Morgunblaðið - 07.07.1963, Side 2
2
'MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. júlí 1963
AS mestu er lokið við að koma fyrir orgelinu sem er gjöf frá Dönum til Skálholtskirkju. Ofan
við orgelið sést einn af hinum litfögru gluggum kirkjunnar, sem Gerður Helgadóttir gerði, og
Danir gáfu kirkjunni.
— Skálholt
Framhald af bls. 1.
hátíðlegu athöfn, sem áreiðan-
lega á eftir að verða einn af
merkisatburðum í kirkjusögu
landsins. Þó má geta þess, að
stólarnir bíða þess að þeim
verði raðað á flísalagt gólfið.
Þeir eru gjöf frá Danmörku.
Búizt er við miklum fjölda
fólks til Skálholts, þegar kirkj
an verður vígð, og hafa marg-
ar tölur verið nefndar, sú
hæsta sem fréttamaðurinn
heyrði er 30 þúsund manns.
Eins og að líkum lætur munu
veðurguðirnir hafa sitt að
segja, þegar þar að kemur, en
augljóst er að ekki komast
allir fyrir í kirkjunni á vígslu-
daginn sem þar vilja vera.
Margir góðir erlendir gestir
koma til íslands að vera við-
staddir vígslu Skálholtskirkju
og upplifa þennan merkisat-
burð í sögu norrænnar kristni.
Morgunblaðið hefur reynt að
Nýr áætlunarbíll
til Stykkishólms
Stykkishólmi, 24. júní 1963
SÍÐASTL. laugardag kom hing-
að til Stykkishólms nýr áætl-
unarbíll sem Bifreiðastöð Stykk-
ishólms tók sama dag í notkun.
Er hann af Mercedes Benz gerð
og árgangur 1963. Er hann hinn
vandaðasti, þægilegasti og vist-
legasti í alla staði. Fyrsta flokks
sæti eru fyrir 38 farþega. Rúm-
góðar geymslur undir farangur
eru undir gólfi, loftræsting hin
ágætasta. Fylgir mynd af honum
Uppreimaðir
Strigaskór
með innleggi
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17. — Framnesv. 2.
við komuna til Stykkishólms hér
með. Bifreiðastöðin hefir nú um
25 ára skeið rekið myndarlegustu
farþegaþjónustu milli Stykkis-
hólms og Reykjavíkur og í sum-
ar verða ferðir með langflesta
móti. Farið verður frá Stykkis-
hólmi sunnudaga kl. 1 e.h., þriðju
daga kl. 10 f.h. og föstudaga kl.
10 f.h. Þá verður farið frá Reykja
vík á mánudögum kl. 8 árdegis,
miðvikudaga kl. 1 e. h. og laug-
ardaga kl. 1 e. h. í júlí og ágúst
verða aukaferðir frá Reykjavík
föstudaga kl. 7 um kvöldið og
frá Stykkishólmi kl. 1 e.h.
f sambandi við mánudagsferð-
ina frá Reykjavík kl. 8 árdegis
verður ferð með flóabátnum
Baldri til Flateyjar og Brjáns-
lækjar, en hann fer þá ferð strax
eftir komu áætlunarbifreiðar-
innar um kl. 2 e.h. og kemur til
baka aftur um kvöldið.
Kristján Ingólfsson tannlæknir
og Guðmundur Hraundal tann-
smiður dvelja Um þessar mundir
í Stykkishólmi í tannlækninga-
ferð. Hafa þeir haft hér umfangs
mikla þjónustu og er fólk hér
afar þakklátt fyrir að geta feng-
ið svona þjónustu heim, en þurfa
ekki að fara annað í þeim er-
indum, enda er hún vel notuð.
Héðan fara þeir til Hólmavíkur.
Sumarhótelið í Stykkishólmi
opnaði fyrstu dagana í júní. Það
er sem áður rekið af Stykkis-
hólmshreppi en forstöðukona
þess í sumar er Jónína Péturs-
afla sér upplýsinga um, hverj-
ir séu þeirra á meðal og má
geta þess, að hingað koma
biskupar allra Norðurlanda-
kirknanna.
Morgunblaðið mun væntan-
lega síðar skýra í einstökum
atriðum frá vígslu Skálholts-
kirkju og því sem þar fer
fram, en þær myndir, sem
fylgja þessari grein, ættu að
gefa nokkra hugmynd um það
starf, sem nú er unnið í Skál-
holti og hvernig verkinu hefur
miðað undanfarnar vikur.
dóttir en hún er vön slíkum
rekstri og er allur beini hinn
ákjósanlegasti í hennar höndum.
Hér hafa þegar margir ferða-
menn verið á ferð og von er enn
fleiri á næstunni svo verkefnin
eru mörg. Hótelið var fyrst rekið
í fyrra og gaf þá svo góða raun
og fékk alveg einróma lof allra,
sem þangað komu, að sjálfsagt
þótti að halda þessum rekstri
áfram. Stykkishólmur er miðstöð
Breiðafjarðar og er enginn efi að
hann á eftir að verða eftirsóttur
ferðamannabær og kemur þar
margt til, útsýni, náttúrufegurð,
stutt um eyjar o.s.frv.
Fréttaritari.
Kennedy til Moskvu?
Washington, 6. júlí (NTB).
Að afloknum ferðum Kennedys
Bandaríkjaforseta til Evrópu, og
Krúsjeffs forsætisráðherra til A-
Þýzkalands, hefur það flogið
fyrir á alþjóðavettvangi, að þess-
ir stórveldaleiðtogar hafi nú full-
an hug á að hittast til þess að
ræða ágreiningsefni Austurs og
Yesturs.
