Morgunblaðið - 06.07.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 06.07.1963, Síða 23
Langardagur 6. júlí 1963 TUORGVHBLAÐ1Ð 23 Aðalfundur Iðnaðarbankans AÐALFXJNDUR Iðnaðarbanka ís lands hf. var haldinn í Þjóðleik Ihúskjallaranum laugardaginn 25. maí. Fundarstjóri var kjörinn Guð- mundur Halldórsson, forseti Landssamibands iðnaðarmanna og fundarritari Þorvarður Alfons son, framkv.stj. Félag ísl. iðnrek enda. Formaður bankaráðs Sveinn B. Valfells flutti skýrslu um starf- semi bankans á síðastliðnu ári. í skýrslu forbannsins kom fram, að innlánaaukning bankans hafði orðið meir en nokkru sinni áður eða 40,0 millj. kr. þar af 35,0 millj. kr. aukning á sparisjóðs- innstæðum. Námu heildarinnstæð ur bankans því 203,0 millj. kr. í árslok. Útlánaaukning bankans á árinu varð 27,6 millj. kr. Guðmundur Ólafs, bankastjóri laigði fram og skýrði reikninga bankans fyrir árið 1062 og voru Iþeir samþykktir einróma. Þá fór fram kosning banka- ráðs. í bankaráð voru kjörnir: Sveinn B. Valfells, forstjóri, S einn Guðmundsson, forstjóri Héðinns og Vigfús Sigurðsson, framkvæmdastj. í Dröfn Hfj., en af hálfu iðnaðarmálaráðherra V-i'u þeir Einar Gíslason, málara meistari og Magnús Ástmarsson, prent.sm.stj. skipaðir í bankaráð skv. nýjum ákvæðum í iðnaðar- bankalötgunum. Varamenn í bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, formaður F.Í.I. Bragi Ólafsson, verkfræðingur og Ing- ólfur Finnbogason húsasm.m. en Siguroddur Magnússon, rafvirkja meistari og Guðmundur Guð- mundsson, forstj. í Víði, skipað- ír af hálfu ráðherra. Endurskoðendur bankans voru kjörnir Guðmundur Halldórsson og Þorvarður Alfonsson. Aðalfundurinn gerði nokkrar breytingar á samþykktum og l'eglugerð bankans til samræmis Við þær breytingar, sem síðasta — Víkurbréf Framhald af bls. 10. Eigum góðar vísur Þess hefur áður verið getið í Víkurbréfi, að á s.l. ári kom út Ijóðabók, sem hér hefur verið lesin og nefnist: Vestur-Skaft- fellsk Ljóð. Vitað er þó um ýmsa mæta Skaftfellinga, lífs og liðna, sem ekki eiga kvæði í nefndri bók. Sú athygli, sem bók- in vakti á sínum tíma, sannar, að halda þarf áfram á þessari braut, að koma á framfæri góðum kvæð tim, sem enn hafa hvergi birzt. Þetta undirstrikar Gísli stór- bóndi Tómasson á Melhól í eftir- farandi vísu: Suma á vegi syfjar menn, svo að þeir draga ýsur. ■ Við erum margir eftir enn, Sam eigum góðar vísur. Alþingi gerði á lögum bankans, en svo sem kunnugt er voru á- kvæði um hámark hlutafjár numin úr gildi og hluthafafundi heimilað að ákveða, hvet hluta- fé bankans skuli vera á hverjum tíma. Ennfremur mæla lögin svo fyrir, að ríkissjóður skuli ávallt skipa tvo bankaráðsmenn og tvo til vara, burt séð frá því, hve mikinn hluta ríkissjóður kann að eignast í heildarhlutafé bankans. Þá heimiluðu lögin ennfremur bankaráði að ráða tölu banka- stjóra. Loks samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um að greiða hluthöfum 7% arð fyrir árið 1962 og tillögu þess tim að auka hlutafé bankans um allt að 4 millj. kr., og verður það 14. millj. kr., þegar þeirri aukningu er lokið. Á