Morgunblaðið - 12.07.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.07.1963, Qupperneq 2
2 MORGUNBL'AÐIB Fostudagur 12. júlí 1963 Kommúnistar bann- færðir í Argentínu Sérstök tilskipan yfirvalda Buenos Aires, 11. júlí — AP RÍKISSTJÓRN Argentínu ákvað í dag að taka fyrir starfsemi 30 einkafyrirtækja og stofnana í landinu. I hópi þeirra, er nú fá ekki lengur að láta til sín taka á opinberum vettvangi, eru kommúnistar og samtök þeirra. í lista þeim, sem gefinn hefur verið út um bannfærð samtök, má sjá nafn menningarsamtaka Argentínu og Sovétríkjanna og nefnd þá, sem starfar að nánari samksiptum við Kúbu. Loks má nefna samtök þau, er kenna sig við verkalýðsmál, en hafa lengst- um starfað í anda Perons, fyrr- verandi einræðisherra Argentínu. Fréttamenn telja, að hér sé fyrst og fremst um að ræða sér- stakar aðgerðir til að binda enda á áhrifaaukningu komm- únista og einræðissinnaðra manna í landinu. Óvíst er þó, að hve miklu leyti þessar ráðstaf- anir verða til framdráttar raun- verulegu lýðræði í landinu. Þar eru herforingjar mikils ráðandi. ÞESSl mynd er tekin er skírn Amfirðings fór fram. Frá vinstri sjást frú Guðrún Einarsdóttir, a skírði skipið. Þá Arne Grönningseter forstjóri, Hermann Kristjánsson framkvstj., Gunnar Magnús son skipstjóri, Óskar Herinannssoa, frú Asdis Árnadóttir og Kristján Hermannsson. Tveir glæsilegir farkostir bætast í fiskiskipaflotann Glanni og Víkingur keppa á sunnudaginn HIN'AR árlegu kappreiðar Hesta mannafélagsins Geysis verða á skeiðvelli fólagsins á Rangár- bakka við Hellu sunnudaginn 14. júlí kl. 15. Hetfst mótið sam- tovaemjt venju með hópreið fé- lagsmanna inn á skeiðvölllinn. Að því loknu fer fram góðhesta- keppni. í góðhestaíkeppninni er heet- Mjög tregur humarafli Akranesi, 11. júlí: — Humarbátarnir 5 komu inn og lönduðu í dag. Afli var nauða- tregur allt niður í 180 kg á bát. Dragnótatrillan Flosi fiskaði í gær 500 kg. — Oddur. unum skipt í aiíhliða ganghesta og kliárhesta með bolti. í»á verð- ur einnig keppt í skeiði, 250 m folahilaupi, 350 og 800 metra stakki. Meðal keppnishesta í 800 m hlaupiniu eru verðlaunahafarnir frá ÞingvaMaimótinu síðasta, Glanni frá Norðuir-Hjáleigu og Víkingur frá Ártúnum. Gert er ráð fyrir spennandi keppni, enda há verðlaun í boði. Framkvæmdasitjóri mótsins er Steinþór Runóifisson, Hellu, og vallarstjóri Sveinbjörn Bene- diktsson í GunnarsholtL EINS og skýrt var frá í fregn blaðsins í gær bomu tvö ný fiski- skip til Reýkjavíikur í fyrra- kvöild. Fréttamaður blaðsins brá sér um borð í hin nýju skip. — Fyrst kornum við um borð í Arn- firðing RE 212 og hittum að móili Gunnar Magnússon, skip- stjóra. Sýndi hann okkur Skipið, sam er búið öllum þeim full- komnustu . tækjum, sem notuð eru í fiskiskip. Eitt tæki, ekki stórvægilegit, var þar aflveg nýtt og mun ekki hafa sézt í íslenzku skipi fyrr, en það er upplýst bortaborð. í borði þessu eru spól ur, sem kortin eru vafinn upp á. Með því að snúa sveif erkort það sem nota skail hverju sinni látið korna undir glerrúðu, en á rúðuna er hægit að draga leiðar- línur og þarf því ekki að skemma sjálf kortin. Auk hinna venjulegu siglinga- og mæli- Arnfirðingur RE 212. tækja er skipið búið ísvél, sem á að geta framleitt þrjú tonn atf is á sóLarhring. Frysting er einnig í lest. Skipið er búið 660 hestaifla vél og í sambandi við hana er for- hitari, en kælivatn vélarinnar er notað til að hita upp heitt vatn það sem nota þarf í Skip- inu. í hverjum klefa mannaibúða er rennandi bæði heitt og kalt vatn og tvö steypuböð eru í skip- inu. íbúðir eru fyrir 16 manns, þar af fyrir 7 framrni í. Skipið var smíðað hjá Bolsönes værft í Miolde í Noregi. 1. vél- stjóri hins nýja skips er Lárus Finhbogason. Eigandi skipsins er Arnarvík hf. í Grindavík, en framkvæmdatjóri er Hermann Kristjánsson. — Skipið er búið kraftblöífck og var ákveðið að halda á síldveiðar fyrir Norður- landi í gærkvöldi. Hitt nýja skipið, sem kom í gær heitir Ásbjörn RE 400 og er eig- andi þess fsbjörninn hf. Halldór Benediktsson er skipstjóri þar um borð og var gestkvæmt í hinu nýja skipi er við bomum þar nokkru fyrir miðnætti. Ás- björn er 192 tonn að stærð, bygg* að mestu í FLðkfcefjord í Noregi bjá Autelökken værft og stáii- skip eins og Arnfirðingur. Teikn- ingar beggja skipanna eru norsk ar. í Ásbirni er 495 ha. Lisfer- vél og skipið er búið öllum hin- um fuMikomnustu siglingar- og fiskiLeitartækjum. Skipið gekk 11,3 mílur 1 reynsluferð. 