Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 16
13 'MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júní 1963 Pétur Hoffmann Magnússon minning HANN VARÐ bráðkvaddur 28. maí sl., en hafði ekki kennt las leika undanfarið, og kom and- lát hans því mjög á óvart. Pétur Hoffmann var sonur Magnúsar Ólafssonar ljósmynd- ara og konu hans Guðrúnar Jóns dóttur bókbindara Thorsteinsson. Magnús og Guðrún áttu 7 börn, en eitt þeirra dó á unga aldri. Þau voru: Ásta ríkisféhirðir, Ól- afur konunglegur hirðljósmynd- ari, Karl héraðslæknir í Hólma- vík, síðar í Keflavík, Tryggvi verzlunarmaður í Reykjavík, Pétur bankaritari og Karolina skrifstofustúlka í Reykjavík. Magnús var verzlunarstjóri við •verzlun Th. Thomsen á Akranesi, en fluttist þaðan til Reykjavíkur árið 1901. í Reykjavík lagði Magnús stund á ljósmyndagerð og var einn af brautryðjendum í þeirri grein hér á landi. Pétur var fæddur 14. nóvem- ber 1894 á Akranesi og var því 68 ára þegar hann lézt. Hann fluttist með foreldrum Kominn heim Henry Ottosson hjólameistari Langholtsvegi 139 — Sími 34250. Somkomor Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindis Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 8 í kvöld — miðvikudag. Fíladelfía Systrafundur í kvöld kfl. 8.30. (handavinna). Eining no. 14. Fundur í kvöld kl. 8,30 frétt ir frá umdæmiss£úkuþingi. Á- kveðin Jaðarsferð — haignefnd aratriðL Æt. Kristniboðssambandið Samkoman fellur niður í kvöld en verður í Laugarnes- kirkju fimmtudagskv. Nánar auglýst á morgun. 2 þessa mánaðar tapaðist — — með dagatali, í miðbænum eða við höfnina. Skilvís finn andi hringi í síma 86820 gegn fundarlaunum. Bill til sölu Humber árg. 1950. (pallbíll) Mjög heppilegur fyirir iðnað- armenn eða húsþygigendur. Selst mjög ódýrt. Uppl. á dag inn í síma 14226 og eftir kl. 7 34087. sínum til Reykjavíkur árið 1901. Alla sína tíð stundaði hann verzl unar- og skrifstofustörf. Vann á yngri árum hjá verzlun Jes Zimsen í Reykjavík, en lengst af var hann bankaritari í Lands- banka íslands, eða um 30 ára skeið, og kynntist hann mörgum í sambandi við starf sitt. Hann kvæntist Ásdísi Magnús- dóttur Guðmundssonar frá Bergs stöðum í Reykjavík og konu hans Bjarndísar Bjamadóttur árið 1928. Ásdís lézt árið 1955. Þeim varð tveggja barna auðið, Magn úsar Karls læknis og Guðrúnar, sem er gift kona, búsett hér í bæ. Pétur var mjög áhugasamur um íþróttir. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélags- ins Fram og fyrsti formaður þess. Hann lék með þeim í mörg ár. í stjórn Skíðafélags Reykja- víkur var hann í nokkur ár og var einn af fyrstu skátunum hér. í fáum orðum sagt, Pétur var alla tíð mjög mikill áhugamaður um íþróttir og útiveru. Einnig má geta þess, að hann söng með Fóstbræðrum um langt árabil og fór með þeim í söngför til Norð- urlanda, enda hafði hann yndi af góðum söng. Eg kynntist Pétri á árunum 1945—46. Eg þekkti Ólaf bróður hans vel, og þar kynntist ég hon um. Við höfðum báðir áhuga á ljósmyndun og öllu sem hana snerti. Pétur var framúrskarandi ljósmyndari og gaf hann út á póstkort margar landslagsmynd- ir. Nokkrum sinnum fórum við í ferðalög saman og er mér minnis stæð ferð, sem við fórum í fyrra- haust. Þá ætlaði Pétur að ná fal- legum litmyndum af fjárrekstri þegar hann kemur út úr Þjórsár- dal. Ekki eru allar ferðir til fjár og svo fór um þessa. Til þess að taka fallegar og góðar myndir, þarf venjulega að vera góð birta. í þetta skipti var dimmt í lofti og rigningarsuddi og myndirnar urðu eftir því. Síðustu 3 árin bjó Pétur með ungfrú Tove Jantsen hjúkrunar konu frá Danmörku og var hún honum stoð og stytta síðustu ævi ár hans. Eg kom oft á heimili Péturs og Tove að Melhaga 10 og var mjög ánægjulegt að dveljast hjá þeim eina kvöldstund. Það kom fyrir að barnabörn hans voru í heim- sókn þegar ég kom þangað, en þau voru mesta uppáhald hans síðustu árin, og var hann þeim einstaklega góður og kær afi. Pétur var alla tíð léttur í lund og hvers manns hugljúfi. Hann var ungur í anda og svo unglegur, að fæstir hefðu trúað því að hann væri orðinn nær sjötugur. Hann er kært kvaddur af öllu frændfólki sínu og vinafólki. Stefán Nikulásson. 