Morgunblaðið - 09.07.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 09.07.1963, Síða 10
10 IUORCVNBLAÐIÐ ÞricSjudagur 9. júlí 1963 Hvað er að vera kristinn? Eftir sr. Benjamm Kristjánsson í síðustu ritsmíð sinni er Sig- urður A. Magnússon að berjast við að reyna að sanna, að hann skilji sjálfan sig, en tekst það ekki, enda munu nú orðið allir skilja það nema sjálfur hann, að þetta er vonlaust. Það hefur farið fyrir honum eins og mann- inum, sem Guttormur skáld Gutt- ormsson yrkir um, að dottið hafi ofan í munninn á sjálfum sér. Það sorglega slys hendir marga, sem fara að tala um það, sem þeir bera lítið skynbragð á. BÓKSTAFURINN Þó er ekki örgrannt um, að grunur sé farinn að læðast að honum um að skilningur hans sé takmarkaður, jafnvel í ein- földustu efnum. Hann játar það t.d. að ekki skilji hann, hvað ég á við með spurning'unni: Er bók- stafurinn aðeins form? Og úr því þarria sést ofurlítil bognun á rostanum og umsigslættinum, er mér ljúft að útskýra þetta nánar fyrir honum, enda þótt ég þykist þess viss, að hann sé eini lesandi greinarinnár, sem ekki botnar í þessu. Ég hafði bent honum á, að Kristur, Páll og Lúther, og yf- irleitt allir meiri háttar spámenn hefðu varið miklu af ævistarfi sínu til þess að berjast gegn bókstafstrú. Sjálfur taldi hann, að þeir hefðu aðeins barizt gegn „formi“ trúarinnar, en ekki inn- taki hennar. 'Formið skilgreindi hann svo nánar með því, að það væri fólgið í helgisiðum. Aldrei sagði þó Fáll: Helgisiðirnir deyða en andinn lífgar, enda virðist hann ekki hafa látið sig helgisiðina eins miklu máli skipta og sumir eftirmanna hans. Hann sagði: „Bókstafurinn deyð- ir“. Ef það væri nú rétt, að Páll hafi aðallega barizt gegn formi gyðingatrúarinnar, yrði „bókstaf- ruinn“ í þessu sambandi að út- leggjast: „form“ eða „helgisið- ir“, en allir sjá, hvílík fásinna það væri. Hver einasti guðfræð- ingur veit, að „bókstafurinn" þýðir þarna sjálft lögmál Gyð- inga, þar sem ekki mátti hagga einum stafkrók eftir skoðun fræðimanna. Þetta lögmál taldi Páll vera fallið úr gildi, en í stað inn fyrir það setti hann: náðina og sannleikann, sem kom fyrir Jesúm Krist. Hér er því sann- arlega um meira en formbyltingu að ræða. Lögmálinu er algerlega vikið til hliðar og talið, að ekki réttlætist nokkur lifandi maður fyrir það. Það er eðlilegt, þegar verið er að reyna að koma vitinu fyr- ir þá, sem svona lítið skilja í guðfræði, að misskilningur þeirra Verði svo róttækur og marghliða, að til þess geti þurft langt mál, ef leiðrétta ætti allar villur þeirra. Hins vegar er það alveg óstæðulaust fyrir þennan rithöf- und að gera sér það í hugarlund, að mér finnist skvaldur hans yera nokkrum stórhættulegt nema honum sjálfum. Þetta er eins og með orminn I Lernu- vatni, að þar uxu jafnan tvö höfuð sem eitt var af höggvið Ekki þarf því S.A.M. að halda að það sé fyrir ágæti ritsmíðar hans, að villurnar eru reknar ofan í hann, heldur er það verk unnið sem almenn þrifnaðarráð- Btöfun í hugsun. Miklu hefði Bamt verið skemmtilegra að Ekipta orðum við hann, ef hann hefði verið dálítið vígfimari. En þegar hann er orðinn svo ruglað- ur og ráðalaus, að hann veit hvorki, hvað hann sjálfur hefur Bagt eða aðrir og er jafnvel far- inn að grípa til