Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 29. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Stefán Björnsson frá Hnífs dal — Minning NÓTTINA eftir 33. afmælisdag sinn 20. ágúst síðastliðinn lézt á Landsspítalanum í Reykjavík Stefán Björnsson skrifstofumað- ur og varaoddviti í Hnífsdal, að lokinni þungbærri sjúkdómslegu. Það var fyrst i marzmánuði síð- astliðnum, að Stefón sálugi kenndi fyrst þessa sjúkdóms er leiddi hann til bana, svo sem fyrr segir. Um mánaðarmótin marz-apríl varð Stefán að yfir- gefa starf sitt og leggjast inn á sjúkrahús ísafjarðar en þar var gerður á honum holslkurður, er leiddi til þess að hann fékk að yfirgefa sjúkrahúsið eftir hæfi- legan tíma, og var það von ást- vina hsns og annarra að tekist hefði að hefta sjúkdóminn og bati væri vissulega framundan. En svo reyndist þó ekki, því mið- ur. Stefán varð á ný að leggjast inn á sjúkrahús ísafjarðar og síðar á sjúkrahús í Reykjavik en þar lauk æfi þessa góða drengs eins og fyrr segir. Stefán sálugi var fæddur í Reykjavík 20. ágúst 1930 og var því réttra 33 ára gamall er hann lézt. Foreldrar Stefáns eru Jóna Guðmundsdóttir og Björn Skúla son. Stefán heitinn ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík en var oft á uppvaxtarárum sínum á vist með móðurfrændum sínum á Flateyri við önundarfjörð, þar sem hann undi hið bezta í jafn- aldra og vinahópi. Móðir Stefáns sáluga lét einskis ófreistað til þess að veita honum kristilegt og gott uppeldi, því að hún bók- staflega lifði fyrir hann og lét eitt yfir þau ganga, enda var ástríki þeirra á milli með ein- dæmum. Að loknu barnaskólanámi kostaði móðir hans hann til náms í Verzlunarskóla íslands, þar sem hann lauk prófi vorið 1949 með góðum vitnisburði. Að verzlun- arskólanámi loknu stundaði Stefán skrifstofustörf og fleira í Reykjavík og víðar og síðast hjá Skipaútgerð ríkisms i Reykja vík áður en hann fluttist vestur. Stefán giftist eftirlifandi koriu sinni Sigfríði Lárusdóttur frá Hnífsdal 27. desember 1956, dug- mikilli og myndarlegri konu, sem reyndist honum ómetanleg stoð í hretviðrum lífsins og ekki sízt í hinum þungbæru veikind- um hans nú að síðustu. Til Hnífsdals fluttu ungu hjón- in haustið 1959, en þá hafði Stef- án verið ráðinn skrifstofumaður hjá Hraðfrystihúsinu h.f. í Hnífs dal, en því starfi gengdi hann meðan heilsan leyfði. Sigfríði og Stefán varð 5. barna auðið, en 2. elztu bornin fórust í eldi er laus varð í íbúðarhúsi þeirra hjóna í Hnífsdal í marz 1962 sem bert varð af fréttum á sínum tíma, en börn þessi voru piltur og stúlka, hin efnilegustu börn. Þessi einstæði og hryllilegi atburður olli miklum harmi langt út fyrir heimabyggð barnanna og mun seint úr minni líða þeim er nánast voru áhorfendur að atburðinum. En mestur varð þó harmurinn föður og móður og ömmu litlu barnanna, er hér urðu að sjá á bak efnilegum og myndarlegum börnum, og má geta sér til og er reyndar víst, að þessi hrollvekjandi atburður hefir verið hinum ungu hjónum lítt bær, eins og á stóð. Stefán hafði ekki verið lengi í Hnífsdal er hann hóf afskipti af félags og framfaramálum byggðarlagsins. Hann gekk fljótt í íþróttafélagið Reyni og reynd- ist þar dugmikill og úrræðagóð- ur félagi enda varð hann for- maður félagsins áður en langt um leið. Þá var hann kosinn »f því íélagi í Féiagsiheimilis- nefnd Hnífsdals og starfaði þar óslitið til æfiloka með á- gætum. Vorið 1962 var Stefán kosinn í hreppsnefnd Eyrar- hrepps N. ís. og varð strax vara- oddviti nefndarinnar og skrifari hennar og reyadist í því starfi tillögugóður og mjög nýtur mað- ur. Öllum