Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 8
8 MORCUISBLAÐIÐ Föstudaíur 28. iúní 1963 Sigurður Sigurðsson fyrverandi sýsiumaður Skagfirðinga Sigurður sýslumaður var fædd- ur í Vigur á ísafjarðardjúpi. For- eldrar hans voru hinn þjóðkunni þingskörungur og prestur séra Sigurður í Vigur Stefánsson frá Heiði í Gönguskörðum í Skaga- firði, f. 1854, d. 1924. Faðir hans var Stefán bóndi á Heiði mikill búhöldur Stefánsson kominn 1 beinan karllegg af Halldóri ann álaritara á Stóru Seylu, Þorbergs sonar sýslumanns Skagfirðinga á Seylu Hrólfssonar sterka lögréttu xnanns á Álfgeirsvöllum Bjarna- sonar. Kona Stefáns á Heiði var Guðrún dóttir Sigurðar Guð- mundssonar hreppstjóra og skálds á Heiði, höfundar Vara- bálks og konu hans Helgu Magnúsdóttur prests á Fagranesi Árnasonar. Hvorutveggja gamlar og grónar skagfirzkar ættir. Kona séra Sigurðar í Vigur og móðir Sigurðar sýslumanns var Þórunn f. 1855, d. 1936 Bjarna- dóttir hreppstjóra á Kjaransstöð- um í Borgarfjarðarsýslu Bryn- jólfssonar og konu hans Helgu Ó1 afsdóttur Stephensen Björnsson ar sekretera á Esjubergi Ólafsson ar stiptamtmanns á Leirá og síð ast í Viðey. Hér verður nú stað- ar numið. En framan greind ætt færsla ber það með sér að Sig- urður sýslumaður var af góðu bergi brotinn og kominn af þjóð- kunnum mönnum í báðar ættir. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum í Vigur, og þaðan átti hann margar og kærar minningar sem honum varð tíðrætt um við vini sína er tóm gafst til. Hann gekk menntaveginn, varð stúdent í Reykjavik 1908 cand. juris frá Háskóla íslands 1914. Héraðs- dómslögmaður á ísafirði frá 1914 til 1927, var jafnframt gjald- keri í útibúi íslandsbanka á ísa- firði og síðar gæzlustjóri í Lands banka fslands þar. Skipaður full- trúi í fjármáladeild Stjórnarráðs íslands 1921—1924. Settur bæjar fógeti í Vestmannaeyjum frá 24. febrúar til 4. ágúst 1924. Skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1. desember 1924 og þjónaði því embætti og síðan jafnframt bæj arfógetaembætti á Sauðárkróki til ársins 1958. Hafði hann þá verið sýslumaður Skagfirðinga í 34 ár og farið þar lengur með sýsluvöld en nokkur annar sýslu maður frá 1677 er Benedikt Hall dórsson sýslumaður á Reynistað sagði sig þar frá sýslumanns- störfum og hafði þá verið sýslu maður Skagfirðinga í 41 ár. — Þegar Sigurður sýslumaður flutt ist til Skagafjarðar í árslok 1924 var hann þar nær öllum ókunnug ur. En ekki leið á löngu er hann hafði aflað sér þess trausts og vin sælda í héraðinu, er entust hon um til æviloka. Margt bar til þess og þó ef til vill mest að hann var svo kynborinn Skagfirðingur i hugsunarhætti, orðum og athöfn um að Skagfirðingum fannst hann vera einn af þeim. — Áttí 'iíka allfjöilmennt frændalið í héraðinu, niðja Hrólfs sterka Bjarnasonar og auk þess tengda sonur kempunnar séra Arnórs- Árnasonar í Hvammi. Skagfirð- ingar hafa löngum átt því láni að fagna að hafa góða og mikil- hæfa sýslumenn, sem nutu trausts héraðsbúa og voru oft í fylkingarbrjósti, er unnið var að sameiginlegum frafara og hags- munamálum héraðsins. Sigurður var í þeim efnum enginn eftirbát ur hinna áhugasömu fyrirrennara sinna. Þetta varð Skagfirðingum ljóst þegar á fyrstu árum hans er hann lét til sín taka og gjörðist ötull stuðningsmaður margra fraimfara- og menningarmála i héraðinu. Þannig var hann