Morgunblaðið - 25.07.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.1963, Síða 1
20 síður SVISS vill stofna eigin kjarnorkuher Zurioh, 24. júlí — NTB. ÞAÐ kom fram í ræðu varn- armálaráðherra Sviss í dag, að stjórn landsins hygði á kjarnorkuvigbúnað í framtíð- inni. Yrði að gera ráðstafanir til þess að tryggja svissnesk- um vísindamönnum kjarna- kleif efni í framtíðinni. Ráðherrann, Paul Chaudet, skýrði jafAÍramt frá því, að landið áskildi sér allan rétt til varna. Því yrði að gera ráðstafanir til að hefja kjarn- orkurannsóknir, með hernað- artiigang fyrir augurn. Hins vegar kom þar fram, að þar sem Sviss telur her sinn aðeins til varnar, þá mun1 honum ekki fengin í hendur önnur kjarnavop, en þau, sem nota má til varna, þ.e. ekki vopn, sem miða að gereyð- ingu erlendra landsvæða. Furðulegur framburður ■ OLD BAILEV í gær ’ 210 sekuntur. Patterson ligg- 1 ur — sleginn út. Þetta var í 1 annað skipti, sem Sonny List- I f on sigraði Patterson í 1. lotu. 1 ^ Sennilega verður þetta síðasta I I keppni þeirra. I Herjað oð Portúgal Genf, 24. júlí — NTB. Efnahags- og þjóðfélagsmála- nefnd Sameinuðu þjóðanna, ECOSOC, tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag, að Portúgal yrði meinuð þátttaka í störfum efnahagsnefndar samtakanna í Afríku. Það voru fulltrúar Eþíópíu og Senegal, sem lögðu fram ti'l- löguna, og var hún samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir fulltrúar sátu hjá . London, 24. júlí — NTB: Réttarhöldin yfir brezka lækn Samningar um tilrauna- bann náöust ekki í gær Talið, að Sovétríkin leggi áherzlu á griðasáttmála IMATO og Varsjárbandalagsins Moskva, Hong Kong, 24. júlí um að hafa tekið saman hönd NTB um vjg heimsvaldasinna, í FULLTRUAR " ” ’ Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna héldu í dag í Moskvu áfram viðræðum sínum um takmarkað bann við tilraun- því skyni að koma á einokun ,, með kjarnorkuvopn. Þátttakendur í viðræðunum hafa ekkert sagt opinberlega, á hvaða stigi viðræðurnar eru, eða, hver sé orsökin til þess, að end- anlegt samkomulag náðist ekki í dag. Ljóst er þó af yfirlýsingu þeirri, sem gefin var út í dag, að opinberum viðræðum loknum, að bjartsýni gætir enn. Þar sagði: „Á fundi þeim, sem hald- inn var 24. júlí, milli A. A. Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, W. A. Harriman, varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Hailsham lávarðar, vísindamálaráðherra Bretlands, Framhald á bls. 2 inum Stephen Ward héldu á- fram í London í dag. Tvítug stúlka, Viekie Barret, lýsti þvl í Old Bailey-réttarsalnum, hvernig hún hefði tælt eldri menn til ibúðar Ward læknis. Lýsti ungfrú Barret því, hvernig til hefði gengið hjá lækninum, þar hefðu allt að þrír menn gengið um naktir í einu, þegar veizlur voru. Ját aði hún að hafa átt ástar- mök við menn í íbúðinni. Ward hefur haldið fast við framburð sinn, og segist vera saklaus af ákærum þeim, sem bornar hafa verið á hann. Þá kom fyrir réttinn í dag þekktur lögreglumaður, Samu el Herbert, og lýsti hann því yfir, að hann hefði aldrei beitt aðra unga stúlku, dans meyjuna Margaret Ricardo, þvingunum í því skyni að fá hana til að ljúga til um sam band sitt við Ward lækni. Ungfrú Ricardo hafði haldið því fram í réttinum í gær, að hún hefði við yfirheyrslu bor ið Ward illa söguna, en það hefði verið vegna þvingana lögreglunnar. Við það tæki- færi skýrði ungfrú Ricardo Framhald á bls. 2 llla horfir með samband Arabaríkjasma Bitar andmælir Nasser, nýir bardagar sagbir geysa i Damaskus i gær Heitt í V-Evrópu London, 24. júlí — NTB: Hitabylgja gengur nú yfir meg inland Evrópu, og var víða um 33 stiga hiti (Celcius) þar í dag. Loft er þó víða rakt, og þrumu- veður var á nokkrum stöðum meginlandsins. í Róm gerði mikla rigningu, enda hiti rnikill um daginn. Varð fólk að flýja frá veitingum á útiveitingahúsum. Hitinn var 33 stig í V-Berlín í dag, og götulögregluþj ónar unnu aðeins aðra hverja stund, svo að þeir gætu leitað skuggans regiu lega. í París var hitinn þó aðeins 20 ■tig, en heitara var í Sviss, t.d. 80 stig I Genf. í Hollandi kóln aði aðeins í dag, en þar hafði ver ið um 30 stiga hiti undanfarna daga. Á Spáni og í Tékkóslóva- kíu var rúmlega 30 stiga hiti í dag. um með kjarnorkuvopn. Vestrænir fréttaritarar segja, að ekki hafi verið end anlega gengið frá samkomu- lagi í dag, en þess höfðu menn almennt vænzt í gær. Talið er, að ósamið sé um eitt atriði, en ekki hefur ver- ið látið uppi af ábyrgri hálfu, hvert það sé. Erlendir sendimenn í Moskvu eru þó margir sagð- ir þeirrar skoðunar, að síð- asta ágreiningsefnið kunni að vera griðasáttmáli Atlants- hafs- og Varsjárbandalagsins, en Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom fram með hugmyndina að slíkum sátt- mála skömmu áður en viðræð urnar í Moskvu hófust. Ræða, sem hann flutti í dag, bendir til, að hann haldi enn við þá hugmynd. Kínverjar líta samningavið- ræður þríveldanna illu auga, enn sem fyrr, og saka ráða- mcnn í Peking Sovétleiðtoga Damascus, Kaíró, Beirut, 24. júlí — NTB: — Forsætisráffherra Sýrlands. Salah Bitar, lýsti því yfir í ræðu í Damascus í dag, aff Baath-flokk urinn hefffi alls ekki í hyggju aff koma á einsflokkskerfi í Sýr- landi. Hins vegar kvaff liann flokkinn vilja hafa hönd í bagga meff stjórn landsins, og vilja sam starf viff affra aðila, svo framar lega, sem þeir væru ekki óvin- veittir. Fréttaritari ,Miff-austur‘-frélta stofunnar (hún hefur aðalaðset- ur í Kaíró) í Sýrlandi skýrffi svo frá I dag, að bardagar hefðu brotizt út í Damascus í dag. Ferffa menn, sem komu í dag til Beirut í Libanon frá Damascus, scgja, aff til vopna hafi veriff gripiff þar, og lýst hafi veriff yfir útgöngu- banni um miffjan dag. Engin op inber yfirlýsing hefur birzí cnn. Lítill vafi þykir á því leika. að Salah Bitar eigi fyrst og fremst við stuðningsmenn Nassers, Egyptalandsforseta, er hann ræð ir um óvinveitta menn. Nasser lýsti því yfir í ræðu, sem hann hélt í Kaíró í fyrradag, að fylg- ismenn Baath-flokksins væru fasistar. Bitar lýsti því enn fremur yfir að stjórn sú, sem komst til vaida við byltinguna 8. marz sl., eigi að hafa að hornsteini þá þjóðern ishreyfingu, sem miði að sam- einingu allra Araba, undir stjórn Baath-flokksins. Vék forsætisráðherrann síðan að þeim tilraunum, sem gerðar hefðu verið til að steypa sljórn landsins. Kom þar greinilega fram, að Bitar átti við egypzka viðleitni til að knésetja hann og Baath-flokkinn. Meginhluta ræðutíma síns varði Bitar til að mótmæla þeirri fullyrðingu Nassers, sem fram kom í ræðu hans í fyrradag, að það sé Baath-flokknum einum að kenna, að ekki hafi enn tekizt að sameina Egypta, Sýrlendinga og írakbúa. Þá lýsti Bitar því yfir, að það væru hugarórar Nassers, að byit ingin 8. marz væri eins manns verk. Byltingin hefði verið kyrfi lega undirbúin, og hefði Baath- flokkurinn notið stuðnings ólíkra aðila, er hún var gerð. „Sýrland hefur ekki í hyggju að mynda ríkjasamband Araba, án þátttöku Nassers og egypzku byltingarinnar, en hins vegar verður ekki af slíku sambandi, nema þátttaka Sýrlands komi fci“ sagði Bitar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.