Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 11
Föstudagur 28. júnf 1í>83 IUORGVNBLAÐIÐ n Ásrún Sigurðardóttír Minning í DAG verður borin til hinztu hvíldar frú Ásrún Sigurðardótt- ir, Sólvallagötu 68 hér í bæ, en hún lézt 14. þ. m., eftir nokkra sjúkdómslegu, rúmlega 71 árs að aldri. Ásrún var í móðurætt komin af hinni kunnu Látra- og Greni- víkurætt, en foreldrar hennar voru hjónin: Sigurður Jónsson, Ásmundssonar, bónda í Syðri- Tungu á Tjörnesi og Anna Jó- hanna Grímsdóttir (f. 1857) Jó- hannessonar frá Kaðalsstöðum. Meðal systkina Önnu Jóhönnu var Edílon Grímsson, skipstjóri, kunnur Reykvíkingur á sínum tíma, er bjó við Vesturgötu 48 hér í bæ, og Elíná Grímsdóttir, frá bórisstöðum, Svalbarðs- Btrönd, sem enn lifir í hárri elli. Ásrún var fædd 3. janúar 1892 í Sigluvík á Svalbarðsströnd, en rúmu ári siðar, eða 1. sept. 1893, missti hún móður sína, Önnu Jó- hönnu, er lézt frá fjórum börn- um þeirra hjóna: Pálínu fimmtán ára, Grími níu ára, Hannibal sex éra og Ásrúnu hálfs annars árs. Önnur þrjú barna þeirra hjóna létuzt á ungum aldri, en alls eign uðust þau sjö börn. , Hálfu öðru ári eftir andlát móðurinnar fluttist Sigurður með börnin fjögur að Ánabrekku í Borgarfirði, en þar lézt hann vorið 1899. Eftir það og fram yfir fermingaraldur ólst Ásrún upp hjá móðursystur sinni, Eliná Grímsdóttur, og manni hennar, Árna Guðmundssyni, hrepp- etjóra, Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd. Til Reykjavíkur flytzt svo Ás- rún árið 1907 og býr hjá frænda Binum, Edílon Grímssyni, vinnur á hússtjórnarskóla og stundar nám í Kvennaskólanum. Og hinn 8. janúar 1910 gengur hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Steindór H. Einarsson frá Ráða- gerði hér í bæ. Hefur hún síð- an, ásamt með manni sínum, ver- ið Vesturbæingur og búið lengst af á Ráðagerðislóð. Ung bunduzt þau tryggðabönd um, hétu hvort öSru að standa saman í blíðu og stríðu og berj- ast sameiginlegri baráttu til að hefjast úr fátækt til bjargálna. Heimili var stofnað af litlum efn- umog horft með bjartsýni til komandi ára. Elja, iðju- og nægjusemi báru árangur, því hjónin komust smátt og smátt í góð efni fyrir þrotlausa baráttu og vinnu þeirra beggja. Ásrún húsfi-eyja reyndist þess umkomin, að annast sitt hlutverk og leysti það af hendi með mestu prýði. Hún unni heimili sínu og börnum sínum umfram allt ann- að. Má segja að allt hennar líf hafi verið óþreytandi umhyggja fyrir því, sem henni var á ung- um aldri trúað fyrir. Manni sín- um var hún einnig ómetanlegur förunautur, enda varð hjóna- band þeirra eins og bezt gerist. Á grundvelli gagnskvæms trausts ©g samvinnu studdi hún mann sinn í hans erfiða og umfangs- mikla starfi, fylgdist vel með umsvifum hans og þótti vænt um alla þá, sem aðstoðuðu hann ©g unnu honum vel. Ut á við var Ásrún ekki fyrir að láta á sér bera, en hún var Bívinnandi á sínum vettvangi og sannur og góður vinur vina Binna. Þeir munu vera margir, lífs og liðnir, sem leituðu til hennar eftir að hún varð þess megnug að geta rétt öðrum hjálparhönd. Og það stóð ekki á hjálpinni, án allrar sýndar- mennsku. í þeim efnum var hún Bileitandi að