Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. júlí 1963 TU O R C V N n r. 'A Ð l Ð 15 — Grein sr. Gisla Framhald af bls. 10. I þann tíð var það ekki eins auðvelt og nú, að komast að í trésmíðanámi. — Og þetta haust, sem ég kom til Reykja- víkur reyndist mér hvergi mögu legt að fá námspláss. Og hvað tókstu þá til bragðs? Mér fannst afleitt að eyða tím anum til einskis. Ég hugsaði mitt ráð og loks gekk ég á fund Jónasar frá Hriflu og bað hann taka mig í Samvinnuskólann. Þekktirðu Jónas? Nei, nei. Ekkert persónulega. Hafði aldrei séð hann. En ég hafði lesið eftir hann margar greinar. Og svo þekkti ég menn, sem höfðu verið nemendur í Samvinnuskólanum. Hvernig tók Jónas þér? Alveg ágætlega. Það var ekki nóg með það, að hann tæki mig í skólann enda þótt kennsla væri byrjuð, heldur útvegaði hann mér herbergi líka. Það var á efstu hæð í Sambandshúsinu. Það tilheyrði skólanum að því leyti, að það var notað handa nemendum, sem urðu veikir. En eins og stóð, þurfti ekki á því að halda til þeirra hluta. Við vorum þarna einir 3 eða jafnvel 4. Eysteinn Jónsson var einn þeirra. Ekki man ég hverjir hin ir voru. Svo þurfti skólinn á þessu húsnæði að halda og við urðum að fara. Þá fékk ég inni í húsi UMFÍ við Skálholtsstíg- inn. Það er nú hús Kristniboðs- félaganna. Uppi í þessu húsi var sameiginlegt mötuneyti Sam- vinnuskólanemenda og fleiri, en niðri í kjallaranum voru íbúðar- herbergi. Þar var þröngt á þingi og rúm eins og í skipskáetum. En húsaleigan var sanngjörn — fimm — segi og skrifa 5.00 kr. á mánuði. En líklega hefur ekki verið nóg vandað til grunnsins, því nokkuð var það, að vatn gekk upp í herbergin öðru hvo'ru Það yar einhvers konar neðan- jarðarvatnsagi, sem ég veit nú ekki af hverju stafaði. Þá var maður að byrja að læra dönsku og þess vegna kölluðum við herbergið „afgrunden“. En þrátt fyrir þennan vatnsgang, fór vel um okkur þarna og ekki man ég til að neinum yrði meint af. Hvernig féll þér í Samvinnu- skólanum? Ágætlega. Þar voru kennararn ir: Jónas, Tryggvi og Þorkell Jóh. hver öðrum betri. Skólabrag urinn var hinn bezti og náms- hugur mikill í öllum. Það var auð fundið að þangað voru menn komnir til þess að læra. Þarna lærði ég mikið, sem ég hafði gott af síðar. Námið í iðnskólan- um var leikur einn fyrir bragð- ið. Hvað fórstu svo að gera um vorið? Þá fór ég vinnu til Einars brúarsmiðs. Við hánn kannast allir eldri iðnaðarmenn. Hann var þá að byggja Gamla Bíó á- samt múrurunum Kornelíusi Sig munds., Óla Hall og Ólafi frá Reynisvatni. Þetta voru allt al- þekktir menn í byggingariðnað- inum á sinni tíð. Og hjá þeim var gaman að vinna. Svo komst ég fljótlega á samning hjá Ein- ari. Hann og Kornelíus byggðu mörg hús í Reykjavík fyrir og kringum 1930. Það var t.d. Skó- verzlun L.G.L. í Bankastræti, Hótel Borg o.fl. Hjá Einari fékk ég svo sveinsbréf á sínum tíma, og vann hjá honum áfram. Hann hafði alltaf nóg að gera. Hann tók t.d. að sér miklar fram- kvæmdir á Þingvöllum vorið 1930. Það var vegna Alþingis- hátíðarinnar. Þá þurfti mikið verk að komast af á skömmum tíma og unnið af miklu kappi. Þá var lögð nótt við dag. Það var gaman að vera á Þingvöllum bjarta og blíða vornóttina, þótt vinnan væri ströng. Var ekki gott upp úr þessu að hafa? Það var bara taxtakaup. Þá var ckki komið í móð að yfirborga og sprengja alla taxta og samn- inga þótt vinna væri mikil. Músik á Mímisvegi Svo fórstu að byggja fyrir sjálfan þig. Já við Rannveig giftumst 1928 og til þess að þurfa ekki að leigja fórum við að byggja. Ég fékk stóra lóð við Mímisveg nr. 2 og þar byggði ég á árunum 1930-31. Ég byggði bara hálft húsið, en það var mikið pláss — tvær hæðir, kjallari og ris — svo að við leigðum út. Leigð- um mörgu fólki. Það var allt á- gætt fólk, skilvíst og umgeng- isgott. Það