Morgunblaðið - 07.07.1963, Side 10

Morgunblaðið - 07.07.1963, Side 10
10 MORGVTSBLÁÐ1B Sunnudagur 7. júlí 1963 ÞEGAR Gullfoss kom úf sein- ustu ferð sinni frá Kaupmanna höfn til Reykjavíkur þ. 27. júní s.L, voru meðal farþega Gunnar Magnússon, húsgagna- og innanhússarkitekt, og kona hans, Guðrún Hrönn Hilmars- dóttir. Þau hafa búið undan- farin fjögur ár í Danmörku, en ætla nú að setjast að á fs- landi. Gunnar hefur stundað nám í listiðnaðarskólanum i þrjú ár og hefur á þeim tíma, sem hann hefur dvalið í Dan- mörku, unnið sér góðan orðstír sem húsgagnateiknari, svo góð an að þeir sem skrifa um danska húsgagnasmíði gleyma því oft, að hann er íslending- ur, og oftar en einu sinni hefur hann verið sagður danskur húsgagnaarkitekt í blöðum. — Þó segja megi að hús- gögn mín sé árangur dansk-ís- lenzks samstarfs — góðrar samvinnu danskra húsgagna- smiða, húsgagnaframleiðenda Gunnar Magnússon og HrönnHilmarsdóttir ganga angri sínum. Húsgðgnin voru dönsk - en arkitektinn íslenzkur og mín — ehf ég ekki hugsað mér að fleygja ís- lenzka vegabréfinu mínu, sagði Gunnar Magnússon í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins í Kaupmannahöfn, rétt fyrir brottförina. Það eru aðrir sem bera ábyrgðina á þessum mismælum, og á það vil ég leggja áherzlu, því marg ir heima á fslandi hafa furðað sig á að ég er stundum talinn danskur. Það eru verk Gunnars Magn ússonar sjálfs og listrænir hæfileikar hans, sem hafa vald ið þvi að nafn hans er nú þekkt hér. Hann fékk verð- laun fyrir svefnherbergishús- gögn þegar í 2. bekk listiðn- aðarskólans, sem í dag er tal- ið eitt af kostbærustu svefn- herbergishúsgögnum sem nú eru fáanleg í Danmörku — og einnig með þeim dýrari. Það er enn framleitt á litlu hús- g'agnaverkstæði, eitt og eitt fyrir sig. f kjölfar þess hafa fylgt fjöldi samninga við smiði og framleiðendur, sem m. a. á rætur sínar að rekja til þess, að forstöðumaður listiðnaðar- skólans, Sten Möller, minnist lofsamlega á Gunnar Magnús- son í ræðu, sem hann hélt fyr- ir húsgagnaframleiðendur. í dag eru framleidd bólstruð húsgögn, sem Gunnar Magn- ússon hefur teiknað, í stórri danskri verksmiðju. Þess utan smíða tvær nýstofnaðar minni verksmiðjur alla framleiðslu sína fyrir danskan og erlendan markað eftir teikningum Gunnars Önnur fæst einkúm við svefnherbergishúsgögn, rúm, skápa og hillusamstæður, en hin verksmiðjan smíðar borð. Eftir þeim orðstír að dæma, sem dönsk húsgögn hafa, ætti Gunnar Magnússon auðvelt með að koma ár sinni fyrir borð í Evrópu og Ameríku. Hann tók fyrir löngu þátt í húsgagnasýningu í London, og nú nýverið hafði hann sér- staka bása fyrir húsgögn sín á alþjóða húsgagnavörusýning unni í Fredericia. — Gætuð þér ekki hugsað yður að verða áfram í Dan- mörku? __ Ég hef kunnað vel við mig hér og á marga góða danska vini, en konan mín og ég getum ekki hugsað okkur að setjast að í Danmöku. Og ef við dríf okkur ekki af stað nú, það dregizt úr hömlu. Við erum íslendingar og okkur finnst við eigum að fara nú, um það erum við sammála. Ég álít einnig að ég geti alveg eins iföidið áfram að skapa húsgögn á íslandi. Hver veit nema gömlu heimkynn- in geti