Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 6

Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 6
6 MORGUNBLAÐID Eaugardagur 14. sept. 1963 FRÉTTIR af deilum kínverskra Og sovézkra kommúnista herma oftast, að um „hugsjónaágrein- ing“ sé að ræða. Margir, sem mest hafa um deilumál þessi rit- að, telja hins vegar, að orðið „hugsjónaágreiningur" skyggi á raunveruleg deiluatriði. Undanfarið hefur eitt þeirra, landamæradeilur, komið fram í dagsljósið. Kínverskir leiðtogar hafa kvartað undan sovézkum afskiptum af kínverskum borg- urum, einkum í héraðinu Sinki- ang. í þessum kvörtunum felst ádeila á Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og er hann talinn fylgja heimsvaldastefnu, sem ekki geti samrýmzt kenn- ingum Lenins. í 55. grein stefnuskrár kín- verska kommúnistaflokksins, en hún var samþykkt í september 1949, rétt áður en Kínverska al- þýðulýðveldið var stofnað, segir: „Alla samninga Kuomingtang- stjórnar við erlendar ríkisstjórn- ir skal endurskoða“. Einn þessara samninga var gerður milli kín- versku og sovézku stjórnanna 1924, og fylgdi hann raunveru- lega í kjölfar yfirlýsingar Sovét- leiðtoga, frá 1919. Þar sagði, að allir samningar zar-stjórnarinn- ar, sem miðað hefðu að þrælkun þjóða í austri, sérstaklega Kín- verja, væru úr sögunni. Samn- ingurinn 1924 ógilti þó ekki eldri samninga. í honum var aðeins lagt til, að haldin yrði ráðstefna um málið. Zar-samningarnir héldu því lagalegu gildi sínu. • Á niðurlægingartímabili sínu voru Kínverjar neyddir til að undirrita fjóra samninga: Aigun-samkomulagið, 1858, náði til um 185 þús. fermílna svæðis við Kyrrahafsströndina, sem Rússar fengu. • Er Peking-samningurinn var gerður 1860, urðu Kínverjar enn að láta af hendi landsvæði við Kyrrahaf, og margir telja, að sá samningur hafi verið Kínverj- um óhagkvæmari en sá fyrri. • Tientsin-samningurinn, 1858, var ekki merkilegur; var í raun og veru staðfesting á breyting- um, skv. Aigun-samningnum. • 1881 var gerður Ili-samn- ingurinn (St. Pétursbongar-samn- ingurinn), en skv. honum fengu Kínverjar þó í hendur stórt svæði í Túrkestan, en það hafði verið hersetið af Rússum um nokkurt skeið. Allir þessir samningar voru til umræðu í „Alþýðudagblaðinu“ í Peking snemma í marz sl. Eru þeir sagðir þurfa endurskoð- unar við. Jafnframt er tekið fram, að Rússland undir stjórn zarsins sé eitt í hópi 12 ríkja, sem staðið hafi fyrir árásum á Kína. Ekki er á það minnzt í „Al- þýðudagblaðinu", að sú stjórn Sovétríkjanna, sem var við völd fyrst eftir byltinguna, staðfesti umráð yfir þeim svæðum í Asíu, sem zarinn hafði eignað sér. >á hafði verið komið á fót sjálfstæð- um stjórnum í Georgíu og Azer- beidsan, og austar, í Khiva og Bokhara. 1921 hafði öllum þess- um stjórnum verið steypt, og var héruðunum nú stjórnað frá Moskvu. Á næstu árum færði sovézka stjórnin sér í nyt andúð mongóla í Ytri-Mongólíu á Kinverjum, og kom á fót stjórn þar. Á síðustu árum hefur hún fengið frjálsari hendur. • Mörgum þykir athyglis- vert, að það er fyrst á þessu ári, sem Kínverjar taka að ræða op- inberlega samninga Zar-Rúss- lands. Mao tse-tung, leiðtogi kín- versku byltingarinnar, sagði fyrr, að Kínverjar myndu hall- ast að „friði og lýðræði, en Sov- étríkin hefðu þar forgöngu“ — 1950 gerðu ríkin með sér hern- • Sölutími verzlana Velvakanda hafa borizt nokkur bréf um kvöldsölumál- ið, sem tekið verður fyrir í borgarstjórn 1 næstu viku, en eins og kunnugt er, hafa ákveðnar tillögur verið lagðar fram í málinu. Neytendasam- tökin sendu á sínum tíma frá sér skelegga og ýtarlega álits- gerð um tillögurnar. Bréfrit- arar leggjast allir, undantekn- ingarlaust, gegn tillögunum. — Velvakandi hefur nú snúið sér til varaformanns Neytendasam takanna, Arinbjörns Kolbeins- sonar læknis, og beðið hann að svara spurningunni: Teljið þér, að breytinga sé þörf á nú- verandi fyrirkomulagi, og ef svo er, þá hverra? Arinbjörn tekur