Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. ágúst 1963
MORGUNBLADIÐ
3
— ■■ •■■■-•
Hin 850 ára gamia Ólafskirkja fyrir miðju. Gamii ICirkjubærinn lengst til vinstri og í endanum sem næst er, er gamla
biskupsstofan.
Hvat er undir ieggsteininum1
Grafið ■ ÓEafskirkju í Kirkjubæ
A KIRKJUBÆ í Færeyjum,
menningarsetri Færeyja frá
miðöldum, eru þrjár merkar
kirkjur, þ.e.a.s. Ólafskirkjan,
byggð um 1100 og hefur allt-
af verið notuð síðan, Magnús-
arkirkjan, eða rústirnar af
gotnesku kirkjunni, sem Er-
lendur biskup lét reisa á ár-
unum 1268—1305 en aldrei
var lokið við, og þarna hefur
einnig verið þriðja kirkjan,
svokölluð Maríukirkja, en af
henni standa aðeins eftir
nokkrir steinar úr norðurhlið
inni, hitt hefur sjórinn tekið.
Þarna eru því mjög merki-
legar gamlar kirkjuiminjar.
Nýlega sáum við svohljóð-
andi frétt í færeyska blaðinu
14. september undir fyrirsögn-
inni: „Hvat er undir leggstein
inum?“ : „í kórinum í Kirkju
bþarkirkju hava menn funnið
gravir, Kisturnar standa á
steinsettum gólvi. í sjálvum
kirkjuskipinum er funnin stór
ur leggsteinur, men hann verð
ur ekki lyftur upp á hesum
sinni, tí eingin peningur er at
halda fram rannsókninni. So
mugu menn enn nþkur ár gita
sær til, hvat ið er undir legg-
steininum.“
Við báðum fréttaritara Mbl.
í Færeyjum að athuga þennan
merka fornleifafund. Hann
sagði að verið væri að grafa
í Ólafskirkjunni í Kirkjubæ,
en uppgröftur svo skammt á
veg kominn að lítið væri um
hann að segja ennþá. Einfald-
lega hefðu fundizt nokkrar
grafir frá því eftir siðaskipti
og stuttir prjónar, en um leg-
steinnin í kirkjunni hefði ver-
ið vitað í 100 ár.
Aftur á móti er nú vitað
um hellugólf undir þessum
gröfum, sem eru frá því eftir
siðaskipti, og þar undir því
vafalaust eldri minjar, sem
verulegur fengur er í. Þess
er því beðið með mestri eftir-
væntingu hvað finnst þegar
hellugólfið verður tekið upp
og farið að róta þar fyrir neð-
ekki mundi stranda á fjar-
skorti.
Ólafskirkjan er, sem fyrr
er sagt, byggð um 1100 og
hlaðin úr grjóti. Hún hefur
stundum verið kölluð Munka-
kirkjan. Þetta er sóknarkirkja
fyrir Kirkjubæ og Velbastað
og hefur alltaf verið í notkun.
Á norðurvegg eru rifur í
kirkjuveggnum, sem hafðar
voru þar til að holdsveikir,
sem ekki fengu inngöngu,
gætu staðið fyrir utan og hlust
að á guðs orð. Gluggar og dyr
eru af gotneskri gerð. En
fyrir nokkrum árum, þegar
farið var að kanna kirkjuna,
komust menn að raun um að
á norðurhliðinni höfðu verið
rómanskir gluggar. En got-
nesku gluggarnir eru á suð-
urhliðinni.
Fyrir 90 árum var gamla
Ólafskirkjan mjög niðurnídd
og ekki lengur nothæf. Var
þá farið að afla fjár til að
Páll kóngsbóndi Patursson úti
gömlu.
reisa hana við, og þá voro
gömlu skriftastólarnir seldir
danska þjóðminjasafninu. Þeir
voru úr tré og allir útskornir
með myndum af helgum mönn
um, postulunum o.fl.
Kirkjubær er, sem kunnugt
er, gamalt biskupssetur, allt
frá því um 1080 og þaðan voru
iðulega kallaðir biskupar til
að sitja á kirkjuþingum og
• greiða atkvæði á miðöldum.
Á Kirkjubæ var Sverrir Nor-
egskonungur líka í fóstri og
lærði til prests hjá Hróa bisk-
upi, sem var vígður árið 1162.'
Gamla biskupsstofan i Kirkju-
bæ er merkur forngripur, lík-
lega 800—900 ára gömul. Ný-
lega hefur verið gert við
hana, en hún er enn uppi-
standandi.
