Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 23
MORGVnBLAÐ r*> 23 Fimmtudágur 18. julí 1963 Gjaldeyrisvand- ræði vestan hafs FRÁ því var skýrt í fréttum í gær, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að hækka al- menna bankavexti. Verða þeir nú 3Hs%, í stað 3%. Hér er um að ræða einn þátt í fyrirhuguðum ráðstöf- unum yfirvalda vestanhafs til að tryggja gengi dollarans, og þá um leið framtíð hans á al- þjóðavettvangi. Komið hefur fram að und- anförnu, að fjármagnsflutn- ingar frá Bandaríkjunum eru meiri, en flutningur f jármagns til þeirra. Fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, Douglas Dillon, og ráðherra sá, sem fer með pen- ingamál, Robert V. Roosa, fluttu 8. og 9. júlí sl. sérstaka skýrslu fyrir efnahagsmála- nefnd Bandaríkjaþings. í ljósi þessara upplýsinga, og ann- arra, sem safnað hefur verið um bandaríska gjaldmiðilinn, og stöðu hans, var vaxtahækk unin ákveðin í gær. í skýrslu sinni lýstu ráð- herrarnir þeim atriðum, sem helzt skipta máli, í þessu sam- bandi, ekki aðeins fyrir banda ríska ráðamenn, heldur alla banka og bankamenn utan Bandaríkjanna, sem hafa í fórum sínum milljarða doll- ara. Helztu atriði greinargerðar ráðherranna voru þessi: • Dollarinn, ásamt gulli, liggur til grundvallar gengi gjaldmiðils vestrænna landa. Gengi dollarans er nú í hættu. • Einhvern veginn verð- ur að reyna að stuðla að því, að ekki hverfi meira af doll- urum og gulli frá Bandaríkj- unum, en þangað kemur er- lendis frá. Mikið skortir nú á, að slíkt jafnvægi náist. • Ný alþjóðasamtök til að veita fé til vaxandi alþjóða- viðskipta yrðu vart til á svo skömmum tíma, að þau gætu talizt lausn á vandamálum líð- andi stundar. • Talið er víst, að sérhver tilraun Bandaríkjastjórnar til að leita á náðir alþjóðasam- tuka, muni veikja traust á doll aranum. Heppilegra sé, að Kobert V. Roosa og Douglas Dillon. lausnar á vandamálinu sé leitað af stjórn Bandaríkjanna sjálfra. Eigi að vera um að ræða ein hverja heildarlausn, þá verð- ur hún eitthvað á þennan veg: Hafa verður hagstæð áhrif á þau öfl, sem stjórná fjármagns flutningi til og frá Bandaríkj- unum. Takist það ekki, má gera ráð fyrir, að erlendir bankar vilji skipta á dollur- um sínum og hreinu gulli. Ljóst er, að margháttaðar ráðstafanir þarf að gera. — Vaxtahækkunin á að hafa í för með sér, að menn leitist ekki við að ávaxta bandarískt fjármagn sitt utan Banda- ríkjanna, vegna hærri vaxta annars staðar, t.d. í Evrópu. Hvort það tekst, skal látið ó- sagt, enda eru bandarísk blöð og sérfræðingar ekki á einu máli. Fyrsta skrefið hefur þó verið stigið. — Á sk'iðum Framh. af bls. 13. alla leið niður að skála um nóttina. En sól skein alla daga og kuldinn gerði skíðafærið bara betra. Skíðakennararnir og örfáir fullhugar stungu sér á skíðum beint niður af tind- inum og virtust brátt eins og flugur á fleygiferð í fjallshlíð- inni. Aðrir, sem höfðu í upp- hafi verið svo bjartsýnir að bera með sér skíði upp undir efstu brekkuna, urðu nú nauð ugir viljugir, að viðlagðri sæmd sinni, að taka brekkuna niður — í stórsvigi — og öf- unduðu hina, sem aldrei höfðu þótzt neinir kappar. Eftir þá gönguferð var gott að halda til Hveravalla og leggjast í volga laugina. Allt fram á miðjan dag á laugardag kepptist fólk við að nema skíðalistina. Það létti mikið erfiðið, að komið hafði verið fyrir tveimur traktorum, sem drógu fólk á kaðli um 300 m upp í Keisinn og Fannborg- ina. Á sunnudeginum efndi ÍR til sumarskíðamóts í Fann- borginni, þar sem eru miklar og góðar skíðabrekkur. Kom því margt skíðafólk til Kerl- ingarfjalla aðfaranótt laugar- dagsins. Þann dag skilaði Jón- as Kjerúlf okkar hópi í bæinn, og átti að leggja af stað austur með fólk á næsta námskeið á sunnudagsmorgun. Mikil aðsókn er að nám- skeiðum þessum í sumar og taka ákveðnir hópar sig gjarn an saman. T.d. verður mikið af læknum eina vikuna í sum- ar og í ágúst hefur Skíðasam- band fslands í hyggju að senda 10 skíðamenn í Kerling- arfjöllin til að þjálfa fyrir Ólympíuleikana í Austurríki næsta vetur. — E. Pá. — /W/ðoð hefur Framh. af bls. 1 hafs- og Varsjárbandalagsins sem skilyrði fyrir takmörkuðu tilraunabanni eins og óttazt var eftir ræðu Krúsjeffs í Berlín 2. júlí. Að viðræðunum loknum í dag bauð Gromyko Halisham og Harriman til veizlu og sáu frétta- menn ráðherrana, er þeir komu til veizlunnar. Léku þeir þá á als oddi. Fréttaritari bandaríska stór- blaðsins New York Times í Moskvu, Seymour Topping, full- yrti í dag, að næðist samkomu- lag á