagt að hækka markið enn í 20—25 ha. Loks var lögfest, að jarð- ræktarstyrkur skyldi veittur til endurræktunar á kal- skemmdum. Því má bæta hér við, að jarðræktarlögin hafa verið í endurskoðun og verða að öUum líkindum lögð fyrir Alþingi þegar næsta haust. Heildarlöggjöf hefur verið sett um ábúð jarða og ný lög um búnaðarskóla, sem sniðin eru eftir breyttum búnaðar- háttum og aukin áherzla lögð á kennslu í meðferð véla. Þá hafa fjárveitingar til skól- anna verið stórauknar. Lög hafa verið sett um holdanauta rækt. Kiakstöð fyrir lax og silungseldi hefur verið komið upp í Kollafirði o. fl. Margvísleg löggjöf hetfur verið sett um skólamád á þessu kjörtímabili. Er þess skemmst að minnast, að föst- um töikum hefur verið tetkið á húsnæðisvandaræðum Mennta skólans í Reykjavík. Mun lít- il'l menn'taskódi í framtíðinni verða rekinn í gamla skóla- húsinu í Lækjargötu og nauð- synlegum sérkennslusbofum komið upp, en að því er stetfnt, að frá þeim verði gengið í haiust, er kennsla hefst. Þá er og unnið að undirbúningi nýs menntaskóla í Hlíðunum. Ný heiLdarlöggjöf hefur _ verið_ sebt um Kennaraskóla fslands, isem ma.. fel-ur í sér, að skód- anuim sé heimilt að brautskré sbúdenta. Fer vel á því, þegar skólinn nú flytur í hin nýju og gilæsilegu húsakynni, að verkefni hans sé fært út á þennan veg. Jafnframt fedur hin nýja löggjöf í sér ýmsar breytingar aðrar, sem ættu að örva aðsókn að skólanuim og veita kennurum staðbetr' þekkingu. Eins og kunnugt er hefur tekizt samvinna við tækni- skóla í Noregi og í Danmörku um, að undirbúningsdeildin hér gefi réttindi til að setjast í tækniskóla þar í landi. Jafn- framt því sem stefnt hefur verið að því að auka þessa samvinnu voru á s.ðasta Al- þingi sett lög um Tækniskóla íslands, þar sem heimilað er að startfrækja slíkan skóia i Reykjavík. Jafníramt er heim- ilað að startfrækja undirbún- ingsdeildir við skólann, bæði í Reykjavík og á Akureyri og að því stefnt, að á Akureyri rísi sjáltfstæður tækniskóli. Óþarfi er að fjölyrða um, hver nauðsyn er hér á lauidi á sF'kum skóla, ekki sízt í fisk- iðnaðinum, en menntamála- ráðherra hetfur lýst því yfir á Al'þingi, að hann muni beita áhrifum sínum til þess, að sú deild verði látin sitja fyrir. Þá var samþykikt á s'ðasta Alþingi frumvarp utn fjár- hagsiegan stuðning við tón- liistarskóla ,þar scsna gerð er grein fyrir, hvaða skilyrðum tónliistarskólar þurfi að full- nægja til að fá fullan styrk úr ríkissjóði og nánar greint, hvemig slíkum styrkveiting- um skuli háttað. Prófessorum við Háskólann hefur verið fjöLgað og happ- dræbti háiskólans stóraukið. Fyl'lri löggjöf var sett um Heyrnleysingjaskóla o. ffl., sem otf langt yrði upp að telja. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lengst af hefur verið miikil þörf nýrra skóla- húsa víðs vegar um landið. Það var þvi sízt að ófyrir- synju að núverandi rikisstjórn haekkaði framlög tí.1 nýbygg- ingar skóla mjög veruiiega eins og glöggt sést af því, að framilög tíl nýframkvæmda jukust úr 19.828 millj. kr. 1958 í 66.823 millj. kr. 1963 eða um 119,1%. En samtaís miun fjárfeisting í skólum nema u.þ.b. 137 xnffllj. kr. á þessu ári. .............. j . 