Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 17
Föstudagur 28. júní 1963 M O R C V >V B í. A Ð 1 Ð 17 Egill Vilhjálmsson kaup- maður sjötugur „Lastaðu ei laxinn, er leitar r móti straumi sterklega og I stiklar fossa“. Bjarni Thorarensen. í auglýsingatíma útvarpsins heyrist oft: „Allt á sama stað“ Egill Vilhjálmsson h.f. Þessi auglýsing mun fyrst hafa verið notuð 1930 og ávallt síðan, enda að flestra dómi einhver sú snjall- asta, sem fram hefur komið á sínu sviði og myndu margir vilj- að þessa Lilju kveðið hafa, þótt stutt sé. Þessi auglýsing hefir m.a. orðið til þéss, að hvert mannsbarn í landinu, sem komið er til vits og ára, þekkir nafnið Egill Vilhjálmsson. Auglýsingin er að vísu nokkuð yfirlætisleg, en fyrirtækið Egill Vilhjálmsson h.f. hefir ekki látið hana verða sér til skammar í sambandi við fjölbreytni þeirra vara, sem það verzlar með þ.e. varahluti í bif- reiðar. En fyrirtækið Egill Vil- hjálmsSon h.f. hefir ekki orðið til af sjálfu sér. Það á sinn smið og meistara, Egil Vilhjálmsson, sem í dag á 70 ára afmæli. Egill er fæddur í Hafnarfirði 28. júni 1893. Voru foreidrar hans Anna Magnea Egilsdóttir, Gunn laugssonar pósts frá Arabæ Reykjavík og Vilhjálmur G. Gunnarsson, Gunnarssonar frá Hafnarfirði. Voru systkini Egils 8. Fjögurra ára fluttu foreldrar Egils vestur á Bíldudal ásamt börnum sínum og ólst Egill þar upp. Stundaði hann þar sjósókn og fór ungur að fást við vél- stjórn og lauk prófi í þeirri grein 1914. Egill flutti 1912 aftur til Hafn- arfjarðar og 1915 gerðist hann bílstjóri á leigubifreið til mann- flutninga og jafnframt ökukenn- ari. Er ökuskirteini hans nr. 3. Árið 1917 fór hann svo til Ameríku til þess að nema bíla- viðgerðir og er eflaust fyrsti ís- lendingurinn, sem nám hefir stundað í þeirri grein. Skömmu eftir að hann kom frá Ameriku flutti hann til Reykjavíkur og kvænt- ist hinni merku konu sinni, frú Helgu Sigurðardóttur, sem þegar á frumbýlisárunum bjó manni sínum hlýlegt og vistlegt heim- li, því að um hana mátti segja eins og Grímur segir í kvæði sínu um Sigriði Erlingsdóttur frá Sóla: „Og með kvenmanns högum §t huga jpl hún lét allt til nokkurs duga“. F ' Börn þeirra Egils og frú Helgu eru: Sigurður, frkvstj., kvæntur Kristínu Henriksdóttur, Ingunn gift Matthíasi Guðmundssyni, verzlunarstjóra og Egill, fulltrúi kvæntur Erlu Guðjónsdóttur. Egill var 1920 skipaður próf- dómari við próf bifreiðarstjóra og gegndi hann því starfi til 1928, er hann hóf eigin atvinnu- rekstur í stærri stíl. Egill Vilhjáimsson hefir mark- að djúp spor 1 íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi og verið meðal aðalhvatamanna að stofnun merkra fyrirtækja. Má þar m.a. nefna Strætisvagna Reykjavík- ur, sem hann veitti forstöðu frá 1938-1943, að fyrirtækið var selt bænum, Bifreiðastöð Reykja víkur, Hval h.f., Sigurplast h.f. og Egilskjör h.f. auk stórfyrir- tækisins Egils Vilhjálmsson h.f., sem rekið er í átta deildum. Var það fyrirtæki stofnað 1. nóv- ember 1929 og hefir stöðugt vax- ið og þróast undir öruggri forsjá stofnandans, Egils Vilhjálmsson- ar. Egill hefir líka átt sín drauma fyrirtæki, svo sem rafmagnsbif- reiðar og skautahöll. Draumur- inn um að koma þessum fyrir- tækjum á fót hefir að vísu ekki rætzt, en draumurinn og vonin eru ávallt fegurri en veruleikinn og þess vegna er gott, að vonin verði ekki ávallt að veruleika «g draumurinn rætist ekki, því að þá er það fegursta glatað og töfrarnir horfnir. Ekki er mér kunnugt um, að Egill hafi gefið sig mikið að fé lagsmálum almennt. Innan starfs sviðs síns er hann hins vegar forystumaður. Var m.a. einn aðal hvatamaður að stofn- un Sambands bílaverkstæða á íslandi og fyrsti for- maður þeirra samtaka. Einnig hef ir hann um langt skeið