Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 13
MORGVNBLAÐIÐ 13 i Miðvikudagur 5. júní 1963 % -- i "I " —" Athugasemd varðandi kartöflur ÞANN 23. maí sl. birtist frétta- tilkynning í nokkrum Reykja- víkurblöðunum frá Neytenda- samtökunum varðandi yfirmat og athugun á markaðskartöflum hér í borg, sem framkvæmd var 4. s. m. Af því tilefni átti ég viðtal við Svein /^geirsson, form. Neyt endasamtakanna og bað hann að gefa mér upplýsingar um, hvaða aðili hefði framkvæmt um- greinda rannsókn og hvernig hún hefði verið unnin. Formaðurinn kvaðst ekki geta orðið við þeim tilmælum, nema aðeins geta tekið fram, að hér hafi verið um „kláða“ — skemmdir á kartöflum að ræða, sem hefði að þeirra dómi verið það áberandi að varan gæti ekki fullnægt kröfum II. fl., samkv. matsreglum um neyzlukartöflur. Þó að ég telji mjög ólíklegt, að um kláðaskemmdir hafi verið að ræða í umgreindiun kartöflu- sýnishornum, — þá er það ekki aðalatriðið í þessu sambandi, heldur er það málsmeðferðin og framkvæmd athugunarinnar, sem skiptiy hér höfuðmáli. Samkvæmt þeirri reglugerð sem stjórn Neytendasamtakanna vitnar til í yfirlýsingu sinni, þá ber þeim í þessu tilfelli að óska eftir því við landbúnaðarráð- herra, að hann skipi sérfróðan mann til að framkvæma yfirmat, sé um ágreining að ræða. Það virðist því harla einræðis- leg vinnubrögð hjá forráðamönn- um Neytendasamtakanna að ganga framhjá þessu reglugerð- arákvæði og neita að gefa upp, hvernig mat þeirra hefur verið framkvæmt. Á meðan stjórn Neytendasam- takanna telur sig þurfa að leyna sínum eigin aðferðum við fram- kvæmd á yfirmati og rannsókn- um, á svo viðkvæmri vöru sem kartöflur eru, þá er ástæða til að bera vantraust til slíkra vinnu bragða. Óstaðfestar niðurstöður rann- sókna og upphrópanir í dagblöð- um eru óviðeigandi frá félags- skap sem á að fjailla umviðkvæm viðskiptamál og leitast að vinna verðskuldað traust hjá neytend- um, sem framleiðendum í þessu tilfelli jafnt sem öðrum hlið- stæðum málum er samtökin kunna að fjalla um. E. B. Mfaímquist. Joðor Börn, sem verða S I. nám- skeiðinu að . Jaðri greiði vist- gjöld sín 5.—7. júní kl. 4—6 e.h. í Góðtemplarahúsinu Sumardvadanefnd. Tvær sólríkar stofur og eldhús í Austurborginni til leigu til septemiber-iloka. Mjög hentugt fyrir einhleypar stúlk ur, sem vinna úti. Tiiboð send ist blaðinu fyrir fimmtudag merkt: „Húsnæði — 5875“. Afgreiðslu- stúlka Kurteis og hpur, helzt ekki innan við tivítugt, getur feng ið veiborgaða atvinnu við sér verzlun við Miðbæinn. Uppl. uim fyrri störf, aldur o.fl. sendist Mbl. merkt. — „Af- greiðslustúlka — Gott kaup — 5877“. Vín, 30. maí. — (NTB) — MÁLGAGN kommúnista í Austurríki, „Volksstimme“, skýrir frá því, að illa horfi með samningatilraunir ung- versku stjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar, um Mindzenty, kardínála. Hefur blaðið það eftir fréttariturum sínum í Ungverjalandi, að Mindzenty vilji ekki fara úr landi. Er þar frá því skýrt, að stjórn Ungverjalands hafi engan áhuga á því, að kardínálinn dveljist á- fram í landinu. Mindzenty hef- ur dvalizt innan veggja banda- ríska sendiráðsins í Budapest, allt frá árinu 1956. Blaðið skýrir ennfremur frá því, að Janos Kadar, forsætisráð- herra Ungverjalands, hafi látið hafa það eftir sér, að engin þau deilumál séu uppi milli ráða- manna í landinu og leiðtoga kirkjunnar, sem ekki megi leysa. Blaðið heldur því fram, að páfagarður geti leyst vandamál Mindzentys með því að útnefna nýjan yfirmann kaþólsku kirkj- unnar í Ungverjalandi. FYRIR um það bil fjórum ár- um var frá því skýrt hér i Margunblaðinu, að aðeins tv- eir piltar væru að læra bak- araiðn. Þeir voru í læri hjá Sigurði Jónssyni í Brauð- og