Morgunblaðið - 28.06.1963, Side 12

Morgunblaðið - 28.06.1963, Side 12
1?. WORCUNBLAÐ1Ð Fostudagur 28. Jðni 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. tltbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. . Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 4.00 eintakib. AUKNING SÍLDARIÐNAÐARINS TVÍúverandi ríkisstjórn hefur ^' beitt sér fyrir stór- felldum stuðningi við síldar- iðnaðinn - landinu. Síðustu árin hefur verið unnið að því af miklu kappi að stækka síld arverksmiðjurnar á Aust- fjörðum og reisa þar nýjar. Hafa síldargöngurnar að þessum landshluta síðustu ár in gert þessa uppbyggingu síldariðnaðarins þar nauðsyn lega. En einnig hér á Suðvestur- landi hefur orðið stórfelld aukning á síldariðnaðinum sl. fimm ár. Hefur afkastageta síldarverksmiðjanna í þessum landshluta aukizt á árunum 1958—1962 um 15—16 þúsund mál á sólarhring. Þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum haustið*1958 voru afköst síldarverksmiðjanna suðevstanlands um 12—13 þúsund mál samtals á sólar- hring. Hafa því afköst verk- smiðjanna á þessu svæði auk- izt á fyrrgreindu tímabili um hvorki meira né minna en 115 —130%. Vetrarsíldveiðin og hin nýja tækni í þessum fiskveið- um hafa skapað nauðsyn auk- ins síldariðnaðar á Suðvestur- landi. Undirbúningur er nú einn- ig hafinn að uppbyggingu síldariðnaðar á Vestfjörðum. Er nú í undirbúningi bygg- ing síldarverksmiðja í Bol- ungarvík, á Flateyri, Súg- andafirði, ísafirði og Patreks- firði. Hyggjast Vestfirðingar í framtíðinni nota stærstu skip sín til vetrarsíldveiða. Auðvelt er einnig að reka síld arverksmiðjur á Vestfjörð- um, þegar sumarsíldin fyrir Norðurlandi gengur inn á Húnaflóa eða er á vestur- svæðinu yfirleitt. Síldarverk- smiðjurnar á Ströndum, í Djúpuvík og Ingólfsfirði, hafa nú um árabil verið ónotaðar, fyrst vegna algers aflabrests á síldveiðunum fyrir Norður- landi og síðan vegna þess að síldin hefur lítt eða ekki geng ið inn í Húnaflóa. En þegar síldargöngur koma á vestur- svæðið og í Húnaflóa hljóta þessar verksmiðjur, ásamt þeim, sen nú er verið að und- irbúa á Vestf jörðum, að koma að góðu gagni. Síldariðnaðurinn er mikil- vægur þáttur atvinnulífs okk ar. Hin nýja tækni hefur gert síldveiðarnar að árvissari at- vinnugrein en þær voru áður. Sérstaklega hefur vetrarsíld- veiðin valdið straumhvörfum í þessum efnum. Þess vegna er mjög þýðingarmikið að góðar og afkastamiklar síld- arverksmiðjur séu í öllum landshlutum. Hefur núver- andi ríkisstjórn unnið kapp- samlega að því takmarki. TÖNLISTAR- SKÓLAR k undanförnum árum hefur tónlistarskólum í landinu fjölgað verulega. En margir þeirra hafa átt erfitt upp- dráttar, búið við fjárhagserf- iðleika, ófullkomið húsnæði o.sfrv. Þessum merku skólastofn- unum hefur nú verið veittur stuðningur af hinu opinbera. Hinn 27. maí 1960 samþykkti Alþingi. þingsályktunartil- lögu frá Magnúsi Jónssyni, al þingismanni o.fl., þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um tón- listarfræðslu, þar sem m.a. skyldu sett skýr ákvæði um aðild ríkisins að þessari fræðslu, þátttöku ríkissjóðs í greiðslu kostnaðar við tón- listarskóla og hvaða skilyrði þessir skólar þyrftu að upp- fylla til þess að njóta ríkis- styrks. í framhaldi af þessari þingsályktunartillögu hefur nú verið sett löggjöf um fjár- hagslegan stuðning við tón- listarskóla. Meginatriði þess- ara laga er, að tónlistarskól- arnir verða áfram eins og ver- ið hefur einakskólar, en njóta fjárhagslegs stuðnings úr rík- issjóði og hlutaðeigandi sveit- arsjóði. Gera lögin ráð fyrir að skólarnir fái allt að % rekstrarkostnaðar síns greidd an úr ríkissjóði. Með þessari löggjöf er kom- ið fastara skipulagi á tónlst- arfræðslu í landinu en áður og lagður grundvöllur að verulegum framförum á þessu sviði. Er vissulega á- stæða til þess að fagna því. Tónlistarskólarnir hafa við erfiðar aðstæður unnið mikið og merkilegt menningarstarf í hinum