tækifærum til að láta gott af sér leiða, þó ekki bæri miikð á. Höfðingleg ásýnd, prúðmannleg framkoma, elju- Bamt starf og hjálpsemi við aðra voru hennar aðalsmerki. Börn Ásrúnar og Steindórs eru: Sigurður Einar, Anna, Guðrún, Fjóla og Kristján. Öll búsc Reykjavík. Barnabörnin i ursonur og tengdasonur með skömmu millibili. verkstæðisformaður. heimili þeirra hjóna, Steindór Einarsson kveður nú með söknuði og trega sinn kæra lífsförunaut á erfiðum tíma á ævibraut sinni, eftir 53. ára trúa og dyggt samfylgd. Veit ég, að þeir eru margir sem með mér, á þessari skilnaðarstundu, senda honum og fjölskyldu hans inni- legustu samúðarkveðjur. Jón Brynjólfsson. Kveðja til ömmu I DAG kveðjum við elskulega ömmu okkar, með miklum sökn- uði og þökkum henni af hlýjum hug fyrir allt sem hún gerði fyr- •ir okkur. Þú, amma mín, ert í augum okkar og verður alltaf blíða og góða gjafmilda amman, sem við leituðum til, og þú veittir okk- ur svo mikla ástúð og umhyggju sem við gleymum aldrei. Við viljum leitast við að lifa lífinu eins og þú innrættir okkur, því við vitum að allt sem þú kenndir okkur var til að búa okkur und- ir að standa á eigin fótum, og hafa það góða að leiðarljósi. Við minnumst þín bezt með því, og gleymum aldrei ástúð þinni og umhyggju fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Einar, Pétur og Steindór. t Kynning Ungur maður óskar eftir að kynnast stúlku á aldrinum 25—35 ára með framtíðar- kynni fyrir augum. Fullri þagmælsku heitið. Þær, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín ásamt mynd og helztu uplýsingum inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 5. júlí, merkt: „Kynning — 5518“. 1. O. G. T. Stúkurnar Verðandi og Dröfn fara skemmtiferð austur í Fljótshlíð sunnudaginn 7. júlí. Þátttaka tilkynnist í síma 16985 og eftir kl. 6 í síma 23625 fyrir nk. miðvikudag. Ferðanefndin. 1 1 Piltur óskast til afgreiðslustarfa. Þarf að hafa ökuleyfL K L E I N Baldursgötu 14. Laghentir verkamenn óskast strax, mikil vinna. STEINSTÖLPAR Kf. Súðavogi 5. — Sími 17848. í búð Óska eftir 3ja herb. íbúð, sem fyrst, 2 í heimili. Upplýsingar í síma 16801 til kl. 5 og 38374 eftir kl. 6. i BlLASALAN, ==:ll5öiff=; Renault R8 ’63 nýr. Sxipti á ódýrari bíl. Opel Caravan ’63 nýr. Opel Kadett ’63. Volkswagen ’55 til ’63. Fiat 1400 ’57 frá Akureyri, ekinn 44 þ. km. Skipti á ódýrari bíl möguleg. Taunus ’61 4ra úyra. Jeppar og Vörubílar. IIÓLFSSTRÆTI Símar 15-0-14 og 1-19-18. Vel með farnir barnsfætur skapa fjársjóð til fullorðinsára. BAHCO SILENT. ELDHUSVIFTUR Með innleggi Hvítir, brúnir, ^ drapp. Stærðir: 19—27. SKÓHÚSIÐ Hverfisgata 82 Sími 11-7-88. og aðrir BAHCO loftræsar [ fyrir stór og smá husakynni. BAHCO er sænsk gæðavara. Leitið upplýsinga um upp- setningu í tæka tið. Góðir greiðsiuskilmálar. Sendum um allt land. I o vli \ O. KORNERUP-HANSEN Simi 12606. — Suðurgötu 10. Spumingin er ekki hvort eigi að tryggja, heldur hvar og því er fljót- svarað. Auðvitað hjá okkur. Aðeins eitt símtal og tryggingin er komin í lag. Iðgjöldin eru ótrúlega lág. Válpyggingafélagið Simi 11730. — Borgartúni 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.