átt sæti í stjórn Vinnuveitendasambands íslands. Á yngri árum glímdi Egill all mikið og var þar í fremstu röð. Þá gekk hann til rjúpna á vetr- um og var beinskeyttur. Lax- veiði hefir hann stundað hvert sumar og þykja löxum önglar hans girnilegri til fróðleiks en flestra annarra. Ég held þó, að veiðimannseðlið sé ekki aðal- hvatinn að því, hversu mikið Egill hefir stundað veiðar, held- ur þörfin á að vera einn með sjálfum sér úti í hinni yndislegu íslenzku náttúru. Því Egill er ekki einn af þeim, sem sér án þess að sjá og heyrir án þess heyra. Hann gefur hverri hýrri fjólu gaum, sem grær á leið hans. Hann er sjáandi og heyr andi umhverfið og raddir þess. Egill hefir ætíð haft hina mestu ánægju af leiklist og sýnt þar áhuga sinn í verki með því að styðja Leikfélag Reykjavikur leynt og ljóst. Hefir L.R. gert hann að heiðursfélaga. Egill hef- ir víða lagt lóð sitt á vogarskál- ina og ávallt svo um hefir mun- að. Á fyrstu árum S.Í.B.S. gaf hann þeim samtökum t.d. stór- gjöf og til Háskóla íslands hefir hann gefið stærstu gjöf, sem ein- staklingur hefir gefið. A sú gjöf að vera til styrktar efnilegum nemanda í viðskiptafræði. Bindindismál hefir Egill stutt af einstakri drenglund og verið þar öðrum til fyrirmyndar. Styrktar- og menningarsjóð fyrir starfsmenn sína stofnaði Egill 1945 og hefir hann orðið til mikils góðs eins og til var ætlast. Hjörleifur Baldvinsson prentari — fclinning Er Egill hjúasæll, enda lætur hann sér annt um starfsfólk sitt og hefir oft gert „góðan hest úr göldum fi<ia“. Fáir eiga slíkt dagsverk sem Egill Vilhjálmsson, enda er hann ekki morgunsvæfur. Hann rís upp fyrir dag og fylgjst vand- lega með smáu og stóru í fyr- irtækjum sínum. Og þó hann sé ríkur maður á mælikvarða ís- lendinga, segir hann ekki eins og skáldið: „Farið heilar fornar dyggðir“, en dyggðir þær, sem fara áttu að dómi skáldsins voru iðni, nýtni og sparsemi Þessar dyggðir myndi Egill Vilrjálms- son ekki vilja láta hverfa frá íslendingum. Egill hefir hafist af sjálfum sér, en auðurinn hef- ir ekki gert hann að angurgapa, heldur verið honum tæki til að láta gott leiða af sér. Hinum fornum dyggðum vill hann ekki kasta á brott sem slitinni flík, sem ekki er lengur nothæf. Hann er tryggur við þær eins og ann- að, sem hann hefir fundið að er einhvers virði, því að í fari hans er ekkert hverfult heldur traust sem bjarg. Hið karlmannlega brattasækna og staðfasta lífsviðhorf hans ieyf ir honum ekki að líta smáum augum á veganestið, sem hann fór með úr húsum foreidranna út á þjóðveg lífsins. í dag vil ég nota tækifærið og þakka Agli trausta vináttu og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla. Hann hefir sjálfur verið sinnar gæfu smið ur. í skapgerð hans er „allt á sama stað“, djörfung og dugur, drengskapur og framsýni. Barði Friðriksson — Fuglarnir Framh. allt s< af bls. 8. m tilheyrir T elpnaskór Og Sandalar aýkomnir. Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17. — Framnesv. 3. staflega mönnunum. Niðurlag kvikmyndarinnar er dapurlegt fyrir mannkind- ina: Fuglarnir flæma mennina burt og gerast herrar jarðar innar. Þeir yfirgefa borgina, það heyrist hávaði og i fjarska vélasuð síðasta bílsins, sem fer burt. — En hvert? -- XXX ---- í þessari mynd kemur fram ný kvikmyndastjarna, sem þykir ótrúlega lík Grace Kelly. Heitir sú Tippi Herden, og á hún sjónvarpinu frama sinn að þakka, því það var einmitt á sjónvarpsskermin- um, sem Hitchock kom auga á hana. Að síðustu skal þess getið, að í kvikmyndinni koma fram átta þúsund smáfuglar og spörvar, auk fjölda máva, kjúklinga og annam fugla- tegunda. Kaupum hreinar léreftstuskur Prenlsmiðja Morgunblaðsins Drengur góður, prúður, ötull og samvizkusamur maður er fall- inn. Maður á