Orðrómur þessi fékk byr undir
báða vængi í vikunni sem leið,
en þá birtist grein eftir stjórn-
málafréttaritarann, Ch. Barlett,
sem er náinn vinur Kennedys
Bandaríkjaforseta. í greininni seg
ir, að Kennedy vinni nú að undir-
búningi beinna viðræða við Krú-
sjeff og jafvel fyrstu heimsóknar
bandarísks forseta til Sovétríkj-
anna.
Bent er á, að Avrell Harriman
sérlegur sendimaður Kennedys,
eigi að ræða við leiðtoga Sovét-
ríkjanna um afstöðu þeirra til
heimsmálanna þegar hann fer til
Moskvu til þess að ræða við full-
trúa Breta og Rússa um bann við
tilraunum með kjarnorkuvogn.
Stórstúkuþing
62. ÞING Stórstúku Islands
var háð í Reykjavík dagana 20.
til 22. júní s.l.
Þingið hófst að vanda með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
£iéra Ragnar Fjalar Lárusson frá
Siglufirði prédikaði. Því næst
gengu þingfulltrúar til Góð-
templarahússins, þar sem stór-
templar, Benedikt S. Bjarklind,
lögfræðingur, setti þingið.
Gestur þingsins var hr. Karl
Wennerberg frá Svíþjóð, fram-
kvæmdarstjóri norræna Góð-
templararáðsins. Flutti hann. á-
varp og kveðjur frá samtökum
góðtemplara á Norðurlöndum.
Varð hann að víkja af stórstúku-
þinginu áður en því lauk, til
þess að sitja fund ráðsins í Finn
landi. Fundur ráðsins verður
haldinn hér á landi á næsta ári.
Mörg mál voru rædd á þing-
inu og ályktanir samþykktar
varðandi áfengisvandamálin al-
mennt, og sér í lagi að því er
varðar ungdóminn í landinu. Vill
Stórstúkuþingið benda á nauð-
syn þess:
að tekin verði upp vegabréfs-
skylda, er verða mundi til þess
að unglingum yrði gert erfiðara
að afla sér áfengis í vínbúðum
og á veitingastöðum; og
að neytt verði þeirrar aðstöðu,
sem felst í landslögum um eftir-
lit með sölu áfengis, og marg
víslegt annað aðhald, svo sem auk
in tollgæzla og vegaeftirlit.
Næsta stórstúkuþing verður
háð á Akureyri á næsta ári, 1964,
en það ár eru liðin 80 ár frá
því að Góðtemplarareglan á Is-
landi var stofnuð þar.
í framkvæmdanefnd Stór-
stúkunnar fyrir næsta- ár voru
kosin:
Stórtemplar: Benedikt S.
Bjarklind, lögfr. Reykjavík,
Stórkanzlari: Ólafur Þ. Kristj-
ánsson, skólastjóri, Hafnarfirði.
Stórvaratemplar: Sólveig Jóns
dóttir, frú, Reykjavík.
Stórritari: Kjartan Ólafsson,
verzlunarstjóri, Kópavogi.
Stórgjaldkeri: Jón Hafiiðason,
fulltrúi, Reykjavík.
Stórgæzlumaður ungmenna-
starfs: Einar Hannesson, fulltrúi,
Reykjavík.
Framh. á bls. 23.
Guðjón Þorsteinsson stingur
fyrstu skóflustunguna í fyr-
irhuguðum skrúðgarði að
Hellu.
Skrúðgarður áHellu
Á HELLU í Rangárvallasýslu
er nú að rísa myndarlegt kaup-
tún. Guðjón Þorsteinsson frá
Berustöðum hefur búið á Hellu
í mörg ár. Þegar hann sá, hve
staðurinn blómgast og vex, gaf
hann kr. 10.000 — til þess að
/ NA /S hnúior V S V 50 hnútor ¥ Sn/ó&omt • úii ~~ 7 Sóúrir E Þrumur W/.z, KuUaskit v' Hiittkif H Hmt L Lmui
LOTÞRYSTINGUR er enn
óvenjulega mikill um norðan-
vert Atlantshaf, en mestur suð
vestur af íslandi, um eða yfir
1030 millibar. Vindur er aðal-
lega NV en smálægð, sem
myndast yfir austanverðu
landinu veldur óreglu í vind-
stöðu hér á landi. Um helgina
mun veður haldast stillt og
víða sólskinsglætur í innsveit-
um, en þokudumbungur við
ströndina.
koma mætti upp trjágarði !
miðju þorpi, og bað hann ung-
mennafélagið Hrafn Hængsson
að koma verkinu áleiðis.
Stjórn félagsins hófst þegar
handa og hreppsfélagið lagði
fram land undir garð án endur-
gjalds. Landið er í miðju kaup-
túninu við skólalóðina.
í haust var landinu bylt og
það jafnað, og svo var það girt
á þessu vori. Skrúðgarðsnefnd
ungmennafélagsins hefur tekið
að sér að sjá um allar fram-
kvæmdir, og hefur hún unniS
að þessum málum af mikilli al-
úð. í þeirri nefnd eru Þórður
Bogason, Guðrún Haraldsdótt-
ir, Oddgeir Árnason og Jón og
Ægir Þorgilssynir. En formað-
ur ungmennafélagsins er Ágúst
Sæmundsson á Hellu, sem er
mikill áhugamaður um skógrækt.
Með grein þessari fylgir mynd
af Guðjóni Þorsteinssyni, er hann
tekur fyrstu skóflustunguna á
landinu. Mjög er það lofsvert
þegar menn sjá fram í tímann
og leggja fé af mörkum til þesa
að prýða staði þá, sem verða
framtíðarheimkynni margra
manna. Fyrir það vil ég færa
Guðjóni Þorsteinssyni beztu
þakkir.
. Uákon Bjarnason