reyndist auðvelt að vinna með Stefáni, því að hann var mjög samvinnuþýður og drengur góður í hvívetna, sem öllum vildi vel og gekk glaður og reifur að hverju starfi, enda lundin létt og aðlaðandi. Stefáns heitins er því sárt saknað af samherjum og vinum heima í sveitarfélagi hans og víðar þar sem spor hans hafa legið. Hann var trúr í stárfi og vildi hag húsbænda sinna í hvívetna, án þess þó að hann vildi á nokk- urn hátt halla á þá aðra, er hlut áttu að máli í starfi hans, svo sem verkafólk fyrirtækis þess er hann vann hjá, og annarra er þurftu að leita hans við af- greiðslu ýmsra mála. Um þetta var mér persónulega kunnugt. Sem samstarfsmaður Stefáns heitins alla tið eftir að hann kom til Hnífsdal hefi ég mikils að sakna, samstarfsins og samvinn- unnar í daglegum önnum, sem og samstarfsins að menningar og hugðarmálum okkar beggja fyrir heimabygð okkar, sem Stefáni sáluga varð fljótt mjög kær. Og sannarlega er skarð fyrir skildi í okkar litia sveitarfélagi, er svo starfshæfur maður fellur frá fyrir aldur fram, en slíkra manna er jafnan mikil þörf, ekki síst í dreif-býlinu. Og ætla má að hans hefðu beðið mörg og mikilsverð störf í framtíðinni í þágu samfélagsins í heimabyggð hans, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. í fáum orðum sagt. Við samstarfsfólk og vinir Stefáns heitins eigum erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut og eigum eflaust eftír að sakna sárar en við gerum okkur ljóst í fljótu bragði. Sakna hans þegar verkefnin, sem biðu hans, fara að kalla til úrlausnar. En eng- inn skyldi amast við framvindu tilverunnar. Eflaust á hver Drott inleg ákvörðun sér sinn ákveðinn tilgang, þótt við mennirnir eig- um oft erfitt með að skilja og sætta okkur við ákvörðun höf- undan lífsins, ekki sízt er hann svipti okkur, sem eftir lifum, kgerum ástvinum í blóma lífsins. Fullviss er ég þess, að þótt vin- ur minn Stefán hafi svo fljótt kvaddur burtu frá starfi, þá hef- ur hann markað þau spor með lífi sínu sem ekki munu mást út. Hnífsdælingar munu lengi minnast hins góða og glaðlega samferðamanns. En þótt við sam starfsmenn og vinir Stefáns heit- ins eigum erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut, að þá dylst okkur ekki, að mestur harmur er kveðinn að eftirlifandi ástvinum hans, sem öll hafa misst svo óendanlega mikið, við iát hans, að einungis vonin um endurfundi og minningin um hinn horfna ástvin getur grætt þau sár. Ég votta eftirlifandi konu og móður Stefáns og blessuðum litlu börnunum dýpstu samúð mína, og bið þess af heilum hug að sá er öllu stjórnar, styrki þau í þeirra miklu sorg. Einar Steindórsson. hefur jafnan gengið heil að hverju því starfi er hún hefur tekið að sér. Eiginmanni sínum og börnum var hún ástrík eig- inkona og móðir. Eiríkur Finnson var dugandi mað ur og drengur góður, heið arlegur og samvizkusamur svo að af bar. Eiga margir ísfirðingar bjartar minningar um vinátttu og góð kynni við heimili hans og fjölskyldu. Frú Kristín dvelur á ísafirði 75 ára í dag Kristín Einarsdóttir í DAG á sjötíu og fimm ára frú Kristín Einarsdóttir, ekkja Ei- ríks Finnssonar, verkstjóra á ísa firði. Þessi heiðurskona er fædd á Hríshóli í Reykhólasveit 29. ágúst árið 1888. Hún er dóttir hjónanna Elínar Jóhannesdóttur Jónssonar bónda á Blámýrum í Ögursveit og Einars Pétursson- ar, Gestssonar dannebrogsmanns í Rauðseyjum, Ólafssonar á Brekku í Saurbæ, Sturlaugsson- ar ríka. Kona Péturs Gestsson- ar var Ástríður Magnúsdóttir úr Skálheyjum í Breiðafirði, en móðir hennar var Sigríður Ein- arsdóttir, alsystir sr. Guðmundar