Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 11
Miðvikuðagur 5. júní 1963
MORCIJTSBLÁÐIÐ
11
'
jlljlB
fp.y< .
HMí
piH
>'\r *j3
hans, og þegar Píus XII. út-
nefndi Roncalli kardínála
1953, afhenti Auriol honum
kardínálahattinn. Það er siður,
að við slík tækifæ-ri krjúpi
hinn verðandi kardínáli fyrir
stjórnanda landsins á meðan
hann réttir honum kardínála-
hattinn. Við athöfnin í París
heyrðist Auriol segja: „Þér
krjúpið fyrir mér, yðar há-
göfgi, en það erum vér, sem
eigum að krjúpa fyrir yður“.
Þremur dögum eftir að Ron
calli var útnefndur kardínáli,
var hann skipaður patríarki
af Feneyjum. Þegar hann tók
við embættinu sagði hann
brosandi:“ Hér fæ ég nýtt tæki
færi til þess að helga mig ein-
vörðungu starfi prestsins, en
ég er sannfærður um, að það
er dásamlegast og fegursta
starf, sem manni getur boðizt
í lífinu. Ég mun reyna að
rækja það með dýpstu auð-
mýkt“.
Þegar Píus páfi XII. lézt
1958, hélt Roncalli til Rómar
til þess að taka þátt í kjöri
nýs páfa og varð sjálfur fyrir
valinu.
Áður en páfakjör tókst,
höfðu kardínálarnir, sem sam-
ankomnir voru í Sixtusarkap-
ellunni, gengið ellefu sinnum
til atkvæða. Mikill mannfjöldi
safnaðist saman á Péturstorg-
inu í Róm, þegar hvítur reyk-
ur frá kapellunni gaf til
kynna, að nýr páfi hefði verið
valinn. Skömmu síðar gekk
Angelo Giuseppi Roncalli, sem
kosið hafði páfanafnið Jóhann
es XXIII. fram á svalir Péturs
sælasti páf i síðari tíma
ingu önduðum við að okkur
andrúmslofti gæzku, lítillætis
og ráðvendni“.
Ætt Jóhannesar páfa hafði
átt heima í Sotto il Monte
í 590 ár, þegar hann fæddist
og enn búa þar fjögur öldruð
systkin hans og fjöldi fjar-
skyldari ættingja.
Angelo Giuseppi Roncalli,
en það er nafn Jóhannesar
páfa, var þriðji af þrettán syst
kinum. Þegar hann var sex
ára hóf hann skólagöngu, en
hann hafði ekki mikla löngun
til náms í fyrstu og skaraði
ekki framúr í skólanum. Hann
fór snemma að vinna, einkum
á bóndabæjum, eins og syst-
kin hans og lærði á unga aldri
að vera sjálfstæður. Sveita-
• vinnan og andrúansloftið í
Sottoil Monte hafði varanleg
áhrif á hann. Meðan Kirkju-
þingið í Róm stóð yfir s.l.
haust, spurði einn af biskup-
unum páfann, hvað hann lang-
aði til þess að gera, er því
lyki. Jóhannes páfi svaraði:
„Dveljast hjá bræðrum mín-
um einn dag og plægja með
þeim akurinn“.
Á unglingsárum sínum fékk
Angelo Roncalli námsáhuga og
settist í prestskóla. Árið 1904
tók hann guðfræðipróf í Róm,
tuttugu og tveggja ára, ungur
og hraustur, tilbúinn að hefja
ævistarf sitt. Hann vígðist
sama árið og flutti sína fyrstu
messu í Péturskirkjunni.
Flestir páfar höfðu, áður en
þeir settust í páfastól, verið
lengi í Róm undir áhrifum frá
höfuðstöðvum kaþólsku kirkj-
unnar. Öðru máli gegndi um
Angelo Roncalli. Á árunum
1905 til 1914 var hann biskups
ritari í Bergamo-biskupsdæmi
og kenndi auk þess kirkjusögu
við skóla þar. Á þessum tíma
dvaldist hann löngum stund-
um í Ambrosiska bókasafninu
og rannsakaði fornar bækur.
Hann varð góðkunningi bóka-
varðarins, Achillo Ratti, sem
aðar. Hann gerði sér hvar-
vetna far um að kynnast sem
bezt mönnum af öðrum kirkju
deildum kristninnar. Einnig
vildi hann kynnast, eins og
hann sjálfur sagði, „Hverjum
þeim, sem telur sig ekki krist-
inn, en er það af því að hann
er góður maður“.
Roncalli var tíu ár í Búl-
garíu og þaðan sendi páfi
hann til Tyrklands. Þar að-
stoðaði hann m. a. Gyðinga,
sem flýðu frá Þýzkalandi í
síðari heimsstyrjöldinni. Auk
þess að vera sendifulltrúi páfa
í Tyrklandi hafði Roncalli á
þessum tíma eftirlit með mál-
efnum kaþólskra manna í
Grikklandi.
Að síðari heimsstyrjöldinni
lokinni var Roncalli sendur
til Parísar sem fulltrúi
Píusar páfa XII. Þar beið hans
erfitt embætti, sem krafðist
mikillar diplómatískrar kunn-
áttu og hygginda. Roncalli
tókst að gera suma af æðstu
mönnum Frakklands, sem
sem voru andvígir kirkjunni,
að kunningjum sínum og vin-
um. Leituðu þeir jafnvel ráða
hjá honum. Auriol fyrrv.