barnalegustu út- úrsnúninga til að reyna að bjarga endlitinu, er ekki einu sinni hægt að hafa gaman af honum lengur, heldur bara kenna í brjósti um hann. Hann er nú byrjaður að gefa í skyn að hann trúi ekki játningakristindóminum sjálfur, þessum „sannleika", sem hann ætlaði alveg að rifna yfir, að ís- lenzkir prestar þyldu ekki nógu mikið af stólnum. Getur þá und- anhald hans ekki orðið öllu bros- legra né lítilmótiegra. Rudolf Bultmann Óneitanlega ætti það að skipta meira máli um trúarkenningar, hvort þær eru fagrar og vitur- legar, heldur en hitt, hvaða trú- arflokkur hefur haldið þeim fram. Þeir, sem hugsa pólitískt um trúarbrögð eins og S.A.M., halda, að það varði mestu að stíga ekki út af flokkslínunni. Hins vegar gera þeir sér enga rellu út af því, hvað satt kann að vera eða sennilegt. Aldrei hefur mér dottið í hug að neita, að Páll og ef til vill Kristur, hafi gert ráð fyrir ein- hvers konar endurlausn, en hvers eðlis var sú endurlausn? Það er hið guðfræðilega vandamál, sem skoðanirnar eru skiptar um. S.A.M. telur að ódauðleikakenn- ingin sé ekkert aðalatriði í krist- inni trú, af því að hún hafi þekkzt fyrir daga Jesú, hins vegar sé friðþægingarkenningin' sjálf þungamiðja hennar. Hann virðist ekki hafa hugmynd um, að alls konar friðþægingar voru alkunnar fyrir daga K’-ists og séu því ekki annað en erfðagóss í guðfræði Páls. Með þessu er þó ekki sagt, að endurlausn geti ekki átt sér stað í einhverri rhynd. Maður er nefndur Rudolf Bult- mann. Hann var um skeið há- skólakennari í Marburg, hinn lærðasti maður og brautryðjandi í rannsókn Nýja testamentisrita. Hann hefur sýnt. fram á með sterkum rökum, að hugmyndir um frelsara og endurlausnara, sem komu af himnum ofan til að endurleysa sálirnar undan makt myrkranna og þrældómi hjá andaverum vonzkunnar í himingeimnum, voru algengar í launhelgum fornaldar- og eink- um í trúarflokkum gnóstíka fyrir daga Krists, og að Páll yfirfærir þessi fræði, stundum orðrétt, í kenningar sínar um Jesú og fórn- ardauða hans. í launhelgunum voru líka sakramenti um hönd höfð og sennilega komin þaðan inn í kirkjuna, og sýna má fram á, að ýmislegt úr kenningum gnóstíka er komið inn í Jóhann- esarguðspjall. Seinna var gnós- tiska stéfnan dæmd villutrú af kristnum kirkjuflokkum, sem búnir voru að gleyma, hvað m.ikið hafði verið fengið að láni frá / þessum trúarflokki í guð- fræði kirkjunnar. Það sem vakið hefur þó mesta athygli á kenningum Bultmanns er, að hann hefur haldið því fram, að ekki verði unnt að forða kristindóminum frá að líða undir lok, nema hann verði afklæddur goðsögubúningi þeim, sem hann telur að samofinn sé úr löngu úreltri heimsskoðun og heiðnum trúarhugmydum. Með þessu á hann ekki aðeins við þriggja hæða heim fornaldar, þar sem jörðin er miðdepill alheimsins, hann á ekki við „þessa öld og hina komandi", og nálæg heims- slit, heldur einnig um gervall'a sáluhjálparkenningu Páls: um frelsara, sem lifað hefur í fortil- veru hjá guði, fæðist á jörðu, er deyddur á krossi, rís svo upp til að umbylta heimsrásinni, sigrar dauðann, sem komið hafði inri í heiminn með Adam, kollvarp- ar ríki illu andanna, sezt því- næst eins og himnakóngur við hægri hönd Guðs og mun þaðan koma með þúsundum engla til að dæma