Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 14
14
morcutsblaðið
Miðviku-dagur 5. júní 1963
Stóridóm ur Krúsjeffs
í menninrjarmálum
eftir Wolfgang Leonhard t
HERFERÐ sovézku flokks-
vélarinnar gegn endumýjun
bókmennta og lista í Sovét-
ríkjunum hefur ekki aðeins
færzt talsvert í aukana síð-
ustu vikumar, heldur hefur
hún einnig náð til nýrra sviða
og manna.
Fáir geta nú efast um, að
þessi herferð er vandlega
skipulögð. Hugsjónafræði-
nefnd miðstjórnarinnar undir
forystu Leoníd Iljíkof hefur
gegnt þýðingarmiklu hlut-
verki í henni og Iljíkof sjálfur
gaf rásmerkið til yfirstand-
andi trúvillingaveiða í ræðu
sinni í lok 1962.
Svo var það fyrst í byrjun
marz 1963, að flokksforingjar
héldu fund með rithöfundum
og listamönnum, þar sem
Krúsjeff flutti ræðu sem
„markaði stefnuna". Síðan
komu aðgerðirnar hver á fæt-
ur annarri: Fundur rithöfunda
í Moskvu um miðjan marz, ráð
stefna sovézkra graflistar-
manna í miðjum apríl og
nokkrum dögum síðar þing
sovézkra kvikmyndagerðar-
manna.
„Friðsamleg sambúð“
fordæmd
Jafnhliða þessu hafa fundir
ýmissa listaspámanna í menn
ingarmiðstöðvum Sovétríkj-
anna komið í snyrtilegri röð
af færibandinu. Allsherjar-
þing ungra sovézkra rithöf-
unda var haldið 8. maí, og há
tindurinn verður, þegar hald-
inn verður fundur miðstjórn
arinnar um „hina hugsjóna-
legu köllun flokksins". Helzta
málefnið verður menningar-
málastefna Sovétríkjanna. —
Leoníd Iljíkof mun flytja mið
stjórninni skýrslu.
Á síðustu vikum hafa tugir
rithöfunda, skálda, málara,
myndhöggvara og kvikmynda
gerðarmanna orðið fyrir gagn
rýni og árásum, sumir hafa
jafnvel verið níddir niður, en
þrír rithöfundar hafa orðið
fyrir mestu aðkasti. I»eir eru:
IIja Ehrenburg, Viktor Nekra-
ssof og Évgení Évtúsénkó.
Krúsjeff hafði þegar I ræðu
sinni hinn 8. marz áminnt Ilja
Ehrenbúrg, sem nú er orðinn
72 ára, harðlega.
Síðan hefur hið áhrifamikla
flokksblað „Kommunist" fylgt
árásinni eftir í forystugrein,
er nefnist: „Hinn mikli heið
ur að þjóna alþýðunni". Að
áliti „Kommunist" gaf skáld-
saga Ehrenbúrgs, „Þíðan“,
sem gefin var út 1954, ranga
mynd af erfiðleikunum á að
sigrast á dýrkuninni á per-
sónu Stalíns. Endurminningar
Ehrenbúrgs (Fólkið, ævin, ár
in.), eru líka léttvægar fundn
ar, vegna þess, að þær lýsa
Októberbyltingunni og Sósíal
ísku viðreisninni af sjónarhóli
áhorfandans, vegna þess að
Ehrenbúrg lýsir hinum fjör-
ugu deilum listamanna í Rúss
landi milli 1920 og 1930 með
augljósri samúð, og vegna
þess, að enn þann dag í dag
er hann bersýnilega reiðubú-
inn að leyfa tilvist annarra
listastefna en „sóaíalrealis-
mans“. Hinsvegar afneitar og
fordæmir „Kommunist" frið-
samlegri sambúð mismunandi
listastefna af mikilli hörku
(og notar til þess rangtúlkaðar
tilvitnanir í rit Leníns).
Ritskoðun á endurminning-
unum
Þrátt fyrir alít þetta birtist
áframhald endurminninganna
í síðasta hefti bókmenntatíma
ritsins „Novy Mir“. „Novy
Mir“ kom þó tveim vikum
of seint út, og endurminning
ar Ehrenbúrgs voru aðeins 23
síður, í stað 40—50 áður, sem
ber ótvíræðan vott um, að þær
hafi orðið að ganga gegnum
ritskoðun. Ehrenbúrg lýsir
þar lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar, en þá var hann I
Austur-Prússlandi, þeim áhrif
um, sem köld, ópersónuleg
ræða Stalíns við endalok stríðs
ins hafði á hann, og bitur-
leika sínum, þegar tekið var á
móti rússneskum stríðsföng-
um eins og föðurlandssvikur
um við heimkomuna, og þeir
sendir í fangabúðir. Allt mun
þetta hafa sömu áhrif á rúss-
neska lesendur og fyrri kafl-
arnir hafa haft hingað til.
