Morgunblaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 13
TTöstudagur 6. sept. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
13
iri ahugi á
leika
en aö græða peninga
• ^
Samtal við Oskar Sigurðsson frá Seattle
— VÆRI ég „bisnessmaður" í
eðli mínu hefði ég sennilega
getað orðið milljónamæringur á
tiltölulega skömmum tíma eftir
að ég kom til Ameríku. Ég hefi
verið mikið gefinn fyrir alls
kyns grúsk, gert ýmis konar
uppgötvanir í frístundum, en
Oskar Sigurðsson
ekki haft vit á að græða á þeim
peninga, þó að tækifæri hafi gef
izt til. Þess í stað eyddi ég laun
unum i önnur áhugamál eins
©g t.d. leiklistina, keypti bún-
inga og annan útbúnað til þess
að geta komið fram, þó að ekk-
ert væri upp úr því að hafa
nema ánægjuna.
Þannig fórust Óskari Sigurðs
Byni frá Seattle orð, er við hitt-
um hann að máli fyrir skömmu
á heimili Ingvars Kjartansson-
ar kaupmanns hér í bæ.
Óskar hefur verið búsettur
vestan hafs síðan árið 1911,
fyrst í Winnipeg, en fluttist svo
til Seattle á Kyrrahafsströnd
Bandaríkjanna, ásamt konu
sinni, Hansínu Amundsen, frænd
konu heimskautafarans. 1
Seattle starfaði Óskar til
skamms tíma hjá Boeing-flug-
vélaverksmiðjunum. Gat hann
sér góðan orðstír í starfi sínu
og fékk margháttaða viðurkenn-
ingu fyrir tillögur sínar um
ýmsar nýjungar í vinnutilhögun
hjá verksmiðjunum. Hefur hann
jafnan unnið upp á eigin spýt-
ur að uppfinningum og orðið
vel ágengt, þó að honum hafi
að vísu ekki enn þá auðnazt að
skipa sess við hlið Thomas Edi-
son eða aðra þessa karla, sem
við getum lesið um í alfræði-
orðabókunum.
— Skömmu eftir að ég kom
til Winnipeg, segir Óskar, hóf
ég nám í rafmagnsfræði og
blikksmíði, sem áttu eftir að
koma að góðu haldi síðar meir
og verða til þess að ýta undir
áhugann á að gera eitthvað nýtt
á sviði tækninnar. Eftir sex eða
sjö ára dvöl vestra tókst mér
að gera nýtízkulegan bakarofn,
sem gat bakað 120 brauð í senn.
General Electric vildi kaupa
uppfinninguna af mér fyrir 11
þús. dali, en einhverra hluta
vegna fannst mér, að það hlyti
að verða mér miklu hagstæðara
að fá einkaleyfi á þessu sjálfur
og geta svo hafið stórframleiðslu
og auðgast. Ég gerði sex slíka
ofna og þá var draumurinn bú-
inn.
— En þú hefur ekki lagt ár-
ar 1 bát, þó að þessi fyrsta til-
raun tækist, ekki sem skyldi?
— Nei, . ég hefi alltaf haft
gaman af að reyna að gera ný
tæki, þó að ég hafi gefið upp
alla von um að verða forríkur
á þeim. Eftir að ég hóf starfið
hjá Boeing, árið 1933, varð að-
staðan til slíks svo miklu betri
og lagði ég áherzlu á, að kanna
leiðir til að auka vinnuhag-
ræðingu með tillögum um breyt-
ingar, er virtust smávægilegar
hjá jafnstóru fyrirtæki, en urðu
hins vegar mjög vel þegnar af
yfirmönnum mínum og hafa, að
ég vona, orðið. til einhvers gagns.
Að minnsta kosti hafa allir for-
ráðamenn þar komið ákaflega
vel fram við mig, sæmt mig
viðurkenningum, svó lofuðu
þeir mér að starfa fjórurn ár-
um lengur en ég átti að gera
með tilliti til aldursins.
— Hvaða störf hafðirðu ann-
ars með höndum í verksmiðj-
unum.