bezta aldri, vinsæll og vandaður, — Hjörleifur Bald- vinsson. Hjörléifur var fæddur 7. marz 1918 að Eiði, Seltjarnarnesi. Hann hóf prentaranám í Gúttenberg 1935 og lauk því 1940. Hann fór til framhaldsnáms í iðn sinni og lit- og listprentun í Ameriku 1945. Hjörleifur Baldvinsson var m.a. kennari við prentaraskóla Iðn- skólans í Reykjavík allt frá því að prentskólinn hóf göngu sína árið 1958. Átti hann sinn drjúga þátt í að koma skólanum af stað, í samstarfi við stéttarbræður sína og samstarfsmenn við Iðn- skólann. Stofnun prentskólans var á sín um tíma merkt brautryðjenda- starf að vissu leyti, aðallega vegna þess að hér var um ný- mæli að ræða, af því er varðar reglubundið verklegt iðnám í iðn skóla. Hjörleifur vann mjög heils hugar, ásamt félaga sínum Óla Vestmanni Einarssyni, að uppsetn ingu véla og tækja fyrir prent- skólann og hafði upp frá þvi kennslu á hendi í vélasal skól- ans. Var samvinnulipurð áber andi eiginleiki í fari Hjörleifs. Það þótti og vel gert og sam- vizkusamlega, sem Hjörleifur vann, og kennsla fór honum prýðilega úr hendi, enda vel lát- inn af nemendum og öllu starfs fólki. Það þótti mér og mörgum öðrum sérstaklega skemmtilegt í fari Hjörleifs, sem kennara, hve öll umgengni í vélasal var snyrti leg, þrátt fyrir mjög mikil þrengsli og slæma aðstöðu, bæði til kennslu og þrifa. — Ef allir prentsmiðjusalir gætu verið svo þriflegir, hreinir og snyrtilegir, þrátt fyrir prentsvertu og papp- ísafganga, sem skólaprentsmiðja Iðnskólans var undir stjórn Hjör- leifs, væri vel farið. — í daglegri umgengni og á vett- vangi félagsmála var Hjörleifur einnig hinn prúði, kurteisi og elskulegi félagi. Hann starfaði mikið að félagsmálum, og opin- berum málum. M.a. var hann for maður skólanefndar og barna verndarnefndar í Garðahreppi þar sem hann var búsettur, og naut þar trausts og virðingar. — Sem uglingur gerðist hann áhuga samur um íþróttir, var um 18-20 ára skeið virkur íþróttamaður í Ármanni. Hann átti m.a. þátt í glæsilegri frammistöðu þess félags í leikfimi og starfaði ’ í leikfimisflokkum bæði undir stjórn Vignis Andréssonar og stjórn Jóns Þorsteinssonar. Einn- ig var hann virkur í frjálsum íþróttum á vegum Ármanns. — Hjörleifur var virkur félagi í I.O.O.F. reglunni í mörg ár og átti þar marga vini og naut þar virðingar. Ég veit ég mæli fyrir munn margra félaga hans og samstarfs- manna í Iðnskólanum og félaga hans í Oddfellow-reglunni, er ég færi honum látnum einlæga þökk Þökk fyrir ljúfar endurminning- ar um fölskvalausan vin, sam- starfsmann og félaga. — Jafn- framt vottum vér ekkju hans, börnum og ættingjum virðingu og einlæga samúð í sorg og erf- iðleikum. Óvenju dugnaðarlega og drengilega tel ég framkomu frú Sigríðar Valgeirsdóttur er hún tók að sér störf manns síns við próf í Iðnskólanum s.l. vor, er hann lá á sjúkrabeði, til við- bótar við eigin störf heima við og áhyggjur af manni sínum sjúkum. Ekki vissi ég til að Hjörleifur . léti nokkurn tíma hugfallast fyrir erfiðleikum né veikindum, heldur lét hann sem batinn væri alltaf á næstu grösum. — Sérlega hugljúfa tel ég framkomu hans hafa verið allt það langa tíma- bil, sem ég hafði kynni af hon- um. Blessuð veri minningin um Hjörleif Baldvinsson. Megi frið- ur ríkja með ekkju hans, ætt- ingjum og vinum. Þór Sandholt Ódýrir Karlmanna- sandalar Karlmannaskói Trúlomnarhringar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skólavörðustíg 2. BIFREIÐAEIGENDUR í Reykjavík — Kópavogi — Hafnarfirði. Hef opnað bílamálun í Silfurtúni. — Komið og látið okkur sprauta bifreiðina. Vanir menn vinna verkin. Bilamálun Hafsteins Jónssonar. Simi 51475 Heimasímar: 23967 Hafsteinn Jónsson. 33313 Halldór Hafsteins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.