Morgunblaðið - 09.07.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1963, Blaðsíða 22
22 MORCU1SBLAÐIÐ ÞrfSJudagur 9. fún Jt9ð3 Tilraunalandsiiöið brast Ekkert mark skorað og samleikur lítill BRÓÐURHLUTINN af ísl. landsliðinu og Finnlandsmeistarar í knattspyrnu á Laugardagsvellinum í ágætisveðri og ekkert mark skorað. Þetta er ömurleg staðreynd og því má bæta við að opin og góð tækifæri voru afarfá. Mark Finna komst eiginlega aldrei í verulega hættu utan einu sinni að lá við sjálfsmarki og þó Finnar sæktu meir og ættu snöggar hlaupatlögur að ísl. markinu tókst þeim ekki að skora. Nokkrum sinnum varði Helgi vel, ým- ist með því að grípa inn í á réttum tíma eða staðsetja sig vel. hættulega. Kn er á leið hálfleik- Lítill kraftur ísl. liðið var kraftminna en búizt var við. Margir leik- manna voru langt frá sínu bezta og mistókst herfilega öll uppbygging og báru sig að auki oft mjög klaufalega að. Er ekki annað sýnna en gera þurfi margar tilraunir enn ef takast á að finna okkar bezta landslið. Fast Ieikið Finnska liðið lék afskaplega fast og margir leikmanna þar hugsuðu oft meira um mótherj- ann en knöttinn. Leikurinn var því harður og á stundum meira í ætt við slagsmál eða stympingar en fallega knattspyrnu. fsl. liðið tók upp sömu baráttu- aðferð, þó þeir aldrei færu eins ]p .. Beztu færin Framan af sóttu Finnar meir á, t.d. 4 hornspyrnur, eina mjög inn jafnaðist þessi sókn upp. Bezti kaflinn hjá ísl. liðinu var fyrri hluti síðara hálfleiks, þó aldrei næði liðið sér verulega á strik. Er á leið slitnaði liðið nokkuð í vörn og sókn, enda gerðu þá Finnar margar snögg- ar atlögur að markinu. Þá komst Lahti innherji í bezta færið, en þar var þröng og Helgi átti frem ur auðvelt með að loka. Eitt stangarskot áttu Finnar af 25— 30 m færi, boltinn snerti þverslá og flaug yfir. Beztu menn Finna voru vinstri sóknararmurinn og Valtonen miðvörður. Hjá ísl. liðinu var Björn Helgason sem kom inn í stað Hrannars og Sigþór útherji þeir einu, er börðust og áttu svip- aðan leik og áður. Geir kastar sér hér fyrir fætur Tuuri miðherja í leiknum sem Finnar unnu 4—2 á laugardaginn. Akranes vann Keíiavík 4-2 — og hefur nú forystu aftur EFTIR leikinn á Akranesi á klaufamark hjá Keflvíkingum. laugardaginn, blasir ekkert nema önnur deild við Keflavík. Úrslit leiksins voru sanngjörn, þar sem Skagamenn höfðu algjöra yfir- burði út allan fyrri hálfleik. Vörn Keflvíkinga, án Sigurvins, hrundi eins og spilaborg. Leikur ÍBK og ÍA fór fram á Akranesi sl. laugardag I glamp- andi sól og hægri golu. Keflvík- ingar unnu hlutkestið og kusu að leika undan sól og vindi. En það voru Skagamenn, sem þegar í upphafi tóku leikinn í sínar hend ur. Þórður Þórðarson lék miðh. í stað Ríkharðar, og þegar á 5. mínútu skapaði hann gott tæki- færi fyrir Ingvar, sem skaut í þverslá. Forusta Skagamanna Lib Keflavíkur virtist vera í molum. Vörnin skipulagslaus og framherjarnir svifaseinir og óná- kvæmir. Skagamenn hins vegar voru ákveðnir og ætíð fljótari á knöttinn. Fyrsta markið kom á 14. mínútu. Hornspyrna frá hægri, vel gefið fyrir markið og Ingvar kom brunandi og skallaði óverjandi í netið. Þetta var mjög glæsilegt mark. Skömmu síðar brendi Þórður Þ. af góðu tækifæri. síðar bætti hann úr, gaf lausan knött fyrir markið, framhjá markverðinum, í stöngina og i nn. Sannkallað Keflvíkingar komust tvisvar í markfæri. Karl skaut himin- hátt yfir, fyrir opnu marki, og bjargað var á línu, lausu skoti Rúnars útherja. Fleiri voru tæki færi Keflvíkinga ekki í hálfleikn um. Þriðja mark ÍA kom úr víta- spyrnu fyrir hrindingu á bak Þórðar Þ. Skúli skoraði örugg- lega og hálfleikurinn endaði 3:0 fyrir Akranes. Verða það að telj- ast sanngjörn úrslit, eftir gangi leiksins. Keflvíkingar skiptu um tvo menn í hálfleiknum. Hólmbert og Grétar fóru út, en inn komu Jón Jóhannsson og Magnús Torfason. Síðari hálfleikur var tæplega tveggja mínútna gamall, þegar Ingvar hafði hlaupið af sér vörn Keflvíkinga og skorað rólega framhjá úthlaupandi markmanni. 