Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 13
Fostudagur 28. júnf 1983 MORGVNBLAÐIB 13 Kennedy skorar á landa sína að: leysa kynþáttamálin með skynsemi og snarræði Washington, 26. júní (NTB). Dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, Robert Kennedy, lét svo ummælt í dag, að Bandaríkin gætu ekki lengur þolað þá ógnun sem stafaði af kynþattamisrétt- inum í landinu. Þessi ummæli dómsmálaráð- herrans komu fram í yfirlýsingu sem hann sendi dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins vegna frumvarps Kennedys Bandaríkja forseta um jafnrétti blökku- manna við hvíta menn. í yfirlýsingu Roberts Kenne- dys dómsmálaráðherra, bendir hann á hve lengi Bandaríkja- menn hafi átt við kyniþátta- vandamál að etja og segir, að þeir geti ekki vænzt þess, að hægt verði að vinna bug á þeim með því einu, að samþykkja lög. Bandaríkjamenn verði að sýna snarræði og skynsemi á þessum alvarlegu tímum til þess að reyna að koma í veg fyrir, að of- Krúsjeff í Berlín d föstudng Berlín, 26. júní (AP). Skýrt var frá því opinberlega í kvöld, að Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna,' væri væntanlegur til A-Berlínar n.k. föstudag kl. 13 (ísl. tími). Kemur Krúsjeff til borgarinn- ar með flugvél og frá flugvellin- um ekur hann til ráðhúss borg- arinnar til opinberrar móttöku. Eins og kunnugt er, var sá orðrómur á kreiki í Moskvu í gær, að Krúsjeff væri á leið til Rúmeníu. Orðrómurinn var ekki á rökum reistur, því að í dag tók Krúsjeff á móti nýútskrifuðum. nemendum herháskólans í Moskvu. Fór athöfnin fram í Kreml. Byron de la Beckwith beldisverk og órói í landinu auk- ist og margfaldist. Blökkumenn í Suðurríkjum Bandaríkjanna halda enn áfram mótmælaaðgerðum gegn kyn- þáttamisréttinum og eru kröfu- göngur farnar daglega í ýmsum borgum þar, en ekki hefur komið til verulegra óeirða undanfarna daga. Ríkisstjórinn í Kentucky, Bent Comas, undirritaðl í dag bann við kynþáttamisrétti á öll- um stöðum, er þurfa að fá leyfi ríkisins til starfsemi sinnar. Eru það t.d. veitingahús. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, var sölumaðurinn Byron de la Beckwiths, handtekinn um helgina, sakaður um að hafa myrt blökkumannaleiðtogann Medgar Evers, 12. júní sl. Beck- with kveður sig saklausan af glæpnum, en réttarhöld í máli hans hefjast innan skamms. Ingibergur Þorkelsson trésmíðameist. - Kveðia INGIBERGUR Þorkelsson, tré- Bmíðameistari lést að Landakoti 23. þessa mánaðar rétt áttræður eð aldri. Jarðarför hans fer fram frá Neskirkju.í dag. Ingibergur var ættaður fjö Smádölum í Flóa, sonur hjónanna Sigríðar Magnúsdóttur og Þor- kels Jónssonar, er þar bjuggu. > Bræður Ingibergs voru 3: Jón, sem tók við búi af Þorkatli föð- ur sínum, Skúli, sem starfar enn að trésmíði í Reykjavík og Magn ús, einnig trésmiður, sem nú er látinn.. Systurnar voru tvær Ragnheiður kona Kristjáns, sem lengi bjó rausnarbúi 1 Bár, skammt frá Smádölum og Sig- ríður, sem lengst af starfaði hjá foreldrum sínum í Smádölum og nú er látin. Smádala bræður voru víða þekktir fyrir hagleik og dugnað við húsasmíðar, en fleiri verk léku í höndum þeirra svo sem járnsmiði og silfursmíði. Ingibergur lærði ungur tré- smíði í Reykjavík og starfaði síð- an til æviloka að iðn sinni, nema hvað hann bjó 4 ár í Kirkju- vogi í Höfnum og gerði þaðan út opið skip, en stundaði jafn- framt landbúnað. í Hafnarfirði og Reykjavík byggði hann fjölda húsa, sem lengi munu bera hagleik hans vitni. Flest byggði Ingibergur þessi hús sem aðalframkvæmda- aðili, en spítalann á ísafirði og Hafnarfirði byggði hann í félagi við nokkra byggingafélaga. Á árunum 1927 til 1950 var hann einn af mikilvirkustu byggingamönnum í Reykjavík og rak auk þess lengst af trésmíða- verkstæði, sem hann starfaði við þar til hann lagðist í sjúkra- hús í marzmánuði s.l. Margir muuu minnast og sakna hins heilsteypta dugandi manns, sem í öllu starfi sínu og viðskiptum var ávalt hinn prúði og