í kirkjubæ ræður Páll
kóngsbóndi Patursson ríkjum
og býr þar góðu fjárbúi. Mynd
irnar hér á s-íðunni af honum,
og húsum og kirkjum á staðn-
um tók Ólafur Stefánsson,
flugumsjónarmaður, er hann
kom í Kirkjubæ fyrir
skömmu.
fyrir dyrum biskupsstofunnar
Inngangurinn í Ólafskirkj-
una. Á þeim stendur: „Eing-
in atgongd útgrevsturin.“
Byrjað var að grafa þarna í
júnímánuði í sumar. Vitað var
um þessar fornminjar, en beð
ið með að rannsaka þær, þar
til skipta þurfti um gólf í
kirkjunni. Verður haldið á-
fram uppgreftrinum í allt
haust. Og þegar búið verður
að kanna vel það sem ofan
á er, verður hellugólfið tekið
upp. Fullyrti fréttaritarinn að
Rústirnar af gömlu Magnúsarkirkjunni frá því á 13. öld.
Ljósm. Ólafur Stefánsson.
STAK8TEINAR
Máttlaus áróður
gegn NATO
Fátt óttast kommúnistar meira
en AtlantshafsbandalagiS —
NATO, og er þeim það nokkur
vorkunn, því að síðan bandalagið
var stofnað, hafa kommúnistar
ekki unnið ferþumlung lands í
Vestur-Evrópu, og fylgi almenn-
ings hefur hrunið af þeim jafnt
og þétt. Nú vita þeir, að ekki tjá-
ir að ráðast gegn bandalaginu
beint. Áróðrinum er þess í stað
beint á öðrum sviðum, þar sem
þeir vonast til þess að geta skað-
að bandalagið óbeint. Eru þá
ýmis staðbundin mái höfð að
gervibeitu á oddinum, aðallega
þjóðernislegs eðlis, en hinir al-
þjóðlegu áróðursmeistarar komm
únista eru sem kunnugt er snill-
ingar í því að leika ættjarðarvini,
ef þeir halda, að NATO komi það
illa. Leiðarinn í „Vísi“ ber þetta
nafn:
Gagnslaus áróður
Þar segir svo:
„Það er háttur ráðvilltrar og ó-
ábyrgrara stjórnarandstöðu, að
vera stöðugt að reyna að finna
upp einhverjar „bombur“, til
þess að sverta þá, sem með völd-
in fara, í augum almennings.
Kommúnistar gera þetta alls stað
ar, og oftast framreiða þeir þenn-
an áróður sinn í því formi, að
stjórnarvöldin séu að svíkja þjóð-
ina og ofurselja hana erlendu
valdi. Forustumenn kommúnista
hér á íslandi ættu nú að vera
farnir að sjá og læra það af
reynsiunni, að þetta er ekki ár-
angursrík aðferð til fylgisaukn-
ingar. Þeir hafa sjaldan eða
aldrei öskrað hærra um landsölu
og hvers konar svik, heldur en
fyrir síðustu kosningar, og svar
þjóðarinnar var það, að fylgið
hrundi af þeim, þeir fengu háðu-
legri útreið en nokkru sinni áður.
Ritstjórar Þjóðviljans mega
vera þess fullvissir, að þegar frá-
taldar eru þær fáu sanntrúuðu
kommúnistasálir, sem gleypa allt
hrátt, sem í Þjóðviljanum stend-
ur, trúir ekki nokkur maður þeim
skrifum blaðsins, að ríkisstjórnin
sitji á svikráðum við þjóðina.
Þessi plata er orðin svo gömul og
skemmd, að fólk hlustar ekki á
hana.
Tíminn hefur ekki reynzt eftir-
bátur Þjóðviljans í þessum skrif-
um og meira að segja oft gengið
fullt svo Iangt eða lengra. Er
furðulegt að máigagni flokks,
sem þykist fylgja vestrænni sam-
vinnu og styðja varnarsamtök
lýðræðisþjóðanna, skuli vera
leyft að skrifa eins og Tíminn
gerir. Forusta Framsóknarflokks-
ins er fyrir löngu orðin að við-
undri í augum nágrannaþjóðanna
fyrir þessi skrif blaðsins, og í
raun og veru er engin leið að
átta sig á, hvort flokksstjórnin
vill þátttöku okkar í Nato eða
ekki“.
Afstaða Framsóknar
Enn fremur segir í „Vísi“:
„Tíminn var að fræða lesendur
sína á því hér á dögunum, að af-
staða Framsóknar til Nato væri
hin eina rétta. Líklega á blaðið
m. a. við það, þegar Framsóknar-
menn fengu samþykkt á Alþingi
1956, að vísa varnarliðinu úr
landi, komust svo í ríkisstjórn
nokkrum mánuðum seinna og
höfðu þar formennsku, en minnt-
ust aldrei á að láta herinn fara
eftir það!
Hins vegar skýrði New York
Times frá því seint í nóvember
um haustið, að íslenzka ríkis-
stjórnin, sem kommúnistar áttu
einnig sæti í, hefði fallizt á að
hafa varnarliðið áfram og Banda-
ríkin jafnframt lofað að veita ís-
Iandi efnahags- og fjármálalega
aðstoð ... “