Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 6
6
1UORCVNBL4ÐIÐ
Fimmtudagtrr 25. júíí 1963
75 ára í dag
Steindðr Einarsson
bifreiðaeigcmdi
STEINDÓR Einarsson, hinn
landskunni samgöngumálafröm-
uður, stofnandi og forstjóri „Bif-
reiðastöðvar Steindórs“, verður
75 ára í dag. Þó að honum muni
vera blaðaskrif um sjálfan hann
lítt að skapi, ætla ég að geta
hans með fáeinum orðum í til-
efni af þessu merkisafmæli í því
ti-austi, að hann virði mér það á
betra veg.
Steindór er fæddur í Ráðagerði
í Reykjavík 25. júlí 1888 og er
því borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. Hins vegar höfðu for-
eldrar hans flutzt hingað til bæj-
arins. Móðir hans, Guðrún Stein-
dórsdóttir, var sonardóttir Matt-
híasar kaupmanns í Hafnarfirði
Jónssonar prests í Arnarbæli
Matthíassonar, en það er alkunn
vestfirzk ætt, er lengra dregur
fram. Synir síra Jóns í Arnar-
bæli kölluðu sig Mathiesen og
varð það að ættarnafni, eins og
kunnugt er. Faðir Steindórs,
Einar í Ráðagerði, var Árnesing-
ur í ættir fram. Hann var sonur
Bjöms bónda á Litla-Hálsi í
Grafningi Oddssonar bónda á
Þúfu í Ölfusi Björnssonar. En
kona Odds á Þúfu var hinn nafn-
frægi kvenskörungur J órunn
ljósmóðir á Þúfu Magnúsdóttir
Imeppstjóra í Þorlákshöfn Bein-
teinssonar lögréttumanns á
Breiðabólsstað í Ölfusi. Er þetta
ein grein af Bergsætt, eins og
fróðum mönniun er kunnugt. í
báðum ættum Steindórs er margt
um frábært atorku- og dugnaðar-
fólk, og mætti nefna ófá dæmi
þess, ef tími væri til.
Steindór ólst upp hjá foreldr-
um sínum hér í bæ við fremur
þröngan kost, eins og þá átti sér
tíðast stað meðal alþýðu manna.
Stéttaskipting var þá talsverð
hér í bæ sem víðar, og urðu fá-
tækir, en tápmiklir og efnilegir
unglingar þess oft og tíðum varir
með ýmsum hætti, sem snart þá
óþægilega og gerði þeim ljóst, að
enginn er annars bróðir í leik,
eins og máltækið segir. Má vera,
að Steindór hafi stundum mátt
kenna þess í æsku. En hann var
ekki af þeim efniviði, er léti
beygjast eða brotnaði, þótt nokk-
uð blési á móti. Mun hann
snemma hafa tekið þá ákvörðun
að verða öðrum óháður, og kjark-
inn og dugnaðinn skorti hann
áreiðanlega ekki.
Það hefi ég fyrst heyrt UM
störf Steindórs, að á unglingsár-
unum vann harm um nokkurt
skeið hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur við ýmis störf og snúninga, og
mun það hafa verið nálægt alda-
mótunum eða á fyrstu árum fé-
lagsins. Síðar meir, er honum óx
fiskur um hrygg skapaði hann
sér atvinnu við að flytja fólk og
farangur milli skipa og lands
hér á höfninni, — það var áður
en Reykjavíkurhöfn var byggð,
— og gat sér þá þegar orð fyrir
dugnað og nagsýni í vinnubrögð-
um.