blásið mér aðrar hug- myndir í brjóst en ég fæ hér? — Hafa húsgögn yðár verið seld á íslenzkum markaði? — Ég hef ekkert kannað möguleikana þar, og enginn heima hefur spurt eftir hús- gögnum mínum. Ég komst í samband við íslenzkan fram- leiðanda á húsgagnavörusýn- ingunni í Fredericia en ég veit ekki enn, hvort úr samningi verður. Frá því Gunnar útskrifaðist úr listiðnaðarskólanm hefur hann unnið í eitt ár á teikni- stofu hjá Arne Karlsen, arki- tekt í Kaupmannahöfn, og þar fékk hann mörg skemmtileg viðfangsefni, m. a. að skipu- leggja sýningar í París og Stokkhólmi. — Teiknistofan er lítil, en þar fékk ég leyfi' til að fást við þau viðfangsefni, sem yfir manni var falið á hendur, af heilum hug, sagði Gunnár. Það hefur gefið gott í aðra hönd að taka þátt í þeim innanhús- skreytingum, sem við höfum annazt. En bezt af öllu var, að í gegnum teiknistofuna komst ég í samband við hinn þekkta húsgagnaarki- tekt Börge Mogensen, ég fékk í raun og sannleika að vinna með honum. Ég hef alltaf dáðst af stíl Mogensens frá því ég hitti hann í fyrst sinn, og ef ég hefði ekki fengið tæki- færi til að vinna með honum, er ég ekki viss um að ég hefði dvalið hér svona lengi. Mog- ensen hefur persónulegan og einfaldan stíl, sem er nýtízku- legur í sniðum. Ég hef lært mikið af honum. Hann hefur kennt mér eitt heilræði; Þú skalt starfa að eigin geðþótta. Þú verður gagn rýndur, en það eru alltaf ein- hverjir, sem geðjast að verk- um þínum, og með tímanum eignast þú trygga og áhuga- sama kaupendur. Þannig hefur Mogensen starf að, og þó að nýtízkulegur stíll hans væri gagnrýndur í upp- hafi, kom síðar á daginn, að hann hefur fengið djúpan hljómgrunn. Þeir sem vilja vönduð húsgögn, bæði hvað form og fallega smíði snertir, eru tryggir viðskiptavinir hans. Og þeim fjölgar stöðugt. — Þér ætlið sem sagt ekki að súnast kringum smekk ann arra manna, hvort sem hann er nýtízkulegur eða gamal- dags?- — Nei, slíkt . kemur mér ekki til hugar. Mér finnst það ekki aðalatriðið, þegar ég kem til íslands, hvort tekjur mín- ar lækkað eitthvað, heldur að ég geti fylgzt nógu vel með heiman frá. Ég ætla fyrst í stað að vita, hvort ég geti ekki haldið áfram að teikna per- sónulega hluti og fá þá fram- leidda, þó ég sé búsettur i Reykjavík. Ég ætla að reyna að fá að vinna á teiknistofu til að byrja með, en ég stofna líklega mína eigin teiknistofu eftir því sem tímar líða fram. Ég hef þó ekkert rætt um sam vinnu við starfsbræður mína beima. Gunnar Magnússon er út- lærður trésmiður og stundaði iðnnám sitt í Trésmiðjunni Víði. Hann hefur einu sinni áður verið í Danmörku og vann þá sem iðnaðarmaður í stóru húsgagnaverksmiðju Fritz Hansens; Áður en hann kom til Danmerkur til að setj- ast í listiðnaðarskólann hafði hann verið á námskeiði einn vetur hjá húsgágnaarkitekt. Honum er það ljóst, að ef til vill er enginn grundvöllur fyrir framleiðslu hans á fs- landi, en á hinh bóginn veit hann, að íslenzkir húsgagna- smiðir eru jafnfærir og þeir dönsku, þannig að hann hef- ur góða möguleika á að fá nýju húsgögnin sín smíðuð á réttan hátt. — Og er farangur þinn mestmegnis eigin húsgögn? — Ég get ekki neitað