— Fyrst í stað vann ég við
venjulega verkstæðisvinnu, við
gerð flugvélahluta, en vegna
þessa áhuga míns á að grúska
hækkuðu þeir mig smám sam-
an í tign og gerðu mig lokum að
verkstjóra yfir stórum vinnu-
flokk.
— Þú sagðir okkur áðan,
Óskar, að þú hefðir haft mikinn
áhuga á leiklist. Komstu oft
fram á sviði?
— Ég hef ódrepandi áhuga á
leiklist. Satt að segja þykir mér
miklu skemmtilegra að tala um
áhuga minn á henni og það
sem ég hefi fengizt við að leika
sjálfur, þó að það sé kannski
varla í frásögu færandi, heldur
en að rabba um önnur æviatriði.
í Winnipeg stofnsettum við
nokkrir félagar íslenzkt leik-
félag, og eins og nærri má geta
vorum við aigjörir áhugamenn
og fórum yfirleitt slyppir og.
snauðir út úr þessu öllu saman.
Arni Sigurðsson frá Akureyri og
Jakob Kristjánsson voru nán-
ustu samstarfsmenn mínir á
þeim árum. Við unnum að upp-
setningu leikanna sjálfir, og feng
um Friðrik Svansson, listmálara
til að gera leiktjöldin.
— Tóku íslendingarnir í
Winnipeg þessari starfsemi vel? ‘
— Já, þetta var eina tæki-
færið, sem þeir höfðu til að
heyra íslenzku talaða í leikhúsi.
Einnig voru ungir menn að gefa
sig fram annað slagið til að
leika með okkur, en vanalega
tók það langan tíma að undir-
Framh. á bls. 15
Þessi mynd var tekin af Stefaníu Guðmundsdóttur og Óskari
‘ligurðssyui í hJ.utverkum sínum í Kirnahvo's-systrum á
sýningu í Winnipeg.
Hrafnafífa, klófífa, mýraeífting, fergin, hrossanál, gulstör og mýrastör.
VÍÐA HEYRIST véladynur á
íslandi vorra tíma. Skurðgröf
ur ræsa fram mýrarnar; plóg
ur, herfi og grasfræ breyta
þeim í tún. Gróðurfarið breyt
ist líka smám saman við fram
ræsluna eina. Fífur, sef og
starir hopa, en grösin erfa
landið. En nóg er enn af ó-
snertu votlendi á íslandi. —
Göngum út í mýri og flóa,
„allt er vænt sem vel er
grænt“. Flóatetur, fífusund,
svo tók Jónas til orða. Mýr-
lendið er grænt, en þó ekki
allt sami liturinn heldur
mörg, græn litbrigði. Þarna
er kaldavermslulind og ó-
venju fagurgræn dýjamosa-
breiða umhverfis. Við sjáum
bæði dökkgrænar og nærri
hvítar mosaþúfur, og stóra
fannhvíta fífubletti. Aldin
fífunnar fljúga framhjá á
vængjum vindanna og nema
ný lönd. Einu sinni voru fífu
hárin hagnýtt. Það voru snún
ir saman úr þeim kveikir í
lýsislampa. Fáir munu kunna
þá list lengur. „Ljósið kemur
langt og mjótt, logar á fífu-
stöngum". Það var eitt sinn
veruleiki. Margir tína ungar
fífur, binda í bendi og þurrka
til stofuskrauts. Brokey er
stærsta eyja á Breiðafirði, en
hafið þið hugsað um merk-
ingu nafnsins? Blöð fífunnar
heita brok eða hringabrok,
því þau sveigjast aftur á bak.
Þegar líður á sumar slær brok
ið roða á mýrarnar og kallast
þá líka rauðbreyskingur. Brok
ið þykir kjarngott til beitar
og helzt furðu lengi grænt og
óskemmt neðst, niður við rót.
— Fífutegundirnar eru raun
ar tvær, þ.e. hrafnafífa (eða
einhneppa) og klófífa (marg-
hneppa). Sjá myndir. Hneppu ,
nöfnin sýna mismuninn. Fyrr
um var fífuhey allmikið not
að til fóðurs. En bezt þótti
starengið, sérstaklega flæði-
engið, sem kalla má túns
ígildi. Þar er gulstör (bleikja)
aðaljurtin og eru breiður
hennar ærið gróskulegar yftr
að líta, t.d. Hvanneyrarengi
o.fl. spildur við ár og vötn.
