Morgunblaðið - 06.07.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 06.07.1963, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ taugardagur 6. júlí 1963 Léleg síldveiði SÍLDVEIÐIN er heldur léleg um þessar mundir. Frá kl. 7 á fimmtudagsmorgun til jafnlengd ar á föstudagsmorgun fengu skip in 20.556 mál og tunnur, mest allt í Reyðarfjarðardjúpi. í gærkvöldi fréttis’t um „vað- andi síld“ 24 mílur út af Kögr- inu, en þar var enginn búinn að kasta, nema Helgi Flóventsson, sem hafði fengið 5—600 tunnur í kastinu og var að kasta aftur. Lítil sem engin síldveiði var í gærdag. Veður var allgott. Húsmæðraskóla Reykjavíkur slitið HÚSMÆÐRASKÓLA Reykja- víkur var slitið 6. júní s.l. Skólastjórin'n, frk. Katrín Helga- dóttir, skýrði m. a. frá því í ræðu við það tækifæri, að 185 nem- endur hafi stundað nám við skól- ann s.l. vetur, 40 í heimavist, 49 í dagskóla og 96 á kveldnámskeið um. Meðal nemenda voru tvær erlendar stúlkur, frá Noregi og Bandaríkjunum. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Guðrún Haraldsdóttir, Haga, Gnúpverjahreppi, ágætis- einkunn 9,55. Voru henni veitt verðlaun úr Verðlaunasjóði Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Verðlaun úr hinum ýmsu minningarsjóðum, sem stofnaðir hafa verið við skólann hlutu þessar námsmeyjar: Laufey Ingimundardóttir, Akra nesi, fyrir beztan árangur í handa vinnu. Guðrún Herbertsdóttir frá Sig- ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði og Þorgerður Arnórsdóttir, ísa- firði, báðar fyrir beztan árangur í hússtjórn. Svanhildur Jónsdóttir, Sand- gerði, fyrir háttprýði og skyldu- rækni. Fanney Leósdóttir, Akureyri og Guðrún Finnsdóttir, Húsavík, fyrir framúrskarandi ástundun. Við skólauppsögn mættu m. a 20 ára, 10 ára og 5 ára nemendur og fluttu skólanum árnaðaróskir og færðu sjóðum skólans vegleg- ar gjafir. Sýning á handavinnu nemenda var haldinní skólanum 2. og 3. júní og var fjölsótt að vanda. Skólinn er fullskipaður fyrir næsta ár. Vöruhappdrætti SÍBS f G Æ R var dregið í 7. flokki Vöruhappdrættis SÍBS um 1240 vinninga að fjárhæð alls krónur 1.882.000.00. Eftirfarandi númer hlutu hæstu vinningana: Kr. 500.000.00 nr. 2421. 10.000.00 kr. hlutu: 3196 8872 20163 20367 30984 47798 49284 5.000.00 kr. hlutu: 762 11104 18653 20655 22109 22337 30453 34692 37110 38506 40534 40802 43013 44300 49807 54169 55145 57964 58122 62086 Þátttakendur í póstmálaráðstefnunni (frá vinstri): William M. Sjögren, Noregi; Sveinn G. Björnsson, ísl.; J. M.S. Andersen, Danmörku; Rafn Júlíusson, ísl.; Ture Nylund, Svíþjóð; Gunn- laugur Briem, ísl.; Kjell Hávered, Svíþjóð; Torbjörn Seiden, Svíþjóð; Karl Johannesen, Nor- egi; Páll V. Daníelsson, ísl.; Helge Jáder, Svíþjóð; Gunnar Pedersen, Danmörku; Einar Döving, Noregi; Arne Krog, Danmörku; Erik Swartlin,?, Svíþjóð; Karl Axel Löfgren, Svíþjóð; Harras Kolinen, Finnland; Tauno Puolanne, Finnland; Oiva Saloila, Finnl.; Matthías Guðmundsson, ísl. og Bragi Kristjánsson, isl. Páll Daníelsson, forstjóri hag- deildar; Matthías Guðmundsson, póstmeistari í Reykjavík; Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúi. Ritarar ráðstefnunnar eru: Kjell Hávered, fulltrúi; Sveinn G. Björnsson, deildarstjóri; Friðný Sigfúsdóttir, fulltrúi. Á dagskrá ráðstefnunnar eru alls 18 mál, sem snerta ýmist póstsambandið milli Norður- landa, samvinnu Norðurlandanna innan alþjóðapóstsambandsins, auk ýmissa annarra mála, sem ofarleg eru á baugi á alþjóða- vettvangi póstmálanna. Norræn póstmála ráðstefna í Reykjavik DAGANA 4.