kom sér líka vel. Ég held mér hefði þótt erfitt að standa í því að rukka inn húsa- leigu. M.a. léigðum við Fáli ísólfssyni. Það var ánægjulegt að hafa þau, hann og frú Krist- ínu og börnin, í húsinu. Hann spilaði í Fríkirkjunni á sunnu- dögum en æfði sig heima alla vik una. Svo var hann líka að kenna. Og hann var að æfa söngvarana. Ég man að Stefanó var að koma til hans. Þá hét hann bara Stef- án Guðmundsson. En vel söng hann. Það var mikil unun að heyra það. Og Sigurður Markan leigði á næstu hæð og var oft að æfa sig. Það var mikil músík á Mímisveginum í þá daga. Félagsmálamaður Varstu ekki formaður trésmíða félagsins þegar þú varst í Reykjavík? Ég gekk vitanlega strax í tré smiðafélagið þegar ég hafði rétt- indi til þess. Þá voru í því bæði meistarar og sveinar, og það vildu vera dálítið skiptar skoðan ir um kaup og kjör. En það hélst allt saman sæmilega rólegt með- an ég var þar. Félagsbræður mínir fengu mig til að vera gjaldkera í ein fjögur ár. Síðan var ég formaður í fimm ár. Þá flutti ég úr bænum. Aftur að Ilólmi Búnaðarfélag Islands var að leita að manni til að taka við Hólmi í Landbroti og veita for- stöðu þeirri starfsemi, er þar yrði komið upp á vegum félags- ins. Það samdist svo um að ég tæki að mér að koma þar á fót smíðaskóla. Eins og þá horfði, virtist vera þörf fyrir slíka stofn un, sérstaklega fyrir sveitirnar. Þeirri þörf vildi Búnaðarfélagið reýna að sinna með starfseminni í Hólmi. Sú þörf átti sér ýmsar orsakir. Þá var aðgangur tak- markaður að ýmsum iðngreinum af ótta' við atvinnuleysi í stétt- inni. Iðnnámið var líka langt og alldýrt miðað við getu manna á þeim tíma. Þá voru unglingar ekki með fullar hendur fjár. Þá voru uppi ýmsar raddir, og komu m.a.s. fram á Alþingi að stofna smíðaskóla, helzt í sveit, sem veitti piltum fræðslu og æfingu í smíðum. Var þá miðað við langtum skemmri tíma heldur en venjulegt iðnám. Það átti að gera þá búhaga eins og sagt er á góðri og gamalli íslenzku. Frumvarp, sem kom fram um þetta á Al- þingi var víst aldrei samþykkt. Það mun hafa dagað uppi. En Búnaðarfélag Islands hafði hug á að gera þess tilraun og þá kom Hólmur eins og upp í hendurn- ar á félaginu dg ég féllst á að taka þetta að mér. Fannst líka málið skylt og eðlilegt að greiða fyrir því, úr því falazt var eftir því við mig. Þessvegna tókum við okkur upp úr höíuðstaðnum eftir 20 ára dvöl þar og fluttum að Hólmi. Það var árið 1943. Smiðaskólinn í Hólmi Gaztu byrjað skólann strax? Nei, til þess var nú engin að- staða, enda þótt húsakynni væru allmikil. Ég byrjaði á því að endurbyggja og stækka gamla húsið, sem Bjarni byggði þeg- ar hann hóf búskap í Hólmi. Það var mikið. verk. Og þó húsið væri nokkuð rúmgott, var það alltaf of lítið fyrir skólann. Smíðakennslan er svo afar rúm- frek. Það vita þeir bezt, sem til þekkja. Bæði smíðaefni og smíða munir taka mikið pláss, fyrir ut- an sjálft verkstæðið. I þessu húsi, sem endurbyggt var, eru fjögur íbúðarherbergi á efstu hæðinni hvert fyrir tvo nemendur, enn- fremur tvær stoíur. Var önnur notuð fyrir bóklega kennslu, hin fyrir geymslu á smíðamunum. Á miðhæðinni var svo sjálft verk- stæðið. Þar var alltaf heldur þröngt, þegar skólinn var vel sóttur. A neðstu hæðinni voru trésmiðavélarnar. í smiðjunni var nokkur aðstaða til járnsmíða og notaði einstaka piltur sér það. Hvernig var skólinn sóttur? Dálítið misjafnt, en yfirleitt vel. Stundum var hann fullset- inn. Fleiri en átta gátu nemend- urnir ekki verið. Ég hygg, að alls hafi um 50 nemendur sótt skól- ann þau ár, sem hann starfaði. Þeir voru úr öllum landsfjórð- ungum, flestir úr sveitum ög það af fjarlægustu landshornum. Þetta voru yfirleitt ágætir nem- endur, sem höfðu áhuga á að hafa gagn af verunni hér og sóttu námið af kappi. Sumir af þeim voru beztu smiðsefni