Einarssonar á Kvennabrekku, föður frú Theódóru Thoroddsen og frú Þóru, móður sr. Matthí- asar Jochumsonar. Systir Péturs Gestssonar, var Ragnheiður Gestsdóttir, móðir Gests Páls- sonar skálds. Frú Kristín Einarsdóttir er þannig komin af merku og ágætu fólki. Hún giftist manni sínum, Eiríki Br. Finnssyni, verkstjóra á ísafirði 19. júlí árið 1911, en hann lézt 9. nóvember árið 1956. Áttu þau hjón 6 mannvænleg og vel gefin börn, sem öll eru á lífi. Eru þau: Jóhann Eiríks- son, yfirfiskmatsmaður á Vest- fjörðum, kvæntur Halldóru Guð mundsdóttur, Baldur, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, kvæntur Hólmfríði Sveinbjörns- dóttur, Bragi, framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, kvæntur Ragnheiði Sveinsdótt- ur, Arnfríður búsett í Minneapol is, gift Harry Bergström, Iðunn gift Böðvari Sveinbjörnssyni, forstjóra á ísafirði og Einar, settur skattstjóri í Vestmanna eyjum, kvæntur Guðrúnu Þor láksdóttur. Auk þess ólu þau hjón upp sonarson sinn, Birgi Baldursson, og hefur nú átt þar heima í rúm 50 ár. Hún ber aldur sinn vel og nýtur samvista við börn sín og barnabörn. Enda þótt hún hafi eins og aðrir mætt ýmsum erfiðleikum á lífsleiðinni er óhætt að fullyrða að hún sé gæfukona. Vinir hennar og ætt ingjar þakka henni mikið og fag urt lífsstarf um leið og þeir árna henni allra heilla á 75 ára afmælinu. S. Bj. í « ' A sem stundar nú nám í rafeinda- fræði í Bretlandi. Hann er kvænt ur Ólafíu Auðunsdóttur Reykjavík. Frú Kristín Einarsdóttir er dugnaðar og mannkostakona Hún stjórnaði heimili sínu af skörungsskap og bar það jafn- an hinn mesta myndarbrag. Var ánægjulegt að koma þangað og dvelja með húsbændum og hin- um drengilegu og vel gefnu börnum þeirra hjóna. Frú Krist- ín tók einnig verulegan þátt í félagslífi á ísafirði. Var hún m.a. stofnandi stúkunnar Vöku. Einnig tók hún mikinn þátt í félagsstarfi innan kvenfélagsins „Ósk“ og kvennadeildar Slysa- varnafélagsins á ísafirði. Hún Lagermaður Heildverzlun óskar að ráða afgreiðslu- og lager- mann. Umsóknir ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru sendist blaðinu merktar: „Reglusamur — 5434“ fyrir 31. ágúst. Malreiðsla — Framreiðsla Matreiðslukonu og framreiðslustúlku vantar að 0 veitingahúsi utan Reykjavíkur. Einnig vantar konu til afgreiðslustarfa á kaffistofu í miðbænum. Þrískipt vakt. — Uppl. í síma 10252 og 24552. Stúlka óskast til starfa á ljósmyndaverkstæði Týli. Upplýsingar veittar á verkstæðinu, Laugavegi 16, 3. hæð. Ibúð óskast Ung barnlaus hjón utan að landi óska eftir 1 til 2 herb. íbúð fyrir 1. okt. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð óskast sent fyrir laugardag merkt: „Reglusemi — 5277“. Koraa óskast til heimilisaðstoðar 5 klst. á dag 5 daga vikunnar. Hátt kaup. — Upplýsingar í síma 24944. Stangaveiði Veiðileyfi til sölu í Eyrarvatni í Svínadal. Mikill lax er nú genginn í vatnið. Bátar og hús á staðnum. Veiðileyfi seld í verzlun Helga Júlíussonar sími 458 Akranesi. Stangaveðifélag Akraness. Silfurtún — íbúð Kennara vantar tveggja herbergja íbúð. Upplýs- ingar í síma 50256 milli kl. 1—3 í dag og á morgun. Veitingastofa Lítil veitingastofa í fullum gangi til sölu. Þeir sem hafa áhuga, leggi nafn sitt inn á afgreiðsluna merkt: „Veitingastofa — 5275“ fyrir hádegi laugar- dag. Matráðskona óskast Dugleg matráðskona óskast 1. okt. n.k. í verksmiðju- mötuneyti i nágrenni Reykjavíkur. Gott eldhús. Húsnæði á staðnum. Umsækjendur sendi tilboð merkt: „Ábyrgðarstarf—Hátt kaup — 5433“ á afgr. Mbl. f. h. 2. sept. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.