Morgunblaðið - 06.07.1963, Page 6
6
'HOHGUNBL'AÐtÐ
Eaugardagur 6. Júlí 1963
ÞAÐ var heldur kuldalegt að líta
heim að prestssetrinu Hvammi í
Hvammssveit, er fréttamaður
Mbl. átti þar leið um fyrir
London, Moskvu, París
4. júlí (NTB).
STJÓRNMÁLAMENN á Vestur-
löndum reyna nú að fá úr því
skorið hvort Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, setji
griðarsáttmála Atlantshafsbanda
lagsins og VarsjárbandaJagsins
sem skilyrði fyrir því, að undir-
ritaður verði samningur um bann
við tilraununum með kjamorku-
vopn í andrúmsloftinu, geimnum
og neðansjávar. En tillögu um
þessi mál bar Krúsjeff fram í
ræðu, sem hann hélt í A-Berlín
fyrir skömmu.
skömmu. Jörð var hvít af snjó
nærri því niður að flæðarmáli og
vindur hryssingslegur að norð-
vestan. Við höfðum heyrt um það
við kjarnorkutilraunum, en hann
lagði áherzlu á, að slíkur samn-
ingur mætti ekki vera í tengslum
við griðarsáttmála bandalaganna
tveggja, er áður getur.
Macmillan forsætisráðherra
Breta ræddi tillögu Krúsjeffs í
brezka þinginu í dag. Kvað *.ann
ástæðu til þess að fagna þeirri
hlið tillögunnar, er sneri að
banni við kjarnorkutilraunum
og þó takmarkað væri. Gæti það
orðið til þess að binda enda á
vígbúnaðarkapphlaupið.
rætt, að svo mætti segja, að írskt
landnám hefði orðið öðru sinni í
Hvammi í Dölum. Að vísu minn-
umst við þess, að kvenskörung-
urinn og landnámskonan Auður
djúpúðga var ekki írskrar ættar
heldur norskrar, en maður henn-
ar Óleifr inn hvíti, sem fallið
hafði í hernaði. áður en hún réð-
ist til Islandsferðar, var konung-
ur yfir Dyflinni og Dýflinnar-
skíri. Og um nýtt „landnám" er
það að segja, að ekki hafði verið
búið í prestshúsinu í Hvammi í
þrjú ár, er hin nýja írska „land-
námskona" Janet Ingibergsson
fluttist þangað árið 1959 með
manni sínum séra Ásgeiri Ingi-
bergssyni.
Hún er frá Belfast á írlandi,
en var við háskólanám í Dyflinni,
er hún kynntist sér Ásgeiri, er
þar var við framhaldsnám í guð-
fræði. Það er skemmtilegt tím-
anna tákn, að hin nýja „land-
námskona“ er fjölmenntuð kona,
lauk B.A.-prófi í ensku, frönsku,
! sögu og tónlistarsögu og lagði
í síðan stund á þjóðfélagsvísindi.
I Það fer því fjarri, að hún hafi
búið sig undir það lífsstarf að
í setjast að sem prestsfrú í sveit
uppi á Islandi.
— Eða að setjast að í sveit
yfirleitt, segir húsfreyja er við
spjöllum um þessi örlög henn-
ar. — Eg er fædd og uppalin í
borg og hafði aldrei dvalizt lang
dvölum í sveit, áður en ég kom
hingað, aðeins nokkrum mánuð-
um eftir próf.
Við höfum orð á því, að hús-
freyja talar allvel íslenzku.
— Nei, ég tala alls ekki nógu
vel, segir hún, en ég skil nú orð-
ið nokkuð mikið. Ég læri málið
helzt af gestum, því að við Ás-
geir tölum alltaf saman á ensku.
— En bömin?
— Þau læra bæði málin.
Prestshjónin eiga þrjú börn,
tvo drengi, tvíbura, hálfs þriðja
árs og telpu á öðru ári, svo að
húsfreyja hefur ærið að starfa.
Hún kvaðst kunna sæmilega við
sig, þótt strjálbýlið og fámennið
væri ekki alltaf jafn skemmti-
legt.
— Þó er ýmislegt líkt með
þessum stað og þar sem ég vann
eitt sinn í Englandi, útsýn er til
dæmis ekki svo frábrugðin. —
En /eðurfarið er annað, bætir
hún við og bendir út í hríðina.
Þegar ég kom hingað í fyrsta
sinn, árið 1959 í apríl, var skelf-
ing leiðinlegt veður. Ég hafði sem
betur fer fengið lánaða úlpu í
Reykjavík — ég held hún hafi
hreint og beint bjargað lífi mínu.
En þá vakti þegar athygli mína
hvað loftið var gott, svo bjart
og hressandi og allt öðru vísi en
í Englandi, en þaðan kom ég
hingað.
— En þér hefur ekki snúizt
hugur við þessa ferð.
— Nei, ég sé ekkert eftir því
að flytjast hingað, þótt mér finn-
ist stundum einmanalegt á vet-
urna og erfitt að verzla. Á sumr-
in hefur fjölskyldan og kunningj-
ar heimsótt okkur og þá oft ver-
ið fjörugt heimilislíf. Og hér er
mjög gott að vera með börnin
meðan þau eru lítil — það er nú
einu sinni svo, hvar sem maður
Vill Krúsjeff tilrauna-
bann án griðasáttmála?
