Morgunblaðið - 28.06.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.06.1963, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 28. jöní 1963 Það er heitt á Venusi FLETT var ofan af mörg- um leyndarmálum björtustu stjörnunnar á himninum, þeg ar Mariner II náði Venus, 14. desember 1962. Yfirborð plán- etunnar er ofsaheitt. Sama hlið snýr alltaf að Sólu. Þykk ský sveima í 70 kílómetra hæð. Venus hefur ekkert seg- ulsvið. Kolsýra finnst, en sennilega lítið súrefni eða vatnsgufa. Ferð Mariner II hef ur heppnast svo vel, að Banda ríkjamenn hafa hætt við að senda annan gervihnött til Venusar 1964. Þeir ætla að einbeita sér að Marz í staðinn. í 109 daga hafði gervihnött- urinn svamlað í gegnum geim- inn. Með því að hagnýta sér orku frá sólarrafhlöðunum, sem stjörnukönnuðurinn var þakinn með, hafði Mariner II haft stöðugt samband við skapara sína á Jörðunni, sem fylgdust spenntir með ferð- um hans. Hann var nú kominn á á- fangastaðinn, eins og mæli- tæki hans sýndu, en þau höfðu á hinni löngu leið vegið seg- ulsvið, geimgeisla og sól- storma til þess að nota tím- ann. * MARINER II Mariner II renndi spenntur rafaugum sínum yfir plánet- EXPLORItJG VENUSj SPACEMEN WON'T fANIC AT HEARING MIGH BEASTS^OAR—NOTIP. THEy REMEMBER that.... ..TtíE DENSE VENUSIAN ATMOSPHERE WOULDMAKE ALL •->' SOUNDS MANYTIMES LOUDERTHAN ON EARTH. OUR"MIGHTV4' BEASTS TURN OUT TD BE —MIGHTV SMALL. GEIMFARAR Á VENUSI munu ekki hrökkva í kút, þótt þeir þeir heyri ógurleg öskur. Að minnsta kosti ef þeir muna eftir því....... .......... að hið þétta lofthvolf Venusar gerir öli hljóð mörgum sinnum sterkari heldur en á Jörðunni. Ösk- ur sem virðast eiga upptök sin í barka risaeðlna, koma frá litlum, skaðlausum dýrum. una. Hið fyrsta sem hann grennslaðist eftir var: Hvað var heitt á yfirborðinu. Hon- um var mikið niðri fyrir, þeg- . ar hann síðan hóf að síma til Jarðarinnar allt það sem fyrir augu hans bar. Talmál hans var reyndar dálítið torskilið, allt í punktum og strikum, en rafeindaheilar túlkuðu tal hans jafnóðum. Vísindamenn í Bandaríkjunum heyrðu Mar- iner II segja: — Ég held, að það séu litl- ar líkur fyrir því, að ég hitti á líf hérna á Venus. Ég var rétt í þessu að athuga hita- stigið við yfirborðið og reynd- ist það mjög hátt. Hitinn er um 450 stig á Celsíus eða svo hár, að blý hlýtur að finnast bráðið þarna niðri. Það er erfitt að ímynd' i:* við slík skilyrði. •— Mér sýnist lofthvolf Ven EFTIR VIIM HÓLIU usar vera allfrábrugðið loft- hvolfi jarðarinnar. Fyrst og fremst er það miklu þéttara. Niður við yfirborðið er loft- þrýstingurinn 10 sinnum meiri heldur en maðurinn á við að venjast. Að öðru leyti eru skýin öll miklu stórkostlegri og hærri. Á jörðunni fer skýja þykknið varla hærra en 16 kílómetra, en hérna byrjar það fyrst í 70 kílómetra hæð og verður 25 kílómetra þykkt. Það er ekki undarlegt að mönnum skyldi ekki hafa tek- ist að sjá niður á yfirborð Venusar með stjörnusjám sínum. Með litrófsrannsóknum hafa stjörnufræðingar rekist á kol-. sýru í lofthvolfi Venusar og virðist mér nú, þegar ég get rannsakað þetta í nærsjá, að magnið af lofttegundinni sé ótrúlega mikið, eða um 10%. Ég get ekki rekist á súrefni eða vatnsgufu, svo ég býst við að köfnunarefni taki upp Blý bráðnar við yfirborð Venusar og þykk ský sveima í 70 kílómetra hæð. mest af 90 prósentunum, sem eftir eru. ★ Á JÖRÐUNNI Við rafeindaheilana má líta spennt andlit. Árangur af margra ára striti og undirbún- ingi er að koma í ljós. Sendi- förin hefur heppnast framúr- skarandi vel, og nú er mað- urinn að fá mörg svör við ót- almörgum spurningum, sem hann hefur lengi glímt við. En hvernig er með segulsvið Venusar? Eða snúing plánet- unnar um sjálfa sig? Eyrun sperrast á vísindamönnuénum, þegar Mariner II heldur á- fram: — Ég hef verið að grennslast fyrir um segulsvið Venusar, bæði á leiðinni hing- að og svo núna, en ekki getað fundið nein merki þess. Fyrst hélt ég að það væri einhverju tækja minna að kenna, en þá sá ég að það gæti ekki átt sér stað, því ég hef getað mælt alheimssegulsviðið á leið minni hingað, Líklega hef ur stjarnan ekkert segulsvið og eru fleiri rök, sem hníga að því. — Rétt í þessu var ég að athuga snúning hnattarins um ás sinn og sýnist mér, að hann sé mjög hægur. Helzt