einn af forgöngumönnum að stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga í árslok 1930 og átti sæti í stjórn þess þar til hann flutti úr hérað inu. Hann var einnig einn af aðal hvatamönnum þess að Sögu- félag Skagfirðinga var stofnað 6. febrúar 1937 og sat í stjórn þess meðan hann dvaldi í héraðinu og kosinn forseti félagsins frá 1937 til 1948. Auk þessa tók hann þátt í mörgum öðrum félagsmálastörf um og nefndum, sem oflangt yrði upp að telja, þar á meðal sem oddviti og fulltrúi sýslunefndar innar. Starf sitt sem oddviti sýslu- nefndarinnar rækti hann af mik illi samvizkusemi, enda var sam vinna hans og sýslunefndarinnar með ágætum. Honum var einnig mjög umhugað um hag sýslunnai* og gætti þess að ekki væri gengið á rétt hennar, eða hagsmuni. Em- bættisstörf sin sem sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki rækti hann af samvizkusemi. Hann vandaði t.d. mjög dóma sína. Þau störf kostuðu oft mikla vinnu, en dómar hans reyndust líka traustir, ef þeim var visað til æðri réttar. Sama var um reikningshald og fjárreiður embættisins og sýsl unnar að þar var allt í röð og reglu. Það sem helzt þótti að, var að sumar afgreiðslur drógust um of. Sigurður var mjög ötull og glöggur starfsmaður, en hann var ekki heilsuhraustur og oft van- heill langa tíma og þá lítt vinnu fær. Hafði hann af þessu miklar áhyggjur, sem sízt bætti um heilsufar hans. En þar bagaði hve hann var jafnan fáliðaður og embættiskostnaðurinn - löngum skorinn við nögl en störfin vax- andi ár frá ári. Sigurður lagði niður sýsluvöld í Skagafirði 1957 og flutti til Reykjavíkur og átti hann þar heimili til æviloka, en dvaldi oft á sumrin hjá börnum sínum í Skagafirði og heimsótti þá vini sína í héraðinu. í nóvember mán uði sl. fékk hann heilablóðfall, eftir það lá hann rænulaus að kalla, síðast á sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði og andaðist þar sem fyrr er getið. Sigurður sýslumaður verður mörgum sam starfsmönnum sinum í Skagafirði minnisstæður. Hann var atgjörf ismaður á marga vegu, greindur vel og gjörhugull, tilfinningarík ur og prýðilega skáldmæltur er hann tók á því, skapmikill og örlyndur en jafnframt fljótur til sátta. Hann var einnig röggsamt yfirvald er því var að skipta. En minnisstæðastur verður hann mér sem drengskaparmaður og gleðimaður er var hrókur fagnað ar í góðra vina hóp. Sigurður kvæntist árið 1915 Stefaníu f. 14. apríl 1889, d. 14. júní 1948 Arnórsdóttur prests í Hvammi í Laxárdal Árna-sonar og f. k. hans Stefaníu Stefánsdóttur. Frú Stefania var glæsileg kona og vel gefin Áttu þau vel gefin og mannvænleg börn. Börn þeirra eru þessi. 1. Margrét Þórunn f. 1915, bú- sett í Svíþjóð, gift sænskum lög- fræðingi. 2. Sigurður f. 1916, listmálari í Reykjavík. 3. Stefanía f. 1918, skrifstofu- stúlka í Reykjavík. 4. Arnór f. 1919, skrifstofumað ur hjá Kaupf. Skagfirðinga Sauð- árkróki. 5. Stefán f. 1920, lögfræðingur, Akranesi. 6. Hrólfur f. 1922, listmálari í Reykjavík. 7. Guðrún f. 1925, listmálari, bú sett í Danmörku. 8. Árni f. 1927, prestur á Norð- firði. 9. Snorri f. 1929, skógfræðingur, Reykjavík. Sigurður verður jarðsettur á Sauðárkróki föstudaginn 28. júní við hlið konu sinnar. Skagfirðingar kveðja hann með þakklátum huga og votta börn- um hans og skylduliði einlæga samúð við fráfalls hans. Jón Sigurðsson. Reynistað. t t t „Vinir mínar fara fjöld . . . “ Hlutskipti þeirra, sem gamlir verða, er oftast það, að sjá á bak vinum í langri röð, jafnvel þeim, sem yngri eru en þeir sjálfir. Næsta eðlilegt er því að i hug komi önnur ljóðlína Hjálmars: „Ég fer eftir kannske í kvöld . . .