Hins vegar mun mörgum
þykja miður, að fá endur-
minningar Ehrenbúrgs í
styttri útgáfu. Ekki er heldur
líklegt, að allsherjar endur-
skoðun Ehrenbúrgs á stalín-
ismanum, sem brátt á að koma
út, komi fyrir almenningssjón
ir í þeirri mynd, sem höfund
urinn hafði gert ráð fyrir í
upphafi.
Sá næsti, sem er í sviðsljós-
inu er Viktor Nekrassof. —
Nekrassof er rússneskur rit-
höfundur, sem býr I Úkra-
ínu. Hann fékk Stalín-verð-
launin fyrir fyrstu skáldsögu
sína, „í skotgröfunum við
Stalíngrad“ sem kom út 1947.
En hann hefur fengið harðar
ávítur hvað eftir annað fyrir
síðustu bækur sínar, „Kyra
Gorgievna" (1961), og hina at-
hyglisverðu ferðapistla,
„Heima og erlendis", sem
komu út síðla hausts 1962.
Nekrassof hefur hingað til
fylgt fordæmi Ehrenbúrgs, og
neitað að birta þá sjálfsgagn-
rýni, sem flokkurinn krefst af
honum. Á síðasta fundi úkra-
ínskra listamanna tók ekki
minni maður en Nikolaí Pod-
gorní, meðlimur úkraínska
kommúnistaflokksins, hann í
gegn:
„Þú hefur lýst yfir því, að í
framtíðinni ætlir þú aðeins að
rita um sannleikann, hinn
mikla og eina sannleika . . .
Hvaða sannleika predikar þú
x dag, félagi Nekrassof? Af-
staða þín og þær skoðanir, sem
þú boðar, lykta af smáborgara
legri stjórnleysisstefnu. Flokk
i inn okkar og þjóð okkar
Keta ekki þolað slíkt. Þú verð
ur að hugsa þig alvarlega um,
félagi Nekrassof".
Herferð gegn Évtúsénkó
Herferð flokksins gegn
Évtúsénkó sýnir einnig, að
hin íhaldssamari öfl í flokkn
um hafa mætt meiri andstöðu
en gert hafði verið ráð fyrir.
Þegar Évtúsénkó hafði neit
að að flytja sjálfsgagnrýni á
rithöfundaþinginu í Moskvu,
eins og flokkurinn hafði fyrir
skipað, heldur látið sér nægja
óljósar yfirlýsingar, sem
flokksvélin lét sér ekki nægja,
var hert á herferðinni gegn
honum. „Komsomolskaja
Pravda“, aðalmálgagn æsku-
lýðsdeiidar flokksins, var sér
lega dugmikið við að hlaða
nxði á þetta vinsæla skáld.
f því eintaki, sem kom út
7. apríl eyddi Komsomolblaðið
heilli síðu undir þetta efni.
Það birti mýgrút af bréfum
(flest sennilega pöntuð) til að
sýna fram á að hinir ungu les
endur þess hefðu fordæmt
Évtúsénkó einum rómi.
Mótmælarödd
Aðeins eftirfarandi bréf frá
Leo nokkrum Bajef, lesanda
í Leningrad var í öðrum dúr:
„í grein yðar reynið þér að
koma inn viðbjóði á skáldinu
og lýsið honum nærri eins og
svikara. Þér hafið ekki sann-
fært mig. Eg komst aðeins að
þeirri niðurstöðu, að Évtú-
sénkó sé ekki þröngsýnn mað-
ur, heldur leitandi. Aðeins
kreddufastir eða skoðanalaus-
ir menn efast aldrei um neitt.
Það er hvort sem er ekki unnt
að neyða skáld til að rita sam
kvæmt opinberlega ákveðinni
stefnu. Enginn maður er til,
sem ekki verður mistök á öðru
hverju. Évtúsénkó er kannski
enginn dýrlingur, en hversu
mjög sem hann fer villur veg
ar, á ekki að neyða hann með
valdi til að breyta um skoðan
ir. Ég veit, að þér birtið ekki
bréf mitt“.
En .Komsomolskaja Pravda1
birti bréfið — ekki aðeins til
að þykjast réttsýnt, heldur til
að láta líta svo út, sem yfir-
gnæfandi meirihluti ungs
fólks fordæmdi Évtúsénkó,
meðan einn maður hefur upp
raust sína honum til varnar.
Sannleikurinn er að sjálf-
sögðu allt annar. Évtúsénkó og
aðrir ungir hæfileikamenn í
skáldahópi, eins og Vassilí
Aksíonof, Robert Rosdestven-
skí, Andrei Vosnesenkí, Bella
Akmadulina og Búlat Ókúk-
hava, njóta mikilla vinsælda
meðal hugsandi ungra manna
í Sovétríkjunum, eins og sala
bóka þeirra og aðsókn að upp
lestrum þeirra ber með sér.