Árið 1913 urðu merk tímamót í
samgöngusögu landsins. Tveir
Vestur-fslendingar tóku sér fyrir
hendur að kynna fyrir lands-
mönnum ný samgöngutæki, bíl-
ana, sem áttu brátt eftir að verða
höfuðfarartæki íslendinga. Og
Steindor Einarsson var fljótur að
sjá,hvað klukkan sló. Hann sá
hilla undir nýja framtíð í sam-
göngumálum landsmanna, bif-
reiðar þjóta sveita og héraða á
milli, svo langt sem vegir náðu,
með fólk og farangur á margfalt
skemmri tíma en áður hafði
þekkzt. Og hér fann hinn hagsýni
athafnamaður verkefni við sitt
hæfi. Þegar á næsta ári, 1914,
stofnaði hann hér í Reykjavík
fyrstu bifreiðastöð landsins með
3 bílum. Það var upphafið að
hinni þjóðkunnu „Bifreiðastöð
Gamla Steindórs-stöðin viff Hafnarstræti. Steindór stendur í dyrunui
Steindórs" og jafnframt upphafið
að hinu eiginlega ævistarfi stofn-
andans í þágu íslenzkra sam-
göngumála. Fyrirtækið óx síðan
hröðum skrefum í höndum hans,
svo að í lok kreppuáranna
skömmu fyrir síðari heimsstyrj-
öldina er talið, að hann hafi átt
70 bíla, stærri og smærri, til fólks
flutninga auk hins mikla bifreiða
verkstæðis, sem heyrði til fyrir-
tækinu. Frá því um 1930 mun
stöðin að jafnaði hafa haft um
35—40 fólksbíla tiltæka í innan-
bæjarakstur eða í fámennar leigu
ferðir, auk hinna stóru áætlunar-
bíla, sem hafa nú orðið sæti fyrir
allt að 50 manns. Þess eru engin
dæmi hér á landi, að svo margar
bifreiðar hafi verið í eigu eins
manns, og annars staðar munu
þess fá dæmi, jafnvel með stór-
þjóðum.
Samtímis þjónustu við sam-
borgara sína hér í bæ lagði Stein-
dór þegar frá upphafi áherzlu á
að koma upp föstum áætlunar-
ferðum til ýmissa staða fjær og
nær. í mörg ár hafði hann áætl-
unarferðir milli Akureyrar og
Reykjavíkur, til Víkur í Mýrdal,
milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur. Allt frá 1924 hefir hann
haft fastar áætlunarferðir á leið-
inni Reykjavík — Hveragerði —
Selfoss — Eyrarbakki — Stokks-
eyri og hefir verið sérleyfishafi
á þeirri leið síðan 1935; einnig
hefir hann í mörg ár verið sér-
leyfishafi á leiðinni Reykjavík —
Keflavík — Sandgerði. Þetta eru
hvorttveggja mjög fjölfarnar leið
ir, og þarf vissulega í mörg horn
að líta til þess að fullnægja slíkri
þjónustu við almenning með
þeim hætti, að enginn þurfi að
kvarta.
Hvernig má það verða, að ein-
staklingur, sem byrjar með tvær
hendur tómar, getur byggt upp
svo stórt og traust fyrirtæki sem
Steindór hefir gert, leiða það
gegnum alla byrjunarörðugleika
og kreppur, láta það standast
harða samkeppni og verða fast
og öruggt í sessi, jafnt fjárhags-
lega sem í hugum þjóðarinnar.
Ekki treysti ég mér til að kenna
neinum að leika það eftir, en þó
veit ég um sumt, sem til þess
þarf. Það þarf bjartsýni, trú á
verkefnið, það þarf hagsýni, sem
sjaldan má skeika, það þarf
stjórnsemi, sem aldrei má bregð-
ast, og það þarf síðast, en ekki
sízt persónulega vinnu og aftur
vinnu. En enginn þessara góðu
kosta nægir þó einn út af fyrir
sig. Þeir verða að fara allir sam-
an, vera samvirkir, ef ævintýrið
á að gerast og fara vel. Þeir, sem
eitthvað þekkja til Steindórs og
starfa hans, þekkja um léið þessi
einkenni hans. Allir vita, að hann
hefir rekið fyrirtæki sitt með
hagsýni og stjórnsemi, og þeir
munu margir, sem muna eftir
honum „niðri á stöð“, þar sem
hann stóð oft snöggklæddur, mitt
í önn dagsins og sagði fyrir, jafn-
vel mörgum í senn, skýrt og skor
inort, svo að aldrei var um að
villast. Hann kunni að segja já
og nei, og hann gerði sér engan
dagamun, þegar starfið var ann-
ars vegar. Af bílstjórum sinum
krafðist hann reglusemi og stund-
vísi, og þeir, sem felldu sig við
aga, telja hann einum rómi hinn
bezta húsbónda. Að vinna undir
stjórn hans var á við góðan skóla,
enda hafa margir unnið hjá hon-
um árum saman.
