Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUWBT. AÐIÐ Fimmtudagur 18. júlí 1963 ÞAR mætast andstæffurnar í hinni sterku skaftfellsku nátt- úru. Annarsvegar: hraunið, úfið og grett og mosagrátt, minnir á eld og ösku, ógn og dauða. Hins- vegar hinir hlýlegu, gróffursælu hvammar, sem opna sig móti sumri og sól og bjóða lífinu faðm sinn. Á mótum þessara miklu and- stæffna stendur bærinn bak við hraunhólana nálægt árbakkan- um. 'í vestri er brún hraunsins, sem minnir á hramm óargadýrs — fyrir ofan ána bera viff him- in hinar mjúku línur í heiðar- brúninni, sem minna á pensil- drætti í fögrum konumyndum mikilla meistara. . Hólmur í Landbroti að til bróður Bjarna Runólfs* sonar — Valdimars trésmíða- meistara í Reykjavík. Hann er kvæntur Rannveigu systur Val- gerðar ekkju Bjarna í Hólmi. I>að réðst svo, að þau Rann- veig og Valdimar fluttu að Hólmi ásamt þrem sonum sínum árið 1943. Þar hafa þau búið síðan. Rjúkandi kaffi... Svo var það eitt sinn, sem oft- ar á s.l. vori að mig bar að garði í Hólmi. Ég sit inni í stofu og skrafa við Valdimar, meðan Rannveig tek- ur til góðgerðir. Og ég minnist þess, sem Úlfur læknir eitt sinn kvað: Rjúkandi kaffi ber Rannveig á borð, raðar hún kökunum þétt, fneðan ég hlusta á meistarans orð Margt segir Valdimar rétt. Svo komstu aftur hingað að Hólmi eftir langa útivist, Valdi- mar? Þar sem andstæðurnar mætast Eftir sr. Gísla Brynjólfsson Hver er þessi bær? Hólmur í Landbroti. Ekki er hann kunnur af landsins fornu sögu, en þeim mun stærra hlut- verk hefur hann átt í hinum nýja tíma, þeim, sem við lifum og hrærumst í — tíma tækninn- ar og hinna öru verklegu fram- fara. í>að var á þennan bæ, sem fyrsti bíllinn kom í þessa sýslu vatnanna og vegalengdanna. Það var áður en brýrnar komu, það var áður en vegirnir komu. En sá, sem fékk þennan bíl, hann fór eftir því sem Ford gamli sagði: Fáið ykkur bíla. Svo koma vegirnir á eftir. Það var á þessum bæ, sem voru smíðaðar yfir eitt hundrað túrbínur á árunum 1927-37. Þeim var dreift út um allt land. Þar voru þær settar niður við fleiri en eitt hundrað bæjarlæki og nú snúa þær rafvélunum, sem fram- leiða birtu og yl fyrir bænda- býlin, sem hafa beðið lausnar úr dróma kuldans og vetrar- myrkursins í 1000 ár. Það var á þessum bæ, sem byggt var fyrsta sláturhúsið og fyrsta frystihúsið „milli sanda". Þar var kjötið tekið á bíla og flutt til Reykjavíkur. Það var upphafið á því að hætt var að reka lítil lömb austan af Síðu og út í Vík, þar sem þau fórn- uðu sínu unga lífi. Afreksmaffur Þetta, sem hér hefur verið talið sýnir, að mikið var fram- kvæmt af atorku og framsýni á þessum afskekkta sveitabæ. Þetta er trúlegt. Þetta er líkast ævintýri. Og enn ævintýralegri verður þessi saga þegar þess er gætt, að sá, sem hér var að verki var heimaalinn sonur þessarar litlu afskekktu sveitar — Landbrotsins. Svo mikill at- gervismaður var hann, að „án undirbúnings, án smíðanáms, án skólagöngu, án utanferða, án prófa og iðnbréfa gerðist hann þýðingarmikill brautryðjandi, sem að vaskleik, útsjón og áræði fór fram úr því í veruleikanum, sem aðrir sáu aðeins í draumum sínum og hugarheimi. Bóndinn í Hólmi, sem stofnaði til og stjórnaði öllum þessum merku framkvæmdum á bæ sín- um var landskunnur maður á sinni tíð — Bjarni Runólfsson. Hann var Skaftfellingur í húð og hár, fæddur í Hólmi 10. apríl 1891 og þar ól hann allan aldur sinn. Foreldrar hans voru þau Runólfur bóndi og hómópati í Hólmi af Sverrisensætt, sonar sonur Runólfs