4:0 og ennþá voru úrslitin sann- gjörn. Leiðinleg framkoma ’ Keflvíkingar tóku nú heldur að sækja í sig veðrið og smásam- an fóru þeir að ná tökum á leiknum. Svar Skagamanna var grófari leikur og óvenju leiðin- leg framkoma. í hvert skipti, sem dómarinn flautaði, mátti heyrá mótmæli og háðsglósur til dómar ans. Reyndari dómari hefði áreið anlega verið búinn að senda suma drengina heim fyrir leiks- lok. Á 13. mín. voru Keflvíkingar STAÐAN Staðan í 1. deild er nú þessi eftir leik Akraness og Kefla víkur. Akranes KR Fram Akureyxi Valur Keflavík 14-12 9 10-10 7 7-7 7 13-13 6 10- 8 5 9-15 2 nærri að skora, en Jón J. skaut yfir af stuttu færi. Skömmu síð- ar var Jón aftur í færi, en alltof seinn að skjóta. Þannig gekk í langan tíma. Keflvíkingar áttu meira í leiknum en hin bitlausa framlína þeirra gat ekki skorað. Þrátt fyrir nokkur opin tæki- færi fengu Keflvíkingar ekki sitt Framh. á bls. 23 Næstu leikir eru á sunnu- dagirín kemur milli Akureyr- ar og Fram á Akureyri og milli KR og Akraness í Laug- ardal. í 2. deild er staðan pessi: A-riðilI: Breiðablik 3 3 0 0 5- 2 6 Vestm.eyjar 1 1 0 0 0- 0 2 Reynir 4 1 0 3 13- 8 2 Dímon 2 0 0 2 3-11 0 B-riðill: ísafjörður—Hafnarfj. 2—1 Þróttur — Siglufj. 5—2 Þróttur 4 2 1 1 10- 8 5 Siglufj. 4 2 11 12-12 5 Hafnarfj. 4 112 9-9 3 ísafjörður 4 112 9-9 3 Næstu leikir: Hafnarfjörður — Siglufjörður í Hafnarfirði 14. júlí. Hafnarf jörður — ísaf jörður í Hafnarfirði 18. júlí. Finnsku meistararnir ger- sigruðu veikt Rvíkurúrvaí ÞAÐ var viljalítið, getulítið Reykjavíkurúrval sem mætti finnsku meisturunum Haka í blíð skaparveðri á laugardag. Svo fór líka að Finnar báru algert sig- urorð af úrvalinu og unnu með 4-2. Sá sigur var vel verðskuld- aður eftir frammistöðu Rvíkur- liðsins þó dómarinn ætti einn- ig nokkurn þátt í að skemma leikinn með ónákvæmum dóm- Sundrung og linja Það var eins og úrvalslið- ið fyndi aldrei neinn takt í leik sinn. Það var strax í byrj- un sundurlaust og sumir virt- ust ekki færir um það leikinn út í gegn að senda knött al- mennilega frá sér. Og slak- ast var liðið er á leið, í stað þess að „finna sig“ og vaxa. Það er alvarleg sundrung og linja sem speglazt hefur í ótalmörgum Reykjavikurúr- _ valsliðum undanfarin ár þó svo virðist að af nógu sé að taka til að koma góðu liði saman. ir Mörkin Hraði Baldvins Baldvinssonar miðherja skapaði fyrsta markið um miðjan hálfleik samfara klaufsku finnska markvarðar- ins. Baldvin komst framhjá hon- um og sendi í netið óvarið. Rétt fyrir hlé jafna Finnar. Það var Markku Lahti innherji sem skoraði með óverjandi skoti af stuttu færi eftir að hann fékk knöttinn óvænt. Finnar náðu forystu eftir nokkra mínútna leik í síðari hálf- leik er Pitko v. útherji skoraði úr erfiðri stöðu með tvo reyk- víska varnarleikmenn sér við hlið. Eftir stundarfjórðung af síðari hálfleik er staðan aftur jöfn. Björn Helgason skaut að finnska markinu og markv. virtist hafa knöttinn örugglega, en hann missti hann aftur fyrir sig og í netið. Finnar náðu svo forystu úr vítaspyrnu stuttu síðar sem dæmd var fyrir hindrun. Malm skoraði örugglega. Síðar fengu Finnar aðra vítaspyrnu dæmda fyrir hendi, sem var algert óvilja verk — en mistókst að skora. Smiðshöggið á sigurinn setti miðherjinn Tuuri með laglegum undirbúningi og góðu skoti af stuttu færi. 4r Liðin Finnarnir voru mun betri I öllum listum knattspyrnunnar og verðskulduðu sigur. Pitko útherji var beztur einnig áttu Tuuri og innherjarnir góða kafla. Um úrvalið er bezt að vera fáorður. Allir liðsmenn brugðust meira og minna og höfðu ekki sjáanlegan vilja til leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.