—7. júlí stendur yfir n o r r æ n póstmálaráðstefna í Reykjavík. Mæta þar alls 19 full- trúar frá öllum Norðurlöndun- um, þar af 5 frá íslandi. Þátttak- endur í póstmálaráðstefnunni eru: Frá Danmörku: Gunnar Ped- ersen, póst- . og símamálastjóri; Arne Krog, forstjóri; J.M.S. And ersen, skrifstofustjóri. Frá Finnlandi: Oiva Saloila, póst- og símamálastjóri; Harras Kolinen, forstjóri; Tauno Puol- anne, forstjóri. Frá Noregi: Karl Johannessen, póstmálastjóri; William M. Sjö- gren, forstjóri; Einar Döving, skrif stof ustj óri. Frá Svíþjóð: Erik Swartling, póstmálastjóri; Helge Jader, að- alforstjóri; Karl Axel Löfgren, Gagnfræðaskóía Sauðárkróks slitið GAGNFRÆÐASKÓLA Sauðár- króks var slitið 4. júní. í skólan- um voru alls 91 nemandi í þrem deildum, sem vgr að nokkru skipt í verknáms- og bóknáms- deildir. Hæstu einkunn skólans hlaut Hildur Bjarnadóttir á unglingaprófi, 9,48, en-alls luku 37 nemendur unglingaprófi. — Miðskólaprófi luku 17 nemendur, þar af 9 landsprófi. Hæstu eink- unn á miðskólaprófi hlaut Sigríð- ur Guttormsdóttir 8,59, en hæstu einkunn á landsprófi: Kristján Bjartmarsson, 8,23. Húsnæðisskorfcur háir starfsemi skólans, enda er hann allmikið sóttur af nemendum utan Sauð- árkróks, aðallega úr Skagafirði, en um fjórði hluti nemenda var þaðan á liðnum vetri. Kennarar voru 3!6, auk 5 stundakennara. Skólastjóri er Friðrik Margeirs- son. — Jón. Ný kynningarbók um ísland NÝ kynningarbók um ísland er nýlega komin út í útgáfu Wilhelm Andermann Verlag í Múnchen. Þetta er smekkleg bók prýdd 30 fallegum litmyndum frá íslandi, en formáli, saga iands og þjóðar í samþjöppuðu formi,'er eftir Björn Th. Björns- son. Þessi bók er í flokki, er nefn- ist „Panorama-búcher“ hjá út- gáfufyrirtækinu og er hin 59. í röðinni, þ.e.a.s. ísland er 59. landið, sem gerð eru skil á þennan hátt. Af bókinni ísland eru fjórar útgáfirr, ein með dönskum og enskum texta, önnur með ensk- um eingöngu, þriðja með þýzk- um og fjórða með frönskum texta. Kostar bókin 125 krónur. Flestar myndirnar tók þýzkur ljósmyndari, Kurt Drost, en Þor- steinn Jósefsson á þarna einn- ig nokkrar myndir. forstjóri; Torbjörn Seiden, skrif- stofustjóri; Ture. Nylund, fv. skrifstofustjóri. Frá íslandi: G. Briem, póst- og símamálastjóri; Bragi Kristjáns- son, forstjóri rekstursdeildar; Fréttabréi úr N.-ísuijorðarsýslu ÞÚFUM, N..-ÍS., 21. júní. — Góð veðrátta og gróðratíð hefir ver- ið hér síðan síðustu mánaðamót. Lítur sæmilega vel út með gróð- ur og grassprettu, þó sláttur byrji ekki fyrr en um næstu mánaðamót og framan af júlí, því oftast er hér ekki byrjað fyrr, þó góð veðrátta sé. Kal í túnum er nú ekkert. Fjárhöld eru góð og sauðburður gekk yfirleitt ágætlega. Lamba- höld eru ágæt, enda gekk fénað- ur vel fram. Tvær refaskyttur hafa tekið að sér grenjavinnslu hér í Inn- djúpinu og vinna að þessu um þessar mundir. í Snæfjallahreppi Háskólafyrirlest- ur um slagæða- stíflur SIR George Pickering, prófe&^r í lyflæknisfræðum við Oxford- háskóla, flytur fyrirlestur í boði læfcnadeildar Háskóila íslands nfc. laugardag 29. júní kl. 14.30 í I. kennslusfcofu. Fyrirlesfturinn nefnist: „Art- berial thrombosis and emibolism“ (segamyndun og silagæðastáflur). Prófesor Pickering er heims- kunnur fyrir rannsóknir sínar á slagæðasjúkdómum og háþrýst- ingi. Hann hefur og látið mennt- un lækna mjög til sín taka og eru ritgerðir hans um það efni alkunnar. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Skagamenn veiða humar og ýsu Akranesi, 5. júlí. Humarbátarnir fjórir talsins, sem inn komu í dag, lönduðu alls 15.5 tonnum af humar. Svanur var aflahæstur með tæp 5 tonn, þá Ásbjörn AK með 4.6, Ásbjörn ÍS með 3 og Sæfari með tæp 3 tonn. Tvær trillur reru héðan í fyrra dag og sigldu í 3 tíma út í norð- vestur. Sæljón fiskaði 1200 kg og Bensi 1000 kg. Aflinn var stór og spikfeit ýsa. — Oddur. unnu þær greni í svokölluðu Hrauni. Þar voru bæði dýrin unnin og 10 yrðlingar. Er fágætt að svo margir yrðlingar séu í sama greni. Verða skytturnar við þessar veiðar meðan greni finnast. Fyrir nokkru er byrjað á vega gerð og verður unnið áfram í Ögurvegi í sumar. Ranghermt var í útvarpsfrétt að heyleysi hefði verið við ísa- fjarðardjúp. Aðeins 1—2 bænd- ur þurftu að fá heyfóður að. Yfir leitt var gott ástand um fóður- birgðir hér við Djúpið. Leiguskip á Djúpið Mikið áfall var að hið góða skip, Fagranes, sem annast hef- ur samgöngur hér með miklum ágætum um 20 ára skeið skyldi skemmast svo mikið af eldi að það verður dæmt ónýtt. Leigu- bátur hefur verið fenginn frá Þingeyri, en bót er að því að félagið á í smíðum rúml. 100 rúmlesta skip í Noregi, sem á að verða tilbúið og afhent félaginu í haust. Verður Þingeyrarbátur- inn leigður til ferðanna fyrst um sinn og helzt þar til nýja skip- ið kemur. Nú er ferðamanna- straumurinn að byrja og bíla- flutningar um Djúpið, og er því nauðsyn að hafa góðan farkost á Djúpinu, til að annast þá flutninga. — PP Kveðjuorð í L J ÓÐ ABRÉFI til vestur-ís- lenzka skáldsins, Guttorms J. Guttormssonar, kvað Örn, skáld Arnarson, á þessa leið: „Þú siglir úr Vesturvegi og vitjar þíns ættarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því ísland var ætíð þitt draumaland frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumahafs djúpi. Og draumar og vaka er tvennt. Þótt draumar okkar hafi verið skírir og ætíð vakið undrun, er það okkur Vestur-fslendingum mjög Ijóst, eftir nokkra vikna •dvöl hér á landi, að draumar og vaka eru ekki hið sama. Nú höfum við litið náttúrufegurð ís- lands og séð í starfi allra, þær óskiljanlegu framfarir sem eiga sér stað hér í Reykjavík og víð- ar, og hefur hvorutveggja vakið undrun mikla, en það, sem meir en nokkuð annað hefur gripið okkur er fólkið — hin íslenzka þjóð. Nú vitum við að hinar ágætu íslendingar, sem hafa komið til okkar í Vesturheimi, eru ekki undantekningar, heldur erind’- rekar, sem spegla þjóðina eins og hún er. Nú hafa draumar og vaka sam- einast og það er myndin, sem við tökum til baka í hjörtum okkar og hún er ógleymanleg. Valdimar LíndaL Leiðin norður Sprengisand Brúin á Köldukvisl merkt með krossi. Brú gerð ú Köldukvisl i sumar í SUMAR er áformað að byggja brú yfir Köldukvísl, og skv. upplýsingum sem Mbl. fékk í gær hjá vegamálastjóra verður líklega byrjað á brúarsmíðinni í þessum mánuði. Gerðar hafa verið áætlanir um veg norður Sprengisand, en helzti farartálminn á þeirri leið er Kaldakvísl. Nokkru sunnar verður að fara yfir Tungnaá, en síðan Hófsvaðið fannst má fara þar yfir á stærri bílum. Brúin á Köldukvísl verður byggð á gljúfur, sem er 12-15 m. á breidd, og verður járnbitabrú. Má segja að þetta sé fyrsti á- fanginn til að hægt sé að opna leið milli Suðurlands og Norður- lands um Sprengisand. En brú- in er einkum byggð nú, með til- íiti til rannsókna vatnamælinga raforkumálaskrifstofunnar, auk þess sem hún verður til hag- ræðis fyrir ferðafólk. Á meðfylgjandi teikningu má sjá leiðina norður Sprengisand og er brúin á Köldukvísl merkt þar inn með krossi. Leiðin ligg- ur upp Landið, fram hjá Galta- læk yfir Tungnaá, hjá Þóris- vatni og norður Sprengisand og niður í Bárðardalinn eða þá hugs anlegt að fara niður i Eyja- fjörðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.