Morgunblaðið - 06.07.1963, Page 1

Morgunblaðið - 06.07.1963, Page 1
24 slður Fundur deilandi l\larx- Leninista hafinn í IMoskvu Moskvu, 5. júlí — AP LJÓST er, að meðfundi leiðtoga sovézkra og kínverskra • kommúnista hefur dregið til meiriháttar tíðinda á alþjóða- sviðinu. Þau deiluefni, sem hæst ber, eru, hvort reynt skuli að breiða út kommúnisma með styrjöld, eða hvort stuðzt skuli eingöngu við friðsamlegri aðgerðir. Kínverjar halda því fram, að sovézkir leiðtogar hafi á röngu að standa, er þeir segja, að stuðla megi að átrúnaði þjóða heims á kommúnisma með friðsamlegum aðgerðum. Stefna þeirra sovézkra ráðamanna, er mestu ráða, og styðja stefnu Krúsjeffs, forsætisráðherra, er hins vegar sú, að koma megi stjórnarfari á Vesturlöndum fyrir kattarncf, ón þess, að til ofbeldis sé gripið. Fréttamenn vestrænna blaða í Moskvu halda því fram, að deiluaðilar muni halda fast við sínar skoðanir. Um það verður hins vegar ekki deilt, að örlög hundruð milljóna manna kunna að verða undir því komin, að samkomulag náist í Moskvu. Það, sem vakið hefur hvað mesta athygli, er, að sú trú er ríkjandi í hópi vestrænna sendimanna, að efnt verði til fundar leiðtoga allra kommúnistaflokka heims, er greiða skuli atkvæði um það, hvort stefna sovézkra eða kínverskra skuli ráða. Munu leiðtogar kínverskra einir um þá hugmynd, að atKvæðagreiðsla geti leyst vanda þann, er nú steðjar að einingu kommúnismans. Þessi mynd var tekin á Moskvuflugvelli i gær, e r fulltrúar kínversku stjórnarinnar komu til fundar við hugmyndafræðin,ga Krúsjeffs og sko ðanabræðra hans. 1 fyrstu fengu ljósmyndarar ekki að taka myndir. Þá gekk til starfsmaður ut anrikisþjónustunnar sovézku og leyfði mynda- töku. Settu fulltrúar jþá þegar upp sparibros, en tókst misjafnlega, eins og myndin sýnir. — Ljósm. AP — Símamynd frá Moskvu. Allt getur gerzt enn, |)vískilyrðum hefurseinkað — segir Jakob Jakobsson um síldina Strax í upphafi fundar deil- ®ndi aðila í dag, kom fram, að eovézkir ráðamenn álíta Kín- verja óheiðarlega menn, menn, sem hyggjast halda fram mál- Btað sínum með lygum, „óheiðar- legum“ ásökunum og sýndar- mennsku. Kínverjarnir neituðu þegar í stað þessum ásökunum. Þó er ekki hægt að segja, að illt skap nefndarmanna hafi ver- ið allsráðandi, er hugsjónafræð- ingur Krúsjeffs, Suslov, hitti kínverska túlkendur Marx-Lenin isma á Moskvuflugvelli í dag. ,,Bros“ beggja aðila vörpuðu skugga á blómvendi ungmeyja, er þar voru staddar til að mýkja hjörtu aðkomumanna. Þeir eru taldir ósveigjanlegir túlkendur þeirrar stefnu ráða- manna í Peping, að aðeins ein túlkun kenninga Vladimirs I. Lenins geti orðið kommúnism- ai um til framdráttar. Það er löngu kunnugt, að Kín- verjar hafa borið brigður á hæfi- leika Krúsjeffs til að leiða kommúnismann fram til sigurs. KLnverjar hafa dreift bækling- um og öðrum plöggum víða, en í þeim skrifum hefur harkalega .verið ráðizt á stefnu forsætisráð- Framhald á bls. 23 Akureyri, 5. júlí. Frétta-maður Mbl. átti tal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, en Ægir lá inni á Akureyri i dag, og innti hann síldarfrétta. Fórust honum orð á þessa leið: — Sjórinn er kaldan en venju lega, sérstaklega á vestursvæð- inu. Fyrir austan er munurinn minni miðað við meðaiár. Eins og við bjuggumst við, er mikil rauðáta á