á Maríubakka, en móðir Bjarna/Í Hólmi var Rann- veig Bjarnadóttir, ættuð úr Land broti. Þau Rannveig og Runólf- ur náðu háum aldri, önduðust með hálfs mánaðar millibili í Hólmi hjá Valdimar syni sínum og Rannveigu konu hans Helga- dóttur í nóvember 1949. „Svo falla Frón“ Bjarni í Hólmi varð ekki gam- all maður. Hann lést af heilablóð falli 4. sept. 1938 þrem vetrum miður en fimmtugur. Með and- láti hans urðu mikil þáttaskil í sögu Hólms, sem engan þarf að undra. Það var eins og þyrmdi yfir okkur öll hér eystra, þegar við urðum að gera okkur ljósa þá staðreynd, að þessi vaski maður væri burt kallaður frá sínu mikla starfi á bezta aldri. Flestum þeim, sem til þekktu mun hafa fundist það óbærileg tilhugsun ef sú þjóðnýta iðja ætti með öllu niður að falla við andlát hans. Einn af þeim, sem var vel kunnugur því hve ómet- anlegt starf Bjarni í Hólmi hafði unnið fyrir bændastétt landsins var höfðingi sunnlenzkra bænda, Guðmundur á Stóra-Hofi. Á bæ hans hafði Bjarni byggt eina af þeim rafstöðvum, er hann reisti í Rangárþingi. Guðmundi á Hofi fannst einsætt að bændasamtök- in í landinu ættu að gangast fyr- ir því, að Hólmur yrði áfram sú aflstöð, sem veitti birtu og yl út um byggðir landsins. Valgerð- ur Helgadóttir, ekkja Bjarna bauð jörðina að gjöf, ef lagt væri verð fyrir hús og mannvirki. Búnaðarfélag Islands tók á móti gjöfinni, og Alþingi lagði fram nokkurt fé til bygginga og end- urbóta á staðnum. Skarff fyrir skildi En hversu satt, sem það er, að jafnan komi maður í manns stað, reyndist hitt þó sannara, að hér var skarð fyrir skildi. Það var eins og sjálf fjöðrin væri slit in í sigurverkinu. Klukkan hafði stanzað. Fórnfúsu starfi braut- ryðjandans var lokið. Öld alls- herjar rafvæðingar var hafin. Sá tími var í nánd, er það op- inbera með lærða, launaða sér- Nýr maffur kemur til sögunnar Þegar Búnaðarfélag íslands hafði tekið við jörðinni, fór stjórn þess og búnaðarmálastjóri að svipast um eftir manni til að veita forstöðu starfsemi, sem hafin yrði í Hólmi. Var þá leit- Já, eftir langa útivist. Það er satt. Ég fór héðan á góunm ár* ið 1907. Þá var ég átta ára. Síðan eru liðin 36 ár. Það var eiginlega ekki fyrr en vorið 1943, sem ég fluttist aifarið Nám og starf í höfuðstaffnum 1 trésmíðanámið? Það var ætlunin. En það gekk nú ekki greitt til að byrja með. Framh. á bls. I i. Úr heimagrafreitnum í Hólmi Hjónin i Hólmi fræðinga í þjónustu sinni tæki að sér að veita raforkunni um allar landsins dreifðu byggðir. Að því hefur verið unnið mark- víst og með góðum árangri hin síðari ár. Á næstu tíu árum mun það takmark nást, að koma raf- magninu á hvert byggt ból á landinu til að létta störfin og lýsa fólkinu, sem þar býr. Við birtu þeirra ljósa, þarf fólkið að lesa söguna um bóndann í Hólmi sem s.a.s. með berum höndunum vann kraftinn úr fallvötnunum og leiddi hann inn í bæinn til fólksins, áður en ríkið tók að sér að rafvæða landið. hingað aftur. Foreldrar mínir áttu níu börn. Þá var oft bág afkoma hjá miklu ómegðarfólki. Þá voru nú ekki f jöldskyldubæt- urnar. Það hefur víst ekki veitt af að létta eitthvað á fóðrunum. Ég fór að Ytri-Dalbæ og þar ólst ég upp hjá Guðmundi Jóns- syni og konu hans. Þegar ég stálpaðist, fór ég í vist til Björns í Holti. Þar var ég í 6 ár. Síðan lá leiðin fram í Landbrot — að Þykkvabæ. Þar var ég hjá Þórarni Helgasyni og Höllu móður hans. Hún varð síðar tengdamóðir mín. Haustið 1925 hélt ég svo til Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.