held ég, að Venus snúi alltaf sömu hlið að Sólu, á svipað- an hátt og Máninn snýst um- hverfis Jörðina. Jarðarbúi sér ávallt sömu hlið Mánans og þannig myndi Sólarbúi sömu- leiðis sjá Venus. Þetta þýðir það, að það tekur Venus 225 daga að snúast einn hring í kring um sjálfa sig eða jafn- langan tíma og það tekur hana að fara einn hring í kring um Sólina. Þetta er sam- hljóma einni kenningu sem segir, að hnettir sem snúist hægt hafi lítið eða ekkert seg ulsvið. — Eitt finnst mér dálítið dularfullt. Á einum stað í lofthvolfinu er hitastigið um 15 gráðum lægra heldur en annars staðar. Það er ekki laust við, að mér.fljúgi í hug svífandi lífsverur í lofthjúpn- um, sem einhverjum vísinda- manni heima hefur dottið 1 hug, að gætu fyrirfundist á Venus. Ég hef þó ekki tíma til þess að vera með slíkar spekúlasjónir, því nú er ég á hraðri ferð frá stjörnunnL Líklega er hitafallið í loft- hjúpnum af völdum fjallgarða fyrir neðan. ★ BLESS Og Mariner II hélt burt frá Venus til þess að snúast um- hverfis Sólina um ómunatíð. Gervihnötturinn hafði leyst verk sitt vel af hendi og nú beið hans hvíld í endaleysi tómarúmsins. Hver veit nema að einn góðan veðurdag verði hann sóttur út úr einmana- leika sínum og settur í alheims safnið fyrir fyrstu frumherja geimsins. Ólafur Þ. Jónsson söng í Tívolísalnum í Höfn — hlaut dgæta dóma danskra gagnrýnenda SÍÐASTLIÐINN sunnudag söng ungur íslenzkur tenórsöngvari, Ólafur Þorsteinn Jónsson, á hljómleikum í Tívolí-hljómleika- salnum í Kaupmannahöfn. Söng hann aríur úr óperum og óper- ettum með undirleik hljómsveit ar, er Eifred Eckart-Hansen stjórnaði. Gagrtrýnendur dönsku blað- anna hafa farið mjög lofsamleg- um orðum um söng Ólafs og „ eru sammáia um, að gæði radd- ar hans séu með bezta móti. Sverre Forchammer skrifar í Berlingske Aftenavis, að Danir hafi fengið að heyra marga góða tenórsöngvara frá íslands og nú hafi enn einn bætzt í þann hóp. Segir hann frammistöðu söngv- arans á þessum fyrstu hljóm- leikum í Kaupmannahöfn lofa mjög góðu um framtíðina og til- hlökkunarefni sé, að heyra til hans aftur, er hann hafi náð betra valdi á rödd sinni. Forchammer segir m.a.: Yfir- leitt má segja, að Ólafur hafi gott vald á sinni' ágætu rödd. Þó veldur hann ekki hinum fín- gerðari blæbrigðum raddarinn- ar og túlkunin er oft nokkuð meðvituð. . . .“ Og síðar segir hann, „Aðalatriðið er, að þarna er á ferðinni ósvikinn ljóðrænn tenór, og þeir eru ekki á hverju strái. Efni Ólafur það, sem hann lofaði okkur á hljómleikunum í gærkvöldi, getur hann komizt langt á listabrautinni“. Meðal verka á efnisskrá Ólafs voru óperuaríur eftir Ponchielli og Girodano og óperettuaríur eftir Lehar. Segir gagnrýnandi, að undir hafi tekið í hljómleika- salnum af lófaklappi áheyrenda, eftir meðferð hans á Lehar-arí- unum. Að lokum gagnrýnir Forchammer hljómsveitina og hljómsveitarstjórann fyrir af há- væran og þunglamalegan leik. ★ Gagnrýnandi Politiken segir, T\ Jónsson að Ólafur hafi gersigrað áheyr- endur í Tivolísalnum á sunnu- dagskvöld og það muni hann eflaust geta gert hvar sem hann sýni sig á hljómleikapalli. Segir gagnrýnandinn ekki nokkurn vafa leika á því, að rödd Ólafs sé óvenjulega góð. Hann hafi sýnt það í óperuaríunum ítölsku, að hann hafi gott vald á sætleik belcanto söngs, en þar hafi jafn- framt skort nokkuð á listræn til- þrif. Hins vegar hafi hann notið sín séflega vel í óperettusöngn- um. ★ Gagnrýnandi Berlingske Tid- ende tekur dýpst í árinni og segir, að hljómblær hinnar björtu og léttu tenórraddar Ólafs hafi minnt áheyrendur á Jussi Björl- ing. Og hann bætir við, að rödd in sé alveg laus við nefhljóðið, sem svo oft hafi gætt í íslenzkura röddum, er heyrzt hafi í Kaup- mannahöfn. Gagnrýnendur eru sammála um, að Ólafur eigi enn margt eftir ólært varðandi framkomu á sviði, en það séu atriði, sem auðvelt ætti að vera að lagfæra, og rödd Ólafs gefi mikil fyrir- heit. Apaskinnsjakkar Tökum upp í dag nýjar sendingar af hinum vinsælu dönsku apaskinnsjökkum. Ný snið með og án skinnfóðurs. — Margir litir. H Höfum fyrirliggjandi úrval af stretch- síðbuxum í mörgum litum. Allar stærðir. Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1 — Sími 15077 Bílastæði við búðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.