Morgunblaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 3
E^Jstudagur 6. sept. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
3
Stefnir og Rósa klappa Grána stnum. Áhorfandinn er Brandhufa.
Vagnhestur á fertugsaldri
í LAUGADAL eru ennþá fá-
einar bújarðir, nokkrir bónda-
bæir, sem stinga mjög í stúf
við byggingar þær, sem risið
hafa og eru í smíðum í ná-
grenninu. Eitt þessara bónda-
býla er Reykjaborg við Múla-
veg. Vestan götunnar er í
byggingu íþrótta- og sýninga-
höll sú, er gárungarnir kalla
Auðkúlu, en fyrir austan tún-
garðinn rísa fjölbýlishúsin við
Álfheima og yfir þau gnæfa
„skýjakljúfarnir“.
Stefnir Ólafsson, bóndi,
stendur úti fyrir ásamt 7 ára
dóttur sinni, Rósu, þegar við
ökum í hlað á Reykjaborg. Er
skipzt hefur verið á kveðjum
segi ég:
— Þú munt eiga elzta hest
á íslandi, Stefnir.
— Ekki veit ég það gjörla,
svarar bóndi, en svo mikið
er víst, að hann Gráni minn
er kominn af æskuskeiði.
Hann er á fertugsaldri, — á
að gizka 35 vetra.
— Hvað hefur hann verið
lengi í þinni þiónustu7
— Ég man það ekki ná-
kvæmlega, en það mun vera
eitthvað á annan áratug. Áð-
ur hafði hann gengið kaupum
og sölum. Starfsferil Grána
gamla hef ég lengst getað
rakið aftur í byrjun stríðsins.
Þá var hann í Bretavinnu,
nánar tiltekið við flugvallar-
gerð.
— Er ekki lítið gagn af
honum nú orðið? Hann hlýt-
ur að liggja í kör.
— Nei, ekki aldeilis. Hann
dró á annað hundrað hesta
af töðu heim í sumar. Komdu
upp í girðingu. Við skulum
líta á gripinn.
Við göngum nú upp fyrir
húsið, gegnum hænsnagirð-
ingu, og sjáum þá gráan hest
á beit í félagsskap fjögurra
kúa, einnar stálpaðrar kvígu
og nokkurra anda. Er við
nálgumst, lítur Gráni upp frá
máltíðinni og virðir hljóður
fyrir sér komumenn.
— Sæll, gamli, þú ert nú
bara ern, segi ég við .Orána
og rétti höndina að snoppu
hans til að klappa honum. Þá
silýst klárinn snarlega á hæli
og tekur á rás áleiðis upp að
Suðurlandsbraut, en verður
að nema staðar við girðing-
una.
— Er hann svona ómann-
blendinn? spyr ég.
— Nei, nei, þú skalt ekki
móðgast, segir Stefnir, hann
er bæði mannblendinn og auk
þess feiknalega barngóður.
Ég held að það, sem amar að
honum, sé kuldagalsi. Hann
er orðinn mjög kulvís. Ég
verð að taka hann inn
snemma á haustin.
— Þú verður að gefa hon-
um sjal í afmælisgjöf, þegar
hann verður fertugur.
—• Rósa prjónar sjalið,'seg-
ir Stefnir. Hún og Gráni eru
einkavinir.
Að svo mæitu ganga Stefn-
ir og Rósa að Grána, og er
hann nú hinn spakasti. Við
höldum okkur í hæfilegri
fjarlægð.
Meðan ljósmyndarinn tekur
myndir af feðginunum og
Nærri 20 milljón kr. munur á
hæsta og lægsta tilboðinu
Samþykkt að semja við Vél-
tækni hf. um byggingu
Fossvogsræsisins
BORGARRÁÐ samþykkti sJ. og fleiri, að upphæð kr. 47.097.140
puvjuuuá, uu Ucuuiiu uuuuuujiU-
ktuiuuu ftejujaVíuui ourgar ao
seiuja vio v eiuciuu u.i. luu uygg
íngu iuks miKia ræsis 1 l’ossvuga-
oai a gruiiuvem tnuoos lyiir-
tæKisins 1 veiKio, en pao var nið
lægsta aö uppnæð kronur
37.U10.000.00.
Önnur tilboð sem bárust í verk
ið voru frá Almenna Bygginga-
íélaginu, að upphæð krónur
41.564.000.00, Þungavinnuvélum
XXtA uuuuv d.X.| uu
il«CU UU.UOl.UUU. OcU'Öl tmxixg Ui
ooo iia euuguvuuiuveuuu 1 uiuip
ræsi i r.Uiuavogi ao uppnæo í'uiu
xega Zö muijumr Krona.
on uioooin voru miöuð við
kaupgjaid 1. juni s.i. og er gert
ráo tyrir, að vegna kaupnæak-
ana sem orðið hafa kosti verkið
nú rúmlega 40 milljónir króna.
Innifalið í verðinu eru stein-
steyptar pípur, að verðmæti um
10.5 milljónir króna, sem gert
er ráð fynr að Pípugerð Reykja-
víkurborgar framleiði.
Bygging Fossvogsræsinsins
hefst strax og samnmgar Hafa
tekizt við verxtakann og á því
aO vera iokio I. september 1965.
itæsio a ao taxa vio oííu vatm
og sivOipi rra oyggo umnverus
j,-oosvosi,o.auiiii, oceoi xra iieynja
Viivuiooig og ivopavogSKaupstao.
jtija iiuuiaupaiwjiiiun rveyxja-
viKUiOorgai eru nu í utbooi in.a.
bygging nyrrar sioKKvistoOvar i
ÖsKjuhiið, neðan olíustöðvar
SKeijungs, áframhaldandi fram-
kvæmdir við sundiaug í Laugar-
dal og bygging íþróttahúss við
Gagnfræða-'kólann við Réttar-
holtsveg.