austur-svæðinu og mun fara vaxandi á næstu vikum. Enn sem komið er höfum við þó ekki Efnahagsbandalags Evrópu skuli háttað. Ekki hefur verið nánar skýrt frá samkomulagi ráða- mannanna, en ákveðið hefur verið, að málið verði tekið til umræðu á fundi talsmanna stjóma begpía landanna, inn an tíðar. fundið síld, en óhætt er að full- yrða að ef hún leggur leið sina þangað, þá eru þar öll skilyrði fyrir góða veiði. Út af Norður- landi eru öll einkenni þess að skilyrðunum hafi seinkað, þ.e.a.s. áta er þar minni og sjór kaldari en í meðalári. Svipar mjög til þeirra ára, þegar vertíð hófst seint og stóð sutt. Á vestanverðu Norðurlands- svæðinu er sjór rauðátusnauður, en hún fer nú vaxandi þar, það sem það er. Út af austanverðu Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar lýsti því yfir, að báðir að- ilar hefðu rætt, á hvern hátt vaeri bezt að komast að sam- komulagi um framtíðarhlutverk Stóra-Bretlands. Ekki mun þó hafa náðst eining um, hvernig bezt væri að leggja það mál fyr- ir ráðherrafund bandalagsins í Briissel. Er sú spurning var lögð fyr- ir fulltrúa Frakka, hvort hann áliti, að Frakkland myndi beygja sig fyrir atkvæðum meirihluta bandalagsþjóðanna í þessum efnum, svaraði hann: „Sem betur fer er Efnahags- bandalag Evrópu ekki sokkið svo djúpt enu“. Norðurlandi er talsvert síldar- magn, en torfurnar standa djúpt og eru smáar og því erfitt um veiðar. Út af Austfjörðum er vax andi magn síldar og má búast við talsverðri veiði þar. Síldin, sem veiðzt hefur að und anförnu, er ekki nema að ein- hverju leyti íslenzk vorgotssíld, en annars er síldin norsk. Við höfum tekið sýnishorn af síld, sem veiðst hefur nú undanfarið, en ekki gefizt tími til að vinna úr nema einu þeirra. En þar var um helmingur íslenzk síld. Nóg loðnumagn Við höfum lóðað á geysimikilli loðnu nú undanfarið. Sem alkunn ugt er veiða Norðmenn margar milljónir hl af loðnu á ári hverju og hafa sérstakt leitarskip til að leita að henni. En íslendingar hafa ekki sinnt henni enn sem komið er. En ef þeir hafa áhuga á slíkum veiðum, þá er mikið magn loðnu á síldarmiðunum. Allt önnur síld við Eyjar — Hvaða síld er það, sem þeir hafa verið að ausa upp við Vest- roannaeyjar? — Það er sumargotsíld, sem er að hrygna þarna og alveg óvið- komandi Norðurlandssíld, og gengur yfirleitt ekki á þau mið. Þó gengur hún stundum grind- horuð á Austfirðing á haustin. — Ég vil sérstaklega taka það fram, sagði Jakob, að engin ásæða er til svartsýni, þó síldin sé ekki komin á vestursvæðið. Það getur allt skeð enn, vegna þess hve skil yrðunum hefur seinkað. — S. Eir. í hor Thors koininn heim THOR THORS, sendiherra ís- lands í Washington og hjá Sam- einuðu þjóðunum, kom hingað heim í fyrrakvöld með Loftleiða- flugvél, ásamt konu sinni," frú Ágústu Thors. Munu þau hjón dveljast hér um mánaðartíma. Sendiherrann er fyrst og fremst kominn til viðræðna við ríkis- etjórnina en einnig mun hann ferðast eitthvað um landið og heilsa upp á vini og kunningja. eirihluti innan E.B.E. skal ekki ráða — segir fulltrúi Bonn, 5. júlí — NTB Frá því var skýrt í Bonn í dag, að De Gaulle, Frakk- landsforseti, og Adenauer, kanzlari V-Þýzkalands, hafi í dag orðið sammála trm það, á hvern hátt framtíðarsam- vinnu Stóra-Bretlands og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.