fram, að hann lýsi hér einkaskoðunum sínum, sem ekki megi telja yfirlýsingu frá Neytendasam- tökunum. Svar hans er þetta: „Það hefur verið baráttumál Neytendasamtakanna um' ára- bil að fá verzlunartíma sölu- búða breytt í hagstæðara horf fyrir neytendur. Fyrri hluta spurningarinnar svara ég því játandi. Síðari hluta spurning- arinnar er ekki auðsvarað, og koma þar til álita mörg atriði. Það færist mjög í vöxt,- að allir fjölskyldumeðlimir vinni utan heimilisins, enda slíkt fyrir- komulag eðlileg afleiðing tækniþróunar. Þetta fólk þarf að eiga þess kost að geta gert dagleg heimilisinnkaup á þægi legan hátt, utan venjuiegs vinnutíma. Önnur tilhögun hef- ur í för með sér vinnutap, um- aðarbandalag. Mao tókst betur að sameina landsvæði ríkisins, en mörgum keisurunum. Því vildi hann nú fá staðfest landamær- in. Lengst eru þau að Sovétríkj- unum. Fyrst eftir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins fengu Kín- verjar aðstoð frá Sovétríkjunum. Kínverjar lögðu undir sig Tíbet, og á undanförnum árum hafa þeir samið um landamæri við Burma, Nepal, Pakistan og Mon- gólíu. Enn er landamærastríð Kínverja og Indverja á sl. hausti í fersku minni. Hins vegar var ekki gripið til ráðstafana gegn þeim ríkjum, sem eru hernaðar- lega máttugri en Kína. Þar í hópi eru Bandaríkin, en Peking- stjórnin telur Bandaríkjamenn hafa „hertekið" Formósu. Annað máttugt ríki eru Sovétríkin. (Þá hafa Kínverjar ekki gripið til sérstakra ráðstafana vegna Hong Kong, enda njóta þeir að mörgu leyti góðs af). # Jafnframt því, sem ágrein ingur um „túlkun grundvallar- kenninga kommúnismans" hefur farið vaxandi undanfarin ár, þá hefur komið til átaka við landa- mærin. Talið er nú víst, að til bardaga hafi komið 1960, við landamærin lengst í austri. Kín- versk blöð skýrðu frá því í maí það ár, að landamæragæzla hefði verið efld á Pamir-hál?nd- inu, milli Sinkiang og sovézka ferðaröngþveiti og margs kon- ar önnur óþægindi. Af þessu leiðir, að matvöruverzlanir þurfa að vera opnar daglega einni til tveimur klst. eftir að venjulegri dagvinnu lýkur. Öðru máli gegnir um vefnað- arvöruverzlanir, búsáhalda- verzlanir og aðrar sérverzlan- ir; daglegur verzlunartimi þeirra þarf að jafnaði ekki að ná lengra en hálfa eða eína klst. fram yfir venjulega vinnu tíma. Hins vegar er nauðsyn- legt, að verzlanir þessar séu opnar 3—4 klst. íram eftir kvöldi einu sinni í viku. Fólk á yfirleitt ekki erindi í sérverzl anir daglega, en í mörgum til- vikum eru þar keyptir dýrir hlutir, sem lengi þurfa að end- ast, í marga mánuði, ár eða jafnvel alla ævina. Það þarf tíma og tóm til að velja slíka hluti. Mikið nauðsynjamál er að breyta þeim úrelta vana, að ali ar verzlanir þurfi að loka sam- tímis. Slík tilhögun hentar ekki vaxandi borg og verðandi stór borg, eins og Reykjavík er. Þá er rétt að benda á, að fyrir- komulag viðskiptanna hefur meiri áhrif á umferð borgar- innar en flest annað. Umferðar málin eru meðal mestu vanda- mála í nútímaþjóðfélagi. Með því að skipuleggja rétt sölu- tíma verzlana, er hægt að hag- ræða umferðinni þannig, að hún verði í senn öruggarj og greiðari. Ber einkum að forð- ast fyrirkomulag, sem veldur því, að margir borgarar þurfi að flýta sér á sama staðinn Mao Tadzhikistan. 1 júlí 1960 birti sovézka tíma- ritið „Vandamál sögunnar“ grein, þar sem réttur Sovétríkjanna til héraðsins við Amur-ána er var- inn. Það hérað var á yfirráða- svæði zar-stjórnarinnar. í sept. það ár hældi Moskvuútvarpið landamæravörðum lengst í austri fyrir að hafa handtekið „menn, sem haft hefðu landamærin að engu“. í nóvember hvatti yfir- maður sovézka Kyrrahafsflot- ans, Fokin aðmíráll, landamæra- verði til árvekni. Ólga sú, sem gætt hefur í kín- samtímis. Hin nauðsynlegu verzlunarerindi borgaranna eiga að dreifast yfir hæfilega langan tíma og nægilega stór svæði, til þess að umferðar- örðugleikar verði ekki. • Uppástungur um verzlunartíma Að