Gasprað um gengis-
lækkun
Að undanförnu hefur verið töln
I vert gaspur um fyrirhugaða
gengisfellingu og hafa ýmsir
þeir, sem minnst vita um utjórn-
mál, eins og venjulega gengið
lengst fram í fullyrðingum, sem
| við engin rök hafa átt að styðj-
ast. Hitt er ánægjulegt að menn
virðast vera að gera sér gleggri
grein fyrir nauðsyn þess að
stemma stigu við áframhaldandi
kauphækkunum og verðhækkun-
um, og er um þau mál nánar
fjallað í ritstjórnargreinum blaðs
ins í dag.
Síldveiðin
Þegar leið á ágústmánuð vorn
menn farnir að örvænta um það,
að síldarvertíðin norðanlands og
austan yrði sæmileg, en síðustu
dagana hefur veiði verið með
ágætum og má segja, að vertíðin
sé þegar orðin viðunandi og hver
dagur. sem veiði heldur áfram,
bætir verulega um, ekki einungis
fyrir útgerðinni og sjómönnum,
heldur þjóðarheildinni.
(Ljósm. Mbl.. Sv. Þ.)
þarfasta þjóni þeirra, koma
kýrnar á vettvang, forvitnar
að vanda. Ein þeirra, Brand-
húfa, akfeit, en eftir júgur-
stærð að dæma, steingeld, að
minnsta kosti um tíma, hnus-
ar af lend Grána og nuddar
síðan grönunum upp við hann.
Sá gamli virðist kunna þessu
mjög illa og veitir kúnni á-
minningu með bakhlutanum.
Brandhúfa fer sér í engu óðs-
lega, en sér sig þó um hönd
og lætur Grána í friði.
— Er Gráni merkilegur
með sig? spyr ég.
— Já, hann lítur niður á
beljur, segir húsbóndi hans.
— Hvað er Reykjaborg
stór jörð? spyr ég, þegar við
göngum aftur heim túnið, eftir
að hafa kvatt Grána.
— Fimmtán dagsláttur.
— Ert þú fæddur hér í
Laugadal, Stefnir
— Nei. ég fæddist reyndar
í Skuggahverfinu, en fluttist
snemma með foreldrum mín-
um að Reykjaborg, ög hér hef
ég búið síðan. Ég er bæði
sveitamaður og borgari. Ég
er Reykvíkingur í húð cg hár,
þótt ég hafi haldið fast við
búskapinn og jörðina.
— ö.
Silfurskottum
eytt úr burnu-
skólu Akrnness
AKRANESI, 5. sept. — Heil-
brigðisnefndin á Akranesi hefur
að gefnu tilefni upplýst að hún
hafi látið rannsaka barnaskóla-
bygginguna á Akranesi og eyða
úr henni svonefndri siiíurskottu
og var pao gert a s.i. vori. En
nemiar naxui áueniá uxuxu vart
6.1. Vetur. __^__
Nú i haust Var skólabygging-
III laniisonuo au Iiyju US iuuílsl
pa memdyr petta þar ekKi. Samt
sem áður var eitrað fyrir hann
að nýju til öryggis. Starf þetta
framkvæmdi Aðalsteinn Jóhanns
son, meindýraeyðtr úr Reykja-
vík.
Menn hafa nú að undanförnu
notið ávaxta viðreisnarinnar í
stórbættum kjörum. Ljóst er
hinsvegar, að takmörk eru fyrir
því, hve miklu við getum eytt
og þau lífskjör, sem við búum
við nú byggjast á því meðfram,
að árferði hefur verið gott. Slæm
sildarvertíð hefði því gétað vald-
ið því, að frekari ráðstafanir
hefði þurft að gera en ella til að
draga úr eyðslu.
Fjölbreyttur afli
En það er ekki einungis síld,
sem afkoma þjóðarbúsins hygg-
ist á og skapar gjaldeyristekjur,
heldur eru nú stundaðar fjöl-
breyttar veiðar og stöðugar um-
bætur eru gerðar ' því sviði. Að
þessu víkur Álþýðublaðið í rit-
stjórnargrein í gær og segir:
„Humarveiðar hafa aldrei ver-
ið meiri en á þessu sumri. Fleiri
bátar hafa stundað veiðarnar en
áður og hlutir sjómanna eru orðn
ir allgóðir. Þá veitir humarinn
mikla vinnu í landi og er verð-
mæt útflutningsvara með trygga
markaði.
Á síðari árum hefur tekizt að
auka mjög fjölbreyttni í veið-
um og vinnslu og hagnýta ýmis
sjávardýr, sem áður voru lítt
veidd. Með þessu verður afkoma
sjávarútvegsins í heild tryggari
og atvinna i sjávarpiassum jafn-
ari.
Kétt er að leggja áherzlu á
auknar rannsokmr til ao foroast
rányrkju svo að varanlegt fram-
hald verði á rækju- og humar-
veiðum og öðrum sérgreinum á
þessu sviði. Það væri mikil
skammsýni að spilla þessum veið
um, einmitt þegar þær eru að
verða þ’-^ingarmikil atvinnu-
grein“.