og héldu áfram við smíðar eftir að þeir fóru héðan. Hvað smíðuðu nemendurnir í skólanum? Mest voru það nú innrétting- ar í hús, sem voru í smíðum hér eystra og víðar. Ennfremur hús- gögn o.fl. Utan sjálfs skólatím- ans smíðuðu nemendurnir tals- vert fyrir sjálfa sig. Það fór vit- anlega eftir dugnaði þeirra og ástundun. En flestir smíðuðu þeir handa sér hefilbekki og herra- skápa og sumir eitthvað meira. Fyrir utan smíðanámið fengu nemendurnir kennslu í teikningu íslenzku og reikningi. Enda þótt skólinn stæði stutt og námið væri fábreytt, held ég, að allir hafi nokkuð grætt á veru sinni þar. Það marka ég m.a. af því, að ýmsir komu eða sóttu um skóla- vist eftir ábendingu eldri nem- enda. En nú er smíðaskólinn hættur að starfa? Já, það eru ein fimm ár siðan. Tímarnir breyttust. Peningavelt an er orðin svo mikil, að þeir, sem hafa verulegan áhuga á smíðum geta hæglega kostað sig til að ljúka fullkomnu smíða- námi. Hinir, sem ekki fara í iðn- nám hafa nóg upp úr sér án þess að vera að sækja skóla, sem þá enginn réttindi veitir. Svo að nú er Búnaðarfélagið búið að selja Hólm? Já, ég keypti jörðina af fé- laginu árið 1958. ★ Síðan hafa þau Rannveig og Valdimar búið í Hólmi. Af son- um þeirra þremur er sá yngsti, Sverrir, heima og hjálpar þeim við búskapinn. Hinir tveir eru iðnaðarmenn í Reykjavík. Hólmur er allmikil jörð eftir því sem þær gerast í Landbroti, enda hefur þar verið tvíbýli til skamms tíma. Þar er nú vaxandi kúabú eins og á mörgum bæj- um austan Sands síðan mjólkur- salan hófst. Valdimar er áhuga- sámur um búskap og ræktun og fylgist vel með í félagsmálum bænda í sveit sinni. Eins og Bjarni bróðir hans kom með fyrsta bílinn í sveitina, flutti Valdimar með sér fyrstu heim- ilisdráttarvélina, þetta dásamlega tæki, sem á örfáum árum hefur gjörbreytt búskapnum á íslandi. Það er skemmtileg tilviljun — að bæði þessi tæki, þessi tákn vélaaldarinnar skyldu fyrst koma á sama bæinn hér austan hinna miklu sanda. En það væri mikil misskiln- ingur að halda það, að Valdimar hafi bundið sig við búskapinn einan eftir að smíðaskólinn hætti í Hólmi. Hann er mikill iðjumað- ur og gengur aldrei verk hendi firr. Mörg eru þau hús, sem hann hefur séð um byggingu á smíðað að miklu leyti. Þrjú eru t.d. hér á Klaustri: samkomu- hús, læknissetur og nú síðast íbúðarhús á nýbýli. Það er enn í byggingu. ★ Hvernig á maður svo að enda þetta samtal, ef samtal skyldi kalla. Það er eiginlega sam- bland af sögu liðins tíma og spjall um það, sem var og er, sín ögnin af hvorti, af því sem á góma bar yfir rjúkandi kaff- inu hjá Rannveigu í Hólmi. Þegar ég inni húsfreyjuna eft- ir því, hvernig henni hafi fallið búferlaflutningurinn úr höfuð- staðnum fyrir rúmum 20 árum, finn ég strax að það er einkum tvennt, sem hefur dregið hana austur. Þá voru drengirnir að stálpast. Og, það er eins og maður veit, þá er það sveitin með öllu sínu fjölbreytta lífi og óteljandi við- fangsefnum allan ársins hring, sem er hinn holli skóli og heil- brigða umhverfi barna og ungl- inga. Svo var það annað. Þá voru gömlu hjónin í Hólmi, tengda- foreldrar Rannveigar orðin ald- úrhnigin og ellimóð. Þau gátu ekki hugsað sér að fara frá Hólmi -r— hvorki Íífs né liðin. Það var m.ö.o. til þess að rækja skyldur lífsins við æsk- una og ellina — við framtíðina og fortíðina — að Rannveig var hvetjandi þess að þau hjónin yfirgáfu höfuðstaðinn og fluttu aftur heim í gömlu sveitina sína. G. Br. Vinyl grunnmólning er *rluS sem grunn- mótning úti og inni ó tré, jórn og stcin. Yfir Vinyl grunnmólninguno mó mólo meS óllum olgengum mólningortcgundum. Vinyt grunnmólning er olgjör nýjung. Vinyl grunnmólning sporor ySur erfiSi tímo og fyrirhöfn. Vinyl grunnmólning þornor ó Vl-V/i klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.