Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 6

Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Fostudagur 12. júlí 1963 Píanótónleikar V. Hzkenasys ÍSLENZKIR blaðalesendur hafa undanfarið fylgzt náið með ferð- um rússneska píanóleikarans Vladimirs Asjkenazís og hinnar íslenzku konu hans, Þórunnar Jó- hannsdóttur. Svo virðist sem bJaðamenn margra þjóða hafi haft gát á hverju fótmáli þeirra, og sýnast hérlendir fréttamenn ekki hafa verið eftirbátar starfs- bræðra sinna erlendis að árvekni og ötulleik í því starfi. Það verð- ur því varla sagt, að hann hafi komið á óvart, er hann efndi til tónleika hér í Þjóðleikhúsinu sl. laugardag á vegum Péturs Pét- urssonar. Efnisskrá þessara tónleika var næsta einhæf: tvær sónötur eftir Beethoven, nr. 17 í d-moll og nr. 18 í Es-dúr, báðar op. 31, og all- ar fjórar ballötur Chopins. Hefði óneitanlega verið skemmtilegra og forvitnilegra úr því að tvær Beethoven-sónötur voru fluttar, að þær hefðu verið frá mismun- andi tímabilum í ævi tónskálds- ins. En flutningur á sónötunum var með snilldarbrag, kannski einkum þó hinni síðari. Tækni listamannsins er glæsileg og allt viðhorf hans til listar sinnar virð ist vera heilbrigt og hispurslaust. Um túlkun hans á verkum Chop ins orkar fremur tvímælis. Eins og sumir austur-evrópskir píanó leikar undirstrikar hann hið dramatíska í þessum verkum á kostnað hins Ijóðræna og flytur þau með karlmannlegum þrótti og tilþrifum, sem ekki sýnast þeim með öllu eiginleg. Þótt slík meðferð geti verið áhrifarík á sinn hátt, er hún þó vafalítið fjær því, sem fyrir tónskáldinu vakti, en þau mýkri og mildari tök, sem flestir vestur-evrópskir lista- menn hafa tekið þessi verk. All- us stíll þeirra og andi virðist benda til þess, að enn ljósara verður það, ef saman eru borin þau hljóðfæri, sem Chopin lék á, og konsertflyglar nútímans. En hvað sem um þetta má segja, er hér á ferð upprennandi skörungur á sínu sviði, og er vonandi, að tengsl hans við ís- land verði til þess að hann verði hér tíður gestur á komandi árum. Jón Þórarinsson. Ræktarsemi og vinátta f BLAÐAGREIN, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, er rætt um íslendinga og Vestur-ís- lendinga og talið, að „varla sé meiri ástæða til að blása í lúðra fyrir hóp Bandaríkja- og Kan- adamanna af íslenzkum ættum, sem hér eru á ferð, en fyrir hverja aðra góða gesti“. Á öðrum stað segir m.a.: „enda skiptir það íslenzku þjóðina litlu máli, hvort íslenzkan hjarir þar nokkur ár> lengur“. Grein þessi er athyglisverð. Greinarhöfundur telur litilsvirði að viðhalda sambandinu við þá,, sem fóru á sínum tíma til Vestur- heims og gerðust landnemar þar, og afkomendur þeirra. Ekki held ég, sem betur fer, að margir séu á hans skoðun. Að minnsta kosti held ég, að þeir, sem komið hafa vestur í byggðirnar, þar sem margir eru frá Islandi, muni mót- mæla þessari skoðun. Fyrir okkar fámennu þjóð skiptir það ekki litlu máli að eiga vini víða um lönd, og betri vini en afkomendur íslenzku land nemanna í Kanada og Bandaríkj- unum getum við ekki eignazt. — Fyrir nokkrum árum var ég staddur í fyrsta elliheimilinu, sem stofnað var í Kanada fyrir landnemana íslenzku, í Bethel í Gimli. — Þarna var ég á íslenzk- ari stað en nokkru sinni fyrr eða síðar. Að vísu var þetta í Kanada og heimilisfólkið orðið Kanada- menn, en hugur þess var heima í gamla landinu. íslenzka þess var stundum með afburðum góð og þjóðsönginn íslenzka