Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 8
t MORCUlSBLAÐin Fimmtudagur 18. júlí 1963 8 í MIÐRI vikunni var undirrit- aður í Hamborg samvinnu- samningur skandinaviska flug félagsins SAS og v-þýzka flug félagsins Lufthansa. Þessi tvö flugfélög hafa um árabil háð harða samkeppni, en nú hafa þau slíðrað sverðin. SAS hefur nú samvinnu- samninga við flugfélög í flest um löndum Evrópu. Það voru Karl Nilsson aðal- framkvæmdastjóri SAS og Hans Bongers aðalfram- kvæmdastjóri Lufthansa, sem undirrituðu samninginn í Ham borg. í rúmt ár hafa flugfé- lögin tvö haft samvinnu nm vöruflutninga, en háð harða samkeppni á sviði farþega- flutninga. Gert er ráð f'yrir, að samvinnan verði mjög gagn- leg fyrir bæði félögin og iækki reksturskostnað þeirra, einnig geta þau nú veitt viðskipta- vinuu sínum betri þjónustu. Munu þau nota flugvélakost Karl Nilsson (t.v.) og Hans Bongers undirrita samvinnu- samninginn. SAS cg Lufthansa hætía sam-i keppni og hefja samvinnu hvors annars og flugleiðir. Sérstakur samningur þess efnis, að SAS hafi aðalumboð fyrir Lufthansa í Skandinavíu og Lufthansa fyrir SAS í V- Þýzkalandi, verður væntan- lega undirritaður í Stokkhólmi í byrjun september n.k. Samningurinn, sem undirrit aður var í Hamborg gengur i gildi 1. nóvember n.k. og ekki er hægt að rifta hontim næstu fimm árin. Sölustjóri SAS í Kaup- mannahöfn, Johannes Nielsen og framkvæmdastjóri skrif- stofu Lufthansa í borginni, Ib Kam, skýrðu dýnsku frétta- mönnum frá samkomulagi fé- laganna. Johannes Nielsen lagði m.a. áherzlu á, að nú væri hin harða samkeppni flugfélag- anna úr sögunni. Samningur þeirra fæli m.a. í sér samræm ingu flugferða í þágu far- þeganna og til sparnaðar fyrir félögin. Johannes Nielsen skýrði enn fremur frá þvi, að sérfræðingar flugfélaganna hefðu gert áætlun um flugum ferðina næstu árin með það fyrir augum, að skipta ferðum sem jafnast milli félaganna. Gera sérfræðingarnir ráð fyr- ir að flugumferð aukist mjög næstu árin. SAS áætlar, að eft ir fimm ár hafi orðið 50% aukning hjá félaginu, en Luft hansa telur, að flug hjá félag inu þrefaldist á sama tíma. Johannes Nielsen skýrði frá því, að fyrst um sinn myndu félögin ekki skiptast á flug- mönnum, en skipti á flugfreyj um yrðu hafin bráðlega. Bæði Kam og Nielsen lögðu áherzlu á, að samstarf í Ev- rópu yrði óhjákvæmilegt þeg ar farþegaþotur, sem fljúga hraðar en hljóðið, yrðu tekn- ar í notkun. Ef samvinna væri ekki fyrir hendi, hefðu flug- félögin ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að kaupa slíkar flugvélar og yrðu undir í sam keppninni við bandarísk flug félög. Austin Gipsy landbúnaðar- og ferðabif- reiðin er í sérflokki vegna mýktar og akst- urshæfileika. Austin Gipsy með benzín eða dieselvél hentar öllum þjónustustörfum sem fjögra drifa bifreið getur gert. Austin Gipsy fæst afgreidd með stuttum fyrirvara. - SKÁK Framh. af bls. 6. 7. h3 - - Ra6 8. Bg5 — Bd7 9. Rd2 — De7 10. Be2 — h6 11. Bh4 — g5 12. Bg3 — h5 13. Rfl — h4 14. Bh2 — g4 15. hxg — Bh6 16. Í3 — . 0-0-0 17. Bgl — IIh7 18. Be3 — BxB 19. RxB — Hdh8 20. Hh3 — Hg7 21. Dd2 — Rh7 22. 0-0-0 — Rg5 23. Hh2 — IIgh7 24. Hdhl — Rc7 25. Del — h3 26. g3 - - f6 27. Dfl — Hh6 28. Bd3 — Dh7 29. f4 — Rf7 30. Df3 — Ðg8 31. Bfl — Hg6 32. Hxh — HxH 33. BxH — Re8 34. Rf5 — BxR 35. exB — Hg7 36. g5 - — exf 37. gxf4 — gefið, Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun Á morgun birtast skákir Frið riks og Gligoric annarsvegar og Reshevskys og Benkös hinsveg- ar, báðar stórskemmtilegar og tefldar í tímahraki. — B. P. Höfum jafnan fyrirliggjandi ýmsar gerðir af desimal og hundraðsvogum, 150 - 250 - 300 - 500 kg. Leitið upplýsinga. Ólafur Gíslsson & Co h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370. íi;{TtJ:i!Í?r €R« RIKISINS Ms. HEKLA 77 daga ferð til Þýzkalands og Hollands í september n.k. Frá Rvík föstudaginn 13. september kl. 12.00. Til Hamb. þriðjudaginn 17. september kl. 07.00. Frá Hamb. föstudaginn 20. september kl. 11.00. Til Amsterdam laugardaginn 21. sept. kl. 08.00. Frá Amesterdau fimmtudaginn 26. sept. kl. 11.00. Til Rvíkur. mánudaginn 30. september kl. 07.00. Fargjöld fram og til baka með 1. fl. fæði og þjón- ustugjöldum verða frá kr. 7.750,00 til 9.975,00, og ganga þeir fyrir, sem kaupa far á þann hátt. Álitlegar kynnisferðir verða skipulagðar í báðum löndum gegn sanngjörnu gjaldi fyrir þá farþega, sem óska. — -Vörur verða teknar út og heim. Nánari upplýsingar í.skrifstofum vorum. DAGLEGA NYJAR VORUR FYRIR SKOÐUN. A‘/.V.VA WARNER AUTOMOTIVE PARTS DIV. BORC-WARNER VENTLAR GORMAR VENTLASÆTI STÝRINGAR Kuppiingsdiskar Kupplingspressur í flesta ameríska bíla. BW-varahlutir eru original hlutir. Sent gegn kröfu. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118 » Simi 2-22-40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.