fyrsta fundi bankaráðs var Sveinn B. Valfells endurkjörinn formaður þess, Og þeir Pétur Sæmundsen og Bragi Hannesson, sem gegnt höfðu starfi aðstoðar- bankastjóra, ráðnir bankastjórar við bankann. r Arsþing unglinga- reglunnar ÁRSÞING Unglingareglunnar var haldið í Templarahöllinni í Reykjavík miðvikudaginn 19. júní síðast liðinn. Mættir voru gæzlumenn og fulltrúar víðs veg ar að af landinu. En á vegum þessara fjölmennu æskulýðssam taka starfa nú 64 barnastúkur með 7095 félögum. Fjölþætt og frjó uppeldis- og félagsleg starfsemi fer fram á vegum Unglingareglunnar, enda valið fólk, sem velst til leið- sagnar. Ungur og áhugasamur erindreki, Gunnar Þorláksson, starfaði hjá samtökunum síðast liðinn vetur. Á þingi Unglingareglunnar voru m.a. rædd mörg framtíðar- mál og ríkti þar mikil bjartsýni og baráttuhugur. Þingið afgreiddi margar álykt- anir og tillögur varðandi mál þau, sem það hafði til meðferð- ar, og var ein þeirra þannig: „Unglingaregluþing 1963 sam- þykkir að efna til árlegs fjár- öflunardags um land allt, þar sem seld verði merki og bók við hæfi hinna ungu, til ágóða fyrir Unglingaregluna og barna- stúkurnar á hverjum stað.“ Var stórgæzlumanni falið, á- samt þremur öðrum, að sjá um framkvæmd þessa máls á næsta starfsári. Stórgæzlumaður unglingastarfs er nú Sigurður Gunnarsson, kennari við Kennaraskóla ís- lands. Minning Þuru í Garði Fædd 20/1 1891. — Dáin 13/6 1963 Þá er dáin Þura í Garði — það er meðfætt að nema staðar, válegir oft úr vonaskarði — vaða yfir mestu skaðar. Mærðin er hennar minnnisvarði — meðan lifir vísna gleði, mærðar það er mæli kvarði — meðan sálir blanda geði. Sátt á mannlífs strauma starði — storðar hlúði að gróðurforða, átti heima í annara garði — orðmælgina vildi skorða. Ásjóna var enginn farði — ein bar litinn festu hreina, fáir hlífa eigin arði — einir vita það og reyna. Djarfur oft á dyrnar barði — dró sér feng þó öfugt rói, þarfur ei sem Þura 1 Garði — þó hjá Menntaráði gróL Stríðir tíða hreimurinn harði — hýði úr skríður kynja lýður, hlýðinn blíðu hreimur frá Garði — hlýðir víða minja þýður. Þá er dáin Þura í Garði — þjóðar góða sálin ljóða, válega þráin mennta marðt — móðir ljóða þann andans gróða. Andrés Jounson. 234 nýi r iðnaða rmen n IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp hinn 1. júní. 25 ára brautskráðir nemendur heiðruðu skólann með nærveru sinni og færðu skólanum fyrirheit um gjöf. Skólastjóri rakti starfsemi skól ans á liðnu skólaári, sem hið 59. frá stofnun skólans. Alls voru 857 iðnnemar í 40 reglubundn- um bekkjardeildum skólans í vetur, en á undirbúnings- og sér- greina námskeiðum, sem haldin voru í septembermánuði, voru 347 nemendur í 21 deild. í sér- stökum verklegum námskeiðum j og framhaldsdeildum voru 222 j nemendur í 20 deildum. Voru sum námskeiðanna eingöngu fyrir útlærða sveina, en önnur miðuð við þarfir iðnlærlinga. — Á árinu hóf Meistaraskólinn göngu sína og voru 52 nemendur í honum, í 2 deildum, en auk þess nokkrir, sem lögðu stund á framhaldsstærðfræði, til und- irbúnings námi í byggingarfræð um