lifendur og dauða. Átti þetta að gerast um daga Páls. Öll þessi guðfræði (sem S.A.M. telur vera höfuðstoðir kristin- dómsins enn í dag) segir Bult- mann að sé komin frá heims- litahugmyndum Gyðinga og end- urlausnarlærdómum gnóstísku stefnunnar, og liklegast hafi Jesú aldrei haldið neinu af þessu fram, enda hafi þessar drama- tísku hugmyndir ekki staðizt reynslunnar próf og séu nú allir hættir að trúa þessu nema ein- feldningar og fáfræðingar. Komi þetta í ljós í vaxandi fráfalli þeirra manna frá kirkjunni. Menn hættu að hlusta á boð- skap þeirrar stofnunar, sem enn hrærist í svo steinrunnum hug- m.yndakerfum fornaldar og haldi að þar sé allt á sömu bókina lært. Þrátt fyrir þetta hafi þó kristin- dómurinn ærinn sjóð lífvænlegra kenninga, sem haldi gildi sínu, þó að aldirnar renni. Séra Benjamín Kristjánsson Mikil guðsmildi er, að S.A.M. skuli aldrei hafa heyrt getið um Bultmann, því að sá hefði nú fengið ærlega á baukinn hjá þess um snillingi, sem óðara hefði sannað honum, að einmitt þessi heiðna goðsaga væri sjálfur kjarni kristindómsins. Auðvitað reyndi þýzka játningakirkjan að naga bakið á Bultmann allt sem hún gat og vildi fá honum vikið frá kennslunni. En þrátt fyrir það njóta fáir guðfræðingar nú í dag meiri frægðar og virðing- ar meðal lærdómsmanna og vitr- inga um heim allan. Bultmann hefur annars unnið merkilegt rannsóknarstarf, hvað snertir myndunarsögu guðspjall- anna og telur það efalaust, að margt af því, sem Jesú sé eignað, sé ekki annað en safnaðarguð- fræði um Jesú. Þar með telur hann til dæmis endurlausnarhug- myndina í Mark. 10, 45 og Mark. 14, 22—24, sem hann segir að ekki sé einu sinni komin frá frumsöfnuðinum, heldur úr hell- enskri kristni. Það er ekki að búast við, að S.A.M. geri sér nokkra grein fyrir því, að sú var venja fornra rithöfunda að leggja sínar skoðanir söguhetjun- um í munn, heldur trúir hann bara eins og barn því, sem stend- ur á prenti. HVAÐ ER AÐ VERA KRISTINN? Allir grunnfærir menn tala í sleggjudómum, en reyna ekki að rökstyðja skoðanir sínar. Dæmi um þetta er setning eins og þessi hjá S.A.M. Unitarar eru ekki kristin kirkjudeild. Það kann að vera talsvert meiri vandi en svona menn halda, að skera úr því fyrir víst, hver kristnastur er. Ég held til dæmis, að það mundi verða álit býsna margra, að einhver kristnasti maður, sem nú er uppi, sé dr. Albert Schweitzer, hinn áttræði mannvinur og snill- ingur, sem dvalizt hefur um hálfr ar aldar bil við líknarstörf í Afríku. Af hægt væri að skipa þessum manni nokkurs staðar í flokk, mundi vera eðlilegast að telja hann únitara. Að m.k. trú- ir hann ekki, að Jesús hafi ver- ið Guð eftir rómverskum eða lútherskum forskriftum. Þessi maður hneykslaði „kristnar kirkjudeildir" ósköpin öll þegar hann var um þrítugsaldurinn með lærdómi sínum og skarpskyggni, og það svo mjög, að trúboðsfélög suður þar ~ ndu að stöðva ferð hans til i---<vU, héldu að hann mundi ekki kenna Negrunum nógu „hreint guðsorð". En enga heitari aðdáendur á meistarinn samt sem áður, og fáa fylgjend- ur, sem með meiri alúð hafa reynt að feta í hans fótspor. Mundi ekki sannast í þessu eins og víðar það, sem meistarinn sagði: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gerir vilja föður míns, sem