Frakklandsforseti, trúlaus
sósíalisti, var mikill vinur
kirkjunnar og blessaði mann-
fjöldann.
Fyrstu ræðu sína eftir kjör-
ið hélt Jóhannes XXIII. frá
hásætinu í Sixfusarkapellunni
og bað fyrir friði, réttlæti og
samlyndi. Síðar á starfsferli
sínum hefur hann unnið marg-
vísleg störf í þágu friðarins
og oft höfðað til friðarvilja
mannanna með bænum sínum
og hvatt þjóðirnar til þess að
hlusta á raddir ungra og ald-
inna um allan heim, sem
sem hrópa til himins: „Frið!
Frið“! Skemmst er að minnast
þess, að um páskana sendi Jó
hannes páfi út heimsbréf, sem
stílað var til „allra góðviljaðra
manna“ og bar yfirskriftina
„Pacem in terris" (Friður á
jörðu). Úrdráttur úr því birt-
ist fyrir skömmu hér í blað-
inu. í vetur voru páfa veitt
friðarverðlaun Balzansjóðsins
svissneska.
Jafnvel Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, er
meðal þeirra, sem hrærzt hafa
af einlægum friðarvilja Jó-
hannesar páfa og störfum hans
í þágu friðarins. Þegar páfinn
varð áttærður sendi forsætis-
ráðherrann honum kveðju.
Framh. á bls. 13.
Bdndasonurinn sem varð ást-
Á jóladag í vetur heimsótti Jóhannes páfi barnasjúkrahús
í Róm Á mymtitim sézt hann ræða við sjúklingana.
Mynd þessi var tekin daginn, sem Jóhannes páfi XXIII tók formlega við embætti i nóvember
1958. Með honum á myndinni eru systkin hans fjögur, sem enn stunda búskap í Sotto il
Monte. Frá vinstri Giuseppe 69 ára, Alfredo 74 ára, Jóhannes páfi, Zaverio 80 ára og As-
sunta 77 ara.
síðar varð þekktur undir nafn
inu Píus páfi XI.
Þarna í bókasafninu upp-
götvaði Roncalli 40 stór ryk-
fallin handrit, sem sögðu frá
postullegri heimsókn Carlo
Borromeos til Bergamo-bisk-
upsdæmisins á 16. öld. Frá-
sögnin hreif hann svo mjög,
að hann hóf sögulegar rann-
sókrtir á þessu efni. Árangur-
inn af þeim eru fimm stór
bindi, sem talin eru sagnfræði
legt afrek og mjög til fyrir-
myndar.
Er fyrri heimsstyrjöldin
brauzt út, gekk Roncalli í
hjúkrunarsveit ítalska hersins,
en síðar á styrjaldarárunum
starfaði hann sem herprestur.
Árið 1921 veitti Benedikt
práfi XV. Roncalli embætti í
Róm og því gegndi hann til
1925, en þá var hann skipaður
sendifulltrúi Píusar XI. páfa
í Búlgaríu. Það var upphaf
þess lífs, sem Roncalli sjálfur
kallaði líf ferðamanns Guðs.
Áður hafði hann hlotið erki-
biskupsnafnbót og var titlaður
erkibiskup af Arepoles. í Búl
garíu og eins þeim löndum,
sem Roncalli gisti síðar sem
sendimaður páfa, vann hann
hjörtu jafnt kaþólskra manna
og annarra. Einlægni hans og
lítillæti opnuðu honum marg-
ar dyr, sem öðrum voru lok-
MEÐAL kaþólskra manna
um allan heim ríkir sorg
vegna hins ástsæla páfa,
Jóhannesar XXIII. Menn
af öðrum kirkjudeildum
og jafnvel öðrum trúar-
brögðum syrgja einnig
þennan góða páfa, sem
vígði starf sitt baráttunni
fyrir friði í heiminum og
einingu meðal mannanna.
Meðal kaþólskra manna um
allan heim ríkir sorg vegna
láts hins ástsæla páfa, Jó-
hannesar XXIII. Menn af öðr-
um kirkjudeildum og jafnvel
öðrum trúarbrögðum syrgja
einnig þennan góða páfa, sem
vígði starf sitt baráttunni fyrir
friði í heiminum og einingu
meðal mannanna.
Jóhannes páfi XXIII. var af
fátæku bændafólki kominn.
Hann fæddist árið 1881 í smá-
bænum Sotto il Monte á Norð-
ur-ítalíu við rætur Alpafjalla.
Hús fóreldra hans var kalt og
ónotalegt, en fjölskyldan átti
innri hlýju, og Jóhannes páfi
hefur sagt um bernskuheimili
sitt: „Við vorum fátæk, en
hamingjusöm. Við gerðum
okkur ekki grein fyrir því, að
okkur skorti neitt. Fjölskylda
mín var umfram allt auðug að
himneskum gjöfum. Frá fæð- Jóhannes páfi XXIII á gangi á þaki íbúðar sinnar í Vatikaninu