ýmsu byggðarlögum, þar sem þeir eru starfandi og í þágu tónlistarinnar í land- inu yfirleitt. MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA- FUNDUR IJundur menntamálaráð- * herra Norðurlanda mun hefjast hér í Reykjavík í Danir fella fjögur stjórnarfrumvörp Kaupmannahöfn, 26. júní. — (NTB-AP) — I GÆR fór fram í Danmörku þjóðaratkvæðagreiðsla um fjögur jarðnæðislagafrum- vörp ríkisstjórnarinnar. Hafði þingið samþykkt þessi frum- vörp. Við þjóðaratkvæðagreiðsl- una voru þau hins vegar felld með miklum meirihluta at- kvæða. Rúmlega 43% greiddu atkvæði á móti, en aðcins rúmlega 28% með. Frumvörpin fjögur, sem borin voru undir þjóðaratkvæði, mið- uðu að því, að auka afskipti rík- isins af úthlutun og sölu bújarða í landinu. Auk þeirra hafði þing ið samþykkt sjö frumvörp um kaup og sölu jarða og miða þessi ellefu frumvörp í heild að því, að koma í veg fyrir jarðakaup er- lendra aðila í Danmörku. Það var stjórnarandstaðan, sem krafðist þess, að fjögur hinna ellefu frmnvarpa yrðu borin und ir þjóðaratkvæði. Eftir að úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar voru kunn í dag, hélt Jens Otto Krag forsætisráð- Þúsundir minka drápust á minkabúum í Danmörku á sunnudag og mánudag, og var banamein þeirra eitrun í mat. Er talið að tjón minkabúanna, sem eru um 100 nemi rúmlega milljón dönskum krónum. Eitrunin var í minkafæðu, sem búin keyptu af fiskút- flytjandanum Gustav Skalle- herra fund með ráðherrunum í stjórn sinni. Og á morgun hafa þingmenn stjórnarflokkanna, sósíaldemókrata og róttækra vinstrimanna, verið boðaðir til. fundar. í Kaupmannahöfn er talið, að einhvern næstu daga hefji stjórn in viðræður við stjórnarandstöð- una um hugsanlegar breytingar á frumvörpunum, sem felld voru.’ Eftir ráðuneytisfundinn 1 dag, sagði Krag forsætisráð- herra, að stjórnin væri fús til þess að gera tilslakanir í sam- bandi við frumvörpin og sagðist vona, að stjórnarandstaðan kæmi til móts við hana. Kornerup Madsen minkaeldis-ráðunautur með dauða minka- hvolpa. Þúsundir minka drepast at eitri rup, en hann rekur einnig minkabú og missti sjálfur um 6 hundruð dýr. Vitað er að um 10—15 þúsund dýr hafa drepizt, og er þar aðallega um hvolpa að ræða. En auk þess eru þúsundir dýra, sem hafa neytt eitr.uðu fæðunnar og eru talin dauðans matur. Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir bændurna, því ekki er unnt að tryggja nema elztu ræktunardýrin. Getur eitrunin því leitt til þess að margir bændanna verði gjaldþrota. Minkafóðrið, sem eitrunin stafar af, er fiskúrgangur, blandaður með svinalungum. Eru það svínalungun, sem or- sökuðu eitrunina, en þau voru að sögn sérfræðinga ekki nógu kæld í flutningunum. Þótt hér sé um alvarlegt tjón að ræða fyrir bændur á takmörkuðu svæði, hefur það ekki mikil áhrif á minkarækt í Danmörku almennt, því þar eru í minkabúum alls tals- vert á aðra milljón minkar. næstu viku. Óhætt er að full- yrða, að enda þótt norræn samvinna hafi borið veruleg- an árangur á f jölmörgum svið um, þá hafi hún hvergi verið árangursríkari en á sviði menniiígar og menntamála. Aðalorsök þess er að sjálf- sögðu sú, að hinar norrænu þjóðir eru náskyldar og hags- munir þeirra stangast í engu á á sviði ‘menningarmála. Norræna menningarmála- nefndin, Norðurlandaráð, fundir menntamálaráðherra Norðurlandanna og fleiri stofnanir hafa unnið mikið og gagnlegt starf í þágu nor- rænna menningarmála. Sérstök ástæða er til þess fyrir okkur íslendinga að gleðjast yfir þeim áhuga, sem frændur okkar á Norðurlönd- um hafa sýnt á því að treysta hin menningarlegu tengsl við íslenzku þjóðina og land henn ar. íslendingar vilj? eiga sem nánust og víðtækust skipti við frændur sína og granna á Norðurlöndum. Mikill fjöldi íslenzkra menntamanna hef- ur sótt þangað menntun og þangað liggja árlega leiðir fjölda íslendinga úr öllum stéttum hins íslenzka þjóð- félags.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.