Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 14
14 MURGUNBLAOIO Fimmtudagur 29. ágúst 1963 Ég þakka hjartanlega öllum þeim mörgu, er sýndu mér vináttu og hlýhug á sextugsafmæli mínu 2. ágúst s.l. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn á allan hátt ógleymanlegan. Lifið heil. ^ Una Valdimarsdóttir. Slúlka óskast til afgreiðslustarfa. Bergstaðastræti 14. VONDUÐ II FALLEG ODVR U Sfaurþórjónsson &co jP Jlafruvvhirti U Faðir, tengdafaðir og afi okkar VALDIMAR S. LOFTSSON rakarameistari, andaðist 27. ágúst í Landakotssjúkrahúsi. Börn, tengdabörn og bamabörn. Eiginkona mín ÞORGERÐUR MAGNCSDÓTTIR sem andaðist 21. þ. m. verður jarðsungin föstudaginn 30. ágúst kl. 2 s.d. frá Hafnarfjarðarkirkju. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Jónasson. Faðir okkar BJARNI ÓLAFSSON verður jarðsunginn laugardaginn 31. ágúst n.k. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans Ólafsvöllum Akranesi kl. 2 síðdegis. Börain. Innilegustu þakkir til allra fjær og nær sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður og afa BJARNA JÓNSSONAR bónda Á. Skarðsströnd, sem lézt 13. ágúst s.l. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Helga Árnadóttir, Ástvaldur Bjarnason, Klara Ólafsdóttir, Trausti Bjarnason, Lára Hansdóttir, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, Karl Ásgeirsson, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÁGÚSTS JÓHANNSSONAR Silfurtúni. Eiginkona, börn, móðir og aðrir ættingjar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar EINARS SIGURÐSSONAR frá Einholti. Börn hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ÞORSTEINS BJARNASONAR Hurðarbaki. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Þorsteinsson, Hurðarbaki. TERYLENE glugga- tjaldaefni nýkomin. Mörg munstur af 150 cm og 300 cm breiðum stores- efnum nýkomin. — Einnig terylene-efni með blýi að neðan. Breidd 260 cm. Marteinn Elnarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Simi 12816 Poi&tiac 1956 Til sölu Pontiac 1956 2ja dyra, sjálfskiptur með nýrri vél. Hefur verið í einkaeign. Góður bílL Gott verð. -— Uppl. á skrifstofu vorri. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118 — Sími 22240. SÍMANÚMER OKKAR ER 20 000 Hótel Búðii Lokað 1. september. Hótel Búðir Snæfellsnesi. íbúð — Vinnu Húsgagna- eða trésmið vantar okkur nú þegar til starfa í húsgagnaverksmiðju. Getum útvegað íbúð til leigu í næsta nágrenni. Tilboð merkt: „Kópa- vogur — 5280“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudagskvöld. Nauðungaruppboð Uppboð sem auglýst var í 80., 82. og 84. tbl. Lög- birtingablaðsins á V/b Björgvin K.E. 82 og sem frestað var 23. þ. m. fer fram í skrifstofu minni á morgun föstudag 30. ágúst 1963 kl. 11 f. h. Bæjarfógetinn í Keflavík. Regnföt Ódýru JAPÖNSKU REGNFÖTIN komin aftur. Tilvalin fyrir hestamenn, veiðimenn og við útivinnu. VERÐ KR. 329.00. Miklatorgi. — Aukin sundrung Framh. af bls. 12 um“. Hitt er aftur óljósara, hverj- ir „Rússadýrkendurnir" eru tald- ir vera, enda hafa þeir aldrei verið nafngreindir, en af þessum ummælum má helzt ráða, að allir forystumenn „Sósíalistaflokks- ins“ séu taldir fylla þann flokk. Sú mun þó ekki ætlur „þjóð- varnarmanna", heldur munu þeir fyrst og fremst eiga þar við menn eins og Einar O'geirsson, Brynj- ólf Bjarnason og Magnús Kjart- ansson. Þeir -'era sér grein fyrir, að lítið mundi stoða að ráðast I stofnun nýs flokks, sem ætlað væri að skírskota til núverandi kjósenda „Sósíalistaflokksins“, ef t. d. Lúðvík Jósepsson, Björn Jónsson og Karl Guðjónsson væru utangarðs. Þess vegna vilja þeir reyna að lo1" augunum fyr- ir Moskvustimplinum á þessum mönnum. Ýmsir telja þó, að erfitt muni reynast að má Moskvu- stimpilinn af t. d. Lúðvik Jóseps- syni og benda því til stuðnings á samúð hans með Rússum í Ung- verjalandsmálinu, framkomu hans í landhelgismálinu, þar sem rússnesk sjónarmið hafi bersýni- lega ráðið gerðum hans, árang- ursríka viðleitni hans til að gera íslendinga efnahagslega háða Sovétríkjunum meðan hann gengdi embætti viðskiptamála- ráðherra í vinstri stjórninni og að dálæti Rússa á Lúðvík virðist sízt minna en á öðrum forystu- mönnum flokksins. En aðrir benda á móti á blákaldann raun- veruleikann: Nýjan flokk með Lúðvík og stuðningsmenn hans innanborðs — eða engan flokk. if Gils og Hannibal: Nýjan flokk! Helzti foringi „Þjóðvarnar- flokksins", Gils Guðmundsson, ritaði grein í málgagn sitt þegar eftir alþingiskosningarnar í júni, þar sem hann víkr að vísu ekki berum orðum að hugmyndinni um stofnun nýs flokks á grund- velli „Alþýðubandalagsins", en kveður það „eitt brýnasta verk- efni raunverulegra vinstri manna“, „að gera sér þess fulla grein, hvers vegna svo margir ihaldsandstæðingar velja þann kost, slíkur sem hann er, að kasta atkvæði sínu á Framsókn". Leyn- ir sér ekki, að Gils telur orsak- annna að leita í göllum „Alþýðu- bandalagsins" í núverandi mynd þess. í sama blaði er Hannibal Valdimarssyni mjög hampað og vitnað í grein, sem hann ritaði í „Verkamanninn“ á Akureyri hinn 1. maí sl„ þar sem sagði m.a.: „Það er -'niynd heilbrigðr- ar og eðlilegrar þróunar í íslenzk um stjórnmálum, að hér verði einn sósíalistískur verkalýðs- flokkur........Að því, að þessi draumur geti rætzt, hef ég lengi unnið. Að því, að hann geti rætzt sem fyrst, vil ég enn vinna“. — Niðurstaðan er því þessi: Nýr flokkur. Enginn vafi virðist leika á því, að Hannibal Valdimarsson og stuðningsmenn hans í „Málfunda- félagi jafnaðarmanna" ætla nú að fylgja eftir kröfu sinni um stofnun nýs flokks á grundvelli „Alþýðubandalagsins", sena leiddi til þess, að bæði „Sósíal- istaflokkurinn", „Þjóðvarnar- flokkurinn" og „Málfundafélag jafnaðarmanna" yrði lagt niður. Eftir kosningarnar í sumar hef» ur Hannibal aldrei skrifað í „Þjóð viljann", heldur hefur „Frjála þjóð“ algerlega þjónað sem mál- gagn hans. Með þessu vill hann vafalaust leggja áherzlu á kröfu sína um stofnun hins nýja ílokks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.