Morgunblaðið - 12.07.1963, Page 17

Morgunblaðið - 12.07.1963, Page 17
Fostudagur 12. Jðll 1993 M O R C U 1S B L A Ð I Ð 17 Þorsteinn Hraundal rakarameistari Fimmtugur Á MORGNI lífsins þegar ferskar og brosandi liljur vallarins breiða út krónur sínar á móti sumri og sól, stendur Þorsteinn Hraundal rakarameistari á tíma- mótum, en hann er fimmtugur í dag. Hljómkviður liðinna ára endurvekja ljúfar minningar um farinn veg, þar sem blóm vorsins blómgast og allt sem bærist and- *r í hafgolu og strgumi lífsins. Það ilmar af gróðri aeskuáranna þegar litið er til baka, báðir átt- ur-i við okkar þroska- og mann- dómsár í höfuðborginni, sem þá var einnig fögur og átti sína tign og gaf fyrirheit um betri og bjart *ri framtíð, sem raun ber vitni. I þá daga var æskan frjáls og glöð, laus við glys og gervihylli, hún átti sína drauma, forsjá og hugsjónir af innri þrá, heyrði í fjarlægð lúðraþyt nýrrar kyn- elóðar, sem boðaði meiri þroska og æ fjölþættari menningu er menn nú á miðjum aldri hafa kynnzt í ríkum mæli. Stéttar- bróðir minn, Þorsteinn Hraundal, er samtíðarmaður þeirra stórstíg- ustu framfara, sem yfir fsland hafa komið og gerbreytt lifnaðar- háttum þjóðarinnar í alhliða vel- megun, þar sem einstaklingsfram takið og víðsýnn manndómur hefur fengið að njóta sín á grund velli lýðræðis, frelsis á voru kæra og fagra föðurlandi. Þorsteinn er Húnvetningur að uppruna, fæddur 12. júlí 1913 í Gröf á Vatnsnesi, og fluttist til Keykjavíkur um 15 ára gamall og stundaði þá vinnu, sem til féll. Rúmlega 17 ára hóf hann iðn- nám í rakara- og hárskeraiðn og starfaði við þá iðn sem næst ald- arfjórðung. Um árabil unnið hjá öðrum og einnig rekið eigin stofu. Hann er prýðis fagmaður og snyrtimenni mikið. Þegar Þor- steinn hafði lokið iðnnámi,-gerð- ist hann brátt meðlimur í Rak- arasveinafélagi Reykjavíkur. Strax vakti hann á sér athygli sem fórnfús félagsmaður og gæddur eiginleikum til forustu. Ekki leið langur tími þar til hann var kosinn sem formaður sveina- félagsins, og átti ríkan þátt í þvi að fá viðurkennda launasamn- inga við rakarameistara, en Rak- arasveinafélagið var þá á frum- árum sínum sem sérfélag. Á þessum árum sveif hinn austræni andi yfir allri félags- málaþróun hér á landi og var þess einnig vart í félagi rakara- sveina á þeim tima, Þorsteinn Hraundal var þegar sem ungur maður einarður og mjög sannur Sjálfstæðismaður og er enn. Við það breyttist andrúmsloftið í fé- laginu, vegna forustu hans, enda renndi hann virkum stoðum und- ir þróun félagsins á meðan hann var meðlimur þess. Fyrir 10 árum tók Þorsteinn sér hvíld frá hárskeraiðninni. Hann gerðist sölumaður og verk- Stjóri hjá Leðuriðjunni um skeið og nú síðustu árin starfsmaður í Slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Áhugamál hans í tómstundum hafa verið margþætt, sem lítil- lega skal vikið að. Stjörnufræðin er honum afarhugþekk og hefur látið hann svífa vítt um geim, um sólkerfið á vængjum þekkingar- þorsta hans. Frá æskuárum hef- ur músíkin mjög heillað Þorstein og af þeim sökum gerðist hann sem ungur maður, sjálfsmenntað- ur, en þó virkur þátttakandi í hlj ómlistarlífinu. Spilaði hann í lúðrasveitinni Svan um áraraðir, ®uk þess í Sinfóníuhljómsveit- inni, og jafnan umkringdur af hljóðfærum á heimili sínu, sem skapað hefur óteljandi gleði- stundir á liðnum árum. Hin lit- rika náttura landsins og vaxtar- máttur hennar, hefur verið eitt iif tómstundaviðfangsefnum hans. Hins ferska og frjálsa lífs hefur hann notið bezt með tíðum göng- Mm til fjalla og inn til dala, num- ið staðar við laufgaða og fagur- vaxna björk. Þá hefui það ekki dregið úr tengslum hans við nátt- úruna á sólbjörtum sumardögum, að berast á fáki fráum eftir slétt- um grundum og heyra í fjarlægð ari í hópi gleðinnar, lundin létt og fundvís á húmor líðandi stund ar. — Þorsteinn Hraundal er mikill Reykvíkingur. Þar hefur hans lífsvettvangur verið á miklum breytingartímum, höfuðborgin því verið honum Sém gróðurreit- ur minnisstæðra atvika og at- hafna, hvergi séð fegra vorkvöld í flæðandi sólbrá við blikandi haf, en i Reykjavík, og hina ó- gleymandi náttúrufegurð yfir sundin blá. Þorsteinn er kvæntur prýði- legri og listhneigðri konu, Veru Ingibergsdóttur. Eiga þau þrjá syni og eina dóttur. Á þessum tímamótum Þor- steins Hraundals, sendi ég honum míndr beztu heillaóskir í tilefni dagsins. Allt er fimmtugum fært. Gudm. Guðgeirsson. — Diplómataskóli Frh. af bls. 12 ar yfirheyrslur útsendara flokks- ins, að þeir væru ekki nógu góð- ir flokksmenn, fylgdu flokkslín- unni ekki nógu vel í hugsunar- hætti og væru of frjálslyndir. Þetta var orsök þess, að margir sviptu sig lífi, eftir margra ára nám. T.d. ætlaði austur-þýzkur þýzkur maður, Paul . Wagner, sem hafði skipulagningu flokks deilda að sérgrein, að drepa sig fimm vikum, áður en náms- tími hans var á enda. Þjóðverji nokkur stökk út af Krimmi- brú á Moskvu-fljóti, og margir skáru sig á slagæðina. Yfir- mönnum skólans virtist standa alveg á sama um sjálfsmorð, og sögðu við nemendur, sem tóku sér þetta nærri, að þeir hefðu ekki nógu íc^eológiskan þanka- gang og fylgdu ekki flokksstefn- unni nægilega vel. Hans Schawohl var formaður flokksdeildar í skólanum. Hann sagði leynilögreglunni aldrei frá því, þótt einhver nemandi segði eitthvað misjafnt um flokkinn. Njósnarar voru alls staðar í skól- anum. Þeir kærðu Schawohl fyrir að tilkynna leynilögregl- unni ekki ummæli ýmissa nem- enda, og honum var stefnt fyrir flokksdómstól. Hann var einnig sakaður um að hafa hlýtt í leyni á vestur-þýzkt útvarp. Dómstóll- inn, sem Schawohl var kallaður fyrir, var í Moskvu. Forseti dómsins var f. ritari austur- þýzka sendiráðsins í Moskvu, en hann var enn fremur pólitískur eftirlitsmaður austur-þýakra nemenda við skólann. Schawohl fékk áminningu, og öll réttar- skjölin voru send til stjórnar austur-þýzka kommúnistaflokks ins. Hans Schawohl vissi, að þetta gat þýtt, að hann yrði strikaður út af flokksskrá og jafnvel, að hann yrði sendur í fangabúðir til Síberíu. Þegar hann var kom- inn tii Austur-Berlínar, beið hann því ekki boðanna með að flýja til Vestur-Berlínar. Hópferð með Gullfossi ENGLAND — SKOTLAND — ORKNEYJAR Verð kr.: 13.976,00. Brottför 21. júlí. Lengd ferðarinnar 19 dagar. Fararstj.: Vilbergur Júlíusson, skólastj. INNIFALIÐ: 1. Flugferðir 2. Skipsferðir 3. Gistingar 4. Morgunmatur og kvöjdverður 5. Fararstjórn 6. Söluskattur iJr ferðaáætlun: Flogið til London, dvalið þar, síðan flogið til Glasgow. Þaðan er lagt upp I ferð með langferðabifreið um hálendi Skotlands. Siglt til Orkneyja. Og að lok- um siglt heim frá Leith með hinum vinsæla Gullfoss. Draumaferðin til i í ítal líu LONDON — SVISS — FENEYJAR — KAUPMANN AHÖFN Brottför 20. júlí. Verð aðeins kr.: 14.750,00. Fararstjóri: Guðmundur Steinsson. Góð ferð — Ódýr fetð — Ógleymanleg ferð. ánii u aiið: L Flugferðir 2. Ferðalög 3. Gistingar 4. Morgunverður 5. Kvöldverður tír ferðaáætlun: Flogið verður til Basel í Sviss, og þaðan ferðast með bifreið til Feneyja og þar um nágrennið. Síðan flogið frá Basel til Kaupmannahafnar og dvalið þar. — Komið heim 5. ágúst. Norðurlandaferð K AUPMANN AH ÖFN — GAUTABORG HAMBORG 20 daga ferð 23. júlí — 12. ágús' Verð aðeins kr.: 12.450,00. Ódýr ferð — Góð ferð. Fararstj.: Páll Guðmundsson, skólastj. Innifalið: 1. Flugferðir 2. Gistingar 3. Morgunverður og kvöldverður 4. Fararstjórn 5. Söluskattur Úr ferðaáætlun: Flogið til og frá Gautaborg, farið yfir til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til baðstaðarins Travemundi og þaðan til Hamborgar. Síðan ekið upp Jótland. (Himmelbjerget — Silkiborg — Arósar — Álaborg — Fredrikshavn). Aðeins stuttar dagleiðir. FERÐASKRIFSTOFAN LOlMD & LEIÐIR s'rir.l""

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.