75 ára i dag Páll Oddgeirsson fyrrv. kaupm. og útgerðarmaður ÞEIR, SEM sjá Pál Oddgeirsson á ferli hér í borginni munu eiga bágt með að trúa því að hann sé orðinn 75 ára, svo vel ber hann þennan háa aldur, grannvaxinn og beinvaxinn og léttur í spori eins og unglingur og allra manna snyrtilegastur og glaðastur í við- móti. Páll er sonur hjónanna, séra Oddgeirs Guðmundssonar og Önnu Guðmundsdóttur, prófasts Einarssonar Johnsen í Arnar- bæli. Standa þannig merkar ættir að Páli til beggja handa, enda ber hann það með sér. Séra Oddgeir var lengst af prestur í Vestmanna eyjum og þar ólst Páll upp hjá sínum ágætu foreldrum og í glað værum systkinahópi. Dvaldist Páll um áratugi í Vestmannaeyj um og gerðist þar brátt atkvæða mikill athafnamaður og var vissu lega ekki við eina fjölina felldur í því efni. Hann stofnaði þar ár- ið 1914 vefnaðar- og klæðaverzl- un, sem hann rak um tugi ára með miklum dugnaði. Um það leyti og síðar sneri hann sér að útgerð bæði á þorsk og síld og lét brátt mjög til sín taþa á því sviði. Varð hann fyrstur útgerð armanna til að flytja út pækil- söltuð þorskflök til Hollands og alla tíð hefur hann verið vak- andi um hag íslenzks sjávarút- vegs og hreyft mörgum nýjung- um í fiskverkun og hagnýtingu sjávaraflans og gert í því efni margar merkilegar tilraunir, sem kostað hafa hann mikið fé og fyr irhöfn. Páll sat á Fiskiþingi tvö kjörtímabil á árunum 1945—46 og 1946—47, sem fulltrúi Vest- mannaeyja. Þótti hann þar á þingi góður fulltrúi byggðarlags síns og bar þar fram ýmsar merk ar tillögur, sem báru vitni stór hug hans og skilningi á þörfum sjávarútvegsins. Páll hefur og skrifað margt um sjávarútvegs- mál í blöð landsins, meðal annars athyglisverðar greinar um end- urbætur á verkun og meðferð fisks, sem hann hefur æ talið hvað mesta þjóðarnauðsyn. En sá þáttur í athafnalífi Páls Odd- geirssonar, sem telja má hvað mest áberandi, var hinn mikli jarðræktaráhugi hans meðan hann dvaldist í Eyjum. Á hann þar mörg handtök, sem lofa meist arann enn þann dag í dag. Hann ræktaði í Eyjum þrjár landspild ur með eigin hendi, þeirra á með al Breiðablik við Klauf, þar sem náttúrufegurð, svo af ber, gleður augað. Gaf þetta land af sér 150 hesta af heyi. Var Páll byrj aður á 4. landspildunni 1 Stór- höfða, þegar hann flutti frá Vest mannaeyjum. Hann var lengi í stjórn Búnaðarfélags Vestmanna eyja. Páll hefur alla tíð verið mikill hugsjónamaður og unnað öllu því, sem fagurt er. Hann vann að því um tvo tugi ára, að reistur yrði í Vestmannaeyjum Globke sóttur til saka í Austur-Þýzkalandi— bornar Gyðingaofsóknir á brýn Berlín og Bonn, 30. maí. AUSTUR-ÞÝZKA stjórnin hefur hafið réttarhöld yfir Hans Globke, ráðgjafa Aden- auers, kanzlara. Frá þessu var skýrt í fréttum í Austur- Þýzkalandi í dag. Talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar lýsti því yfir í dag, að hér væri aðeins um að ræða framhald þeirra ofsókna, sem Globke hefur orðið fyrir, af hálfu austur- þýzkra kommúnista. Sagði talsmaðurinn, að víð- tækar athuganir á ferli Globkes hefðu ekki leitt neitt það í Ijós, er benti til þess, að Globke hefði framið stríðsglæpi. Kommúnistar hafa lengi hald- ið því fram, að Globke hafi tek- ið þátt í Gyðingaofsóknum þeim, er áttu sér stað í Þýzkalandi, á tímum Hitlers. Það eitt hefur komið fram, að 1933 var Globke starfsmaður inn- anríkisráðuneytisins, sem gaf út lög þau, er afnámu réttindi þýzkra Gyðinga. veglegur minnisvarði þeim sjó- mönnum, sem drukknað hafa við Vestmannaeyjar og afhenti hann Eyjabúum minnismerkið við há- tíðlega athöfn, sem mun vera minnisstæfi' 'óllum sem þar voru viðstaddir. Minnismerkið gerði Guðmundur heitinn Einarsson frá Miðdal og var því valinn staður á afgirtu sveeði, upp hæfckuðu, gegnt dyrum Landakirkju og er svæðið prýtt trjágróðri. Páll var kvæntur Matthildi ís- leifsdóttur frá Kirkjubæ, hinni ágætustu konu, sem látin er fyr- ir mörgum ámm. Þau hjónin eign uðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Hér hefur í stuttu máli verið rakinn starfsferill Páls Oddgeirs sonar og hefði mörgu mátt við bæta, en til þess er ekki rúm hér. Eg vil enda þessi fáu orð með því að þakka Páli starf hans í þágu lands og þjóðar og óska honum heilla og blessunar á kom andi árum. Vinnr. SHÍltvarpiö Miðvikudagur 5. júni 8.30 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 1930. Fréttir. 20.00 Stjórnmálaumræður vegna Alþingiskosninganna 9. júní; síðara kvöld. Þrjár umferðir, 20, 20 og 10 mínútur til handa hverjum stjómmálaflokkL Röð flokkanna: Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Sj álfstæðisflokkur. Dagskrárlok laust fyrir mið* nætti. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðalialil Hæsiu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 10Q0 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. CORYSEl ~ ÞJÓMUSTA SAlOHFl fRöN’SK ÞJÓNUSfA andlitsböé bandsnurtinq hárqrewsla hargreii CeiHeint me<f i/aí Snyrtivöru. valhöllf^ \H-h sími 22138 Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Símar 22136 og 18441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.