söng það af lífi og sál. „Á kvöldin söfnumst við saman á svalirnar austan við húsið, og við horfum heim — í austurátt til gamla landsins". Hún var yfir áttrætt og blind konan, sem sagði mér þetta. Sambandið við landa okkar í Vesturálfu er mikilsvirði! Sam- eiginlegur menningararfur — frændsemi og vinátta — eru þetta ekki þeir hlutir, sem gefa lífinu gildi? — íslenzka tungan mun að sjálfsögðu ekki geta haldið velli í mörg ár enn meðal Vestur-íslendinga, en vonandi verður þó nokkur bið á, að hún glatist þeim með öllu. Greinarhöfundur talar um fá- menna þjóð — það erum við — og þessvegna eigum við að gleðj- ast yfir því, að til skuli vera þús- undir manna í annarri 'heimsálfu, sem reyna með ýmsum ráðum að viðhalda tengslum við land feðra sinna. Við skulum virða þessa við leitni þeirra og efla eftir föng- um. — Við eigum aldrei betri vini, og ekkert er fámennri þjóð, sem íslendingum, meira virði en góðir vinir, sem víðast um lönd. Gísli Sigurbjörnsson. Hin nýja kaffitería á Hótel Akureyri. Nýr veitingasalur á Akureyri Akureyri, 1 .újlí. NÝLEGA var opnaður nýr og stór veitingasalur í Hótel Akur- eyri, Hafnarstræti 98. Salurinn er stór, bjartur og rúmgóður og þar geta 140 manns matazt í einu. Framreiðsla er með sjálfs- afgreiðslufyrirkomulagi. Tæki í sal og eldhúsi eru ný af nálinni og öll niðurröðun gerð af hag- sýni og til þæginda fyrir gesti. Hótelistj órinn, Brynjólfur Brynjólfsson, bauð fréttamönn- urn og nokikrutn öðrum geetuim til kvöldverðar við opnun hinna glæsilegu salarkynna og skýrði frá fyrirhuguðum rekstri veit- ingastofunnar. Þar verður hægt að fá heitain mat, smurt brauð, heita og kalda drykki og hvers konar veitingar frá ki. 8 árdegis til kl. 11% síðdegis dag hvern. Salurinn verður ekki leigður út til einstakra samkvæma eða fundahalda, svo að ferðamenn og aðrir gestir geta al'ltaf treyst því að fá þama afgreiðslu. BrynjóMur mun sjálfur sjá uim matreiðslu, en hefur þrjá lærlinga séir til aðstoðar. Gisti- húsið rúmar uim .40 gesti í 18 her- bergjum, og starfsfólkið er alLs um 35 manns. Auk þess sem BrynjóMur Brynjólfsson rekur Hótel Akureyri, heifur hann Hótel KEA á leigu, svo að hann getur annazt' fyrirgreiðslu fast að 100 næturgesta samtímis. Þar að auiki útvega þessi gistihús herbergi á einkaheimilum, þegar mikil þröng er gesta, eins o.g venjulega er sumarmánuðina. Hinn nýi veitingasalur mun enn auka á þann góða aðbúnað, sem ferðafólk, sem keimur tii Akureyrar, á að fagna, og stuðla að hróðri Akureyrar sem ferða- mannabæjar. — Sv. P. Fréttabréf að austan Fljótdalshéraði 10. júlí. Veðrátta hefir verið mjög hag- stæð frá því í lok júní. Miklir hitar voru nokkra fyrstu dag- ana í júlí. Sláttur var því víðast að hefjast og þornaði taðan þá jafnóðum. Um síðustu helgi rigndi nokkuð og nú er kaldara og þokuloft. Grasvöxtur er að verða góður víðast en var þó nokkuð síðbúinn á þeim tímum er mest voru beitt í vor. Segja má að vel liti út með heyskap, ef tíðarfarið verður þolanlegt. Talsvert er um ferðafólk um þessar mundir. Jón Jónsson jarðfræðingur er nú á Austur- landi til að athuga jarðhita. Byrjar hann rannsóknir við Urr- iðavatn nú næstu daga. Ferð hans er á vegum jarðhitadeildar raforkumálaskrifstofunnar. Hann er ennfremur að athuga um neyzluvatn á ýmsum stöðum. En það er víða vandamál í þéttbýli. — JP „Ágæti Velvakandi! í blaðinu í dag birtir þú all- langt bréf um málvöndun og orðaval, þar sem deilt var á blaðamenn og