Morgunblaðið - 28.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1963, Blaðsíða 2
2 MORCU1VBLAÐ1Ð Fðstudagur 28. júní 1963 Segir landbúnaðarráð- ráðherra Dana af sér? Kaupmannahöfn, 27. júní • STAÐHÆFT var meðal stjórnmálamanna í Kaup- mvannahöfn í dag, að Karl 130 sel- ir hafa veiðzt MORUNBLAÐIÐ hringdi í gær í Guðmund Pétursson í Ófeigsfirði á Ströndum og spurði hann tíðinda þaðan að norðan. Guðmundur sagði selveið- arnar hafa gengið sæmilega, en þeim væri enn ekld lokið. Rúmlega 130 selir hafa verið veiddir og er það talsvert minna en í fyrra. Auk nytja af skinnum, sagði Guðmundur, að nokkuð væri saltað af spiki og selt til Siglu fjarðar og Akureyrar. ' Tið er góð hjá okkur eins og er, en ekki lítur vel út með sprettuna, því stutt er frá því að tók að hlýna. Senni- Iega hyrjum við ekki að slá fyrr en um miðjan júlí, sagði Guðmundur. Að lokum kvað Guðmund- ur Pétursson alla vera við góða heilsu þar nyrðra og hentaði það betur því þar væri læknislaust og hefði ver ið í 3 ár. Skytte, Iandbúnaðarráðherra, hafi boðizt til þess að segja af sér embætti. Sagt er, að hann hafi tekið þessa ákvörðun vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar um jarðeignalöggjöfina. Ekstrabladet í Kaupmanna- höfn segir í dag, að stjórn radi- kala-flokksins hafi boðað fund síðdegis í dag til þess að ræða tilboð ráðherrans. Annað danskt blað, Frederiksborg Amts Avis ræðir einnig í dag hugsanlega afsögn Skytte og segir m. a. „Allir sem fylgzt hafa með um- ræðunum um jarðeignalögin vita, að það var landbúnaðarráðherr- anum metnaðarmál að þau kæm- ust til framkvæmda sem fyrst. Ráðherrann var sannfærður um að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu stjórninni í hag. Þar sem úr- slitin urðu á annan veg, er ekki óeðlilegt, að hann íhugi aðstöðu sína, — þó ekki væri nema vegna flokksins. (Sjá frétt af úrslitum atkvæða- greiðslunnar á bls. 12). Unnið að hafnar- framkvæmdum í Neskaupstað Neskaupstað, 27. júní. VINNUFLOKKUR frá Vita- málastjórninni hefur að undan- förnu unnið að byrjunarfram- kvæmdum við hafnargerð hér. Byrjað var á uppfyllingu, sem er um 20 metra breið og 100 m löng. — Jakob. Nýtt skólahús verður byggt á Hvanneyri Efnt til samkeppni um teikningar Ákveðið hefur verið að byggja nýtt skólahús fyrir Bændaskól- ann á Hvanneyri, og verður al- veg á næstunni efnt til sam- keppni um teikningar að skóla- húsinu og veitt þrenn verðlaun. Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri skýrði blaðamönn- um frá þessu í gær. Sagði Guðmundur að bygg- ingarnefnd, sem ráðherra skip- aði, hefði unnið að undirbúningi málsins og nú væri komið að því að efna til samkeppninnar. Sam- keppni ætti að verða lokið í ha'ust og teikningar að nýju skólahúsi að vera tilbúnar næsta vor, á 75 ára afmæli skólans. Nokkurt fé hefur verið veitt í nýja byggingu og kvaðst Guð- mundur vonast til að viðbótar- fjárveiting fengist í vetur og yrði þá hægt að byrja á byggingunni sem væri stórt verkefni, er tæki mörg ár. Ekki hefur verið ákveðið hvar nýja skólahúsið á að standa og er ætlast til að arkitektar komi með tillögur um það, engu síður en tillöguteikningu af húsinu sjálfu. En þeir fá uppgefið hvað eigi að vera í húsinu, sem á að rúma alla skólastarfsemina, heimavist, skóla, mötuneyti og tilraunastof- ur fyrir skólann og búið. Skólinn 75 ára Skólahúsið, sem nú er notað, var byggt 1910. Það er orðið of lítið, auk sem í því er trégólf og þarf mikið viðhald. Bændaskól- inn er nú alltaf fullskipaður, hefur 50—60 nemendur á ári, og hefur orðið að neita nemendum , ÞEGAR ms. Gullfoss var í.