sam- vizkusami eljumaður, sem í hví- vetna stóð við skuldbindingar sínar og lét aldrei svo verk frá sér fara að viðskiptamaðiirinn væri ekki ávalt meðvitandi um, að hann fékk í hendur úrvals vinnu á umsömdum tíma. Konu sína, Sigurdísi Jónsdótt ur frá Galtavík missti Ingiberg- ur 1947. Sigurdís var mjög sam- hent manni sínum, enda stóð hið mannmarga heimili þeirra ávalt með myndarbrag. Þau hjón eign uðust 5. mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Ættingjar og vinir munu lengi minnast hins heilsteypta og trygg lynda manns með þakklæti fyr- ir samvenistundirnar. Ó. I. Sjúkdómar - í DANSKA blaðinu Politiken birtist fyrir skömmu grein eftir Erik Olaf-Hansen. Er hún skrifuð í tilefni útkomú bók- arinnar „Hinir miklu sjúkdóm ar“, eftir Vilhelm Möller- Christensen og fjallar um efni hennar. Fer greinin hér á eftir í lauslegri þýðingu. Við lestur bókar Möller- Christiansen, rís sú spurning, hvort sjúkdómar hafi ekki ráð ið jafn miklu um framgang mála gegnum aldirnar og kon- ungar, einræðisherrar og stór- menni á andlega og veraldlega vísu. Hinn bráðsmitandi sjúk- dómur, bólan, var á fyrri öld- um mikill ógnvaldur. í Dan- mörku geisaði hún t. d. 1591 og í þeim faraldri lézt helm- ingur íbúa Sjálands. Meðal þeirra, sem þá tóku sóttina var Kristján IV konungur, og yngri bróðir hans. í öllu ríkinu föstuðu menn og lágu á bæn í þrjá daga með þeim árangri, að níu vikum síðar reis Krist- ján úr rekkju. Á 17. og 18. öld létust um 50 milljónir Evrópubúa úr bólu. Sóttin batt enda á styrjaldir, bom valdamiklum ættum á kné. T. d. urðu bæði Stúartar og Habsborgarar illa úti af völdum hennar. Frá 1650 til 1700 létust tvéir konungar, ein drottning og ríkiserfingi af ætt Stúarta úr bólunni og það var vegna dauðsfalls af völdum veikinnar, sem ættin missti krúnuna í hendur Hannover- ættarinnar árið 1700. Veikin hafði einnig alvar- legar afleiðingar fyrir Habs- borgara. 1711 lézt Jósep L úr bólunni, aðeins 32 ára. Eig- inmaður Maríu Theresíu drottningar, Franz I, lézt einnig úr bólunni og auk þess margir ættingjar drottningar. Þegar drottningin var 50 ára heimsótti hún tegndadóttur sína, sem hafði tekið bóluna, smitaðist og bar þess menjar æ síðan. Prinsinn af Saxlandi, tengdasonur drottningar, lézt úr bólunni, og einnig dóttir hennar Josepha aðeins 16 ára gömul, skömmu áður en hún átti að giftast konunginum af Napólí. Önnur dóttir drottn- ingar, Elísabet, varð svo örótt eftir bóluna, að Lúðvíg XV, sem ætlaði að taka hana sér fyrir konu, hætti við ráðahag- inn. Hann andaðisl sex árum síðar úr bólunni. Á þessum árum fundu menn ráð til þess að verjast veik- inni, nokkurskonar bólusetn- ingu. En, sem kunnugt er voru það rannsóknir brezka læknis- ins Edwards Jenner og niður- stöður þeirra, sem bundu enda á sókn bólunnar. „Konungur sjúkdómanna" Bólan er nú á hröðu undan- haldi í heiminum, en ennþá veikjast árlega um 200 millj- óniy manna af malaríu og um 2 milljónir manna látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju. Ber malarían með réttu nafn- ið „konungur sjúkdómanna". Hún hefur haft mjög mikil áhrif á þróun og lífskjör mann kynsins. Svarti dauði, kólera og bóla hafa gengið yfir mannkynið eins og jarðskjálfar með stuttu eða löngu millibili og valdið ómetanlegu tjóni. Malarían gengur hins vegar yfir eins oé reglubundin flóð og hefur æ ofan í æ eyðilagt það, sem mennirnir hafa býggt upp af mikilli þrautsegju. Fyrst var farið að nota sjúkdómsheitið malaría um 1700 á Ítalíu. Malaría þýðir aðeins vont loft eins og inflúenza þýðir áhrif Fólk áleit að óloft væri orsök malaríu og inflúenza orsakað- ist af áhrifum frá reikistjörn- um og öðrum himintunglum. Það var ekki fyrr en 1640, sem ráð fannst til lækningar malaríu, en þá hófst flutning- ur Kínabarkar frá Ameríku. Mönnum urðu þá ljós hin góðu áhrif kíníns á malaríusjúkl- inga. Þó voru ýmsir mjög and- vígir notkun kíníns. í Frakk- landi var lyfið fyrst viður- kennt 1680, á