kökugerðinni í Austurveri Og luku námi sínu sl. miðviku- dag. Piltarnir heita Sæmundui Sigurðsson og Ragnar Eðvalds Sæmundur (t.v.) og Ragnar með prófterturnar. Fyrstu bakararnir í 4 ár son. Síðasta prófverkefnið var að sprauta rjóonatertur og voru þeir einmitt að vinna við terturnar, þegar okkur bar að garði. Vínarbrauð, fransk- brauð, jólakökur, smákökur og margar fleiri kökugerðir stóðu á plötum í brauðgerð- inni, allt voru það prófverk- efni hinna verðandi bakara. Prófdómendur voru bakararn ir: Sigurður Bergsson, Stefán Ó. Thordersem og Guðmundur B. Hersir. Þeir voru allir staddir í brauðgerðinni, gengu um og gáfu einkunnir. Bakararnir sögðu, að um tíma hefði verið mjög erfitt að fá lærlinga og væri svo enn. Þó hefðu nokkrir hafið nám þrjú síðustu árin, oig væru nú 25 bakaranemar á landinu, meirihlutinn í Reykjavík eða um 3/5. Svo hermir málgagn kommúmsta i Vín Vill Mindzenty ekki frá Ungverjalandi ? ■ Bóndasonurinn Framh. af bls. 11 Margir í páfagarði voru þeirr- ar skoðunar, að páfinn ætti | ekki að svara kveðjunni, en i hann gerði það engu að síður | með þessum orðum: „Þakka! yður fyrir hugulsemina. Ég mun biðja fyrir rússnesku þjóðinni*. Skömmu eftir að Jóhannes páfi tók við embætti fjölgaði hann kardínálum úr 72 í rúm- lega 80 og nú ganga 82 kardí- nálar til páfakjörs. Jóhannes var fyrsti páfinn, sem útnefndi Afríkumann, Japana og Filippseying kardínála. Það, sem varpar mestum Ijóma á hinn stutta, en far- sæla starfsferil Jóhannesar páfa, er Kirkjuþingið, sem hófst í Róm s.l. haust fyrir hans forgöngu. í nær 20 alda sögu kaþólsku kirkjunnar hafa ekki verið haldin nema 20 slík þing. Þegar páfinn fékk þá hugmynd að kalla saman Kirkjuþing, voru margir í hópi kardínála og annarra við páfahirðina því mótfallnir og töldu það óframkvæman- legt. Hirðmenn páfa reyndu að draga úr honum kjarkinn, en hann lét ekki undan síga og Kirkjuþingið hófst. Til dæmis um undirtektirnar, sem hugmynd páfa fékk í Vatikan- inu má nefna eftirfarandi. Páfinn var »ð ræða við einn embættismanna sinna um Kirkjuþingið og hann sagði: „Við getum alls ekki lokið undiirbúningi undir Kirkju- þing fyrir 1963.“ „Það er allt í lagi," svaraði páfinn“ við höldum það þá 1962.“ (Á öðr- um stað í blaðinu er sagt frá tilgangi páfa með Kirkjuþing inu og störfum þess). Jóhannes páfi óskaði ekki eftir, að litið væri á hann sem stjórnmálamann, diplómat eða lærðan páfa, heldur „góða hirðinn, sem heldur vörð um sannleikann og góðviljann.* Hann fór oftar út fyrir vegg. Vatikansins en margir fyrir- rennarar hans og heimsótti munaðarleysingjahæli, fang- elsi, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Þetta tengdi hann fólkinu og átti sinn þátt í því að gera hann ástsælasta páfa síðari tíma og í munni ítölsku þjóðarinnar og manna bæði kaþólskra og af öðrum kirkjudeildum var hann „Góði páfinn" eða „Páfi fólksins." í byrjun október s.l., skömmu áður en kirkjuþing- ið hófst, fór Jóhannes páfi í pílagrímsferð til Assisi. Vakti ferð hans mikla athygli og þótti merkisviðburður í sögu kaþólsku kirkjunnar, enda voru liðin 105 ár frá því að páfi hafði farið pílagrímsferð til borgar heilags Franz. Á leið sinni til Assisi hafði páf- inn viðkomu í Loreto og í báð. um borgunum tóku Segni for- seti Ítalíu og Fanfani forsætis ráðherra á móti honum. Páf- inn ferðaðist með járnbrautar lest og tók ferð hans 16 klukkustundir. Fólk safnaðist saman i stórhópum meðfram járnbrautarteinunum og nær alla leiðina stóð páfinn við gluggana á klefa .sínum og blessaði mannfjöldann. I Ass- isi og Loreto voru götur fán- um skrýddar og ótölulegur mannfjöldi fagnaði hinum aldna kirkjuhöfðingja. Eins og kunnugt er kenndi páfinn fyrst, fyrir einu ári sjúkdóms