1 1 í li \ Ákæruvaldið í hendur saksóknara Aflatryggingarsjóður sjávarútvegsins Vegna hinna miklu erfið- leika togaraútgerðarinnar vegna langvarandi atflabrests lét rikisstjórnin á árinu 1960 gera athugun á tapreksfcri togaranna. Leiddi sú athugun í Ijós, að afkoma togaraút- gerðarinnar var svo bágbor- in, að þess var ekiki að vænta, að hún kærnist atf hjálpar- laust. Af þessari ástæðu var m.a. breytt lögum um hluta- tryggingarsjóð bábaútvegsins og togurunium gert kieift að njóta góðs af starfsemi hans og lagði ríkið fram ti>l stofn- unar togaradeildar 37,5 millj. kr. Stjórn sjóðsins var heim- ilað að getfa út skuldabréf alit að 30 millj. kr. er skyldu not- uð tíl aðstoðar togurunum vegna aflabrestis á árinu 1960. Til saimræmis var nafni sjóðs- ins breyfct í afiatryggingar- sjóð sjávarúbvegsins og tekj- ur hans auknar. Deildum hans var fjölgað úr tveim í fjórar og loks var lögunum breytt í samræmi við þá reynslu, setn hlotizt hetfur siðan sjóðurmn tók til starfa, og m.a. stefnt að því að veita sjóðnum auikna vernd gegn misnotkun. Árið 1961 var kveðið á með breytingu á lögum um með- ferð opinberra mála, að stofn að skyldi embættí saksókn- ara ríkisins, er skipaður yrði af forseta Islands og fer hann með ákæruvaldið í stað dóms- málaráðherra áður. Hafði lengi verið leitazt við að treysta réttaröryggi með þess um hætti en það ekki náð Gagnger endurskoðun fangelsismála fyrr fram að ganga. Sakadómurum í Reykjavík var fjölgað upp í 3—5 og skal einn þeirra vera yfirsaka dómari; borgardómurum og borgarfógetum fjölgað í 5—7, þar af einn yfirborgardóm- ari og einn yfirborgarfógetí. Almanna- varnir Með lögum nr. 18/1961 um rikisfangelsi og vinnuhæli var stefnt að því að koma fang- elsismálum landsins að húsa- kosti til í nútímahorf. í Reykjavík eða nágrenni henn ar á að stofna ríkisfangelsi, er rúmar 100 fanga. Vinntihæli ríkisins skal vera áfram að Litla-Hrauni, en 31 klefa bætt við, svo að það rúmi alls 60 fanga. Loks skal stofn- að unglingafangelsi í sveit fyr- ir 25 fanga, þar sem fullnægt skal refsidómum þeirra, sem við dómsuppsögn hafa eigi náð 25 ára aldri. Til þess að safna fé til að hrinda þessum málum í framkvæmd var 1 milljón kr. fjárveiting tekin inn í fjárlög áranna 1961 og 1962 til byggingar rikisfang- elsa og vinnuhæla. í fjárlög- um yfirstandandi árs var þessi fjárveiting tvöfölduð. Sam- tímis þessum lögum voru sett lög um héraðsfangelsi, þ.e. þau fangelsi, er ríki og sveit- arfélög byggja og reka í sam- einingu. Er með reglum þeirra reynt að leysa úr þeim vanda, sem oftast verður á vegi, þeg- ar þessir tveir aðilar eiga að vinna saman að byggingar- framkvæmdum. Ný lög voru sett um Hæsta- rétt íslands. Var við samn- ingu þeirra höfð hliðsjón af fenginni reynslu við meðferð mála fyrir hæstarétti og er- lendri löggjöf. Þá var einnig sett ljöggjöf um almannavarnir á síðasta þingi, en s.l. vor hafði Alþingi látdð í ljós þann vilja sinn, að þá þegar yrði hafizt handa um undirbúning að fram- kvæmd ráðstafana i þessu skyni. Frumkvæði og forysta um almannavarnir er í hönd- um ríkisstjórnarinnar og skip- ar ráðherra forstöðumann al- mannavarna í öllu landinu. Hlutverk þeirra er að forða frá manntjóni og eigna, sem af hernaði og árás kynnu að leiða, að bæta tjon af sömu sökum, líkna og hjúkra þeim, sem eiga um sárt að banda. Stefna m.ö.o. að því að bjarga mannslífum. KJ*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.