er í himnum". Erfitt mundi reyn- ast að sanna af líferni únitara, að þeir hafi verið verr kristnir en aðrir. Meðal þeirra eu ágæt sálmaskáld, guðfæðingar og heim spekingar. En fyrir löngu hafa þeir komizt að líkum niðurstöð- um og Bultmann og Schweitzer: Kristur var ékki Guð almáttug- ur, heldur guðdómlegur maður, sem öðrum fremur hefur opinber að vilja Guðs með heilögu líferni og viturlegum kenningum. Hann er fyrirmyndin til þess að menn skyldu feta í hans fótspor. Og einhverju líku hélt frjálslynda guðfræðin fram, sem bókstafs- þrælar nútímans keppast um að fordæma í vanþekkingu sinni. Nú er kominn tími til að spyrja, hvað sé þá eftir af kristni dóminum, ef „goðsögunni“ er hafnað, kenningum manna um Jesú? Það er talsvert eftir! Það er hvorki meira né minna en fagn- aðarerindi Jesús sjálfs um föð- urkærleiká Guðs, náð hans og fyrirgefningu syndanna. Það er kenning hans um tvöfalda kær- leiksboðorðið, sem kemur í stað lögmálsins eða yfirgengur allt lög mál. Það er kenning hans um guðsríkið, sem er í nánd og kem ur, þegar menn hafa tekið sinna- skiptum, bíður við dyrnar, hve- nær sem mönnum lærist að hafna sjálfselskunni og lifa eins og sannarleg guðsbörn. Það er gull- væga reglan og margar yndis- legar og ógleymanlegar dæmi- sögur, líkingar og spakmæli, sem höfð eru eftir höfundi kristin- dómsins. Loks er það sjálfur spá maðurinn Jesús frá Nasaret, mátt ugur í orðum og verkum, boð- andi vilja Guðs um ríkið og kennandi mönnum að biðja, að það komi svo á jörðu sem á himni. En kannske kenning Jesú sjálfs sé enginn kristindómur, heldur bara kenningar manna um Jesú? S.A.M. spyr mig: Hefur þjón- um kirkjunnar verið falið að flytja einhvern tiltekinn boð- skap? og segir, að sér skiljist að ég svari þessu heldur neitandi. Skárri er það nú skilningurinn! Ég var búinn að svara þessari spurningu afdráttarlaust. Prestum íslenzku þjóðkirkj- unnar hefur fyrst og fremst ver- ið falið að flytja boðskap meist- arans sjálfs, orð hans og kenn- ingar eins og þeir vita þær sann- astar og skilja þær bezt. Þetta felst í vígsluheitinu. Guðsorð, hreint og klárt, hlýtur eftir anda hinnar lúthersku evangelisku kirkju fyrst og fremst að tákna orð Krists, ekki orð og hugmynd- ir manna um Krist. Ekki voru þeir guðir, páfinn eða Lúther, ekki Pétur og ekki Páll, og eng- inn guðfræðingur annar fyrr eða síðar. Mundu þá ekki ódauðleg tilsvör Jesú, Fjallræðan og jafn- vel refsiræður hans yfir hræsni og bókstafstrú farisea þeirra tíma vera miklu frjórra og upp- byggilegra prédikunarefni, en guðhræðsla og helvítistrú mið- aldanna, sem gat af sér siðlausa grimmd og trúvillingabrennur? Eitt er undarlegt við þessa játningaberserki. Það er eins og þeim finnist orð Krists svo sem engu máli skipta í kristnidóm- inum. Þeir taka „pálsorð" og „pétursorð“ fram yfir „guðsorð“. Þeirra kjörorð ætti því að vera: „Framar ber að hlýða mönnum en Guði. HEILINDI VIÐ GUÐ Fátt sýnir betur andlegan kot- ungshátt og þröngsýni en þau undrunaróp, sem jafnan kveða við frá „rétt-trúuðum“mönnum, ef einhvers staðar örlar á hugs- un, sem ekki er minnst fjögur hundruð ára gömul. Þeim er ekki hægt að gera sér í hugarlund að leyfilegt sé að hugsa um Guð öðruvísi en þeir sjálfir gera. Sé t.d. minnzt á sálarrannsóknir, koma