Gulstörin er gróf og stór-
vaxin auðþekkt á hinum, mó-
brúnu hangandi axskúfum. A1
gengasta stör landsins heitir
mýrarstör og vex í sérhverri
mýri á landinu. Hún ber upp-
brett öx og er fremur grann-
vaxin. Engjahey var aðallega
mýrarstör víðast hvar. Nú er
hún aðallega beitarjurt. Hér á
landi vaxa um 40 starategund
ir, en gulstör og mýrarstör eru
lang mikilvægastar þeirra
allra. — Hrossanál (sjá mynd)
er seftegund skyld störunum.
Hún er auðþekkt á módökku
blómhnoðunum á hlið strás-
ins. Stráið er stinnt og gróft
og trénar er líður á sumarið.
Hrossanál vex víða á sendnu
landi og á takmörkum holta
og mýrlendis. — Á árbökk-
um og mýrarþúfum vaxa víða
fagurgrænar jurtir, sem helzt
líkjast jólatrjám að vaxtar-
lagi. Það eru elftingarnar.
Elftingahey þótti allgott
fóður vel verkað, en hestar
veiktust stundum eða jafnvel
drápust af mygluðu elftinga-
heyi. Flestar elftingar falla
mjög fljótt í frostum á haust
in, löngu á undan störinni.
Elftingar hafa mjög langa
jarðstöngla með forðanæring
arhnúðum, sem kallast surtar
epli eða Gvendarber. Hafið
þið ekki séð „elftingartágar“
í mógröfum? Fergin er stór-
vaxin elftingategund, sem
vex í tjörnum og síkjum. Kýr
þykja mjólka sérlega vel af
ferginheyi — og vita menn
ekki hvað veldur örvun
mjólkurmyndunarinnar. —
Engjarós er einhver fegursta
skrautjurt mýranna. Þekkja
flestir blóm hennar. Önnur
fögur votlendis- og tjarnar-
jurt ber nöfnin horblaðka
og reiðingsgras. Eru blöð
hennar varla lystileg fyrir
fénaðinn. Jarðvegur verður
seigur þar sem hún vex, sbr.
nafnið reiðingsgras. Sumsstað
ar í Noregi er hún kölluð
vatnasmári, því hin þrífingr-
uðu blöð hennar líkjast dálít
ið stórum smárablöðum. Blóm
in eru mjög fallega hvítflosuð
eða kögruð. Jarðstöngull hor
blöðku er bæði langur og gild
ur og heitir álftakólfur, mýra
kólfur eða nautatág. Hann er
mjög beizkur á bragð. Seyði
af honum (o. fl. hlutum jurt
arinnar) hefur í ýmsum lönd
um verið notuð til lækninga
við magaveiki o. fl. kvillum.
Þetta er sem sé mesta merk-
isjurt. Mýrarsóley ber allstór,
hvít blóm. Hún vex bæði í
mýrum og móum. Lyfjagras
vex víða í mýraþúfum. Það
er auðþekkt á gulleitum slím
ugum blöðum og einu, bláu,
hangandi blómi, sem hefur
hunangsspora. Hin þykku
blöð breiðast út niður við !
jörð og veiða smáar flugur
sér til næringar. Blöð lyfja
grassins voru áður notuð til
að hleypa mjólk til skyrgerð
ar hér á landi. Lappar hafa og
til skamms tíma notað þau
þannig. Lyfjagrasið hefur
sumsstaðar verið kallað kross
gras og er e. t. v. jurtin sem
Jónas Hallgrímsson kveður
um „dropa kalda kystum úr
krossgrasi“ í kvæðinu Ferða-
lok. Hafið þið fundið mýra-
ber, eða séð rauða sóldögg i
hvítmosaþúfum?
Ingólfur Davíðsson.
Ingólfur Davíðsson
Gengið í votlendi