endingu lauslegar uppá- stungur um verzlunartíma skv. framansögðu: Matvöruverzlanir í skrif- stofu- og iðnaðarhverfum séu opnar til kl. 18.00 í íbúðarhverf um til kl. 19.00. Til mála gæti komið, að verzlanir þessar væru lokaðar 1—2 klst. á tím- anum kl. 13—16, og hefðu verzl anirnar samvinnu sín á milli um þann lokunartíma í hverju hverfi. Vefnaðarvöru-, búsáhalda- og hinar ýmsu sérverzlanir séu að jafnaði opnar til kl. 17.30 eða til kl. 18.00, en tvisvar til fjór- um sinnum í mánuði ættu þær að vera opnar til kl. 20 eða 21 að kvöldi. Einn virkan dag í viku mættu verzlanir þessar vera lokaðar til kl. 13.00. Á laugardögum er t. d. heppi legt, að matvöruverzlanir séu opnar til kl. 16.00 í íbúðahverf- um borgarinnar. Mundi þetta draga úr umferðaröngþveiti í Miðbænum á laugardagsmorgn um og einnig spara margar vinnustundir, sem tapast í laug ardagsverzlunina. Sérverzlamr ættu að skiptast á um kvöld- söluna og vera opnar á víxl, bæði eftir tegundum verzlan- anna og borgarhverfum. Allir söluturnar (,,sjoppur“) og jafnvel búðir í næsta ná- verskum landamærahéruðum sið ustu mánuði, hefur gefið Sovét- ríkjunum gott tækifæri til að afla upplýsinga um ráðstafanir Kínverja. Fram til þessa hafa sovézk yfirvöld alltaf neitað að hafa veitt flóttamönnum hælL Nýtt viðhorf hefur þó komið fram nú, að því er varðar Sinki- ang (áður kínverska Túrkestan), 1954 hættu Sovétríkin þátttöku í olíuvinnslu í Sinkiang, og eftir það hefur sovézkum borgurum fækkað þar mjög. Frá 1958 hef- ur flóttafólki frá héraðinu verið veitt móttaka í Sovétríkjunum. Margt af þessu fólki hefur kom- ið með sauðfé sitt, og allar eig- ur. Vafalaust hefur tekizt að afla upplýsinga um margt hjá þessu fólki, því að erfitt hefur verið að afla þeirra eftir öðrum leið- um, sérstaklega éftir að Kín- verjar lokuðu sovézku sendiráð- unum í Sinkiang og Mansjúríu. # Margir sérfræðingar telja, að vestasti hluti Kina verði kjarnorkutilraunasvæði, þegar þar að kemur. Peking-útvarpið hefur nú skýrt frá því, að Sovét- ríkin hafi 1959 hætt öllu sam- starfi við Kínverja um smíði kjarnorkuvopna. Vegna þess leggja margir á það trúnað, að Sovétríkin hafi veitt uppreisnar- mönnum í Sinkiang aðstoð, er óeirðir stóðu þar í fyrrasumar og haust. Framh. á bls. f grenni barna- og unglingaskóla skulu lokaðir þann tíma sólar- hringsins, sem skólinn starfar, og stefnt verði að því, að hæfi- leg fjarlægð verði milli verzl- ana og skóla. Sennilega mætti stytta verzlunartíma ‘ söluturna á kvöldin, en ákvörðun um það atriði á að taka um leið og nýtt heildarskipulag á verzlun- artíma sölubúða verður tekið upp. — Skerðing á verzlunar- frelsi söluturna að öðru leyti mundi verða almenningi til ó- hagræðis. — Arinbjörn Kolbeinsson". • Athugasemdir Velvakanda Velvakandi þakkar Arinbirni svarið, en vill gera þrjár athuga semdir: 1) Þótt verzlanir lengdu sölutíma sinn á kvöldin, er á- stæðulaust að draga úr honum á daginn. Með vaktafyrirkomu- lagi eða öðru móti er auðvelt að tryggja, að ekki sé gengið á réttindi verzlunarfólks. Það á sér sterk samtök, sem án efa geta gætt hagsmuna þess. Það er óþægilegt fyrir almenning að þurfa að leggja á minnið hvaða verzlanir séu t.d. lokaðar milli kl. 13 og 16 eða til kl. 13 á dag- inn, og hvaða daga þessi lok- unartími gildir. Þetta er óþarft og dregur úr þjónustu við neyt- endur. 2) Illframkvæmanlegt sýnist að eiga að refsa þeim verzlun- um og söluturnum, sem eru í nágrenni við skóla, með því að banna þeim að höndla meiri hluta dagsins. Það mundi jafn- gilda því að loka verzlunum fyrir fullt og allt. Hver á að greiða bæturnar? Börn og ung- lingar geta líka þurft að verzla, og ekki er hægt að skylda nem endur til þess að nesta sig til skólatímans. 3) Ástæðulaust virðist að stytta verzlunartima söluturna á kvöldin. Þörfin fyrir þá þjón- ustu, sem þeir veita, er mikil og sívaxandi. ÞURRHLÍÍÐUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.