Vel hefir Steindór fylgzt með
nýjungum í starfsgrein sinni, end
urnýjað bílakost sinn eftir kröf-
um tímans og ekkert til þess spar
að. Upp úr 1930 kom hann sér
upp stóru bifreiðaverkstæði vest-
ur undir Selsvör og hefir rekið
það síðan, enda hefir hann jafn-
an lagt áherzlu á, að allt sem
bílaútgerð hans heyrði til, væri
í góðu lagi. Hann varð og fyrstur
til þess hérlendis að setja tal-
stöðvar í bíla, sem eru hið mesta
hagræði.
Framhald á bls. 19
VELVALANDI hefir fengið eft
irfarandi bréf þar sem bent er
á þörfina fyrir Skálholt, sem
kristilegt menningarsetur. Við
getum ekki neitað því að okk
ur finnst bréfið óþarflega harð
ort. Það hefði getað náð tilgangi
sínum án þess að fjandmn væri
jafn kyrfilega málaður á vegg-
inn. Eg dreg í efa að margir af
framtaksmönnum olckar vilji
fallast á aðþieir séu að drukkna
i brennivíni. Auk þe'ss finnst
mér ósmekklegt af bréfritara að
nefna víntegundir eins og gene
ver og brennivín í sömu andrá
og flottheit og prjál. Hvaða flott
ræfill heldur maðurinn að
drekki jafn ó-eðala drykki. Nei,
Hallur sæll, okkur grunar að
þú sjáir ekki skóginn fyrir trján
um, heldur dæmir *lia þjóðina
eftir þeim.
En hér fær Hallur orðið;
• PRJÁL OG
BRENNIVÍN
„Vígsla Skálhoitskirkju
var mikill merkisatburður, og
þó þessi kirkjuvígsla sxapi að
sjálfsögðu ekki nein tímamót í
andlegu lífi þjóðarinnar þá má
samt vænta mikils af Skálholti.
Ef þar rís upp kristilegur iýð
skóli og ef þar verður miðstöð
kristilegs æskulýðsstarfs, þá
verður Skálholt eins og vin í
eyðimörk í landi, þar sem þjóð
in er að glata sjálfri sér í kapp
hlaupi um peninga, „fiottheit"
og prjál, og drukkna í „gene-
ver“ og brennivíni. Ekki var
það þó ætlunin með þessum lín
um að ræða hlutverk Skálholts
eða framtíð. En ég vil biðja
Velvakanda að koma þvi á fram
færi við biskup og aðra ráða-
menn kirkjunnar, að þeir sjái
svo til að messað verði í Skál
holti á sunnudögum í sumar og
framvegis. Ef slíkt er of inikið
fyrir sóknarprestinn, sem vel
má vera, munu prestar úr
Reykjavík og aðrir nágranna-
prestar vafalaust fúsir til að
skiptast á um það. Margt fólk
í Reykjavík og annarstaðar á
Suðurlandi mun gjarnan vilja
koma þó ekki væri nema einu
sinni á ævinni í Skálhoit og eí
Ir1 r'r VJ r* Í uZJL'Á ■* ;jrr,í
S*fd' ;er!í X i j «. i*
vé
/wA^
messað væri þar á sunnudögum,
munu vafalaust verða skipulagð
ar þangað hentugar ferðir. Og
að koma til Skálholts og hlýða
þar messu, yrði öllum til
ánægju og sálubótar, — og
myndi líka auka skilning fólks
á því merkilega starfi, sem þar
hefir verið unnið og unnið verff
ur á næstunni.
Hallur Steinsson".
• TAPAÐI UMSLAGI
í AUSTURSTRÆTI.
Ungur sendill kom til Vel.
vakanda í gær og sagði sínar far
ir ekki sléttar. Han hafði i einnj
af sendiferðum sinum orðið fyr
ir því óhappi að tapa umslagi,
sem í var víxill vel merktur og
1100 kr. í peningum. Átti hann
að fara með þetta i einn af bönk
unum. Sendillinn het'ir fengið
kollega sína i iið með sér að
leita umslagsins, en það hefir
ekki borið árangur. Umslagið er
ómerkt. Sendillinn biður þann
sem kann að hafa fundið um-
slagið hans, að skila því á
Morgunblaðið.