Hinsvegar styður fátt ungt
fólk með áhuga á bókmennt-
um fordæmingu þeirra.
Þetta veit flokksvélin að
sjálfsögðu. Skrifstofusjakalar
flokksins gripu því til gamall
ar tækni frá dögum Stalíns og
drógu upp „fyrirmyndar verka
mann“. Fyrir valinu varð V.
Títof, prentari í Kírof-prent-
smiðjunni í Leningrad, og
hann fékk sex dálka í aðal-
málgagni flokksins til að lýsa
skoðunum sinum.
„Ég er maður, sem ekkert
kem nálægt bókmenntastarf-
semi“, sagði hinn skyldu-
rækni Títof prentari. „Ég er
prentari. Við verkamennirnir
elskum vinnu okkar, en okkur
þykir lika vænt um bækur.
Það er jafn erfitt að lifa án
bókarinnar, hins góða og vitra
ráðgjafa, eins og án lífslofts-
ins“. Þegar hann les verk
hinna hlýðnu rithöfunda
flokksins, segir hann að hann
„fletti síðasta blaðinu með
trega, dapur yfir að kveðja
hinar elskuðu hetjur bókarinn
ar“.
Áhrif í öðrum löndum
Hin mikla stefnubreyting í
menningarmálum Rússa hefur
þegar haft áhrif í hinum aust
antaldslöndunum. í Austur-
Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu og Rúmeníu hafa
verið haldin svipuð yfirlits-
þing og komin eru í tízku í
Rússlandi. Allar breytingar í
Ungverjalandi hafa að sjálf-
sögðu verið mjög hægfara, og
ennþá virðist Póllandi ekki
hafa slegið niður aftur.
En það sem er athyglisverð
ast er, að ítalski kommúnista-
flokkurinn hefur ekki ljáð
menningarstefnu Sovétstjórn-
arinar eyra. Til dæmis ritaði
Carlo Levi í „I’Unita", aðal-
málgagn ítalska kommúnista-
flokksins, að erfitt væri að
tala mælt mál við rússneska
félaga, því orðið „menning"
hefur ekki sömu merkingu
hjá þeim og á Ítalíu. Ýmis mál
verk, sem eru nefnd „abstrakt"
í Sovétríkjunum, „sýnast okk
ur, sem höfum reynslu af slík
um hlutum aðeins vera sak-
leysislegar stælingar á Céz-
anne, en hvorki „formalistísk
ar“ né abstrakt". Andstætt
þeirri kenningu Sovétríkj-
anna, að list verði að laga sig
eftir opinberum smekk, lýsti
Carlo Levi að „hin nýja list
verður til fyrir anda og ímynd
unarafl frelsisins".
Nokkrum dögum síðar sagði
Rossana Rossandra, harðsvír-
aður kommúnisti, í tímariti
kommúnistaflokksins, „Rinas-
cita“: „Að efni til skoða hinar
nýju bókmenntir svið, þar sem
mannleg sorg ríkir, þar sem
sovétmaðurinn hefur fundið
andstæðuna milli siðferðis-
vitundar hvers einstaklings og
þarfa samyrkjustefnunnar".
Aukin þvingun
Austur-þýzku foringjarnir
hafa brugðizt allt öðru vísi við
en ítalskir kommúnistar. Hin-
ar athyglisverðu greinar Évtú
sénkós í vestur?þýzka viku-
blaðinu „Die Zeit“ („Brjótum
ísinn“ og „Hugleiðingar við
brottför frá Þýzkalandi") voru
notaðar sem tilefni handa A-
Þjóðverjum til að ráðast svo-
lítið á Évtúsénkó fyrir eigin
reikning.
Maðurinn sem hæfastur
þótti til að halda stjórnmála-
predikun yfir hinu rússneska
skáldi, var dr. Gúnther Kertz-
sher, fyrrverandi nazisti (end
urmenntaður í Moskvu). Évtú
sénkó hafði sagt í „Die Zeit“,
að gölluð kerfi og vankantar
væru bæði í austri og vestri,
að beggja vegna hugsjónar-
múrsins byggju menn, sem í
eðii sínu væri svipaðir, og
beita ætti öllum kröftum til að
þeir gætu sameinast á ein-
hverju sviði. Kertzsher nefndi
þetta „vott um óviðjafnanlega
einfeldni“ í flokksblaðinu
„Neues Deutschland". Uppá-
stungu Évtúsénkós um að
stofnað yrði Goethe og Púskín
félag tál að efna til skapandi
funda og umræðna, óháð
stjómmálastarfsemi og áróðri,
svaraði Kertzscher á þennan
hátt: „Vér verðum að játa, að
aldrei höfum vér séð aðra eins
kórvillukeðju og hjá Évtú-
sénkó, þegar hann vill stofna
til friðsamlegrar sambúðar í
andlegum efnum“.
(Forum Servioe).
Látum engan miða dseldan - Gerið skil
HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS