Morgunblaðið - 12.07.1963, Qupperneq 23
Föstudagur 12. júlí 1963
1UORGVKBLAÐ1Ð
23
Skiptar skoðanir
Framhald af bls. 13.
að þær yfirstéttir, sem þannig
búa að þjóðum sínum, benda al-
þýðunni á uppreisnir sem einu
leiðina til valdatöku . . .
. . . Sósíalistaflokkurinn hefur
samúð með baráttu alþýðunnar í
öllum löndum gegn auðvaldinu
og með frelsisbaráttu nýlendu-
þjóðanna gegn auðhringavaldi
heimsins“.
Á öðrum stað í grein sinni
Begir Einar:
„Þess vegna hefur sósíalistísk
verklýðshreyfing íslands frá upp
hafi verið með sósíalismanum
í Sovétríkjunum. Og þess
vegna er Sósíalistaflokkurinn
með SÓSÍALISMANUM í Sov-
étríkjunum og í Kina og öðrum
ríkjum alþýðunnar, þar með töld
um Júgóslavíu og Albaníu, —
án tillits til þess, Uvað þeir
menn heita, sem þar hafa forustu
á hverjum tíma, eða hvernig þeir
lita hver á annan“.
Með þessu segir Einar í raun
og veru, að íslenzkir kommúnist
ar muni ekki sem flokkur blanda
sér inn í deilur hinna erlendu
kommúnistaflokka, enda segir
bann annars staðar í grein sinm:
„Sósíalistaflokkurinn hefur þó
leitt hjá sér deilumál þeirra (þ.e.
kommúnistaflokkanna), svo sem
deilu Kommúnistasambands
Júgóslavíu við ýmsa aðra komm
únistaflokka". Og skömmu síðar:
„Sjálfur hefur Sósíalistaflokk-
urinn ætíð verið mjög varkár um
allar yfirlýsingar viðvíkjandi ein
stökum mönnum og málefnum
sósíalistísku ríkjanna, þótt ein-
6takir meðlimir hans hafi auðvit
að beitt sínu málfrelsi um þau at
riði“.
•Á Hvernlg skiptast íslenzkir
kommúnistar?
Lítáll vafi virðist þurfa að
leika á um persónulega afstöðu
Einars Olgeirssonar, ef til þess
kæmi, að hann yrði að velja á
milli Krúsjeffs og Maó tse-tung;
svo náið hefur samstarf hans nú
um þrjá áratugi verið við sov-
ézka kommúnista. Líklega yrði
val Lúðviks Jósefssonar, varafor
manns „Sósíalistaflokksins“ á
eömu lund, enda bera sovétleið-.
togar til hans mikið traust. Af-
Istaða Brynjólfs Bjarnasonar skipt
ir sennilega ekki miklu úr því
sem komið er, þar sem hann hef-
ur verið sviptur öllum áhrifum í
flokknum, en hann er sammála
kínverskum kommúnistum um
það, að dómur Krúsjeffs yfir Stal
ín sé ekki hinn endanlegi dómur,
yúr hinu gamla átrúnaðargoðx
hans, hvort sem hann er sömu
6koðunar og þeir um fleiri efni.
Hinir svokölluðu SÍA-menn, sem
nú hljóta sívaxandi völd innan
flokksins, munu flestir taldir á
bandi sovétleiðtoganna í deilu
þeirra við Kínverja, enda hafa
þeir hlotið sitt pólitíska fóstur í
þeim ríkjum, sem aðhyllast
6tefnu þeirra. En á hinn bóginn
er álitið, að hin herskáa stefna
kínverskra kommúnista hafi
nokkurt aðdráttarafl í augum
nokkur hóps annarra yngri
nxanna innan flokksins.
Aðalvígi kínverskra kommún-
Ista hér á landi virðist, eins og
éður er vikið að, vera útgáfufyr
irtæki „Sósíalistaflokksins“, Mál
og menning og Heimskringla. Hef
ur það um nokkurt árabil annazt
þýðingar, prentun og dreifingu á
áróðursritum Kínverja hérlend-
is. Rit þessi eru gefin út sem
,,fréttatilkynningar frá sendiráði
Kínverska lýðveldisins í Dan-
mörku“, og útgefandi þeirra er
eagður „Menningar- og frétta-
deild“ sendiráðsins. Hins vegar
hafa Mál og menning og Heims-
kringla séð um þýðingu þeirra á
íslenzku og haft veg og vanda af
dreifingu þeirra.
★ Kristinn um Kínverja:
„Sanikór fagnandi lífs
á jörðu“!
Samband aðalráðamanns Máls
og menningar og Heimskringlu,
Kristins E. Andréssonar, sem um
langt árabil hefur verið helzti
menningarpostuli kommúnista
hér á landi, við kínverska komm
únista hefur verið allnáið hin síð
ari árin, en á valdaárum Stalíns
og jafnvel fyrst eftir lát hans
var Kristinn tíður gestur í Kreml.