erlendis. Brautskráðir nemendur hins al menna Iðnskóla voru 234. Hlutu 5 ágætiseinkunn, 129 I. einkunn, 80 II. einkunn og 20 III. einkunn. — 36 stóðust ekki lokapróf. — Hæstur þeirra, sem luku burt- fararprófi að þessu sinni var Eggert Sigurðsson, bókbindara- nemi hjá „Bókfelli". Hann hlaut 9.29 í aðaleinkunn og verðlaun skólans. — Auk þess hlaut hann 1. verðlaun Iðnnemafélagsins „Þráin“, og bókbindaraverðlaun Guðmundar Gamalíelssonar. Þau verðlaun veitast fyrir framúr- skarandi árangur bókbindara- nema á lokaprófi og eru heiðurs- peningur með áletrun. Er þetta í 3. sinn, sem slík verðlaun eru veitt. — Iðnnemafélagið „Þráin“, stofnaði sjóð árið 1915 til þess að verðlauna þann nemanda Iðn- skólans, sem beztum árangri næði á lokaprófi ár hvert. Sjóðurinn var kr. 285,87 og skyldi verja kr. 10 af ársvöxtum sjóðsins til verð- launanna, en þau skyldu vera úr gulli. — Þegar vextir næðu 15 kr. og yfir, skyldi verja kr. 5,00 að auki til að veita 2. verð- laun, sem skyldu vera bókar- verðlaun. Auk verðlaunaupphæð- arinnar fylgir skrautritað heið- ursskjal. — önnur verðlaun hlaut Erna Gísladóttir, hárgreiðslunemi í hár greiðslustofunni Sóley. Hlaut Erna 9.23 — og var næst efst á lokaprófinu. Alls hlutu 12 nemendur verð- laun frá skólanum, fyrir góðan námsárangur og frammistöðu á burtfararprófi. í Meistaraskólanum luku allir nemendur prófi en nemendur í framhalds-stærðfræði gengu ekki undir próf að þessu sinni. í skóla-slitaræðu sinni gat skóla stjórinn, Þór Sandholt þess m. a., að mikil þörf væri fyrir aukna verklega kennslu, fyrir ýmsar iðngreinir og nálega allar vinnu stofur skólans væru staðsettar til bráðabirgða í núverandi hús næði og margar £ óforsvaranlegu plássi bæði að lofthæð til og Martin Buber hlaut Erasmus-verðlaunin AMSTERDAM, 3. júlí. NTB-AP. — Dregur til Framhald af bls. 1 herrans. Kínverjar hafa jafnvel gengið svo langt að dreifa slík- um plöggum í Sovétríkjunum sjálfum, án leyfis þarlendra ráða manna. Slíkar ráðstafanir leiddu ti’ þess í síðustu viku, að þrír kínverskir sendimenn og tveir stúdentar voru reknir þaðan úr landi. Það er almenn skoðun vest- rænna fréttamanna, að f-ulltrúar Kínverja muni gersamlega hafna þeirri afstöðu Krúsjeffs op fé- laga, sem gengið hef-ur undir nafninu „friðsamleg sambúð“. Sér afbrigði þeirrar stefnu kom greinilega fram, er fréttamenn vestrænna blaða komu í gær á Moskvuflugvöll, þeirra erinda að sjá sovézku fulltrúana taka á móti kínversku sendimönnunum. í fyrstu var Ijósmyndurunum bannað að koma nærri, en skyndilega tók sendimaður utan- ríkisráðuneytisins sovézka málið í sínar hendur. Árangurinn sést á mynd þeirri, er frásögninni fylgir. Þá er síðast fréttist í nótt, eftir ísl. tíma, hafði fulltrúum Kínverja, er til ráðstefnunnar komu í dag, verið boðið til kvöldverðar. Var þar óspart lyft glösum, er síðast greindi frá. • I dag fór fram við hátíðlega athöfn í Amsterdam afhend- ing Erasmus-verðlaunanna, sem nema um það bil einni miiljón íslenzkra króna. Verðlaunin hlaut að þessu sinni heimspek- ingurinn Martin Buber frá ísrael. í ræðu, sem Buber hélt eftir að hann hafði veitt verðlaunun um viðtöku sagðist hann mundu verja mestum hluta þeirra til rannsókna á lífi og starfi Gyð inga í Evrópu á þessari öld. Bernard prins afhenti verðlaunin og meðal viðstaddra var Júlíana drottning. 