“ Má sérhver vel við una slíka á- minning. Hér skal ekki rakin ættfærsla né æviferill þessa merka og mæta manns, þessa kæra vinar míns og frænda. Það mun vel og rækilega gjört af öðrum hér í blaðinu, og þá einnig hitt, hvílíkar dáðir hann hefir drýgt fyrir Skagafjarð arhérað, sem förystumaður og i samvinnu við marga aðra mæta menn á þeim aldarþriðjungi er hann starfaði þar. Munu þessi orð mín því verða meira persónulegs eðlis. — Að- ein skal þetta sagt fyrst. Hann er fæddur 19. september 1887 og dá- inn 20. júní sl. nær 76 ára að aldri. Sonur sr. Sigurðar Stefáns sonar í Vigur, móðurbróður míns og frú Þórunnar konu hans. En sr. Sigurður var af svokall aðri Heiðarætt, frá Heiði í Göngu skörðum í Skagafirði — undir Tindastóli. Við vorum báðir, frændur, af- skráðir sem opinberir starfsmenn i ábyrgðarmiklum störfum, hann fyrir sex árum, en undirritaður fyrir ellefu árum. Báðir fluttir til Reykjavíkur. Hann þó miklu fyrr. Ég var að vona að við mynd um nú sem áhyggjulaus öldur- menni, báðir umkringdir af fjöl mennum ástvinahópum og tengda fólki yngri kynslóðanna tveggja, fá að dvelja hér sem nágrannar um eitthvert árabil. En það lærði ég af honum og mörgu og mörg um öðrum að ekki þýðir að deila við dómarann. Og þá sízt af öllu við hinn miklu mesta, hinn óvið jafnanlega, hann sem ræður lífi og dauða. Og „allt er gott, sem gjörði hann“. „En samt er gaman að hafa — lifað svo langan dag. Er syrtir að nótt til sængur er mál að ganga, — sæt mun hvílan eftir vegferð stranga". — Og hans síð ustu 8 mánuðir voru sem sorti af nótt. Við þökkum fyrir líf hans lausn hans! Við höfðum verið samferða- menn og reyndar nánir samstarfs menn í þriðjung aldar, eða frá því hann, 1924 gjörðist yfirvald í Skagafjarðarsýslu og til 1957, er hann sagði af sér. Einkum þó fyrstu ellefu árin, sem var seinni helftin þess tímabils, er ég gengdi sveitarstjórnar formennsku á Sauðárkróki. En oddvitar hafa löngum, og um margháttuð mál- efni haft undir sýslumenn sýslu sinnar að sækja og með þeim að vinna. Það er því eigi unnt í stuttu máli að gjöra þess grein, hve mik ið ég, sem forsjármaður sveitar minnar átti honum að þakka i margvíslegum skrifum og úr- skurðum og á annan hátt í mörg um vandamálum. Minnist ég þess t.d. að eitt sinn stóð ég fyrir rétti í margar stundir samfleytt, sem forsvarsmaður sveitar minn ar í mjög þýðingarmiklu máli, er svo fékk sína æskilegu endalykt fyrir réttsýni hans og röggsemi. Yfirleitt hefir áhrifa hans á marg an hátt gætt til heilla í bæjar- málum Sauðárkróks allt í frá komu hans þangað. Ber það að viðurkenna og vel að þakka, enda þótt skoðanaskipti hafi að sjálfsögðu ósjaldan orðið. En á- rekstrar með tveim örlunduðum frændum og skapheitum nokkuð, hafa örsjaldan orðið og aldrei sak næmir. Er þar komið að því að geta að nokkru hinnar persónu- legu kynningar. Hún var yfirleitt mjög ánægjuleg, hlý og frænd- samleg. Þar sem til athafna hans, rannsókna og úrskurða um slíkt (s.s. í áfengismálum og kærum) reyndist hann eigi síður rétt- sýnn og röggsamur, en í öðrum málum. Stutt sagt: Hann var mað urinn með