ð | koma til landsins á miðviku- i dag, var siglt upp að Dyrhóla I ey (Portlandi) og fyrir innan ' I Mávadrang og Lundaörang. | Þá var þessi mynd tekin af | I Dyrhólaey. (Ljósm. Guðm. Hallvarðs) um skólavist. Þegar nýtt skóla- hús hefur verið byggt, er áform- að að nota gamla skólahúsið fyrir Hvanneyrarbúið, en þar vantar einnig húsrými. Bændaskólinn á Hvanneyri verður 75 ára á næsta ári. Hann er stofnaður 1889. Árið 1883 hafði Björn Bjarnason keypt Hvanneyri í því skyni að stofna þar bændaskóla og nóf skólina starfsemi sína með einum nem- anda árið 1889. Það þykir því vel til hlýða að hefja byggingu nýs skólahúss á 75 ára afmælinu. 500 ferm vélahús í smíðum í sumar er á Hvannéyri verið að reisa 500 ferm vélahús fyrir skólann á Hvanneyri, og á þar að fara fram vélakennsla. í öðrum enda hússins á að koma fyrir skrifstofu fyrir skólann, en Verk færanefnd ríkisins fær nyrzta hluta hússins, og mun þar gera tilraunir með vélar, sem þarf að reyna innanhúss. Húsið er byggt úr tilbúnum steyptum flekum, sem koma frá Akranesi, og á að vera tilbúið 1 haust. Veðráttan tafði fyrir bygg' ingu síldarverksmið|is Míkil þátttaka fyrirsjáanleg í sumarferð Varðar ÞAÐ er nú orðið ljóst, að sumar- ferð Varðar n.k. sunnudag verð- ur mjög fjölmenn. Síðustu for- vöð er að kaupa miða í dag og verða þeir seldir til kl. 10 í kvöld í Sjálfstæðishúsinu (uppi). Svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu verður farið um Borgarfj örðinn. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 stundvíslega á sunnudagsmorgun inn og ekið sem leið liggur að botni Kollafjarðar, að Laxá í Kjós og staðnæmst í Hvalfjarð- arbotni. Síðan verður ekið hjá Ferstiklu um Dragann að sunn- an og að Grund í Skorradal. Frá Grund er svo ekið yfir Skorra- dalsháls, neðanverðan fyrir mynni Flókadals og að Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal, þaðan upp Hálsasveit og að Húsa felli, þar verður staðnæmzt, snæddur hádegisverður og stað- urinr skoðaður. Þá verður ekið áfram að Kalmannstungu hjá Gilsbakka, um Hvítársíðu og upp Lundarreykjadal og Uxahryggi um Þingvelli til Reykjavíkur. Árni Óla ritstjóri verður leið- sögumaður fararinnar, einnig verður læknir til taks í förinni. Mikill viðbúnaður er hjá Verðarfélaginu við undirbúning, og er allt gert til þess að förin megi verða hin ánægjulegasta. Verð farmiða er kr. 250.00 og er þar innifalinn hádegisverður og kveldverður ásamt öli og gos- drykkjum. Rétt er að benda fólki á að í fyrri ferðum hafa fjölmargir haft með sér heitt kaffi á hitabrúsum. Svo sem fyrr segir verða far- miðar seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) til kl. 10 í kvöld. BREIÐDALSVÍK, 27. júní — í fyrri viku og fram í þessa var þrálát norðaustanátt með rign- ingu, sem tafði fyrir vinnu við byggingarframkvæmdir við síld- arverksmið j una. Hefur þrátt fyrir það verið áætlað, að hún verði tilbúin um eða upp úr miðjum júlí. Grasspretta hefur verið ör að undanförnu og hafa einstaka bændur ráðgert að hefja slátt strax og brygði til þurrkar. Um miðjan júní kom hópur Strandamanna í bændaför hingað og borðaði í félágsheimilinu áður en haldið var áfram til Horna- fjarðar. Alls voru 91 í förinnL S.l. mánudag komu 94 Norður- Þingeyingar, sem einnig borð- uðu í félagsheimilinu, en þeir voru einnig á leið til Hornafjarð ar. S.l. nótt ætluðu Norður-Þing- eyingarnir að gista á bændabýl- um á Beruness- og Breiðdals- hreppi. — PálL. I NA /5 hnútar I SV 50hnútar X Sn/ótoma • úii 7 Skúrir EC Þrumur Ws KuUaakit Hitaikil H Hml | L Lmtlj A kortinu er sýnd ísröndin út af Vestfjörðum eins og hún var 26. s.l. samkvæmt athug- unum gerðum úr flugvél land helgisgæzlunnar. ísinn var næst landi 51 sjómílu norð- vestur af Straumnesi, en um 90 sjómílur norður af Horni. í gær var alskýjað og sums staðar úrkoma vestan lands, en á austanverðu Norðurlandi á Austurlandi og á Suður- landi var glámpandi sól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.