að nokkur þeirra eru ef'tir mig, 'meðal annars hin margumtöl- uðu svefnherbergishúsgögn. En ég fylgi þeirri reglu, að affarsælast sé að hafa breyti- leg form á húsgögnum á heim- ilinu, en ekki halda sig við einn sérstakan stíl. Þetta á ekki einungis við um hús- gögn, heldur á öllum sviðum, ég á t. d. við borðbúnað af ýmsum gerðum. Þar af leið- andi eru á heimili mínu hús- gögn annarra arkitekta innan um mín eigin. Gunnar Rytgárd. Yínyl grunnmólning er oígjör nýjung. Vinyf grunnmófning sporar yöur erfiði tíma eg fyrirhöfn. Vinyl grunnmólning f>omor ó V2-V/2 Wst, Vinyl grunnmólning er aetfuS sem grunn- málning úti og inni á trc, járn og stcin. Yfír Viny! grunnmálninguna má máfa meS ölium algengum málningortcgundum. Vörusala Kaupfélags Suður- nesja jókst um ^0% á sl. ári AFKOMA Kaupfélags Suður- nesja var á sl. ári með bezta móti. Nam vörusala þess 57 millj. kr. á árinu, sem er 40% aukning frá fyrra ári. Afkoma hraðfrysti- húss kaupfélagsins var einnig með bezta móti, enda var árið 1962 mesta framleiðsluár þess frá því kaupfélagið keypti það árið 1956. Nam vörusala þess rúm- lega 23.3 millj. kr. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn í Aðalveri í Keflavík, sunnudaginn 16. júní. Auk stjórnarinnar, deildar- stjórna og endurskoðenda, voru mættir á fundinum 41 fulltrúi frá öllum deildum féiagsins. Formaður félagsstjórnar, Hall- grímur Th. Björnsson setti fund- ínn og bauð fulltrúa og aðra við- stadda velkomna. Fundarstjórar voru kjörnir Svavar Árnason og Guðni Magn- ússon og ritari Geir Þórarinsson. Heiðar Þór Hallgrímsson var ráð inn starfsmaður fundarins til að færa fundargerð til bókar. Formaður flutti skýrslu fé- lagsstjórnar, en kaupfélagsstjóri, Gunnar Sveinsson las og skýrði reikninga félagsins, er lágu fyrir fundarmönnum í prentaðri árs- skýrslu. Var afkoma félagsins með bezta móti. Vörusalan á ár- inu var kr. 57 milljónir, og hafði aukizt um 40%. Þá flutti fram- kvæmdastj. hraðfrystihúss kaup- félagsins skýrslu um hag og rekstur hússins og þeirrar starf- semi, er undir það heyrir, þ.á.m. útgerðarinnar. En frystihúsið gerði út á árinu 3 báta: Bergvík, Helguvík og Baldur EA 12, sem var leigubátur. Afkoma hrað- frystihússins var einmg með bezta móti, enda var árið 1962 mesta framleiðsluár þess frá því kaupfélagið keypti það árið 1956. Framleiðslan á árinu var 35.202 kassar af fiski og vörusalan kr. 23.341.681,06. Úr stjórn áttu að þessu sinni að ganga Ólafur Björnsson og Krist- ir.n Jónsson. Var Kristinn endur- kjörinn, en í stað Ólafs var kos- inn Hermann Eiríksson. Kjósa átti 1. varamann í stjórnina i stað Sæmundar G. Sveinssonar. Var hann endurkjörinn. 2. vara- maður var kosinn Ólafur Björns- son. Hilmar Pétursson var endur- kosinn endurskoðandi félagsins, og varaendurskoðandi, Bjarni F. Halldórsson. Fulltrúar til að mæta á aðalfund SÍS voru kjörn- ir Gunnar Sveinsson, Ragnar Guðleifsson og Hallgrímur Th. Björnsson. í fundarlok var öllum fundarmönnum boðið til kaffi- drykkju, en meðan setið var und- ir borðum ræddi formaður um samvinnustarfið og þýðingu þes^ fyrir land og lýð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.