stjórnarárum Lúðvíks XIV. Tveimur árum áður settist brezki læknirinn Robert Talbor að í París og margt af fyrirfólki borgarinn- María Theresía drottning var á fimmtugsaldri, er hún fékk bóluna. Hún bar menj- ar sjúkdómsins æ síðan. Kristján IV Danakonungur varð fárveikur af bólu, er bann var 15 ára. átti ekkert skylt við holds • veiki. Um 400 árum síðar, var Biblían þýdd á latínu og not- uðu menn einnig í þeirri þýð- ingu orðið lepra í stað he- brezka orðsins tsara’at. Það olli engum skaða þá og það var ekki fyrr en á miðöldum, áð merking orðsins breyttist í latínu og í hinni breyttu' merkingu þýddi það holds- veiki. Þegar Biblían síðar var þýdd á tungumál hinna kristnu þjóða, þýddu menn orðið lepra með því orði, sem í hverri tungu var notað um holdsveiki, án þess að ger« sér grein fyrir því að þetta var ekki sami sjúkdómuriiui mannkynssaga ar kallaði á hann, þegar hita- sótt skaut upp kollinum. Tal- bor gaf sjúklingunum duft, sem hafði góð áhrif, 'en hélt því leyndu hvaða efni væri í duftinu. 1680 sýktist ríkiserf- ingi Frakklands af malaríu. Þegar læknar hirðarinnar stóðu uppi ráðalausir, lét Sól- konungurinn kalla enska lækn inn til sín. Honum tókst að lækna ríkiserfingjann. Lúðvík konungur keypti þá af lækn- inum uppskriftina af hinu undursamlega dufti fyrir mik- ið fé, en veitti um leið lækn- inum einkarétt á sölu þess í Frakklandi næstu tíu árin. Einnig aðlaði hann lækninn. Robert lézt ári síðar og þá birti konungurinn opinberlega uppskriftina af duftinu. Kom þá í ljós að það innihélt mest- megnis kínabörk. „Þýðingarvilla í Biblíunni“ Holdsveiki þótti lengi hræði legust allra sjúkdóma og þó.að nú sé hægt að lækna þennan sjúkdóm og koma í veg fyrir smitun, stendur mönnum enn mikill stuggur af honum. Meðferð holdsveikisjúkl- inga var um aldaraðir ómann- úðleg meðal kristinna manna, því að þeir töldu, sam- kvæmt lögum Mósesar, að þeir væru óhreinir og hefðu orðið fyrir reiði Guðs. Sérfræðingar, sem rannsakað hafa nákvæm- lega öll einkenni, sem í Gamla Testamentinu eru talin upp sem einkenni holdsveiki, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þar sé alls ekki átt við þennan sjúkdóm. Skýringin er sú, að 70 lærðir Gyðingar, sem þýddu Gamla Testamentið á grísku á ann- arri öld fyrir Krists burð, þýddu hebrezka orðið tsara’at með griska orðinu lepra. Lepra var þá í grísku notað yfir vægan húðsjúkdóm, sem og upprunalega var talað um í Biblíunni. Eftir sjúkdómslýsingum f Biblíunni og lýsingum á með ferð hans að dæma, virðist ljóst að hér er um að ræða sjúkdóm, sem nefnist fnat. Þegar hershögðingi Na’am- ans konungs í Arams ‘tók sjúk dóm, sem kallaður er holds- veiki, fór hann til spámanns- ins Elíasar, sem ráðlagði hon- um að dýfa sér sjö sinnum í Jórdan. Hann gerði það og húð hans varð „hrein eins og húð barns“. Bað í uppsprettuvatni Jórdandalsins, sem inniheldur brennistein, hefði ekkert gagn að ef um holdsveiki hefði ver- ið að ræða, en hins vegar hefði það getað læknað fnat, sem var algengur sjúkdómur meðal hermanna. Heimsstyrjöld vegna berkla Bæði skjaldbökur, froskar, fiskar og fílar geta fengið berkla, en þó hefur sá sjúk- dómur fyrst og fremst ógnað manninum. í Englandi töldu menn, að þeir gætu fengið lækningu við berklum, ef kon- ungur snerti þá. Eftir að Karl II kom til valda í Englandi snerti hann á 22 árum um 100 þús. berklaveika. í Frakk- landi var þessi trú einnig ríkj- andi og bæði Lúðvíg XIII. og Lúðvíg XVI veittu mörgum berklaveikum mönnum þá náð að snerta þá. Þetta hafði engin áhrif og bæði háir sem láir urðu sjúkdóminum að bráð. .Serbinn ungi, Gavrillo Prin sip, sem myrti Franz Ferdi- nand, erkihertoga í Serajevo í júlí 1914, þjáðist af berklum og sama máli gegndi um Cham brinovitch, sem tók þátt í sam- særinu. Þeir vissu, að þeim var dauðinn vís, en vildu áður vinna hetjudáð. Þeir ákváðu að myrða Franz Ferdinand og morðið varð upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.