Einkum hefur samband hans við
kínverska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn verið stöðugt, en
hann hefur gert sér mjög tíðför-
ult á fund kínverskra sendi-
manna þar á undanförnum ár-
um. í riti því, sem Kristinn skrif-
aði eftir boðsferð sína til Kína
árið 1959, „Byr undir vængjum”,
talar hann mjög hlýlega um
„vini sína Tsjen og Lin“ í sendi-
ráði Kínverja í Kaupmannahöfn.
Af lýsingu hans má sjá, að hon-
um hefur verið tekið með kost-
um og kynjum hjá hinum kín-
versku skoðanabræðrum, en
hann segir m.a. frá því, að
hann hafi setið íburðarmiklar
veizlur með þeim Maó tse-tung
og Sjú en-lai. Aðdáun Kristins
á Maó leynir sér ekki, og kallar
hann Maó „foringjann, sem leitt
hefur kínversku þjóðina aftur
fram í dagsljósið“. Og kínversku
kommúnistahreyfinguna kallar
Kristinn „samkór fagnandi lífs á
jörðu“.
í hinum miklu átökum, sem
urðu við kjör miðstjórnar „Sósíal
istaflokksins“ á flokksþinginu á
sl. vetri, var Kristinn felldur úr
miðstjórninni ásamt ýmsum öðr-
um eldri forystumönnum flokks-
ins, svo sem Brynjólfi Bjarna-
syni. Ekki er þó fullkomlega
ljóst, hvort andstaðan gegn hon-
um átti rætur að rekja til hlið-
hylli hans við kínverska komm-
únista eða hann var aðeins fórn-
arlamb þeirrar hreinsunar, sem
Lúðvík Jósepsson og SÍA-menn
stóðu að til að koma sínum eig-
in skjólstæðingum í miðstjórn-
ina.
Á „Kínversk-íslenzka
menningarfélagið“
Annar dyggur stuðningsmað-
ur kínverskra kommúnista úr
hópi eldri framámanna kommún-
ista hér á landi er dr. Jakob
Benediktsson, formaður Kín-
versk-íslenzka menningarfélags-
ins. Með honum í stjórn KÍM
sitja: Sigurður Guðmundsson rit-
stjóri „Þjóðviljans", Nanna Ólafs
dóttir magister, fsleifur Högna-
son, fyrrv. forstjóri KRON og
Ólafur Elinmundarson bankafull-
trúi.
ár Magnús Torfí: Krúsjeff
„stingur höfðinu í sandinn“.
Ekki verður önnur ályktun
dregin af grein, sem birtist í
„Þjóðviljanum“ sl. laugardag um
deilu sovézkra og kínverskra
kommúnista eftir Magnús Torfa
Ólafsson fyrrv. ritstjóra blaðs-
ins, er nú starfar sem aðalað-
stoðarmaður Kristins E. Andrés-
sonar hjá Máli og menningu, en
sú, að hann vilji veita Kínverj-
um lið í deilunni við sovétleið-
togana þótt hann lýsi að vísu ekki
berum orðum yfir stuðningi sín-
um við sjónarmið Kínverja.
Þegar í upphafi greinar sinn-
ar boðar Magnús Torfi útkomu
síðasta og svæsnasta skamma-
bréfs kínverska kommúnista til
sinna „kæru félaga“ í Moskvu á
íslenzku, en í grein sinni segir
hann m.a.:
„Kínverjar hafa gert sér far
um að birta málflutning beggja
aðila, í blöðum þeirra hafa vérið
prentaðar greinar og ræður með
ádeilum á stefnu kínverska
kommúnistaflokksins og þeim
svarað jafnharðan. Hafa Kín-
verjar margsinnis skorað á mót-
aðilann að fara eins að, en eins
og dæmið um síðustu bréf kín-
versku miðstjórnarinnar sýnir,
hefur sovézka flokksforustan lát-
ið þær brýningar sem vind um
eyru þjóta. Þykir Kínverjum það
að vonum súrt í broti, ekki sízt
þegar blöð Sovétríkjanna birta á
sama tíma óstytta stefnuræðu
M TV »3/“ * TXA M OAOH 0 Nlf -]
H \J J ”
" « « * J
~S**+*L*i ■/ ms
(5o (9. V
— Friðsamlega
Framhald af bls. 1.
— Mefkilegar
Framhald á bls. 2.
ST.v. á kortinu er fyrri ís-1
röndin merkt með dagsetning i
unni 6. júlí, en krosslínan með l
dags. II. júlí.
því að auka á ágreining þann,
sem nú ríkir stórveldanna á milli.
Ræðu sína flutti Yi á sérstakri
samkomu, sem haldin var í
mongólska sendiráðinu í Peking,
í tilefni af 42. afmæli mongólsku
byltingarinnar.