hið heita hjarta og hina ríku réttlætiskennd. Þess vegna ávann hann sér líka al- mennar vinsældir. Menn mátu hann _og virtu, eigi síður fyrir þessa eðliskosti en fyrir ágætar gáfur hans, venjulega glaðlynda framkomu, fyndni hans og fjöl- breytni í viðræðum. Ég legg á- herzlu á djúptæka réttarvitund hans. Enda munu dómar hans og úrskurðir vel hafa staðist á æðri stöðum. Sem dæmi ógleymanlegt frá einkasamtali, sem héðan af má birta: Hann hafði, sem lögfræðing ur verið skipaður verjandi í máli nokkru. Þeirri vörn var lokið. Rök hans voru lagalega tekin gild. — Þetta mál var hans fyrsta mál. Hann hafði unnið það. Sak borningur gekk sýknaður frá dómi. Én hann sjálfur verjand- inn fann í hjarta sínu, að sá hafði í raun og veru verið sekur. Og óánægður sagði hann við sjáif an sig: „111 var hin fyrsta ganga“. Rétturinn er lögunum ofar; þvi að hann er guðlegs eðlis. Lögin eiga að byggjast á réttinum i æðsta skilningi. En þar sem þau eru manna verk, þá gjöra þau það aðeins að sama skapi sem lög gjafinn er þroskaður, vitur og göf ugur. — Og hve margir af oss, einkum hinum eldri, hafa ekki þá sáru lífsreynslu, að höndina varð að höggva, þótt hjartanu blæddl — til þess að fylgja lögunum. Sigurður sýslumaður var hinn hjartaheiti, glaðlyndi maður hinna djúpu alvöru og næmu rétt lætiskenndar. Glæsilegur í sjón og göfugur í reynd og með öllu mannlegur. Ég þakka þér, kæri vinur og frændi fyrir langa samferð og samstarf hér. Og það í ættarhög- um okkar beggja. Algóður Guð allífsins leiði þig nú á vegum hins eilífa og óræða í fulltingi Frelsarans góða. Jón Þ. Björnsson. frá Veðramóti. f t t . Sigurði Sigurðssyni frá Vigur voru veitt sýsluvöld í Skagafirði 1. desember 1924. Þessi embættis veiting vakti almenna ánægju i Skagafirði, þótt hið væntanlega yfirvald vær þá flestum Skag- firðingum lítt kunnur, nema að ætterni. Hann ól sjálfur bjartar vonir um starf sitt á áaslóðum. Mun hann só sízt af öllu hafa vænzt samskipta við gallalausa menn, þar sem Skagfirðingar eru. Þeir hafa aldrei þótt slíkir. Raun sæir Skagfirðingar munu ekkl heldur hafa gert sér gyllivonir um gallalaust yfirvald. Galla- laus maður mun torfundinn. Og ennþá torveldara mun vera að hafa fundið hann. Nú má segja langa sögu í stuttu máli. Sigurður hafði sýsluvöld i Skagafirði nær 34 ár og naut al- mennra vinsælda. Hygg ég að eng inn sýslumaður hafi orðið Skag firðingum samhæfðari né þeir yfirvaldi sínu tengdari. Honum kippti mjög í kyn hinna skag- firzku forfeðra sinna um dáð og drengskap, og varð flestum Skag firðingum skagfirzkari. Og nú þegar samskiptum er lokið, munu Skagfirðingar kveðja hann, þenn an hugkvæma, orðnæma gáfu- mann og tryggðatröll, kveðju Jón asar Hallgrímssonar, er hann beindi til vinar síns: Fyrr man hinn ljósl af landtöngum fjallafoldar fósturjarðar vörður víkja en ég, vinur, þér hjartafólgnum úr hug sleppi. Kolbeinn Kristinssoa frá Skriðulandi í Skagafirði. í skóginum við Álftavatn í GRÍMSNESI eru til sölu á mjög sanngjörnu verði nokkrar lóðir undir sumarbústaði. Land það, sem selt verður er hvað veðursæld, gróður og nátt- úrufegurð snertir eitt það ákjósanlegasta, sem völ er á hér nælendis. Þeir, sem hafa beðið mig um að ætla sér lóðir þarna þurfa að tala við mig, sem fyrst. ÓLAFUR JÓHANNESSON Grundarstíg 2. — Símil8692.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.