Við móttöku í sendiráði Banda
ríkjanna í dag í tilefni þjóðhá-
tíðardags Bandaríkjanna, sagði
Anastas Mikoyan, aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétríkjanna, að
ræða Krúsjeffs í A-Berlín, gæfi
ljóslega til kynna, að Sovét-
stjórnin teldi, að griðarsáttmáli
Atlantshafs- og Varsjárbandalags
ins og undirritun banns við kjarn
orkutilraunum ættu að haldast í
hendur. Fréttamenn, sem við-
staddir vóru, spurðu Mikoyan,
hvort Sovétríkin myndu ekki fá-
anleg til þess að undirrita annan
þessara samninga þó að hinn
yrði lagður til hliðar. Mikoyan
vildi ekki svara þessari spurn-
ingu.
í París ræddi Adlai Stevenson
aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum tillögu
Krúsjeffs. Sagðist Stevenson von-
góður um, að takast mætti að
semja við Sovétríkin um bann
í DAG berast okkur bréf um
smjör og ost svo og bílastöður.
Allt virðast þetta kvartanir,
sem eiga fullan rétt á sér. Séu
þær ekki á rökum reistar veitir
Velvakandi að sjálfsögðu rúm
fyrir skýringar þeirra, sem hlut
eiga að máli.
• Salt og vatn í smjöri
Velvakandi.
„Hér mun vera komin nokk-
ur skýring á útliti smjörs, sem
Velvakandi var svo góður að
birta 25. og 27. júní.
Af tilviljun rakst ég á reglu-
gjörð nr. 160 frá 14. júlí 1962,
þar sem tekið er fram, að leyfi-
legt sé að í smjöri megi vera
16,2% vatn, og að auki megi
bæta smjör með góðu matar-
salti, ótiltekið hve mikið magn
af salti.
Ef aðeins er reiknað með
16,2% vatni, sem hér er reikn-
að verðlaust, þá verður smjör-
og saltverðið kr. 142,66 hvert
kg til mjólkurbúa.
Ef smjör er brætt, þá stirðnar
ekki nema nokkur hluti þess
aftur. Eftir verður vatnslögur
með salti.
Grandi".
• Óætur ostur
Ostæta skrifar:
„Þeir Reykvíkingar sem dá-
læti hafa á osti eru heldur lítið
hrifnir af nýungum Mjólkur-
samsölunnar í ostasölumálum,
nú undanfarnar vikur. Ástæðan
er sú, að ekki hefur fengizt
annar ostur en vaxlaus. Nú er
út af fyrir sig engin ástæða til
þess að hafa neitt á móti vax-
lausum osti, ef ekki fylgdi bögg-
ull skammrifi. Ostur þessi,
sem verið hefur til sölu í búðum
hér að undanförnu er nefnilega
ekki boðlegur fólki. Það er hart
að nýungar í afurðasölumálum
skuli kosta það,’ að ekki er
hægt að fá ætan ost. Megum við
biðja um gamla ostinn með
vaxi“.
• Um bílastöður
„Með hinni nýju samþykkt
um umferðarmál mun hafa ver-
ið kveðið á um, að bifreiðum
mætti aðeins leggja samsíða
gangstétt til vinstri, þar sem
slíkt er á annað borð leyft, ef
um tvístefnuakstursgötu væri
er niðurkominn, að börn á þess-
um aldri binda mæðurnar í báða
skó.
I þessu kemur séra Ásgeir aS
glugganum til okkar og bendir
út á sjóinn:
— Þarna í fjörunni er Auðar-
steinn, sem svo er nefndur. Sag-
an segir, að Auður djúpúðga hafi
látið grafa sig í flæðarmálinu
vegna þess, að hún var kristin
og vildi ekki hvila í óvígðri mold.
Steinninn, sem nefndur er þessu
nafni, er stærri en aðrir steinar
Janet Ingibergsson.
þama og sézt vel héðan á fjöru.
Hvort það er hinn rétti Auðar-
stein, skiptir auðvitað ekki máli,
en það er skemmtilegt, hve mik-
ið er hér af sögulegum örnefn-
um, hvar sem litið er.
Þess má að lokum geta, að
séra Ásgeir var vígður til
Hvammsprestakalls í ágúst 1958.
Kallinu heyra til þrjár kirkjur
og telja sóknirnar samtals 480
manns. Búskap í Hvammi rek-
ur norskur maður, Harald Fivils-
dal, ættaður frá Sogni. Hann er
rúrmega tvítugur að aldri og
kom hingað fyrir fimm árum að
heimsækja systur sína, sem gift
er í Dölum. Heimsóknin • varð
lengri en hann hugði og nú hef-
ur han mikin hug á að setjast
að á íslandi fyrir fullt og allt.
Mbj.
að ræða, en hægra megin ak-
brautar, ef um einstefnuaksturs
götu væri ekið. Lögregluþjónar
hafa svo gengið ríkt á eftir þvi,
að þessum ákvæðum væri hlýtt.
En til hvers? Vita menn ekki,
að til þess að þýðast þessum
fyrirskipunum gera bílstjórn-
endur sér nú oft það ómak að
aka í hring á viðkomandi götu,
svo að bifreiðinni verði lagt sam
síða hinni leyfðu gangstéttar-
brún. Er þetta talið hættuminna
en að „skera akreinina“, eins og
það er orðað, en það var auð-
vitað tilgangur reglugerðarinn-
ar. E.t.v. smekksatriði, að allar
bifreiðar snúi endunum í sömu
átt við sömu götu, en frá örygg-
issjónarmiði er þetta mjög svo
hæpin ráðstöfun. Nánari rök-
stuðningur óskast, ef hér hefur
yfirleitt ekkj verið um vanhugs
aða „velvild" að ræða. Mætti og
ganga ríkar eftir, að bifreiðun-
um væri yfirleitt réttilega lagt
samsíða gangstéttarbrún, en
ekki alla veganna með aftur-
endann út á sjálfa akbrautina1*,
„Einn akandi".
\ E G Straujárn
BRÆÐURNIR ORMSSON
Sími 114o7.