þess, er dró hann til dauða. Ekkert var þá skýrt frá því opinberlega, að páfinn gengi ekki heill til skógar. Það var ekki fyrr en í nóv- ember s.l., að heiminum varð kunnugt, að páfinn hefði fengið innvortis blæðingar, en þá lá hann rúmfastur nokkra daga. Og fyrir nokkr- um dögum er hann hafði inn- vortis blæðingar á ný, var til- kynnt opinberlega, að hann hefði æxli í maga. Það var á jóladag í vetur, sem páfinn fór í fyrsta skipti út fyrir veggi Vatikansins, eftir að hann hresstist. Hann lagði leið sína í barnasjúkra- hús, dvaldist þar í 40 mínútur og ræddi við nær hvern ein- asta sjúkling. Margir tignir gestir víðs vegar að úr heiminum heim- sótti Vatikanið í tíð Jóhann- esar páfa. Þar á meðal voru 32 þjóðhöfðingjar. Einnig fékk páfinn aðrar sögúlegar heim- sóknir og má, t.d. um gestina, nefna fulltrúa grísk-Kaþólsku kirkjunnar, en slíka heim. sókn hafði pAfi ekki fengið frá því á dögum síðasta Býz- anska keisarans. Erkibiskup- inn af Kantaraborg var meðal þeirra, sem gengu á fund Jó- hannesar páfa. Hafði yfirmað- ur ensku kirkjunnar þé ekki heimsótt páfa frá því á 14. öld. Alexei Adsjubei, aðalrit- stjóri málgagns Sovétstjórn- arinnar „Izvestija", tengdason ur Krúsjeffs, heimsótti páfann ásamt konu sinni Rödu. Var það í fyrsta skipti, sem hátt- settur embættismaður komm- únista gekk á fund páfa. Þó að Jóhannes páfi hafi fordæmt misgerðir, græðgi og ofbeldi valdamanna Sovét- rikjanna, hefur hann komið á undirbúningsviðræðum um stjórnmálasamband (diplo- matic relations) Vatikansins og nokkurra kommúnista- ríkja. Þegar Jacqueline Kennedy, forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti ftalíu s.l. sumar, gekk hún á fund páfa. Áður en páfinn heilsaði henni spurði hann ritara sinn hvernig hann ætti að ávarpa hana. Ritarinn svaraði: „Mrs Kennedy, eða einungis „Ma- dame“ vegna þess að hún er af frönskum ættum og hefur búið I Frakklandi." Meðan páfinn beið komu forsetafrúar innar 1 bókaherbergi sínu, tautaði hann fyrir munni sér: „Mrs. Kennedy, Madame, Madame, Mrs. Kennedy." En þegar hurðin opnaðist og for setafrúin gekk inn, breiddi péfinn faðminn á móti henni og hrópaði „acqueline.“ Það voru ekki aðeins hátt- settir menn, sem páfinn veitti móttöku. Hann veitti t.d. á- heyrn starfsfólki fjölleika- húss, sem var á ferð í Róm. Með í förinni var ljónsungi, Dolly að nafni, sem páfinn klappaði vingjarnlega. Jóhannes páfi XXIII naut vinsælda allra stétta þjóðfé- lagsins bæði auðugra og fá- tækra, menntaðra og ómennt- aðra. Góðvilji hans og mann- gæzka duldust engum, og hispúrsleysi þans og lítillæti áttu sinn þátt í því að veita honum rúm í hjörtum fólks- ins. Eftir að Jóhannes varð páfi afnam hann ýmsa stranga siði, sem ríktu í Vatíkaninu og honum geðjaðist ekki að. T.d. gat hann aldrei sætt sig við að borða einn eins og verið hafði siður páfa. Hann reyndi að framfylgja þessum sið eina viku, en að eigin sögn leið honum ekki vel. Hann sagði: „Ég leitaði í Biblíunni, hvort einhver segði þar, að ég ætti að borða einn. Ég fann ekkert svo ég hætti bara við það, og núna líður mér betur." Meðan Jóhannes páfi barð- ist við sjúkdóm þann, er dró hann til dauða, sýndi hann mikið þrek, og starfslöngun hans var óskert. Hann ræddi nær daglega við embættis- menn sína, las og fylgdist vel með. Vinsældir hins látna páfa voru aldrei augljósari en með- an hann lá banaleguna. — Kaþólskir menn um heim all- an báðust fyrir í kirkjum sín um og í Rómaborg söfnuðust þúsundir manna saman á Pét- urstorginu dag hvern til þess að biðja fyrir páfanum ást- sæla, sem var orðinn þeim svo kær. Heimildir: Time, AP .•TTB og grein eftir séra Haci>.ings í Lesbók Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.