Að vísu nefndi YI ekki Sovét-
ríkin með nafni, en varð þeim
mun tíðræddara um „ákveðið
land“, sem tæki óvinsamlega af-
stöðu til Kína. Þykir lítill vafi
á því leika, hvað við sé átt með
þessum ummælum. Enn einu
sinni kom fram sú setning, sem
fræg er orðin í ummælum Kín-
verja: „Ráðstafanir, sem gera
vini vora þunglynda og óvini
glaða“.
Yi lauk orðum sínum með því
að segja, að hann og kinverskir
kommúnistar Iegðu áherzlu á ein-
ingu kommúnistaflokka heims,
og litu allan klofning alvarlegum
augum.
Kennedy Bandaríkjaforseta um
utanríkismál. Það er vafalaust
rétt, sem sovézkir flokksforingj-
ar segja, að birting bréfs Kín-
verja myndi vekja gremju í
þeirra garð í Sovétríkjunum, en
úr því sem komið er, þarf ekki
að ímynda sér, að vandinn hverfi
við það eitt, að höfðinu sé stung
ið í sandinn.“ (Leturbreyting
Mbl.)
Á Hvað er framundan?
Hér talar Magnús Torfi berum
orðum um það, að Krúsjeff og
aðrir sovézkir kommúnistaleið-
togar „stingi höfðinu í sandinn",
og ummæli hans á öðrum stöðum
í greininni benda ótvírætt til
þess, að hann dragi taum Kín-
verja í deilunni. Hefði hann vafa
laust víða komizt að orði á ann-
an veg, ef það hefði ekki bein-
línis verið tilgangur hans að
gera hlut sovétleiðtoganna verri.
Enda þótt flest bendi nú til
þess, að sjónarmið sovézkra
kommúnistaleiðtoga njóti meira
fylgis meðal íslenzkra kommún-
ista, má gera ráð fyrir, að fylg-
ismenn Kínverja innan „Sósíal-
istaflokksins“ muni ekki liggja á
liði sínu við að vinna sjónarmið-
um sínum fylgi, og sýnir atorku-
semi þeirra í útgáfustarfsemi það
raunar. Ekki er þó talið líklegt,
að meiriháttar deilur muni í bráð
rísa á opinberum vettvangi með-
al fylgismanna sovézkra og kín-
verskra kommúnista innan flokks
ins, enda leggur forysta flokksins
höfuðáherzlu á að hindra um-
ræður um hin svokölluðu „við-
kvæmu mál“, en vafalaust skipa
þeir þessari hatrömmu deilu í
þann flokk.
lega nýjung að ræða, og merkan
þátt í tilraunum til þess að auka
laxaframleiðsluna í landinu. Hér
hefði ríkið ekki haft hönd í
bagga umfram að leggja á ráðin
og nokkra tæknilega aðstoð en
framkvæmdirnar að mestu hvílt
á Stefáni bónda og félögum hans
tveimur, Jósep Reynis, arkitekt
og Hannesi Ágústssyni, forstjóra.
Þá er þess að geta að Guðmund-
ur Gunnarsson verkfræðingur,
hefur teiknað og gert áætlanir
um stíflurnar. Hafa þeir þrír ný-
lega stofnað félagið Laxós um
framkvæmdirnar. Kvaðst veiði-
málastjóri vongóður um að vel
mundi takast í Vatnsholtsvötn-
um.
— íþróttir
Framhald af bls. 22.
Æfingaleikir
Á sunnudag er sagt að List
on hafi reiðst auglýsinga-
skrumi Pattersons-manna Oig
slegið þann er hann var að
aefa sig gegn ósviknu rothöggi.
í 3. lotu.
En Patterson slær líka frá
sér á æfingavelli. Hann lætur
stundum koma þrjá dágóða
hnefaleikamenn í hringinn
hvern á eftir öðrum og slær
þá aUa.
Æfingabrúðurnar æðrast
ekki. Þær fara til gjaldker-
ans!!
I NA 15 hnútar I SV 50 hnútar X Sn/Hcma t ÚSi 7 Skúrir E Þrumur wssí KuUaM HitathH H. | LLmat\
Norðanáttin er köld eins og
oft áður. Um nónbilið í gær
var hitinn aðeins 3 stig á Rauf
arhöfn og 4—6 stig annars
staðar á láglendi norðan og
austan lands. Slydduél var á
Egilsstöðum og snjóél í Gríms
ey.
Nærvera hafísins hefur án
efa áhrif á lofthitann, en
meira ræður þó, hve kalf það
kemur lengra að norðan, sem
sést á því, að kaldara er á
Raufarhöfn, þar sem isinn er
langt undan, heldur en á
Skaga og Hornströndum, þar
sem ísinn er nær.
Tíminn flýgur-Því ekki þö?
1-8823
Flúgvélar okkar geta lent &
öllum. flugvöllum — flutt yður
olla lelð — fljúgandi
FLUGSÝN
GUSTAF A. SVEINSSON
bæstaréttarlögmaður
Sími 11171.
Þórshamri við Templarasund
— Bezt að auglýsa i Morgunbladinu —