rosafyrirsagnir eins og þessi: „Islenzk andatrú vekur heimsathygli“, eða einhver álíka vitleysa: En væri þetta nú satt, er svo sem enginn háski á ferðinni. Það er ekki nema gott, ef menn rumskast einhvern tímann af andlegum svefni. Auðvitað hefur ævinlega verið hneykslazt á þeim sem stíga út úr götu vanans. A þetta sérstaklega við um trúar- brögð, sem sumir halda að endi- lega þurfi að vera mosagróin til þess að Guð verði ekki bál- reiður. Eru margir ósparir að hóta hörðum refsingum hans öll- um þeim, sem ekki hugsa eins og hjörðin. Fr áþessu er þó heið arlegar undantekningar. Einn af kunnustu trúarheim- spekingum nútímans heitir Paul Tillich. Hann hefur starfað við háskóla bæði austan hafs og vest- an, t.d. í New York og Harvard. Hann segir, að andi mótmælenda stefnunnar sé einkum fólginn í gagnrýni, og beri að beita þess- ari gagnrýni engu síður gegn guðfræði siðaskiptaaldarinnar. Telur hann, að ekki sé unnt að hugsa sér guð sem einhverja veru uppi í skýjunum, er menn geti krapað um, hvort til sé eða ekki. Guð er veruleikur, sem enginn kemst í kringum. Hann er það ómælanlega djúp, sem líf mannanna er sprottið frá. Hann er þau lífsgildi, sem vér metum dýrust. Með því að hugsa um guð á þennan hátt, geta margir guðleysingjar orðið guðstrúar- menn. En til þess þurfi þeir ef til vili að gleyma öllu, sem guð- fræðin hafi kennt um guð, jafn- vel orðinu sjálfu. Snemma á þessu ári kom út bók eftir biskup í London (og það er nú eitthvað annað en vesæll sveitaprestur). Sú bók bar titilinn: Honest to God, og hefur hún komið í mörgum útgáfum. Biskupinn heitir John A. T. Rob- inson og var hann áður háskóla- kennari í Cambridge og talinn með snjallari guðfræðingum Breta. En jafnvel þó þessi mað- ur sé biskup, finnst honum ekki ótilhlýðilegt að vera dálítið hrein skilinn í viðskiptum sínum við Guð og látast ekki trúa því, sem hann trúir ekki. Hann virðist hafa grun um, að Guð muni hafa einhver ráð með að sjá i gegnum hræsnina, svo að hún muni vera gagnslaus. Þessi biskup virðist vera greindur í betra lagi, og dylst honum það ekki, að hið mikla fráfall alla þorra fólks frá kirkjunni hlýtur að stafa af því, að mönnum sé yfirleitt orðið mjög örðugt að finna nokkurt vit út úr hinu yfir náttúrlega kenningakerfi kirkj- unnar. Muni þetta djúp milli kirkjunnar og almennings fara vaxandi eftir því sem tímar líða. Segist hann hafa fundið marga skynuga, ókristna menn, sem sannarlega virðist ekki vera fjær guðsríkinu en aðrir. En þeir hafi afneitað kristnidómi vegna þess, að þeim virtist hann halda fram alls konar fjarstæðum, sem eng- inn maður með fullu viti geti trúað. Biskupinn telur að finna verði ráð til að brúa þetta mikla djúp, sem nú sé að skilja menn frá kirkjunni. Það verði að færa kenningar kirkjunnar í nýtízku- legra form. Tekur hann í því efni upp þráðihn frá Tillich. Það er nú ekki ætlun mín að fara að rekja efni þessarar bók- ar út í æsar, enda minnir mig að eitthvað væri skrifað um hana í eitt Reykjavíkurblaðanna í vor, Aðeins vildi ég benda á, að ekki eru allir samdóma um, hvað séu höfuðstoðir kristindómsins og jafnvel biskupar hafa stundum hugrekki til að segja meiningu Framh. á bls. 1S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.