þríveldaráðstefnunni, yrði efnt til fleiri funda fulltrúa Aust- urs og Vesturs til viðræðna um öfyggismál Evrópu. Segir frétta- ritarinn enn fremur, að Krús- jeff hafi farið fram á sérstakar viðræður um griðarsáttmála Atlantshafs- og Varsjárbanda- lagsins. í Washington flaug það fyrir í dag, að Bandaríkjamenn myndu bjóða Rússum beinan griðarsátt- mála meðan rætt væri um grið- arsáttmáia varnarbandalaganna tveggja. Talsmaður Hvíta húss- ins vildi ekkert segja um þessa fregn. Heyskapurirm gengur vel VALDASTÖÐUM, 10. júlí. — Sumir bændur eru þegar búnir að hirða allmikið af vel þurri töðu, enda heyskapartíð mjög hagstæð. Grasspretta er sumstað- ar ágæt, en þó dálítið misjöfn eins og oft áður. Smalanir sauð- fjár, tefja nú bændur frá slætti, því enn er allmikið af fé órúið. Styrkur ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita efnilegum söngvara styrk úr minningarsjóði Kjartans Sigur- jónssonar frá Vík í Mýrdal. Fyrsti söngvarinn, sem hlaut styrk úr sjóðnum var Árni Jóns son, óperusöngvari. Þeir söngvarar, sem áhuga kunna að hafa á styrk þessum, sendi umsóknir sínar til Báru Sigurjóns, Austurstræti 14, Rvík. Hverfisgata — Hverfisgata (innanverð) Unglingur óskast til þess að bera Morgunblaðið til kaupenda við Hverfisgötuna innanverða. Gjörið svo vel að tala við afgr., sími 22480. Vegna sumarleyfa! Vegna sumarleyfa! vantar Morgunblaðið unglinga nú þegar til blað- burðarstarfa í liverfum í námunda við Miðbæinn. Gjörið svo vel að tala við afgr. eða skrifstofuna. fttnguttÞIafrifr Sími 22-4-80. — Mikil ræktun Framhald af bls. 2. manns hafi mætt. Segist formað ur eiga glæsilegar minningar um alla þessa hátíðisdaga og tel- ur þetta eitt af því bezta sem samtökin hafa beitt sér fyrir í félagslífi sveitanna. Er jafn- an til hátíðanna vandað og fyr- irhöfn og annað er að gagni má verða þá ekki sparað. Formaður Búnaðarsambands- ins, og jafnframt framkvæmda- stjóri Ræktunarsambandsins og jarðræktarráðunautur er Gunn- ar Jónatansson Stykkishólmi. Aðrir í stjórn eru Gísli Þórð- arson, hreppstjóri, Mýrdal, og Gunnar Guðbjartsson bóndi, Hjarðarfelli. Búfjárræktarráðunautur er Leifur Jóhanesson Stykkishólmi. Skemmtlferð Hringsins Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi fer sína árlegu skemmtiferð á morgun. Verður þetta 3 daga ferð um Suðurland og eru þátttakendur nær 40 tals- ins. Undanfarin ár hefur kven- félagið gengist fyrir skemmtiferð á hverju sumri og hefir jafnan verið góð þátttaka í þeim. Handfæraveiðar Héðan eru nú aðallega stund- aðar handfæraveiðar og hefir afli verið misjafn í júní var hann góður en síðustu daga hefir afli verið tregari. Fiskurinn er smár og er hann unninn í fiskiðjuver- unum hér. Langróið er og bát- arnir allt að 3 sólarhringa í róðri. — Fréttaritari — Minnjasafn Framnald af bls 24. sem nú eru um 1900 skrásettir, en margt muna er enn óskrásett. Safnið er á þrem hæðum og þó er húsnæði þegar tekið að kreppa að því. Safnvörður, Þórður Frið- bjarnarson, hefur leyst af hendi geysimikið starf við uppsetningu mun'anna með smekkvisi og vand virkni, auk þess sem hann hefur annazt viðgerðir og skráningu. ásamt aðgerðum á húsinu. Safngripir eru mjög fjölbreyti- legir og margir gamlir og merki- legir. Loks bauð stjórn Minjasafns- ins gestum til kaffidrykkju að Hótel KEA. Þar tóku til máls Þórarin Eldjárn á Tjörn, einn af frumkvöðlum minjasafnsmáls- ins, Bragi Sigurjónsson, vara- forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur, og Sveinbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri, sem jafnan hefur sýnt safninu mikla rausn og vel- vilja. Lýsti hann því nú yfir, að hann gæfi nú til safnsins Borg- undarhólmsklukku úr búi Þor- steins Daníelssonar á Skipalóni. Kveðjur bárust frá Ryels hjón- um, Snorra Sigfússyni, sem einnig sendi rausnarlega pen- ingagjöf, og Eyfirðmgafélaginu í Reykjavík, sem hyggst beita sér fyrir fjársöfnun meðal burt- fluttra Eyfirðinga til styrktar minjasafninu. Jónas Kristjáns- son þakkaði kveðjur, gjafir og góðar óskir. Gestir voru samdóma um, að myndarlega væri af stað farið og safnið ætti eftir að verða ey- firzkri menningu til sæmdar og styrktar. — Sv. P. íbúð óskast Höfum kaupendur að: 4ra herb. íbúð í risi eða kjallara, eða hæð í Smá- íbúðarhverfi. Góð útborgun. 2ja herb. íbúð í nýlegu húsi í Vesturbænum. — Útborgun kr. 250 þúsund. 3ja herb. íbúð á góðum stað. íbúðin þarf að vera á hæð í nýlegu steinhúsi. Full útborgun lcemur til greina. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.