1 gær komu til Keykjavikur með Skýfaxa Flugfélags ís- lands tveir forstjórar hinnar heimsþekktu ferðaskrifstofu Cooks, þeir Sidney King frá London og Guy Valentine frá París. — Þeir munu ferðast um landið nokkra næstu daga. Myndin var tekin úti á flugvelli er þeir komu. Tald- ir frá vinstri eru Tómas Zoega, Sidney King, Jóhann Sigurðs- son, Guy Valentine og Örn Ó. i Johnson. i þrengslum. — Ræddi hann þörf- ina á úrbótum á þesu sviði og lýsti byggingaráformum fyrir skólaverkstæði er byggja skal við núverandi skólahús vestanvert. Er ráðgert að í næstu 2 bygg- ingar-áföngum fáist allt að 4000 ferm. gólfrýmis fyrir skólaverk- stæði, þar af um 2600 í fyrri áfanga. Er og stefnt að því að hluti þessa húsnæðis verði kom- inn í notkun haustið 1964, en þá verður Iðnskólinn í Reykjavík 60 ára. Skólastjóri benti á þá sam- vinnu iðnfyrirtækja og iðnfélaga annars vegar og skólans hins veg ar, sem hefði gert mögulegt að stofna verklegar deildir við Iðn- skólann, t. d. Prentskólann, Tré- smíðadeildina o. fl. Þessir aðilar, prentarar, húsasmiðir og hús- gagnasmiðir hefðu gefið öll meiri háttar tæki og vélar, en skólinn lagt til húsnæði, smærri tæki og handverkfæri o. fl. — Kvað skóla stjóri nauðsyn á því að iðnaður- inn héldi áfram á sömu braut, hvað snertir stuðning við skóla- mál iðnaðarins enda þótt óhjá- kvæmilegt væri að gera ráð fyrir talsverðum fjármunum til véla- og tækjakaupa, af opinberu fé, fyrir skólaverkstæðin, jafnhliða byggingarkostnaði. Skólastjóri kvað byggingar- nefnd skólans hafa leitað til fjár- hagsyfirvalda ríkis og Reykja- víkurborgar um fjárframlög til næstu áfanga skólahússins. — Taldi hann þörf á um 21 milljón til að fullgera næsta áfanga og kaupa nokkuð af tækjum til skóla verkstæða í honum. Skólastjóri ræddi nokkuð um það, hve margir iðnnemar van- ræki að koma í skólann á rétt- um tíma, koma í 1. bekk á 1. námsári og í 2. bekk á 2. nám-s- ári o. s.frv. — Kvað hann iðn- nema oft lenda í vandræðum vegna þessa og að skólanum væri gert erfitt fyrir af þessum sök- um. Hvatti hann til umbóta á þessu sviði. Mýr Skagastrandarbátur AKUREYRI, 26. júní. — Á laug- ardaginn var nýr bátur Húni II HU 2, settur á sjó fram í skipa- smíðastöð KEA á Oddeyrartanga. Báturinn er 115 lestir brutto, smíðaður úr eik og hefur 460 ha Stork-vél. Hann er búinn öllum venjulegum siglingartækjum og tveim sjálfvirkum fisksjám og er allur hinn vandaðasti að gerð og búnaði. Vökvavindur eru með há þrýstikerfi. Tryggvi Gunnarsson, skipa- smíðameistari, teiknaði bátinn og sá um smíði hans. Eigandi er Húni h.f. Höfðakaupstað, en aðal hluthafar eru Björn alþingismað- ur Pálsson og Hákon Magnússon, sem verður skipstjóri. Báturinn verður gerður út frá Höfðakaupstað og fer til síld- veiða mjög bráðlega. — Sv.P, Syndið 200 metrana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.