útvarpsmenn fyrir vafasama umgengni við móðurmálið. Vissulega má margt til foráttu finna þessum mönnum, gem verða daglega að rísa undir þeirri ábyrgð að hafa málið, hið mjúka og ríka, fyrir öðrum. En margt má einnig þeim til máls- bóta verða, eins og marg- oft og víða hefir verið tekið fram, ekki sízt sá hraði, sem þeir verða að hafa á störfum sínum. Prentvéíin bíður ekki til morguns, og sú altgleypandi ófreskja sýnir þeim enga vægð. Hin tíðu skrif um málvönd- un og vangaveltur um rétt mál og rangt eru mörgum gagn. leg og hinar þörfustu hugvekj- ur. Þau bera líka vitm um al- mennan áhuga fólks á hag og heill tungunnar. En þannig "iiíiS þjóna menn bezt góðum mál- stað, að þeir beri ekki fram misjafnlega sanngjarnar ádeil- ur á einstaka menn eðá starfs- hópa. Með þessum orðum er ég ekki að halda því fram, að blaða- og útvarpsmenn þurfi ekki sitt aðhald, svo að þeir hafi það jafnan í huga, að í þeirra höndum er eitt dýrasta fjöregg þjóðernis vors, xtungan. En ég er þeirrar skoðunar, að íslenzk blaðamannastétt sé yfir- leitt vaxin þeim vanda að gæta þess, þótt vitaskuld megi finna ljóta hreisti í keri, ef vel er leitað. Með þökk fyrir birtinguna. Sanngjarn.“ • ÚR REYKJAVÍK. „Það var vissulega ánægju- legt hversu vel tókst til mót það sem fram fór við Þjórsártún um síðustu helgi^ og Morgun- blaðið skýrði frá. í frásögn þess brá þó fyrir orðalagi sem óneit- anlega var hæpið og jafnvel ó- verjandi, gagnvart æskulýð höfuðborgarinnar. Um leið og verið var að und- irstrika hve mótið hefði farið fram vel og friðsamlega, mátti skilja frásögnina svo að ungt fólk úr Reykjavík hefði verið þar í svo miklum minnihluta, að tekizt hefði að friða stað- inn. Ég er sannfærður um það að fréttaritarinn hafi ekki ætlað að sveigja að æsku höfuðborg- arinnar á jafn grófan hátt og hann gerði. — En hann hefði átt að segja það umbúðalaust að sá hópur ungmenna, sem um hverja helgi flengist í leigu. bílum milli félagsheimilanna í nærsveitum og veldur þar ólát- um og leiðindum, hafi ekki lát- ið sjá sig á þessari skemmtun, öllum til óblandinnar ánægju. Með slíku orðalagi hefði ekki farið milli mála við hvaða hóp ungmenna var um að ræða. Vinir mínir sem voru austur í Aratungu um síðustu heigi, höfðu komið þar á almennan dansleik, sem þeir sögðu að hefði verið skemmtilega fjör- ugur án drykkjuláta og ölæðis. Töldu þeir sig þekkja þar fjölda fólks af götum höfuð- borgarinnar. Það er svo annað mál, hvort ekki væri rétt að herða eftir- litið með ferðum leigubíla á dansstaði út um sveitir og heimila löggæzlumönnum að hefja tafarlausa og formála- lausa áfengisleit í bílum þess- um, svo og öðrum • ef á&tæða þykir til. Slík heimild myndi vega upp á móti öflugri lög- reglusveit við hvern skemmti- stað. Víkjum aftur að frásögn Morgunblaðsins af hinni vel- heppnuðu Þjórsátúnshátíð. Slíkt er vissulega gleðiefni, að æska Árnes- og Rangárvallasýslna skuli hafa komizt til þess þroska að hægt sé að halda mannfagn- að án þess að allt verði brjál- að í brennivíni og slagsmálum. En um leið fullyrði ég, að óróa- seggirnir sem leggja leið sína á dansleiki í nærsveitum séu i svo miklum minnihluta, að ekki komi til mála að blöðin leyfi sér að kalla þennan leiðinda- lýð æskufólk úr Reykjavík. Austurbæingur. BOSCH Dynamóar í báta 1.5 kw 32 volt og 3 kw 32 volt BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Sími 11467. bosch

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.