1. vél- stj'óri á Ásbirni er Þorsteinn Pét- ursson. íbúðir eru fyrir 16 manns. Frysting er í lest skips- ins. Halldór skipstjóri sagði að þeir á Ásbirni myndu halda til síldveiða í gær eða gærkvöldi. Báðir létu skipstjórar hinna nýju skipa ve/1 ýfir farkostuim sínum. Veður var gott á heim- siglingunni, svo ekki reyndi að marki á sjólhæfni skipánna. Asbjörn RE 400 Merkílegar nýjungar í laxrœkt á Snœfellsnesi Nota á framleiðslumátt Vatnsholts- vatna til laxaseiBaeldis í VATNSHOLTSVÖTNUM á Snæfellsnesi hefur verið hafizt Áhugi á leiklist Með mynd frá Bolungarvík 22 BENEDIKT Þ. Benediktsson vélstjóri í Bolungarvík hefur mikinn áhuga á leiklist, og það ekki eingöngu í heima- bæ sínum. Hann hefur jafnan verið mikill stuðningsmaður Leikfélags Reykjavíkur. Þegar Leikféiagið kom til Bolungar- víkur s.l. sunnudag til að sýna þar Hart í bak eftir Jökul Jakobsson tók Benedikt Bryn- jólf Jóhannesson leikara tali og afhenti honum stærðar kakóbox fullt af skiptimynt. Vildi Benedikt að sjóður þessi gengi til húsbyggingarsjóðs Leikfélagsins. Boxið var þungt og var um það talað að til greina gæti komið að efna til getraunar um það hve mikið væri í því. Gæti það orðið Leikfélaginu og húsbygginga- sjóðnum vel þegin tekjulind. Myndin var tekin þegar Bryn- jólfur tók við kakóboxinu. handa um merkilega nýjung í laxarækt hérlendis og er ætlunin að nota vötnin sjálf sem uppeld- isstöð fyrir laxaseiði eftir að öðr- um fiski úr þeim hefur verið út- rýmt með sérstöku efni, sem nú er verið að dreifa í vötnin. Má gera ráð fyrir að fyrstu seiðun- um verði sleppt í vötnin, sem eru tvö, nú síðla sumars. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, skýrði Mbl. svo frá í gær, að þessi nýstárlega fiskirækt í Vatnsholtsvötnum hefði verið í undirbúningi í nokkur ár. Væri ætlunin að nota framleiðslumátt vatnanna sjálfra til þess að ala upp laxaseiðin upp í göngustærð, láta seiðin síðan ganga út í sjó og veiða laxinn í gildrur er hann kæmi fullvaxihn til baka. Vatnsholtsvötn væru handhæg til þessara hluta. Væru þau eitt samfellt vatnasvæði, þ.e.a.s. tvö samliggjandi vötn, og rynni Urr- iðaá úr vestara vatninu og skamma leið til sjávar. Einn eig- andi væri að heita að öllu vatna svæðinu, Stefán Jónsson, bóndi að Vatnsholti. Stefán leitaði til Veiðimála- stofnunarinnar og spurðist fyrir um hvernig hagkvæmast væri að rækta upp vötnin. Taldi veiði- málastjóri ráðlegast að nýta vötn in sjálf til laxauppeldis, enda hefðu Bandaríkjamenn notað þá aðferð með ágætum árangri. Veiðimálastjóri tjáði Mbl. í gær að til þess að hægt yrði að nýta vötnin, yrði að byrja á því að útrýma úr þeim öllum hugs- anlegum keppinautum og óvinum laxaseiðanna. Hefur því verið dreift í vötnin sérstöku efni, sem Rotanon heitir, en það hefur þau áhrif á fisk að slagæðar í tálkn- um hans herpast saman þannig að fiskurin drepst. Hins vegar hefur efnið engin áhrif á annað dýralíf í vatninu eða gróður og fuglum og fénaði stafar engia hætta af því heldur. Til þess að öruggur árangur næðist við útrýminguna á silungi í vatninu varð að gera stíflu milli þeirra, og sérstaka stíflu þar sem Urriðaá rennur úr vestara vatn- inu. Þegar búið er að hreinsa allan fisk úr vötnunum, verður laxaseiðunum sleppt þangað. Við Urriðaárstífluna verður sérstakur útbúnaður þannig að fiskur getur ekki gengið upp 1 vötnin, en hins vegar geta laxa- seiðin gengið niður, og verða þá tekin í sérstaka kassa. Síðan verður seiðunum sleppt til sjáv- ar eða seld í aðrar ár. Allur lax, sem til baka kemur, er tekinn f gildrur og slátrað, að undan- skildum þeim löxum, sem nauð- synlegir eru til viðhalds stofnin- um. Við Vatnsholt hefur verið byggt klakhús og þar hefur ver- ið komið fyrir eldiskössum með á annað hundrað þúsund laxa- seiðum. Verður þeim sleppt f vötnin síðar í sumar, en Rota- nonefnið hefur skolast úr þeim. í viðtalinu við Mbl. í gær sagði veiðimálastjóri að hann teldi að hér væri um mjög merki Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.